Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 20

Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Pysjunætur í Eyjum Alþýðulist í Vík Fagridalur. Morgunbiaðið. SIGRÚN Lilja Einarsdóttir opn- ar sýningu (sem jafnframt er sölusýning) á verkum sínum í Gistihúsinu Ársölum í Vík í dag, föstudag. Þetta er fyrsta einkasýning Sigrúnar. Myndirnar eru unnar í akrýl- og pastellitum á pappír, striga og gamla gluggahlera. Hið síðastnefnda er ódýr en hagnýt lausn og er um „full- komna endurvinnslu“ að ræða. Viðfangsefna er leitað í nor- rænni goðafræði, Eddukvæðum og Snorra-Eddu, hornsteini hins íslenska menningararfs. Túlkun listamannsins er allt að því „impressjónísk" en form- gerð verkanna heyrir ekki und- ir eina einstaka stefnu, heldur er hún nokkurs konar samtín- ingur og úr honum reynir lista- maðurinn að skapa sinn eigin persónulega stíl. Sjón er sögu ríkari og því tala myndimar best sinu máli. Sigrún Lilja er fædd og uppalin í Þórisholti í Mýrdal og þykir því við hæfi að frumraun sé þreytt á heimaslóðum. Sig- rún er stúdent frá Menntaskól- anum að Laugarvatni þar sem hún sat grunnnámskeið í mynd- list hjá Helgu Árnadóttur myndlistakennara, en Sigrún er að öðru leyti sjálfmenntaður listamaður. Áuk þess að mála stundar hún nám í bókmenntum og mannfræði við Háskóla ís- lands. Sýningin stendur yfir til 25. ágúst. BOKMENNTIR Barnabók PYS JUNÆTUR Texti og myndir eftir Bruce McMill- an. Þýðing eftir Sigurð A. Magnús- son. Mál og menning 1997, prentuð í Singapúr, 32 síður. BRUCE McMillan er enginn nýgræðingur í gerð bóka um nátt- úrufræði og vísindi fyrir böm. Hann hefur hlotið fjöldann allan af viðurkenningum fyr- ir texta og ljósmyndir í yfir 30 bamabókum sínum. Nú hefur Mál og menning gefið út „Pysjunætur" McMill- ans í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnús- sonar rithöfundar. Bókin kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1995. Pysjunætur hafa eflaust heillað banda- ríska jafnaldra sögu- hetjanna í Eyjum enda tvennt ólíkt að alast upp við frelsið í fá- mennu íslensku eyja- samfélagi eða algenga ógn margra borgarsamfélaga vestanhafs. Mc- Millan leggur hins vegar ríkari áherslu á að koma til skila nálægð bamanna við náttúmna. Mynda- vélaraugað nemur bamið og því næst hvað í lífsmynstri lundans vekur eftirtekt barnsins hveiju sinni. Bömin fylgjast gaumgæfi- lega með því hveiju fram vindur í lífi lundans enda gefur hver breyt- ing til kynna að senn dregur nær hinum langþráðu pysjunóttum. Texti og myndir vinna vel saman og endurtekin vísan textans í pysjunætumar í uppphafi ýtir und- ir eftirvæntingu lesandans. Bókin ætti að höfða til barna á öllum aldri enda hafa flest börn yndi af dýmm og annarri náttúm- skoðun. Ákjósanlegast væri hins vegar, eins og reyndar alltaf, að foreldrar gæfu sér tíma til að setj- ast niður og lesa bókina með böm- unum. Þeir ættu ekki síður að hafa gaman af. Pysjunætur em svo tilvaldar til að fletta aftur og aftur — ekki síst til að láta listilegar ljós- myndimar leiða sig í gegnum sög- una. Lundinn er sýndur í hópi og einn og sér, eins og gert er á blað- síðum 