Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Eimskips minnkaði um 13% á fyrri árshelmingi Raunaukning veltu nam 30% milli ára HAGNAÐUR Eimskips og áóttur- félaga nam 253 milljónum króna á fyrri árshelmingi og dróst hann saman um 13% miðað við sama tímabil í fyrra. Lakari afkoma er rakin til lágra flutningsgjalda vegna mikillar samkeppni og kostnaðarauka í rekstri auk slakr- ar afkomu Maras Linija Ltd., dótt- urfyrirtækis Eimskips. Unnið er að því að bæta afkomu af flutn- ingastarfsemi og mun hún batna á síðari hluta ársins samkvæmt áætlunum félagsins. Velta Eimskips fyrstu sex mán- uðina nam 7,9 milljörðum króna og jókst um 46% á milli ára. Raun- aukning veltu nam hins vegar 30% þar sem þriðjung veltuaukningar- innar má rekja til þess að tekjur af áframflutningi erlendis eru nú færðar í rekstrarreikning í sam- ræmi við ákvæði um ný farmskjöl sem félagið tók í notkun í upphafi ársins. Þriðjung aukningarinnar má rekja til reksturs skipafélagsins Maras Linija Ltd., sem hóf fiutn- ingastarfsemi um mitt síðasta ár, og þriðjung til útleigu skipa erlend- is og annarra verkefna á sviði flutningaþjónustu. Flutningar með skipum Eim- skips hafa aukist milli ára í tonnum talið. Voru þeir 585 þúsund tonn fyrstu sex mánuði þessa árs, sam- anborið við 569 þúsund tonn í fyrra. Innflutningur jókst, m.a. vegna aukinna flutninga í tengsl- um við stóriðjuframkvæmdir en útflutningur var svipaður á milli ára. Óviðunandi afkoma Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir afkomuna vera óviðunandi og ekki í samræmi við þau markmið sem félagið setti sér í upphafi ársins. „Hækkun rekstr- argjalda skýrist m.a. af því að veturinn var okkur erfiður vegna veðráttu og urðu verulegar tafir og umframkostnaður af þeim sök- um. Flutningsgjöld eru enn lág eftir mikið verðstríð á undanförn- um 12-18 mánuðum en unnið hefur verið að því að bæta þessa þætti innan fyrirtækisins og á ég von á því að sú vinna skili sér á síðari hluta ársins. T.d. verða gjöld hækkuð þar sem þau eru ekki í samræmi við tilkostnað og skipa- flotinn styrktur með kaupum á stærri og hagkvæmari skipum." Flutningar á vegum Marijas Linija Ltd., sem er að mestu í eigu Eimskips, námu tæpum 300 þús- und tonnum á fyrri hluta ársins en féiagið hóf siglingar á milli hafna í Evrópu, Rússlandi og Eyst- rasaltsríkjunum um mitt síðasta ár. Að sögn Harðar er enn nokk- urt tap á því fyrirtæki en rekstur þess hefur þó lagast á árinu. „Það voru ekki mistök hjá okkur að kaupa Marijas Linija enda gerðum EIMSKIPl rmill árii luppgjori i 1997 Jan.-júní Jan.-júní Rekstur Milljónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld án afskrifta Afskriftir Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) Söluhagnaður /(tap)eigna Tekju- og eignarskattur 7.901 7.041 665 145 14 (101) 5.419 +46% 4.613 +53% 562 +18% 181 -20% 6 +133% (140) -28% Hagnaður Veftufá frá rekstri 253 914 291 -13% 944 -3% Efnahapur 30. Iúní 1997 Milljónir kr. Eignir 17.843 14.790 +21% Skuldir 11.373 8.727 +30% Eigið fé 6.470 6.063 +7% Eiginfjárhlutfall 36% 41 % Arðsemi eigin fjár 8% 10 % Veltufjárhlutfall 1,17 1,10 & w j EIMSKIP við alltaf ráð fyrir því að það tæki tíma að koma rekstrinum á því fyrir horn.