Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mörg börn hafa orðið fyrir alvarlegum slysum á reiðhjólum Auka þarf umferðar- fræðslu HERDÍS Storgaard, barnaslysa- varnafulltrúi Slysavarnafélags ís- lands, segir að mörgu að hyggja þegar öryggi hjólreiðamanna er ann- ars vegar. Sérstaklega þarf að gæta vel að útbúnaði barna og því að þau hjóli ekki í umferðinni fyrr en þau hafi þroska til. Herdís segir að sums staðar séu aðstæður þannig að þær bjóði hætt- unni heim, t.d. þar sem laus möl er sett ofan í troðna stíga, sérstaklega í brekkum. Mörg slys, bæði á hjól- andi og gangandi fólki, hafi orðið við slíkar aðstæður. Þá segir hún of algengt að fólk hafi það viðhorf til reiðhjóla að þau séu Ieiktæki en ekki farartæki og telji sig ekki þurfa að fara eftir umferðarreglum eins og aðrir vegfarendur. Sjö ára börn of ung til að vera í umferðinni Hún segir foreldra bera alla ábyrgð þegar keypt séu reiðhjól handa börnum og þeim hleypt út í umferðina. Hún telur æskilegt að börn hjóli á þríhjólum til um það bil fírnm ára aldurs og læri þá beint á tvíhjól án hjálpardekkja. Það þurfi að kenna þeim að bremsa og beygja og hvernig eigi að bregðast við í brekku. Einnig verði að íhuga hvern- ig eigi að nota reiðhjól og hafa bún- að í samræmi við það. Gírar í tuga- tali þarfnist mikils viðhalds og rekja megi slys til þess að börn kunni ekki að nota þá rétt. Þá segir hún fólk ekki alltaf gera sér grein fyrir því að nú séu hjól yfirleitt seld án aukabúnaðar, svo sem eins og ljósa, bretta, bjöllu og standara. Herdís telur 7 ára börn of ung til að fara út í umferðina. Frekar ætti að miða við 10 ára aldur eins og gert sé í flestum nágrannalöndum. Hún tekur dæmi af Svíþjóð þar sem börn fái umferðarfræðslu í bréfa- skóla, líkt og hér, fram að skóla- aldri. Þá taki við umferðarfræðsla í skólanum, sem ljúki með reiðhjóla- prófi. Henni finnst að stórauka þurfi umferðarfræðslu í skólunum hér auk þess sem auka mætti samvinnu milli skóla og foreldra, t.d. um að hafa eftirlit með því að öryggisbúnaður reiðhjóla sé í lagi. Þá segir hún óæski- legt að yngstu börnin hjóli í skólann á dimmasta tímanum á veturna. Heyrn, sjón og jafnvægi að þroskast í bæklingi sem Slysavarnafélag íslands og Rauði kross íslands hafa gefið út eru nefnd nokkur atriði um þroska barna sem skipta máli í umferðinni. Þar segir að barn yngra en sex ára geti verið svo upptekið við að leika sér að það taki ekki eftir bílum; það geti ekki áttað sig á úr hvaða átt hljóð kemur; það geti hugsanlega heyrt illa vegna eyrnabólgu; það hafi tiltölulega stórt höfuð miðað við líkamsstærð; það geti ekki verið kyrrt lengi í einu; það sé of lágvaxið til að sjá yfir kyrrstæða bíla; það sé að læra að fara eftir fyrirmælum en gleymi sér oft. Um börn yngri en 10 ára segir að barnið hafi enn ekki náð full- komnu jafnvægi á grófhreyfingum, jafnvægisskynið sé ekki fullþroskað og samhæfingu vanti í hreyfingar; það hafi ekki fullþroskaða sjón; það hafi takmarkaða hliðarsýn; það geti ekki skynjað hraða og fjarlægð öku- Morgunblaðið/Jim Smart ÞETTA reiðhjól er með öllum nauðsynlegum öryggisbúnaði, ljósum, bæði að framan og aftan, brettum, standara og bjöllu. Reiðhjólaverslunin Örninn útvegaði hjólið til myndatöku. HJÁLMINN á að selja beint ofan á höfuðið. Hann kemur ekki að gagni ef hann situr of aftarlega. Aftara bandið á að stilla á móti fremra bandi þannig að eyrað lendi í miðju V-forminu sem bönd- in mynda. Hökubandið á að stilla þannig að spennan sé til hliðar