Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 40
VtO LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
IVIINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
OSKAR M.B.
JÓNSSON
+ Óskar Margeir Beck Jóns-
son fæddist í Reykjavík 2.
mars 1922. Hann lést á heimili
sínu 20. júlí síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fossvogs-
kirkju 28. júlí.
Það var um haustið 1992 sem
athygli okkar beindist að sér-
kennilegum hlutum sem stillt var
upp í hillu í Hlaðvarpanum, versl-
með íslenskt handverk sem nú
nefur lagt upp laupana. Þetta voru
bakkar og kertastjakar búnir til
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfílegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfílega línulengd,
- eða 2200 slög (um 25 dálks-
entimetrar í blaðinu). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjaiiað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í text-
amenferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er ennfremur
unnt að senda greinar í sím-
bréfi - 569 1115 - og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is). Vin-
samlegast sendið greinina inni
í bréfínu, ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að
birtast á útfarardegi (eða í
sunnudagsblaði ef útför er á
mánudegi), er _ skilafrestur
sem hér segir: I sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstu-
dag. I miðvikudags-, fimmtu-
dags-, föstudags- og laugar-
dagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.
úr plasthúðuðu blikki af Óskari
M.B. Jónssyni, einfaldir í formi
og uppbyggingu, undir áhrifum
frá alþjóðlegri strangflatarlist og
frumstæðri skreytikennd. Óskar
hafði þá nýverið látið af járn-
smíðastörfum hjá Garðastáli, naut
hann þar velvilja yfirmanna fyrir-
tækisins og fékk leyfi til þess að
hirða upp afganga sem féllu frá
við vinnsluna til myndgerðar
heima fyrir.
Stuttu síðar höfðum við sam-
band við Óskar og tjáðum honum
að við hefðum áhuga á að líta við
á vinnustofu hans til að kanna
hvort þar væri ekki eitthvað sem
félli inn í safn okkar á alþýðulist.
Svo reyndist vera, því þar voru
hlaðar af lágmyndum, hver mynd-
in annarri skemmtilegri. Vinnu-
stofa Óskars var sú minnsta sem
við höfðum séð, gluggalaus kjall-
arageymsla undir stiga, ekki
stærri en 2-3 fermetrar, en þar
var öllu mjög haganlega fyrir
komið og segja má að þar hafi
sköpunargleðin ríkt ofar hverri
kröfu. Festum við kaup á nokkrum
myndum og sögðumst hafa sam-
band síðar.
í þann mund hafði verið ákveð-
ið að taka 3 sali í Nýlistasafninu
undir alþýðulist. Sumarið 1993
var þegar búið að ráðstafa tveim-
ur, en vangaveltur voru um fram-
lag í þriðja salinn. Óskar tók því
fagnandi að slást í hópinn og sett-
um við myndir hans upp í samein-
ingu, var gaman að vinna með svo
hugkvæmum manni sem leit jafn-
framt á það sem sjálfsagðan hlut
að verkum hans væri sýndur til-
hlýðilegur sómi. í framhaldi af
þessu sendum við verk eftir Óskar
á samsýningu í Danmörku.
1. júní í fyrra óskaði Luise
Ross, eigandi samnefnds listhúss
í New York, eftir því að fá að
skoða Safnasafnið (sem við stofn-
uðum 1995 utan um alþýðulist og
ýmiss konar sérsöfn). Hrifning
hennar var einlæg og hástemmd
og náði tindinum þegar henni var
bent á 5 verk Óskars M.B. Jóns-
sonar sem héngu í röð á stofu-
veggnum. Var hún strax ákveðin
í að heimsækja listamanninn og
höfðum við milligöngu um það
sama daginn. Þar keypti Luise
Ross 7 verk, pantaði 17 og hafði
orð um að bjóða til samsýningar
í listhúsi sínu innan tíðar, sú sýn-
ing var svo haldin í upphafi þessa
árs og voru þátttakendur Óskar,
Eggert Magnússon og Þórður
Valdimarsson, en milligöngu hafði
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing-
ur.
