Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 17 ERLENT Reuter BJÖRGUNARMENN leita í rústum tveggja skíðaskála, sem eyði- lögðust í skriðu á vinsælasta skiðasvæði Astralíu. Skriða fellur á skíðasvæði í Astralíu Eitt lík fundið og 19 manna saknað Jindabyne. Reuter. BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær að nítján mönnum í rústum tveggja skíðaskála, sem eyðilögðust í skriðu á vinsælasta skíðasvæði Ástralíu, Thredbo, í fyrradag. Eitt lík hafði fundist í gær. Ekki var hægt að hefja leitina fyrr en í gær vegna hættu á frekari skriðuföllum og búist var við snjó- komu, sem gæti tafið leitina frekar. Ellefu karlmenn og átta konur voru enn í rústunum í gær og vonir manna um að þau fyndust á lífi fóru dvínandi. „Kraftaverk hafa þó gerst á öðrum stöðum í heiminum," sagði einn björgunarmannanna. Ferðamenn í nálægum skíðaskál- um sögðust hafa heyrt raddir þriggja manna úr rústunum. „Þegar björg- unarmennirnir komu töldu þeir ástandið of hættulegt og sögðu okk- ur að fara í burtu,“ sagði einn þeirra. Þúsundir ástralskra og erlendra ferðamanna voru á skíðasvæðinu. Sjónarvottar sögðu að jarðvegurinn hefði hrunið um 100 metra niður hlíðina. „Það er eins og einhver hafi tekið stóra ýtu og ekið yfir báða skálanna og þeir runnu niður hlíð- ina,“ sagði einn þeirra. „Það er ekk- ert eftir af þeim nema brot hér og þar.“ Skíðasvæðið er í Fannarfjöllum, um 150 km suðvestur af Canberra. Rússneskir fjármálamenn mótmæla Samið um stórfellda fjárhagsaðstoð við Washington Borgarstj órinn sviptur nær öllum völdum EMBÆTTISMENN í Hvíta hús- inu og leiðtogar Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um rót- tæka áætlun til að bjarga Wash- ington DC frá gjaldþroti. Sam- kvæmt áætluninni fær höfuð- borgin stórfellda fjárhagsaðstoð en dregið verður verulega úr völdum Marions Barry, umdeilds borgarstjóra Washington, og annarra kjörinna embættis- manna borgarinnar. Gert er ráð fyrir að sérstök tilsjónarnefnd stjórni borginni að mestu í að minnsta kosti fjögur ár, að sögn The Washington Post. Höfuðborgin hefur notið tak- markaðrar sjálfstjórnar, sam- kvæmt svokallaðri heimastjórn- arstofnskrá frá árinu 1973, en þau réttindi verða skert verulega. Marion Barry brást ókvæða við þessari niðurstöðu og lýsti henni sem „nauðgun" á lýðræðinu. Hann fagnaði hins vegar fjár- hagsaðstoðinni, sem nemur hundruðum milljóna dala á næstu árum. „Stjórnið, ef þið viljið heimastjórn“ Demókratinn Eleanor Holmes Norton, fulltrúi Washington á Bandaríkjaþingi án atkvæðisrétt- ar, tók þátt í viðræðunum um áætlunina og kvaðst óánægð með að skerða hefði þurft völd kjör- inna embættismanna borgarinn- ar. Hún sagði þó að þingið hefði átt einskis annars úrkosti þar sem embættismönnum borgar- innar hefði ekki tekist að leysa vandamál hennar. „Stjórnið, ef þið viljið heimastjórn," ráðlagði hún borgaryfirvöld- unum. Norton lýsti áætl- uninni sem „stór- sigri“ fyrir höfuð- borgina vegna fjár- hagsaðstoðarinnar, sem til lengri tíma litið mun nema millj- örðum dala, auk þess sem fyrirtækjum og íbúum borgarinnar verður veittur hundraða milljóna dala skattaafsláttur til að blása nýju lífi í efnahaginn. Borgarstjórinn verður sviptur mest- öllum völdum sínum yfir níu mik- ilvægum stofnunum borgarinnar og þær verða undir stjórn nefnd- ar, sem þingið stofnaði árið 1995 til leysa fjárhags- og stjórnunar- vanda borgarinnar. Nefndin fær vald til að víkja yfirmönnum borgarstofnana frá og á einnig að sjá um alla samninga við verk- taka. Nefndin hefur fengið fyrir- mæli um að gera þegar í stað ráðstafanir til að leysa hin fjöl- mörgu vandamál borgarinnar, að sögn The Washington Post. Þing- ið felur nefndinni að senda ráð- gjafa í stofnanirnar og koma á umbótum á næstu mánuðum. Samkomulagið felur m.a. í sér að alríkisstjórnin tekur við 4,9 milljarða dala lífeyrisskuldbind- ingum borgarinnar, auk þess sem hún á að bera kostnað af rekstri fangelsa, dómstóla og ýmissa stofnana