Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Brunar í sjónvarpstækjum síst algengari en í öðrum rafmagnstækjum
Sjónvörp alræmd því Ijón
verður mest er þau brenna
Brunar í sjónvarpstækjum eru síst algengari
en í öðrum tækjum, segir í grein Ragnhildar
Sverrisdóttur. Hins vegar verður tjón oft
mest þegar sjónvörpin brenna, því þau
standa í stofum og allt í kring er nægur
eldsmatur. Frááramótumtil 1. ágústsk
kviknaði í 5 sjónvarpstækjum, 5
eldhústækjum, 1 ísskáp og 3 þvottavélum.
UNDANFARIÐ hefur mikið tjón
orðið í nokkrum brunum í íbúðar-
húsum. Á mánudag kom upp eldur
í sjónvarpi í mannlausri íbúð í Hafn-
arfirði og gjöreyðilagðist allt inn-
búið. Talið er að bruna í mannlausu
húsi við Jórusel á fímmtudags-
morgun megi rekja til kertis, en
eldsupptök í timburhúsi í Njarðvík
9. ágúst, þar sem hjón og lítil telpa
sluppu naumlega, eru enn ókunn.
I júní brann hús sex manna fjöl-
skyldu á Eyrarbakka og var talið
að eldurinn hefði kviknað út frá
eldavél og í maí stórskemmdist ein-
býlishús á Eskifirði í eldi.
í apríl voru eldsupptök þrisvar
rakin til sjónvarps. Að morgni laug-
ardagsins 12. apríl kom upp eldur
í parhúsi í Breiðhplti og stór-
skemmdist ibúðin. Á sama tíma
logaði tvílyft steinhús í Vestmanna-
eyjum og var íbúa bjargað naum-
lega út um glugga á efri hæð, en
húsið skemmdist mikið. Tíu dögum
síðar kviknaði í sjónvarpi á efstu
hæð verslunarinnar Sautján á
Laugavegi og varð töluvert tjón af.
í febrúar skemmdist einbýlishús
á Seltjamamesi talsvert þegar
kviknaði í út frá rafmagnsofni og
milljónatjón varð tveimur dögum
fyrr þegar timburhús í Vestmanna-
eyjum eyðilagðist. Þar vom eldsupp-
tök rakin til pönnu á eldavél, sem
gleymst hafði að slökkva undir.
Eldhústæki og þvottavélar
brenna oftar
Fleiri brunar hafa orðið en hér
eru nefndir. Þvottavélar og þurrk-
arar hafa til dæmis bilað, en í þeim
tilvikum hefur tjón yfirleitt verið
lítið, enda lítill eldsmatur alla jafna
í kringum þau tæki, sem þar að
auki eru jámkassar.
Svo aftur sé vikið að yfirliti yfir
bruna rafmagnstækja, þá bmnnu
3 sjónvarpstæki á síðasta ári, 13
eldhústæki, 2 ísskápar eða frysti-
kistur, 14 þvottavélar og 1 þurrk-
ari. Ef litið er á tímabilið frá mars
1988 til júlí 1997 þá urðu 37 sjón-
varps-, myndbands- og rafeinda-
brunar, 59 eldhústæki brunnu og
52 kæliskápar, þvottavélar og
þurrkarar. Álls urðu 155 brunar
frá heimilistækjum, en 164 frá
öðrum rafbúnaði.
Haukur Ársælsson yfireftirlits-
maður Löggildingarstofunnar, sem
gerði þetta yfirlit yfir bruna, sagði
að ekki bæmst tilkynningar um
alla bmna, til dæmis ekki ef
skemmdir verða smávægilegar.
„Það er ekki hægt að rekja þessa
bruna alla til bilunar, þótt auðvitað
geti allir hlutir bilað. Stundum
gleymir fólk potti eða pönnu á heitri
eldavélarhellu og stundum eru hlut-
ir notaðir á rangan hátt. Það átti
til dæmis við um örbylgjuofn, sem
kviknaði í á leikskóla. Hann var
notaður til að bræða vax, en eldur
gaus upp í vaxinu og læstist í ofn-
inn. Það tjón var þess vegna ekki
hægt að rekja til neinnar bilunar í
ofninum.“
Haukur sagði að mesta tjónið
yrði þegar kviknaði { sjónvörpum
og því teldi fólk það tæki varhuga-
verðara en önnur. „Sjónvörpin
valda mestu tjóni af því að nálægt
þeim er svo mikill eldsmatur, hús-
gögn, teppi og gluggatjöld. Við
bmna springur lampinn í þeim og
logandi hlutar þeytast í allar áttir.