“ Góð afkoma Burðaráss Afkoma af fjárávöxtun og rekstri íjárfestingarfélagsins Burðaráss var góð á fyrri árshelm- ingi og hækkaði matsverð hluta- bréfa þess um rúma þrjá milljarða króna, úr 6,5 milljörðum í upphafi árs í 9,7. Góð afkoma hjá Þróunarfélagi íslands hf. fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður jókst um 30% TÆPLEGA 292 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Þróunar- félags íslands hf. á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Er þetta um 30% afkomubati miðað við sama tímabil í fyrra er hagnaður félagsins nam 224 milljónum króna. Hreinar fjár- munatekjur félagsins jukust um 37% milli ára og námu rúmum 432 milljónum á fyrri árshelmingi. Að sögn Hreins Jakobssonar, framkvæmdastjóra Þróunarfélags- ins, er skýringuna á þessum aukna hagnaði fyrst og fremst að fínna í góðri ávöxtun hlutabréfa á þessu tímabili. Alls hafí gengishagnaður hlutabréfa numið 407 milljónum króna á fyrri ársheimingi, og þar af sé innleystur gengishagnaður vegna seldra hlutabréfa um 194 milljónir króna. „Ég tel þetta vera mjög góða afkomu sem skýrist af miklum upp- gangi á hlutabréfamarkaði á þessu tímabili. Afkoma Þróunarfélagsins ræðst auðvitað mjög mikið af þróun- inni á hlutabréfamarkaði, enda eru 74% af heildareignum félagsins bundin í hlutabréfum. Það má því segja að afkoma félagsins endur- spegli afkomu atvinnulífsins í heild.“ Avöxtun eigin fjár félagsins nam 16,7% á fyrri árshelmingi. Raun- ávöxtun hlutabréfa í eigu félagsins hafí numið 71,2% á fyrri árshelm- ingi, á sama tíma og hlutabréfavísi- tala Verðbréfaþings hækkaði um 29,4%. 400 milljóna gengishagnaður af eign félagsins í Opnum kerfum Hvað varðar horfur á síðari hluta ársins segist Hreinn ekki treysta sér Þróunarfélag íslands hf. Yfirlit rekstrarreiknings og efnahagsreiknings, milliuppgjör 6 mán. 6 mán. | Rekstrarreikningur þús. kr. 1997 1996 Breyt. Fjármunatekjur 456.772 347.900 +31% Fjármagnsgjöid 24.475 31.409 -22% Hreinar fjármunatekjur Rekstrargjöld 432.297 13.371 316.491 11.842 +37% +13% Hagnaður fyrir skatta 418.926 304.649 +37% Reiknaðir skattar 127.000 80.500 +58% Hagnaður tímabilsins 291.926 224.149 +30% 30. júní 31. des. Efnahagsreikningur 1997 1996 Breyt. \ Eignir: | Þús. kr. jVeltufjármunír 2.114.894 1.830.705 +15% Fastaf jármunir 29.125 29.555 -1% Eignir ails 2.144.019 1.860.260 +15% | Skuidir og eigiö té: \ þi'is kr Skuldír 394.494 336.291 +17% Eigiöfé 1.749.525 1.523.969 +15% Skuidir og eigið fé samtals 2.144.019 1.860.260 +15% til að spá til um hvert hlutabréfa- verð stefni. Gengi hlutabréfa hafi farið hækkandi í júlí, en framhaldið muni m.a. ráðast af milliuppgjörum fyrirtækja^ vaxtaþróun og fleiri þáttum. „Ég á þó ekki von á neinum stórkostlegum sveiflum, hvorki upp á við né niður.“ Hann segir hins vegar rétt að benda á að óinnleystur gengishagn- aður félagsins vegna hlutabréfa- eignar þess í Opnum kerfum hf. nemi nú um 400 milljónum króna, sem ekki komi fram í uppgjöri fyrstu sex mánaða ársins. Þetta stafí af því að fyrir skrán- ingu Opinna kerfa á Verðbréfaþingi hafi hlutabréfin verið bókfærð á kostnaðarverði en eftir skráningu sé hún bókfærð á markaðsvirði hverju sinni. Þróunarfélagið eigi um 11 milljóna króna hlut að nafnvirði, eða sem samsvari um 440 milljónum króna