en ekki undir hökunni. Það má ekki vera lausara en svo að einn til tveir fingur komist á milli. Hjálmurinn á að vera það þröngur að hann haggist ekki. Viður- kenndir hjálmar eru merktir með GS-merki. tækja sem nálgist það; það þurfi að æfa sig mikið að hjóla áður en það geti stjórnað hjólinu af öryggi; það þurfi að læra umferðarreglurnar og læra að fara eftir þeim; það geti stórslasast á hjólinu við það eitt að detta af því; það geti stórslasast eða látist við það að lenda fyrir bíl. Hjólin detta undan sé ekki hert upp Herdís segir að sér sé kunnugt um að börn hafi hlotið lífshættulega áverka eftir reiðhjólaslys þar sem gera þurfti stórar aðgerðir á börn- um. Þá segist hún hafa heyrt frá tannlæknum að rekja megi mörg alvarleg andlits- og tannáverkaslys til þess að hjól hafi hreinlega dottið undan reiðhjólum. I því sambandi bendir hún á nauðsyn þess að herða upp reiðhjól, eins og boðið sé upp á í reiðhjólaverslunum nokkrum mán- uðum eftir kaup nýs reiðhjóls. Ekki sé boðið upp á þetta í stórmörkuðum og fólk átti sig oft ekki á því að það geti gert þetta sjálft. Þá bendir hún á að samkvæmt evrópskum öryggis- stöðlum séu reiðhjól minni en 18 tommu ekki flokkuð sem reiðhjól heldur leikföng og þess vegna séu gerðar minni kröfur til þeirra en stærri hjóla. Fólk viti almennt ekki af þessu, það heldur bara að hjól sé hjól. Herdís varar sérstaklega við hjól- um með háu stýri eins og hafi verið mjög vinsæl hér fyrir allmörgum árum. Hún segist hafa séð niðurstöð- ur rannsókna á slysavarnaráðstefn- um erlendis þar sem í ljós kom að þau hjól væru mun hættulegri en önnur hvað varðaði áverka á kviðar- holi. Þegar slík hjól voru í tísku sást greinileg aukning í slíkum áverkum. Ný flokkun ökuréttinda ganga í gildi með nýjum reglum um ökuskírteini Ekkí nauðsynlegt að end- urnýja gamla skírteinið NÝJAR reglur um ökuskírteini gengu í gildi í gær og er þar annars vegar um að ræða nýja reglugerð um ökuskírteini og hins vegar nýja gerð skírteina. Nýju reglurnar taka mið af tilskipun Evrópusambandsins um ökuskírteini en reglur þeirrar tilskipunar eru nú hluti af reglum Evrópska efnahagssvæðisins. Nýju skírteinin eru af sömu stærð og greiðslukort. Ekki er nauðsynlegt að endurnýja gamla skírteinið. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra og Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri ráðuneytisins kynntu nýju reglurnar ásamt Símoni Sig- valdasyni og Bogi Nilsson ríkislög- reglustjóri afhenti Þorsteini og Ólafi fyrstu nýju ökuskírteinin en Ólafur hefur borið hitann og þungann af frágangi nýju reglnanna. Nýju öku- skírteinin eru úr plasti, svipuð að gerð og greiðslukort og er form þeirra og gerð í samræmi við sam- ræmdar kröfur sem gilda innan EES. Meðal nýmæla í reglunum er ný skilgreining á ökuréttindaflokkum. Bifhjólaflokkar eru tveir, nýr flokkur er vegna fólksbíls með tengivagni og nýr fyrir dráttar- eða vörubíl með tengivagni og fyrir rútubíl með tengivagni. Reglur um aldur breyt- ast þannig að lágmarksaldur til að stjórna vörubíl er iækkaður úr 20 Morgunblaðið/Amaldur BOGI Nilsson ríkislögreglustjóri afhenti Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra og Ólafi Walter Stefánssyni skrifstofustjóra fyrstu ökuskírteinin af nýju gerðinni. árum í 18, til að stjórna hópbifreið er áskilinn 21 árs aldur og tók sú regla gildi fyrr á árinu en áfram er krafist 20 ára aldurs til að fá rétt- indi á leigubíl. Fyrsta ökuskírteini verður gefíð út til tveggja ára eins og verið hefur