Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÍDAG MUN Log'i Laxdal og Sprengju-Hvellur verða í þessari aðstöðu að keppni lokinni á HM og færa Islendingum eina gullið á HM i Seljord - eða verða þau fleiri? A brattann að sækja gullið HESTAR Umsjón Valdimar Kristinsson GULLVERÐLAUN er það sem stefnt er að hveiju sinni á heims- meistaramótum í hestaíþróttum og svo er einnig nú. Að sjálfsögðu er markmiðið nú ekki raunhæft í öllum greinum frekar en á fyrri mótum en flestir munu sammála um að gullverðlaun í öllum greinum sé raunhæft og verðugt langtíma- markmið. Nú þegar keppni heims- meistaramótsins hefst í næstu viku er ekki sérstök ástæða til mikillar bjartsýni um árangur. Liðsstjóri og einvaldur, Sigurður Sæmundsson, segist oft hafa verið bjartsýnni en nú og er sammála því að aðeins sé eitt gull vel í sjónmáli á þessari stundu. Ef litið er yfir liðsskipan íslenska liðsins samanstendur það af þremur reyndum landsliðsmönnum, þeim Atla Guðmundssyni með Hróður frá Hofsstöðum og Sigurbirni Bárðar- syni með Gordon frá Stóru-Ásgeirs- á. Svo mæta heimsmeistaramir Sig- urður V. Matthíassson og Huginn frá Kjartansstöðum. Sigurbjörn hefur verið keppandi á níu HM-mót- um og unnið sjö gull á fjórum mót- um og alltaf verið í A-úrslitum og verðlaunasætum að einu móti und- anskildu, þegar hestur hans veikt- ist. Þetta er í þriðja skipti sem Atli er í liðinu á HM, en hann hlaut silf- ur ’89 í fímmgangi í Danmörku en á síðasta móti, ’95 í Sviss, var hest- ur hans ekki keppnishæfur og mátti hann því verma bekkinn. Sama er að segja um Sigurð, hann keppir einnig á sínu þriðja móti. í Hollandi var hann í verðlaunasæti en á síð- asta móti hlaut hann tvenn gull- verðlaun og freistar þess að veija titil í fímmgangi og samanlögðum stigum úr þremur greinum. Hinir fímm eru allir nýliðar en mikilvægt þykir að hafa góða reynslu á þess- um mótum. Ekki eru þessir menn þó neinir nýgræðingar, allir búnir að skapa sér gott nafn í keppni síð- ustu árin. Logi Laxdal og Sprengju-Hvellur frá Efstadal þykja eiga besta mögu- leika á að vinna gull, en þeir hafa verið nær ósigrandi síðustu tvö árin og skeiða vart yfír 23 sekúndum og hafa farið nokkrum sinnum und- ir 22 sekúndur, síðast í úrtökunni, á 21,75 sekúndum. Logi og Hvellur- inn eru með besta tíma keppenda í 250 metra skeiði á HM og má telja þá sigurstranglega þótt vissu- lega verði þeir að hafa eitthvað fyrir sigrinum. Þá má ætla að Sig- urður V. Matthíasson og Huginn eigi góða möguleika á sigri í fímm- gangi. Þegar rætt var við Sigurð fyrir skömmu sagðist hann vera mjög ánægður með stöðuna á klárn- um. Hann væri mjög flottur og eig- inlega væri hann í skýjunum með hann. Sagði Sigurður að hann væri að sínu mati betri en fyrir tveimur árum. Hann væri betur stilltur í höfuðburði á brokki, vigalegri á töltinu og skeiðið ekki síðra en ’85. Ekki vildi Sigurður nefna nein sæti, hann myndi aðeins gera sitt besta. Næstur í röðinni hlýtur að vera Sigurbjöm Bárðarson með Gordon, en hann gæti átt möguleika í sigur- vegara mótsins. Eftir umsögn Sig- urðar Matthíassonar