Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 45 I ! I I I I < < ( ( ( < ( i ( ( ( ( ( \ ( i ( ( ( < FRÉTTIR Háskólinn Námskeið í íslensku fyrir út- lendinga Á HAUSTMISSERI mun Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands í samvinnu við skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta, bjóða upp á þrjú námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Námskeiðin eru á þremur stigum: Byrjendanámskeið, framhald 1 og 3. í námskeiðunum er lögð megin- áhersla á talað og ritað mál, en sam- hliða kennd grunnatriði íslenskrar málfræði. Æskilegt er að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Skráningarfrestur er til 25. ágúst. Námskeiðin standa yfir frá 16. september til 9. desember. Á bytj- endanámskeiði og framhaldi 1 er kennt síðdegis, tvisvar sinnum í viku kl. 17.15-19.45, alls 100 kennslu- stundir. Þátttökugjald er 39.700 krónur. Framhald 3, sem er ein- göngu fyrir þá sem lokið hafa fram- haldi 2, er kennt 2 s'tundir í viku, alls 26 stundir. Þátttökugjald er 17.000 krónur. Bæklingur með nákvæmum nám- slýsingum og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Endurmenntunar- stofnunar, Tæknigarði. Naustkjallarinn opinn NAUSTKJALLARINN er opinn um helgina. Hljómsveitin BJB ásamt söngv- urunum Má Elíssyni og Rut Regin- alds leika föstudags- og laugar- dagskvöld. Gengið um vesturhluta Engeyjar HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð um Engey vestanverða sunnudaginn 17. ág- úst. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 14 og farið þaðan um borð. Landtaka verður í Austurvör og gengið um traðirnar að bæjar- stæðunum og síðan um vestu- reyna. Margt ber fyrir augu í ferð- inni. Fuglalíf er mikið og mikil gróska. Landbrot af völdum sjávar er greinilega töluvert á vestu- reynni. Margskonar minjar bú- skapar og útræðis er þar að finna en byggð var samfelld á eynni frá söguöld eða jafnvel landnámsöld fram til 1947. Síðan hefur náttúr- an sjálf séð um eyna að mestu. Greinilegar minjar eru á vestu- reynni frá stríðsárunum, einhveij- ar þær heilstæðustu á landinu. Eyjan hefur tengst innsiglingunni til Reykjavíkur frá fyrstu tíð. Gönguferðin tekur tvo tíma. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnar- gönguhópnum. Morgunblaðið/Kristinn DAGRÚN Hjartardóttir og Jónína Erna Arnardóttir. Tónleikar í Reykholtskirkju DAGRÚN Hjartardóttir sópran- söngkona og Jónína Arnardóttir, píanóleikari, halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 21. Efnisskrá tónleik- anna verður helguð þremur tón- skáldum; Schubert, Brahms og Liszt. Dagrún Hjartardóttir hefur undanfarin ár verið kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún stundaði framhaldsnám í söng við Franz Liszt tónlistaraka- demíuna í Budapest og síðar hjá Maríu Teresu Uribe þar í borg. Hún hefur auk söngkennslunnar tekið virkan þátt í sönglífi hér á landi sem félagi í kór Islensku Operunnar og sem söngstýra ýmissa kóra. Jónína Erna Amardóttir píanó leikari stundaði framhaldsnám við Grieg tónlistarakademíuna í Bergen og starfar nú sem píanó- kennari við Tónlistarskóla Borg- arfjarðar. KRISTÍN Friðriksdóttir, Kristín Stefánsdóttir og Helga Sæunn Árnadóttir í hinu nýja húsnæði umboðsfyrirtækis No Name. No Name snyrti- vörur flytja UMBOÐS- og dreifingarfyrirtæki No Name Cosmetics hér á landi hefur flutt í nýtt og glæsilegt hús- næði