22 og 23. Á vinstri síðunni er yfírlitsmynd af byggðinni í Eyj- um að næturlagi en ljósin frá hús- unum glepja og á hægri síðunni er pysjan augljóslega ráðalaus og smá í samanburði við húsin. Eins og segir í sögunni leynast hættum- ar víða og pysjurnar verða að reiða sig á að smávaxna og vökula vini sína til að komast aftur á flug. McMillan hefur bók- ina á almennri kynn- ingu á Vestmannaeyj- um og því hvemig og með hvers konar tækja- búnaði hann tók mynd- imar í bókinni. Við sög- una hnýtir hann svo kafla undir yfirskrift- inni: Lundar og pysjur. Að lokum fylgir heim- ildarskrá. Einfaldar og fallegar bækur eins og „Pysjunætur" verða oft til að kveikja áhuga lesandans á því að afla sér meiri fróðleiks um efnið og er í þeim tilvik- um ómetanlegt að geta leitað í slík- ar viðbætur — ekki síst fyrir les- endur erlendis enda er bókin afar skemmtileg landkynning. Texti Sigurðar A. Magnússonar er lipur og útgáfan Máli og menningu til mikils sóma. Anna G. Ólafsdóttir Karlotta í „Nema hvað“ KARLOTTA Blöndal opnar sýningu í gallerínu Nema hvað, Þingholtsstræti 6, á morgun, laugardag, kl. 21. Karlotta sýnir nýlegar og ritskoðaðar myndir. Opnunar- tími gallerísins er 3., 6., 7., 11., 12. og 15. ágúst frá kl. 15-19. VERK eftir Helenu Stefánsdóttur í Furðuhúsinu. Bruce McMillan Furðuhúsið á Fáskrúðsfirði opið á morgun MJÖG góð aðsókn var að sýning- unni Furðuhúsið á Frönskum dög- um á Fáskrúðsfirði um síðustu helgi. Vegna fjölda áskorana verður Furðuhúsið opið á morg- un, laugardag, frá kl. 11-16 fyrir þá sem misstu af sýningunni. Furðuhúsið er í gamla kaupfé- laginu og stendur áhugahópurinn Krydd í tilveruna að sýningunni. Gallerí Sýnirými opnar sýningar GALLERÍÞRENNAN Gallerí Sýni- rými opnar nýjar sýningar á morgun. í galleríi Sýniboxi opnar með gjöm- ingi Elsa D. Gísladóttir. Þetta er hennar fyrsta einkasýning um skeið. Finnur Amar Amarson er lista- maður ágústmánaðar í galleríi Barmi. Barmmerkið ber Hannes Hólmsteinri Gissurarson. Verkið heitir „Lifi hug- sjónin“ og er nótur af Intemationa- llinum. í kynningu segir: „Þeir sem verða á vegi Hannesar í ágústmán- uði geta því riíjað upp þennan mikla baráttusöng verkalýðsins." í galleríi Hlust flytur Charles Man- son ávarp. Til að hlýða á ávarp hans er hægt að hringa í síma 551-4348. BÆKUR T r ú m á 1 MILLI HIMINS OG JARÐ- AR Könnun meðal áhugafólks um dul- speki og óhefðbundnar lækningar eftir Pétur Pétursson. Guðfræði- stofnun, Háskólaútgáfan 19% 120 bls. óinnbundin. ÞESSI bók byggist á niðurstöð- um könnunar sem gerð var árið 1995 á viðhorfum til dultrúar, mannræktar og óhefðbundinna lækninga á meðal fólks sem hefur sérstakan áhuga á þessum málum. Bryndís Valbjömsdóttir aðstoðaði við öflun gagna (bls. 7). 445 manns skiluðu inn svörum við spumingum í könnuninni. 