Þá eru sjónvörpin flest í plastköss-
um, sem bráðna. í vor varð mikið
tjón í brunum út frá sjónvarpstækj-
um. Ég fór á vettvang slíks bmna,
en síðar sama dag kom ég að þar
sem þvottavél hafði bmnnið. Vélin
var ónýt, en tjónið að öðru leyti
Canon BJC-240
Litableksprautuprentari
720x360 dpi upplaus : I
Photokit í Kaupbæti
aö verðniæti kr. 7.650.
60 stli.háríða pappír
Blckhylki ryrir litmyndir
GeymsluJOX fyrir blekhylkí
Meiriháttar Gil
Canmi
i
p{|
i nlrlíar ^Hr V
/ «
Ií'"s'4ag
ilbo
I tilefni af því , 1 M H 11 I
að verslun okkar ® “ pW ,
verður nú aftur opin alla laugardaga
frá 10-16, bjóðum við Canon 240
litaprentarann með ’Photokit' á
frábæru tilboðsverði:
.Tölvukjör ^s
versfun kr- 15.900
heimilanna Rétt »crð kr: 19.900
Photokít að verðniæti kr- 7.650.- innifalið
Morgunblaðið/Júlíus
STÓRTJÓN hefur orðið í brunum í íbúðarhúsum þegar kviknað
hefur í sjónvarpstækjum. Sjónvarpstækin eru oftast í stofu, þar
sem mestur eldsmaturinn er.
var ekki meira en svo, að það þurfti
bara að mála að nýju.“
Slökkvið á fjöltengi
Hægt er að draga úr líkum á
bmna út frá sjónvarpi með því að
gæta þess að slökkva ekki ein-
göngu á því með fjarstýringu, held-
ur nota ávallt rofann á sjónvarp-
inu. Þrátt fyrir það er enn straum-
ur á sjónvarpinu inn að rofa þess
og hann getur bilað. Því segir
Haukur ömggast að hafa sjónvarp-
ið t.d. í sambandi við fjöltengi með
rofa. Önnur tæki, s.s. myndlykill
eða myndbandstæki, geta einnig
verið tengd sama fjöltengi og er
þá hægt að taka straum af öllum
tækjunum með því að slökkva á
rofa fjöltengisins.
Hættara er við að kvikni í sjón-
varpstækjum ef þau em gömul og
full af ryki, en það er þó ekki ein-
hlítt. Sjónvarpið sem brann í Hafn-
arfirði í byrjun vikunnar var aðeins
rúmlega ársgamalt.
Vinnu-
hópur um
mál nýbúa
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Páll
Pétursson félagsmálaráðherra
hafi forystu um það á vegum
ríkisstjórnarinnar að skipa
vinnuhóp með fulltrúum ráðu-
neyta og Sambands íslenskra
sveitarfélaga til að fjalla um
málefni nýbúa.
Var ákvörðunin tekin í fram-
haldi af því að Björn Bjarnason
menntamálaráðherra kynnti
ríkisstjórninni tvær skýrslur
um málefni útlendinga sem
höfðu verið unnar á vegum
ráðuneytis hans. Annars vegar
er um að ræða álit nefndar um
stöðu og þátttöku útlendinga
í íslensku samfélagi og hins
vegar skýrslu sem ber heitið
Aðlögun íslendinga af erlend-
um uppruna og stefnumótun i
máiefnum þeirra.
Vinnuhópurinn á að meta
og fylgja eftir þeim tillögum
sem fram koma í nefndarálit-
inu og taka m.a. mið af niður-
stöðum athugunar Rannsókna-
stofnunar uppeldis- og
menntamála í skýrslunni.
Hópurinn verður jafnframt
samráðsvettvangur ráðuneyt-
anna vegna máiefna nýbúa.