að markaðsvirði miðað við núverandi gengi bréfanna. Þann 30. júní sl. átti Þróunarfé- lagið hlutabréf í 64 fyrirtækjum. Þar af voru 27 skráð á Verðbréfa- þingi íslands, 17 á Opna tilboðs- markaðnum og 20 fyrirtæki hafi verið óskráð. Heildareignir námu rúmum 2,1 milljarði króna og eru um 74% þeirra bundin í hlutabréf- um, 23% í skuldabréfum en 3% í öðrum eignum. Tekjur Hampiðjunnar og dótturfélaga minnkuðu um rúm 8% fyrstu sex mánuði ársins 1997 Hampiðjan nt. M illiuppgjör í lok júní 1997 Jan.-júní 1997 Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld Hagnaður af reglulegri star fsemi Aðrar tekjur Haonaður fvrir skatta 730,6 660,4 64,7 6,3 71.0 796,6 -8,3% 656,8 +0,5% 131.3 -50,7% 0 131.3 -45.9% Hagnaður tímabiisins 55,8 86,7 -35,6% Efnahagsreikningur 30. juní 1997 1996 Breyting í Etgnir: j Veltufjármunir 849,4 726,6 +16,9% Fastafjármunir 1.110,2 1.080,3 +2,8% Eignir samtals 1.959,6 1.807,0 +8,4% I Skuidir og eigið fé: I Skammtímaskuldir 564,5 411,6 +37,1% Langtímaskuldir 373,5 388,7 +3,9% Skuldir samtals 995,0 856,7 +16,1% Eígið fé 964,6 950,3 +1,5% Skuldir og eigið fé samtals 1.959,6 1.807,0 +8,4% Hagnaður 56 millj. HAGNAÐUR Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga nam tæpum 56 millj- ónum króna á fyrri árshelmingi og dróst saman um 35% miðað við sama tímabil í fyrra. Tekjur sam- stæðunnar minnkuðu um 66 millj- ónir milli ára eða úr 796,5 í 730,6 milljónir króna, eða rúm 8%. Er það meiri samdráttur en gert var ráð fyrir í áætlunum. Má að mestu leyti rekja hann til minni sölu flott- rolla á íslenska markaðnum, sem skýrist að hluta til af minni og jafnframt skipulegri sókn íslenska flotans á úthafinu sem og innan landhelginnar. Helstu lykiltölur úr milliuppgjöri samstæðunnar eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Samdráttur í rekstrartekjum móðurfélagsins varð nokkru meiri en hjá samstæðunni. Tekjur þess lækkuðu námu 631 milljón og lækkuðu um 111 milljónir. Aukin áhersla á útflutning Verðmæti útflutnings varð svip- að og á síðasta ári og jókst hlut- deild hans hjá samstæðunni úr 39% miðað við allt árið 1996 í 47% á fyrri helmingi þessa árs að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra Hampiðjunnar. Að undanförnu hafi verið lögð aukin áhersla á markaðsstarfsemi, ekki síst á er- lendum mörkuðum. „Sú vinna hef- ur enn sem komið er aðeins skilað sér að hluta og er vænst aukning- ar útflutnings á komandi árum.“ Gunnar segir að minni sam- dráttur hafi orðið hjá samstæðunni en móðurfélaginu vegna hreyfinga milli þess og dótturfélagsins Wal- vis Trawl Ltd. vegna uppbyggingu birgðageymslna þess í Namibíu á síðasta ári. Þá jókst sala dótturfé- laganna DNG-Sjóvéla hf. frá fyrra ári og Balmar Lda jók sölu til ann- arra en Hampiðjunnar. Óvíst að hagnaðarmarkmið ársins náist í áætlunum samstæðunnar var gert ráð fyrir 75 milljóna króna hagnaði á árinu en Gunnar á ekki von á að það markmið náist. „Sam- dráttur á innanlandsmarkaði varð meiri en búist var við var við en hlutdeild fyrirtækisins á markaðn- um er þó samkvæmt áætlun. Það er trú okkar að aukin sókn á erlend- um mörkuðum skili sér þegar fram líða stundir og búast megi við viðun- andi afkomu næstu árin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.