um Hugin verður þó að ætla að þeir verði þar efstir íslendinganna í samanlögðu. Þá verður að reikna með Sigurbirni sterkum á Gordon í gæðingaskeið- inu, en þar hefur Sigurbjörn verið fremstur á síðustu tveimur mótum. Slök frammistaða Sigurbjöms og Gordons á íslandsmótinu setur þó strik í reikninginn og dregur heldur úr trú manna á þeim félögum. Enn og aftur má þó minna á að Sigur- björn er aldrei sterkari en þegar mest á ríður og er hann manna vísastur til að kippa hlutunum í lið- inn þegar mest á reynir og í þeirri trú má vænta sigurs í gæðinga- skeiðinu. Atli Guðmundsson og Hróður munu keppa í fimmgangi, gæðinga- skeiði og slaktaumatölti. Ætla má að Atli eigi góða möguleika á að komast í A-úrslit í fímmgangi en sigur vart í augsýn á þessari stundu. Þó er ekki grunlaust um að Hróður sé ekki kominn á toppinn hjá Atla í þjálfunarferlinu. Spurninger hvort eitt eða tvö tromp leynist í erminni hjá Atla sem er í dag einn snjall- asti reiðmaður landsins og kannski ekki síst hans reiðsnilli sem hefur komið honum svo langt með þennan upplagsgóða hest. Og þá eru fjórgangshestarnir og knapar þeirra eftir. Möguleikar Höskuldar Jónssonar og Þyts frá Krossum og Styrmis Ámasonar og Boða frá Gerðum virðast nokkuð svipaðir, sigurlíkur litlar bæði i tölti og fjórgangi en raunhæft að ætla þeim báðum eða öðrum þeirra sæti í A-úrslitum í báðum þessum grein- um. Erfíðara er að átta sig á mögu- leikum Vignis Siggeirssonar og Þyrils frá Vatnsleysu. Þeir vom í mikilli uppsveiflu síðast þegar frétt- ist af þeim í keppni og miðað við fyrri afrek má alveg eins gera ráð fyrir þeim upp að hlið þeirra fýrr- nefndu. Páll Bragi Hólmarsson virð- ist vera sá liðsmanna sem hefur allt að vinna og engu að tapa. Hann kemur með ungan hest sinn, Hramm frá Þóreyjarnúpi, á góðum tímapunkti í úrtökuna en síðar dal- aði hann nokkuð og er nú eitt stórt spurningarmerki. Niðurstaðan gæti verið sú að góð von sé á einu gulli hjá Loga og Hvellinum, nokkuð góðir möguleik- ar á einum til tvennum gullverð- launum hjá Sigurði og Hugin og ætla verður að Sigurbjöm og Gor- don séu vel inni í myndinni í gæð- ingaskeiðinu. Þvi gætu verðlaunin orðið fem ef allt gengur vel og minna má á að oftar en ekki hafa íslendingar staðið sig betur en björtustu vonir leyfðu. Við sjáum hvað setur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Drukkin stúlka ver sig ekki ÞAÐ er og hefur verið óðs manns æði að halda fjöl- mennustu útihátíðir sum- arsins í byijun ágústmán- aðar þegar skuggsýnt er orðið að kvöld- og nætur- lagi. Væri ekki ráð að flytja frídag verslunarmanna fram um tvær, þijár vikur? Að minnsta kosti yrði þá þjart á nætumar og auð- veldara að fylgjast með því sem fram fer. Við verðum að vemda unglingana fyrir innlendum sem erlendum glæpalýð sem situr um að halda áfengi og eiturlyfjum að þeim. Hvernig fær dmkkin unglingsstúlka, sem lendir í klóm nauðg- ara, varist honum? Sem dæmi um hættuna sem stúkumar eru í er frétt í Morgunblaðinu 23. júlí þess efnis að 13 ára stúlka hafí kært tvo menn fyrir nauðgun á tjaldstæð í Bíldudal og