Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGLIST 1997 11 FRÉTTIR I » Gangarollur ÞESSI súgfirska fjölskylda ætlaði að kanna hvort grasið væri ekki örugglega grænna við Isafjörð. Ferðalaginu var þó aflýst eftir að ljósmyndari Morgunblaðsins benti á að líkur væru á að fjöl- skyldan lenti á grillinu á leiðinni i dimmum jarðgöngunum. Vélstjórafélag Islands Heimild til verkfalls- boðunar SAMNINGANEFND Vélstjórafé- lags íslands hefur samþykkt að leita heimilda félagsmanna um að boða verkfall frá og með miðnætti 1. jan- úar 1998. Að sögn Helg;a Laxdal, formanns Vélstjórafélags íslands, er krafan fyrst og fremst að breytingar verði gerð á hlutaskiptum. Kosning um verkfallsheimild fer fram bréflega og er stefnt að því að bréfin verði send félagsmönnum í dag en atkvæðagreiðsla stendur til 17. október. „Þessi langi tímafrestur er settur til þess að tryggja að þeir félagsmenn sem eru í Smugunni eða á Flæmingjagrunni geti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni," sagði Helgi. „Það líða því rúmir þrír mánuðir frá atkvæðagreiðslunni þar til verkfallið skellur á. Við eigum því að hafa þokkalega góðan tíma til að tala Morgunblaðið/Arnaldur Heilbrigðiseftirlitsgjald Vilja viðræður um endurgreiðslu VINNUVEITENDASAMBANDIÐ og Verslunarráð lýsa sig reiðubúin til viðræðna við borgaryfirvöld um hvernig staðið verður að endur- greiðslum oftekinna heilbrigðiseft- irlitsgjalda ásamt vanskilavöxtum og bótum til hlutaðeigandi fyrir- tækja í borginni. Gjaldið tók gildi í ágúst 1995 en gjaldtökunni var skotið til Umboðs- manns Alþingis, sem hefur úrskurð- að að álagning sérstaks mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjalds sé ólög- leg. í bókun Árna Sigfússonar oddvita sjálfstæðismanna í borgarráði, kem- ur fram að sjálfstæðismenn hafi ítrekað bent á að fyrirkomulag heil- brigðisgjalds væri nýr skattur á fyr- irtæki í borginni. Er fyrri tillaga sjálfstæðismanna ítrekuð, um að gjaldtökunni verði breytt þannig að greitt verði fyrir veitta þjónustu í stað almenns gjalds, sem innheimt er án tillits til þjónustu. Borgarráð vísaði erindinu til um- sagnar skrifstofustjóra Heilbrigði- seftirlitsins. ♦ ♦ ♦ Styttist í nýju ökuskírteinin UNDIRBÚNINGUR útgáfu nýrra ökuskírteina er í fullum gangi. Að sögn Símonar Sigvaldasonar skrif- stofustjóra í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu verður opnað fyrir tölvutengingar út í sýslumannsemb- ættin í næstu viku þannig að hægt verði að prófa kerfið áður en farið verður að gefa út skírteinin. „Við fáum ökuskírteini til framleiðslu í næstu viku þannig að þetta er allt að smella saman,“ segir Símon. Út- gáfa skírteinanna hefst 15. ágúst og þá verður hætt að endurnýja gömlu skírteinin. ♦ ♦ ♦--- Harður árekst- ur á Höfn JEPPA var ekið aftan á fólksbíl á Hafnarbraut við mjólkurstöðina á Höfn á þriðjudagskvöld. Fólksbíllinn kastaðist yfir gatnamót og langleið- ina inn á plan við mjólkurstöðina. Þtjár stúlkur voru í bílnum og voru þær fluttar á heilsugæslustöðina á Höfn til aðhlynningar en þær kvört- uðu undan eymslum í hálsi og baki. Þær fengu að fara heim fljótlega. Bílstjóra jeppans sakaði ekki. Ekkert þeirra var í bílbeltum. Fólksbíllinn er ónýtur. Unglingar vilja skýr skilaboð Foreldrar vita öllum betur hvað börnum þeirra er fyrir bestu. í nýlegri könnun kemur fram að yfirgnaefandi meirihluti þeirra vill takmarka aðgang að útihátíðum við 16 ár og 96% þeirra vilja ekki að börn á grunnskólaaldri neyti áfengis. Við styðjum foreldra heilshugar í því að vera samtaka, ákveðnir og elskulegir; hleypa börnum sínum ekki eftirlitslaust á komandi útihátíðir og fara ekki í „ríkið" fyrir þau. ¥ Við hvetjum fjöiskyldur til þess að halda hópinn og njóta ánaegjulegra samvista um næstu helgi. ^tönduftf ö(( Foreldrar eru bestir samtaka, ákveðnir og elskulegir þejotr Vtfyuefni eru nnn^rs vejnr 2002 j-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.