Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 16.08.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 45 I ! I I I I < < ( ( ( < ( i ( ( ( ( ( \ ( i ( ( ( < FRÉTTIR Háskólinn Námskeið í íslensku fyrir út- lendinga Á HAUSTMISSERI mun Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands í samvinnu við skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta, bjóða upp á þrjú námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Námskeiðin eru á þremur stigum: Byrjendanámskeið, framhald 1 og 3. í námskeiðunum er lögð megin- áhersla á talað og ritað mál, en sam- hliða kennd grunnatriði íslenskrar málfræði. Æskilegt er að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Skráningarfrestur er til 25. ágúst. Námskeiðin standa yfir frá 16. september til 9. desember. Á bytj- endanámskeiði og framhaldi 1 er kennt síðdegis, tvisvar sinnum í viku kl. 17.15-19.45, alls 100 kennslu- stundir. Þátttökugjald er 39.700 krónur. Framhald 3, sem er ein- göngu fyrir þá sem lokið hafa fram- haldi 2, er kennt 2 s'tundir í viku, alls 26 stundir. Þátttökugjald er 17.000 krónur. Bæklingur með nákvæmum nám- slýsingum og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Endurmenntunar- stofnunar, Tæknigarði. Naustkjallarinn opinn NAUSTKJALLARINN er opinn um helgina. Hljómsveitin BJB ásamt söngv- urunum Má Elíssyni og Rut Regin- alds leika föstudags- og laugar- dagskvöld. Gengið um vesturhluta Engeyjar HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð um Engey vestanverða sunnudaginn 17. ág- úst. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 14 og farið þaðan um borð. Landtaka verður í Austurvör og gengið um traðirnar að bæjar- stæðunum og síðan um vestu- reyna. Margt ber fyrir augu í ferð- inni. Fuglalíf er mikið og mikil gróska. Landbrot af völdum sjávar er greinilega töluvert á vestu- reynni. Margskonar minjar bú- skapar og útræðis er þar að finna en byggð var samfelld á eynni frá söguöld eða jafnvel landnámsöld fram til 1947. Síðan hefur náttúr- an sjálf séð um eyna að mestu. Greinilegar minjar eru á vestu- reynni frá stríðsárunum, einhveij- ar þær heilstæðustu á landinu. Eyjan hefur tengst innsiglingunni til Reykjavíkur frá fyrstu tíð. Gönguferðin tekur tvo tíma. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnar- gönguhópnum. Morgunblaðið/Kristinn DAGRÚN Hjartardóttir og Jónína Erna Arnardóttir. Tónleikar í Reykholtskirkju DAGRÚN Hjartardóttir sópran- söngkona og Jónína Arnardóttir, píanóleikari, halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 17. ágúst kl. 21. Efnisskrá tónleik- anna verður helguð þremur tón- skáldum; Schubert, Brahms og Liszt. Dagrún Hjartardóttir hefur undanfarin ár verið kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún stundaði framhaldsnám í söng við Franz Liszt tónlistaraka- demíuna í Budapest og síðar hjá Maríu Teresu Uribe þar í borg. Hún hefur auk söngkennslunnar tekið virkan þátt í sönglífi hér á landi sem félagi í kór Islensku Operunnar og sem söngstýra ýmissa kóra. Jónína Erna Amardóttir píanó leikari stundaði framhaldsnám við Grieg tónlistarakademíuna í Bergen og starfar nú sem píanó- kennari við Tónlistarskóla Borg- arfjarðar. KRISTÍN Friðriksdóttir, Kristín Stefánsdóttir og Helga Sæunn Árnadóttir í hinu nýja húsnæði umboðsfyrirtækis No Name. No Name snyrti- vörur flytja UMBOÐS- og dreifingarfyrirtæki No Name Cosmetics hér á landi