frétt í DV 29. júlí þar sem segir að 16 ára stúlka hafí kært tvo portúgalska landsliðsmenn í fótbolta fyrir líkamsárás og nauðgunartilraun við Meiaskólann í Reykjavík. Ég vona að sjálfboðaliðar skipuleggi eftirlit og aðstoð við þá unglinga sem em hjálpar þurfi og að á hverri útihátíð verði athvarf fyrir þá. Komið heil heim. Rannveig Tryggvadóttir, Bjarmaiandi 7, 108 Rvík. Geta skal þess sem gott er MÁNUDAGINN 28. júlí tók ég mér far með Al- menningsvögnum, leið 41. Ég ætlaði að Sólvangi, hlaðin pinklum. Við stoppustöðina vafðist fyrir mér að komast úr vagnin- um. Snarast þá bflstjórinn út, tekur pinklana mína, réttir mér höndina og styð- ur mig út. Síðan óskaði hann mér velfamaðar, kvaddi og ók á brott. Ég hafði veitt því athygli, að öllum bauð hann góðan dag og átti blítt bros. Með kurteislegri og hlýrri fram- komu sinni veitti þessi ókunnugi maður mér gleði yfir því að ennþá er til fólk, sem ber hlýhug til sam- borgara sinna. María B. Maronsdóttir, Einarsnesi 78. Jóhannesar- jurt KONA hringdi og vildi koma því á framfæri að hún hefði fengið sér Jó- hannesaijurt í Heilsuhús- inu í Kringlunni. Hún segir að þetta sé mjög góð næiing fyrir taugakerfíð og gott við þunglyndi. Hún segir að þetta hafí hjálpað sér mjög mikið og hún sé allt önnur eftir aðeins þtjár vikur. Hún mælir eindregið með þessu fyrir alla. Tapað/fundið Gullhringur tapaðist GULLHRINGUR með rúb- ín og demanti tapaðist, lík- lega miðvikudaginn 23. júlí. Hringurinn hefur mik- ið tilfmningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís fmnandi vinsamlega hringi í síma 554-0565. Gleraugu töpuðust 12 ÁRA stelpa tapaði gler- augum (brún/gyllt) sl. laugardag um kl. 19 á leið- inni frá Stjörnubíói yfir Miklatún að Barmahlíð. Uppl. í síma 568-5645. Álstigi tapaðist í Hafnarfirði ÁLSTIGI tapaðist frá Staðarhvammi 11 í Hafn- arfirði. Þeir sem hafa orðið varir við stigann hafi sam- band í síma 555-4417. Dýrahald Páfagaukur fannst á Seltjarnarnesi GULUR páfagaukur kom fljúgandi inn um gluggann á risíbúð við Lambastaða- braut á Seltjarnamesi um tíuleytið á þriðjudagskvöld. Hann er ósköp gæfur og greinilega frá góðu heimili. Þeir sem sakna hans geta hringt í Önnu Þóm í síma 561- 0016 í dag eða í síma 562- 2595 frá og með laugardeginum. Hvolpar fást gefins NOKKRIR hvolpar fást gefins, fæddir 22. maí. Hvolparnir em dökkir blendingar. Uppl. á kvöldin í síma 587-6988 eða hjá Magneu, Vindheimum 2 við Hafravatnsveg (Suður landsveg). Kisa tapaðist frá Grettisgötu 5 MÁNAÐA gömul læða, grábröndótt, tapaðist frá Grettisgötu sunnudaginn 27. júlí. Þeir sem hafa orð- ið varir við kisu vinsamlega láti vita í síma 562-4558. Persneskur köttur hvarf að heiman BRANDARI, sem er pers- neskur köttur, hvarf að heiman frá sér frá Torfu- felli 50 föstudaginn 25. júlí. Hann er ómerktur og ólarlaus. Þeir sem hafa orðið varir við kisa hafi samband í síma 567-6414. Forðist spjöll á jarðargróðri. Farið varlega með eld. Gangið vel um landið. HEILRÆÐI KOMUM HEIL HEIM HÖGNIHREKKVÍ SI Víkverji skrifar... VÍKVERJI telur að Veðurstof- unni hafi oft tekist