sem ríkin eða fylkin hafa yfir- leitt fjármagnað sjálf. Barry sjálfum að kenna? Barry óskaði fyrst eftir því í febr- úar 1995 að alríkis- stjórnin tæki við stjórn nokkurra verkefna í höfuð- borginni til að bjarga henni frá gjaldþroti. Hann var hins vegar andvígur þeirri miklu valdaskerðingu sem repú- blikanar settu sem skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð. Einn af þingmönnum repúblik- ana, Thomas M. Davis, sagði að það væri Barry sjálfum að kenna að hann var sviptur völdunum. Hann hefði ekki sýnt nokkurn áhuga á samvinnu við tilsjónar- nefndina þau tvö ár sem hún hefur starfað og kosið að fara til Afríku í stað þess að taka þátt í samningaviðræðunum við leið- toga þingsins um fjárhagsaðstoð- ina. Marion Barry f málvið keppinauta Moskvu. Reuter. HARKA færðist í etjur áhrifamikilla flármálamanna í Rússlandi vegna einkavæðingar stjórnarinnar þegar einn flölmiðla- og bankajöfranna til- kynnti í gær að hann hygðist höfða meiðyrðamál gegn keppinaut sínum. Talsmaður hans gaf ennfremur í skyn að deilan gæti orðið ungum umbótasinnum í stjórninni að falli. Anatolí Tsjúbajs, sem stjórnar efnahagsumbótunum, reyndi að lægja reiðina í fjármálamönnunum á miðvikudag og sagði að Borís Jelts- ín forseti væri sáttur við hvernig staðið var að sölu á fjórðungs hlut í fjarskiptafyrirtækinu Svjazinvest, sem er mesta einkavæðing sem stjórnin hefur ráðist í til þessa. Fall- ist var á tilboð nokkurra fyrirtækja, sem bankastjórinn Vladímír Potanin, fyrrverandi aðstoðarforsætisráð- herra, fór fyrir. Fyrirtækin voru í samstarfi við nokkra erlenda fjár- festa, m.a. bandaríska auðjöfurinn George Soros. Deilan hélt þó áfram að magnast í gær þegar fjölmiðla- og bankajöf- urinn Vladímír Gúsínskí skýrði frá því að hann hygðist höfða meiðyrða- mál gegn Potanín, sem hafði sakað hann um að hafa reynt að sölsa Svjazinvest undir sig með „baktjald- amakki“. Heimildarmenn í Moskvu segja að Gúsínskí hafi verið einn af aðalmönnunum á bak við tiiboð í Svjazinvest sem var hafnað. Vjatsjeslav Kostíkov, talsmaður Gúsínskís, sagði að Jeltsín kynni og ætti að „taka hart“ á umbótasinnuð- um ráðherrum sem studdu söluna. Talsmaðurinn kvaðst fagna afstöðu Viktors Tsjernomyrdíns forsætisráð- herra, sem hefur sagst ætla að kanna söluna nánar. Kostíkov lýsti kaupendum Svjazinvest sem útlend- um bröskurum, sem væru í makki við háttsetta ráðherra í rússnesku stjórninni. Heimildarmenn í Kreml sögðu að salan markaði tímamót í einkavæð- ingu stjórnarinnar að því leyti að látið hefði verið af öllu baktjaldam- akki um skiptingu ríkiseigna milli fyrirtækja og fjúrmálamanna, sem studdu Jeltsín í forsetakosningunum á liðnu ári. Samkvæmt ákvörðun stjórnar Verzlunarmannatélags Reykjavíkur hetur Fjölskyldu- 09 húsdýragarðurinn í Laug- ardal verið tekinn á leigu á trídegi verslunarmanna, mánudaginn 4. ágúst, og verða garðarnir opnir endur- gjaldslaust illum télagsminnum UR, svo og Reykvíkingum og iðrum gestum, á trídaginn frá kl. 10:00 til 18:00. Fjölskyldugarðurinn Dagskrá Fjölskyldugarösins: 13:00 Bé tveir (Furöuleikhúsiö) 14:00 Furöufjölskyldan (götuleikhús) 14:30 Hljómsveitin Geirfuglarnir 15:00 Brúöuleikhúsiö 16:00 Mjallhvít og dvergarnir sjö (Furðuleikhúsið) 16:30 Hljómsveitin Geirfuglarnir B|M| QLSKYLDU s m i Húsdýragarðurinn Dagskrá Húsdýragarðsins: 10:45 Hreindýrum gefiö 11:00 Selum gefið 11:30 Hestar teymdir um garöinn 12:00 Refum og minkum gefiö 13:00 Fuglagarðurinn opinn (1 klst.) 13:30 Klapphorn hjá kanínum 14:00 Svínum hleypt út ef veður leyfir 15:00 Hestar teymdir um garðinn 15:30 Fuglagaröurinn opinn (1 klst.) 16:00 Selum gefiö 16:15 Dýrum í smádýrahúsi gefiö 16:30 Hestar, kindur og geitur sett í hús 17:00 Svínum gefið 17:15 Mjaltir í fjósi 17:45 Refum og minkum gefiö VERIÐ 1/ELKOiVIIIM í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐIIUIU Á FRÍDEGI VERSLUIUARMANNA, MÁNUDAGINN 4. ÁGÚST! VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.