Ríkissaksóknari
Fjármál
standa ekki
1 veginum
MORGUNBLAÐINU barst í
gær svohljóðandi fréttatil-
kynning frá dóms- og kirkju-
máiaráðuneytinu:
„í fjölmiðlum hefur undan-
farið í nokkrum mæli verið
fjallað um persónulegan fjár-
hag ríkissaksóknara, Hallvarðs
Einvarðssonar. Af þessu tilefni
var ráðuneytisstjóra dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins falið
að ræða við ríkissaksóknara til
að afla afstöðu hans til þeirra
atriða, sem komið hafa fram á
þessum vettvangi. Fyrr i dag
átti ráðuneytisstjóri fund með
ríkissaksóknara, þar sem þessi
mál voru til umræðu.
Á umræddum fundi gerði
ríkissaksóknari grein fyrir því
að fjármál hans stæðu á engan
hátt í vegi þess að hann gæti
gegnt embætti sínu lögum
samkvæmt. Að fenginni þess-
ari afstöðu ríkissaksóknara og
nánari skýringum hans, telur
ráðuneytið ekki ástæðu til að
láta málið frekar til sín taka.“
Hert eftirlit með sölu
á notuðum ökutækjum
Rétt verö kr: 19.900
MEÐ nýjum lögum um sölu á notuð-
um ökutækjum verður m.a. tekið upp
hert eftirlit. Hefur viðskiptaráðu-
neytið auglýst að þeir sem reki slíka
verslun eða umboðssölu sendi ráðu-
neytinu afrit af leyfisbréfi sínu og
starfsábyrgðartryggingu.
Þeir sem ekki hafa staðfest leyfí
sín nú um miðjan mánuð mega eiga
von á því að sölustað þeirra verði
lokað en ný lög kveða skýrar en eldri
lög á um að hægt sé að svipta menn
leyfi sé skilyrðum ekki fullnægt.
Með breytingu á lögum frá 1994
um söiu notaðra ökutækja er kveðið
á um að sá sem vill reka verslun eða
umboðssölu með notuð ökutæki skuli
hafa til þess sérstakt leyfi viðskipta-
ráðherra. Ráðuneytið á einnig að
halda skrá yfir þá sem hafa leyfi.
Auglýsti ráðuneytið nýlega eftir því
að bílasalar sendu ráðuneytinu afrit
af leyfisbréfi og starfsábyrgðar-
tryggingu en henni er ætlað að
standa undir hugsanlegum skaða
vegna mistaka við sölu.
Þórunn Erhardsdóttir, deildar-
stjóri hjá ráðuneytinu, sagði að hér
eftir myndu lögreglustjórar annast
eftirlit með bílasölum. Tilgangur
auglýsingarinnar nú væri einnig að
fá staðfest að söluaðilar hefðu gilda
starfsábyrgðartryggingu, að ganga
úr skugga um að þeir hefðu ekki
tekið slika tryggingu fyrir þremur
árum samkvæmt lögunum frá 1994
og síðan ekki hirt um að halda henni
við.
Til að mega annast sölu notaðra
ökutækja þarf að sækja sex kvölda
E
>
námskeið og taka próf og er m.a. ^
farið í kaupalög og samningalög.
í nýju lögunum er kveðið skýrar ,
á um hveijir þurfa leyfi. Nú eru það i
ekki aðeins hefðbundnir bilasalar
heldur t.d. þeir sem flytja inn notaða
bíla til endursölu, tryggingafélög,
bíialeigur ef þau annast sjálf sölu
notaðra bíla sinna - og því öll fyrir-
tæki sem annast sölu notaðra bíla í
atvinnuskyni hvort sem það eru eig-
in bílar eða þau hafi aðeins milli-
göngu. Lögin heimila undanþágu frá ,
námskeiðinu hjá fyrirtækjum sé lög- >
fræðingur eða viðskiptafræðingur í j
forsvari fyrir sölunni. Þórunn segir
að á skrá ráðuneytisins séu komnir
um 40 aðilar í Reykjavík og þar
fyrir utan séu flestir á suðvestur-
horni landsins og Akureyri.