betur upp í veðurspám sínum en í sumar. Þetta hefur komið illa við bændur sem eru mjög háðir veðri við vinnu sína yfír sumarmánuðina. í síðustu viku spáði Veðurstofan t.d. að það yrði norðanátt og þurr- viðri suðvestanlands um helgina. Víkveiji veit til þess að margir bændur tóku mið af þessu og slógu tún sín af miklum krafti til að eiga nóg flatt áður en þurrkurinn kæmi. Dæmi munu vera um að bændur væru við slátt fram eftir nóttu að- faranótt föstudags. Þeir hafa væntanlega vaknað illa um morguninn því að þá hafði Veð- urstofan skipt um skoðun og spáði nú eindreginni rigningu um helgina, sem og varð. Þetta þýddi að mikið af heyjum hefur verið að hrekjast á túnum, en hey hrekst hratt í þeim miklu hitum sem verið hafa á land- inu síðustu vikumar. Sú spurning vaknar hvort langtímaspár Veður- stofunnar eru það traustar að bænd- ur og aðrir geti skipulagt vinnu sína með hliðsjón af þeim. Réttar spár geta hjálpað mikið, en rangar spár geta líka spillt fyrir. Vonandi tekst Veðurstofunni að halda áfram að bæta sig þannig að réttu spámar verði fleiri í framtíðinni. xxx Á HEFUR Víkveiji oft furðað sig á því hvað ríkisskattstjóri er seinn að senda gíróseðla vegna bifreiðagjalda til bifreiðaeigenda. Á síðustu árum hefur verið algengt að þeir hafí verið sendir mörgum dögum eftir gjalddaga. Þetta olli Víkveija óþægindum í sumar þegar hann keypti sér nýjan bíl. Víkveiji ætlaði 10. júlí að láta umskrá gamla bílinn á nýjan eiganda, en þá kom í ljós að bifreiðagjöld af bílnum vom í vanskilum. Astæðan var sú að enginn gíróseðill hafði borist. Raunar þurfti Víkveiji að bíða í viku til viðbótar eftir gíróseðlinum. Á honum stóð hins vegar skýrum stöfum að gjalddagi væri 1. júlí. Ekki er að vita hvort ríkisskatt- stjóraembættinu eða Reiknings- stofu bankanna er að kenna um þessa lélegu þjónustu, en hitt er víst að þetta er ekki til þess fallið að auka skilvísi gjaldendanna. xxx MJÖG hefur farið batnandi að fyrirtæki, sem auglýsa vöru sína og þjónustu, geti um verð, a.m.k. í blaðaauglýsingum. Segja má að þetta hafi til þessa einkum átt við ferðaskrifstofur og bílaum- boð en í vaxandi mæli má sjá verð á fatnaði tilgreint í auglýsingum tískubúðanna. Þetta á einnig við um bókaforlögin, ekki síst þegar jólabókaflóðið stendur enda mikil- vægt að ná athygli með upplýsing- um um hið hagstæða bókaverð ekki síður en upplýsingum um inni- haldið! Á hinn bóginn má segja að minna sé um að verð sé tilgreint í glugga- útstillingum verslana. Rekur Vík- veija minni til að slíkt sé skylt lög- um samkvæmt. Þegar gengið er um helstu verslunargötur Reykjavíkur og litið í glugga má sjá að verslun- arstjórar hafa í mörgum tilvikum látið undir höfuð leggjast að sinna þessum verðmerkingum. Þær hljóta að vera þáttur í að laða menn að - nú og ef þeir halda að verðið fæli - má grípa til aðferðar sölu- manna sólarlandaferða eða bflasala og segja að verðið sé frá kr. þetta eða hitt. Það getur varla spillt að tilgreina sem best nauðsynlegar upplýsingar þegar boðin er vara eða þjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.