hefur flutt í nýtt og glæsilegt hús- næði að Hverfisgötu 76. Fyrirtækið er í eigu Kristínar Stefánsdóttur, snyrti- og förðunarfræðings. I húsnæðinu verður einnig starf- ræktur nýr förðunarskóli sem kennir tísku- og ljósmyndaförðun ásamt leikhúsförðun. Áfram verður boðið upp á kvöldnámskeið en þetta er 10. árið sem Kristín býður upp á þau. Til liðs við sig í kennslu við skólann fær Kristín stöllu sína Kristínu Frið- riksdóttur, förðunarmeistara á Stöð 2, en þær gáfu út fyrir tveimur árum fyrsta kennslumyndbandið um förð- un. Gestakennarar innlendir sem erlendir munu bjóða upp á námskeið. Markmið skólans er að kenna alla almenna tísku- og ljósmyndaförðun ásamt því nýjasta sem er að gerast hveiju sinni. Fyrsta námskeiðið verður 20. september með alþjóðleg- um förðunarmeistara, Söndru Burg- hardt, en hún hefur starfað við öll helstu tískutímarit í heiminum í dag. Skráning á námskeiðið stendur nú yfir. Ný sölukona þefur tekið til starfa, Helga Sæunn Árnadóttir, nagla- og förðunarfræðingur að mennt. Afmælishátíð Olís við Gullinbrú OLÍS stendur í dag, laugardaginn 16. ágúst, frá kl. 10-16, fyrir ijöl- breyttri afmælishátíð á þjónustu- stöð Olís við Gullinbrú í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Svipaðar hátíðir hafa verið haldnar á öllum stærstu Olísstöðvunum á höfuð- borgarsvæðinu í sumar og hafa verið mjög fjölsóttar og vinsælar. Hátíðirnar tengjast afmælisleik Olís sem hófst í maí. SS pylsur verða á grillinu, Vífil- fell býður gosið og Gevalia kaffið og svo fá allir Ol-ís. Skólahljóm- sveit Grafarvogs leikur milli kl. 13 og 14 og Fjölnis-steipur þvo bíla ókeypis milli kl. 12 og 15. Olli mætir í veisluna, bömin komast í skemmtileg leiktæki, fá óvæntan glaðning og fleira verður á dag- skrá. LEIÐRÉTT Höfundarnafn féll niður NAFN Huldu Ágústsdóttur féll niður með umsögn hennar í blað- inu í gær um sýningu Hlyns Helgasonar í Ketilhúsinu á Akur- eyri. Einnig var rangt farið með heiti á verkinu sem sýnt var með umsögninni en það heitir Í minn- ingu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Björk fékk fálkaorðuna í GREIN í Morgunblaðinu t gær undir yfirskriftinni Stjörnuregn á íslandi kemur sú skoðun Ingvars Þórðarsonar tónleikahaldara fram, að Björk Guðmundsdóttir ætti að fá fá.lkaorðuna. Hið rétt er að for- seti íslands sæmdi Björk fálkaorð- unni á sumardaginn fyrsta sl. Nafn misritaðist ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu blaðsins í gær að nafn starfsmanns í handverkshópnum Bolla Búðardal misritaðist, en rétt nafn er Anna Markrún Sæmundsdóttir. Bílvelta á Laugarvatnsvegi MISHERMT var í blaðinu í gær að bíll hefði oltið á miðvikudags- kvöld á sama stað og ekið var á hest á Laugarvatnsvegi kvöldið áður. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Hartmannssyni, varð- stjóra hjá lögreglunni í Árnessýslu, átti bílveltan sér stað um 1,7 kíló- metra frá þeim stað þar sem ekið var á hrossið. Rétt mun þó vera að ástæðu seinna óhappsins megi rekja til hins fyrra, þ.e. að öku- manninum hafi brugðið við að sjá hræ hestsins í vegkantinum. Því hafi ökumaðurinn orðið annars hugar og í uppnámi og verið kom- inn yfir á rangan vegarhelming. Skömmu seinna hafi annar bíll komið á móti og þá hafi ökumaður- inn kippt sínum bíl of snöggt yfir á réttan vegarhelming, lent í lausa- möl í kantinum og bíllinn þess vegna oltið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.