74% þeirra vora kon- ur en 26% karlar. Auk þess vora sérstök viðtöl tekin við 13 konur, en „konur hafa meiri áhuga á dul- trú og óhefðbundnum lækningum en karlar“ að mati höfundar (bls. 31). Viðtöl við tvær þeirra era birt í seinni hluta bókarinnar. Spurn- ingar um margs konar trúarleg efni og lækningar voru lagðar fyr- ir svarendur. Höfundurinn Pétur Pétursson, prófessor, er löngu kunnur orðinn fyrir skrif sín um trúarlíf íslend- inga og ýmis trúfélög. Nægir að nefna doktorsritgerðir hans „Church and Social Change" sem fjallar um þjóðfélagsbreytingar á Samband við æðri heima íslandi 1830 til 1930 og breytingar á stöðu kirkju og kristindóms og „Frán váckelse till samfund" sem fjallar um hvítasunnuhreyf- inguna á íslandi. Könn- un á trúarlífi íslendinga unnin með Bimi Bjöms- syni, prófessor, kom út árið 1990. „Með him- neskum armi“, saga Hjálpræðishersins kom, út 1995. í upphafi bókarinnar er rakin tilkoma sálar- rannsókna og spíritisma á íslandi um síðustu aldamót og upphaf guðspekihreyfmgarinnar. Því er haldið fram að nýaldarhreyf- ing nútímans sé aðeins nýtt nafn á dultrúarhreyfingunni, en þar er lögð áhersla á samband við æðri heim í gegnum miðla (bls. 9). Gerð er grein fyrir sögu og helstu kenn- ingum nýaldarhreyfingarinnar. Margt athyglisvert kemur fram í þessari könnun. Spurt er t.d. hvert áhugafólk um óhefðbundnar lækningar leiti með ýmis vandamál lífsins. Ef um alvarlegan lík- amlegan sjúkdóm væri að ræða svöruðu 80% því til að þeir myndu leita fyrst til heimilis- læknis, aðeins 2% til miðils, 5% til huglæknis og 2% til heilara. Ef um alvarlegan sálrænan sjúkdóm væri að ræða era svörin mjög frá- brugðin. 30% myndu leita til heimilislæknis, 21% til geðlæknis, 13% til sálfræðings en að- eins 7% til huglæknis, 5% til mið- ils og 1% til prests. Könnunin sýn- ir að fólk ruglar saman hugtökum eins og endurholdgun og endur- komu Krists, endurfæðingu og aft- urhvarfi (bls. 44), enda ganga ýmsar hugmyndir nýjaldarhreyf- ingarinar gegn grundvallaratriðum kristinnar trúar að mati kirkju- þings þjóðkirkjunnar 1991 (bls. 111). I niðurstöðu bókarinnar segir Pétur Pétursson höfundur: „Fólk sem hefur áhuga á dultrú er oft á varðbergi gagn- vart kirkjunni og prestum og hrætt um að það fái ekki að tjá sig um eigin trú“ (bls. 112). Það nálgast þjóðkirkjuna á persónulegum for- sendum á hátíðum og tímamótum lífsins. Það óttast „að ósamstæðar og órökstuddar eða bamalegar trú- arhugmyndir þess verði afhjúpaðar ef það kemst í of mikið návígi við boðun og prédikun kirkjunnar í guðsþjónustunni. — Kirkjan á möguleika á því að laða þetta fólk meira til sín en nú er“ (bls. 113). Biblíufræðsla myndi breyta mjög trúarskoðunum þess, en hún verð- ur að byggjast á aðferðum nútíma kennslufræði og leggja áherslu á leitarnám (bls. 114). Tortryggni virðist einnig gæta hjá þessu fólki gagnvart opinbera heilsugæslukerfinu. Það telur lækna ekki taka tillit til sjúkdóms- reynslu þess og er því á varðbergi gagnvart aðgerðum þeirra. Höf- undi þessarar bókar tekst að draga í stuttu og skýru máli fram aðalatriði jafn margslunginna hreyfinga og spíritisma, guðspeki og nýaldar og gera grein fyrir grundvallarforsendum og -kenn- ingum þeirra á mjög skýran hátt. Hún er gott framlag til upplýs- ingar um sögu og kenningar ís- lenskra trúarhreyfinga. Það er mikill fengur að hverri nýrri bók á því sviði. Kjartan Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.