að Hverfisgötu 76. Fyrirtækið er í eigu Kristínar Stefánsdóttur, snyrti- og förðunarfræðings. I húsnæðinu verður einnig starf- ræktur nýr förðunarskóli sem kennir tísku- og ljósmyndaförðun ásamt leikhúsförðun. Áfram verður boðið upp á kvöldnámskeið en þetta er 10. árið sem Kristín býður upp á þau. Til liðs við sig í kennslu við skólann fær Kristín stöllu sína Kristínu Frið- riksdóttur, förðunarmeistara á Stöð 2, en þær gáfu út fyrir tveimur árum fyrsta kennslumyndbandið um förð- un. Gestakennarar innlendir sem erlendir munu bjóða upp á námskeið. Markmið skólans er að kenna alla almenna tísku- og ljósmyndaförðun ásamt því nýjasta sem er að gerast hveiju sinni. Fyrsta námskeiðið verður 20. september með alþjóðleg- um förðunarmeistara, Söndru Burg- hardt, en hún hefur starfað við öll helstu tískutímarit í heiminum í dag. Skráning á námskeiðið stendur nú yfir. Ný sölukona þefur tekið til starfa, Helga Sæunn Árnadóttir, nagla- og förðunarfræðingur að mennt. Afmælishátíð Olís við Gullinbrú OLÍS stendur í dag, laugardaginn 16. ágúst, frá kl. 10-16, fyrir ijöl- breyttri afmælishátíð á þjónustu- stöð Olís við Gullinbrú í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Svipaðar hátíðir hafa verið haldnar á öllum stærstu Olísstöðvunum á höfuð- borgarsvæðinu í sumar og hafa verið mjög fjölsóttar og vinsælar. Hátíðirnar tengjast afmælisleik Olís sem hófst í maí. SS pylsur verða á grillinu, Vífil- fell býður gosið og Gevalia kaffið og svo fá allir Ol-ís. Skólahljóm- sveit Grafarvogs leikur milli kl. 13 og 14 og Fjölnis-steipur þvo bíla ókeypis milli kl. 12 og 15. Olli mætir í veisluna, bömin komast í skemmtileg leiktæki, fá óvæntan glaðning og fleira verður á dag- skrá. LEIÐRÉTT Höfundarnafn féll niður NAFN Huldu Ágústsdóttur féll niður með umsögn hennar í blað- inu í gær um sýningu Hlyns Helgasonar í Ketilhúsinu á Akur- eyri. Einnig var rangt farið með heiti á verkinu sem sýnt var með umsögninni en það heitir Í minn- ingu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Björk fékk fálkaorðuna í GREIN í Morgunblaðinu t gær undir yfirskriftinni Stjörnuregn á íslandi kemur sú skoðun Ingvars Þórðarsonar tónleikahaldara fram, að Björk Guðmundsdóttir ætti að fá fá.lkaorðuna. Hið rétt er að for- seti íslands sæmdi Björk fálkaorð- unni á sumardaginn fyrsta sl. Nafn misritaðist ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu blaðsins í gær að nafn starfsmanns í handverkshópnum Bolla Búðardal misritaðist, en rétt nafn er Anna Markrún Sæmundsdóttir. Bílvelta á Laugarvatnsvegi MISHERMT var í blaðinu í gær að bíll hefði oltið á miðvikudags- kvöld á sama stað og ekið var á hest á Laugarvatnsvegi kvöldið áður. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Hartmannssyni, varð- stjóra hjá lögreglunni í Árnessýslu, átti bílveltan sér stað um 1,7 kíló- metra frá þeim stað þar sem ekið var á hrossið. Rétt mun þó vera að ástæðu seinna óhappsins megi rekja til hins fyrra, þ.e. að öku- manninum hafi brugðið við að sjá hræ hestsins í vegkantinum. Því hafi ökumaðurinn orðið annars hugar og í uppnámi og verið kom- inn yfir á rangan vegarhelming. Skömmu seinna hafi annar bíll komið á móti og þá hafi ökumaður- inn kippt sínum bíl of snöggt yfir á réttan vegarhelming, lent í lausa- möl í kantinum og bíllinn þess vegna oltið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.