en síðan verða skírteini með almenn ökuréttindi gefin út til 70 ára ald- urs. Viðbótarréttindi til að stjórna vörubíl, hópbifreið og leigubifreið verða gefín út til 10 ára. Munu ný ökuskírteini framvegis bera óbreytt- an giidistíma almennra ökuréttinda en gildistíma viðbótarréttinda til 10 ára. Þó munu þeir sem nú hafa við- SÝNISHORN af nýja ökuskír- teininu. Á framhlið þess verður mynd ásamt nafni og kennitölu en aftan á því er að finna flokk- un á ökuréttindum. bótarréttindi samkvæmt gamla skír- teininu til sjötugs halda þeim og þótt gildistími ökuskírteinis vegna viðbótarréttindanna renni út mun ökuskírteinið halda gildi sínu er varðar aðra flokka. Rétt að endurnýja fyrir akstur erlendis Forráðamenn dómsmálaráðuneyt- isins segja sjálfsagt að menn end- urnýi ökuskírteinin t.d. ef fyrirhugað er að aka erlendis. Félag íslenskra bifreiðaeigenda mun annast útgáfu alþjóðlegs ökuskírteinis til jafns við lögreglustjóra. Endurnýjun kostar þijú þúsund krónur en ekki er þó nauðsynlegt að endurnýja skírteinið, það gamla verður áfram í fullu gildi eins og gildistími þess segir til um. Nýja reglugerðin felur í sér heilda- rendurskoðun á reglum um öku- kennslu, próf ökumanna og fleira og er gert ráð fyrir að gefa út á næstunni sérstaka reglugerð um lög- gildingu ökukennara og um öku- skóla. Þannig er gert ráð fyrir að próf til einstakra ökuréttindaflokka verði aðskilin en hægt hefur verið að taka þau í einu lagi. Þá er t.d. krafíst sérstaks námskeiðs og prófs fyrir vörubíla með tengivagn en til þessa hefur það verið innifalið í auknum ökuréttindum. t INNLENT Þriggja ára þýfi komst til skila SKARTGRIPIR, sem stolið var úr verslun árið 1994, komust í réttar hendur eftir að myndir af tveimur hringum birtust í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. íbúi við Grettisgötu fann skartgripina grafna í mold undir tré í garðinum heima hjá sér og kom þeim til lög- reglu. Eftir að auglýst hafði verið eftir eiganda þeirra eða ein- hveijum sem gefið gæti upp- lýsingar um gripina hafði verslunareigandi samband og iýsti hringunum tveimur nán- ar, svo sem steinalit þeirra, auk þess sem hann lýsti ná- kvæmlega öðrum hringum. í ljós kom að þarna var á ferðinni þýfi úr innbroti sem framið var 1994. Innbrots- þjófarnir náðust og voru dæmdir en þýfið fannst ekki fyrr en nú. Leikskóla- kennarar og ríki Oformleg- um viðræð- ur haldið áfram SAMNINGANEFNDIR Fé- lags íslenskra leikskólakenn- ara og ríkisins hittust á óformlegum samningafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Ákveðið var að halda vinn- unni áfram og halda tvo óformlega viðræðufundi í næstu viku. í framhaldi af því ræðst svo hvort teknar verða upp formlegar samningavið- ræður. Boðað verkfall leikskóla- kennara á að hefjast 22. sept- ember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. „Það er nokkur tími til stefnu og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn og vona að eitthvað þokist í samkomulagsátt," sagði Björg Bjarnadóttir, for- maður Félags íslenskra leik- skóiakennara. Útvarpsstöðin X-ið Brutust inn og sendu út LÖGREGLUNNI í Reykjavík var í fyrrinótt tilkynnt um mannaferðir í Aðalstræti 16 þar sem útvarpsstöðin X-ið er til húsa. Tilkynnanda var kunnugt um að sent væri út af bandi á nóttunni en nú voru komnir menn í beina útsendingu. Lögreglan fór inn í húsið og fann þar fjóra menn í út- varpsleik. Þeir voru hand- teknir og fluttir á lögreglu- stöðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.