Óskar naut aðstoðar dóttur
sinnar við bréfaskriftir til fram-
leiðanda efnis þess er hann notaði
í myndverk sín og sendi ljósmynd-
ir með. Þeir urðu svo hrifnir að
þeir gátu hans í fréttabréfi og
buðu honum til Englands að skoða
verksmiðjuna. Var Óskar ákaflega
ánægður með þá för og móttökur
allar.
Það hafði talast svo til milli
okkar Óskars að við heimsæktum
hann með haustinu til þess að fá
hjá honum myndir og auka vægi
hans í listaverkaeign Safnasafns-
ins en þar eru nú 10 verk, 8 keypt
og 2 gefin. Hann sagðist vera að
prófa sig áfram með nýjungar og
vildi fá að heyra álit okkar á þeim,
þær væru afturhvarf til náttúr-
unnar, blóm, menn og dýr. Við
sögðum að það væri mikill fengur
fyrir safnið að eignast verk af
þessu tæi, en ekki síður en að sjá
hann og njóta samvista við hann
meira en verið hefði.
Vegna fjarveru og anna í öðrum
landsfjórðungi höfðum við ekki
tök á því að vera við útför Ósk-
ars, né heldur skrifa um hann
grein í tíma. Það var okkur ljúf
gleði að kynnast honum og eiga
við hann samstarf, þar fór vandað-
ur maður, réttsýnn og stoltur af
fjölskyldu sinni, lífsverki og
myndlist. Megi nafn hans og
minning lifa.
Níels Hafstein og
Magnhildur Sigurðardóttir,
Safnasafninu.
SOLVEIG
JÓNSDÓTTIR
+ Sólveig Jónsdóttir fæddist
i Reykjavík 3. ágúst 1929.
Hún lést 4. ágúst síðastliðinn á
Landspítalanum í Reykjavík og
fór útför hennar fram frá
Langholtskirkju 13. ágúst.
Síminn hringdi að morgni 5. ág-
úst. Flemming sagði okkur að Veiga
væri dáin. Við slíkar kringumstæður
veit maður aldrei hvað skal segja.
Það var svo stutt síðan Veiga frænka
hafði verið í sjötugsafmælinu hans
pabba og lék á als oddi. Samt vissum
við að hún hafði verið mjög veik og
hafði talað um að hún myndi jafnvel
ekki treysta sér til að koma. Það
fljúga ljúfar minningar um Veigu
og Flemming um huga minn núna
þegar ég hugsa um þau. Ég eyddi
mörgum stundum á heimili þeirra
hjóna. Móðir mín lést sumarið 1970
og var ég að eigin vali í dagvistun
hjá Veigu frænku. Hún sýndi mér
mikla móðurlega umhyggju sem ég
vissi að kæmi beint frá hjartanu.
Einnig þegar Jórunn dóttir þeirra
hjóna var fermd var haldin sameigin-
leg veisla fyrir hana og bróður minn
og mörg jólin vorum við með þeim
hjónum og börnum þeirra. Veiga
frænka var allra hugljúfí og hrókur
alls fagnaðar hvar sem hún kom.
Hún var stórglæsileg bæði í fram-
komu og klæðaburði. Hún lét jafnan
mikið til sín taka í kosningabaráttu
fyrir Sjálfstæðisflokkinn enda átti
hún erfitt með að sitja auðum hönd-
um. Hún var listakona og lagði stund
á útskurð og glerlist. Það var gaman
að fylgjast með henni þegar hún var
með barnabörnunum og slík var
umhyggjan og leikurinn í henni að
maður hugsaði með sér; hún breytist
aldrei. Þegar Veiga og Flemming
fóru saman til útlanda komu þau
alltaf með gjafir fyrir börnin sín, og
ekki gleymdi hún mér og Bjössa
bróður. Það eru mörg ár síðan Veiga
greindist með krabbamein. Veiga
var mikil baráttumanneskja. Tvisvar
sigraðist hún á þessum illvíga sjúk-
dómi. Maður hugsar með sér að
núna sé hún á betri stað og henni
líði vel. Ég hugsa einnig um Flemm-
ing sem syrgir ástkæra eiginkonu
sína. Þau voru svo samrýnd og ham-
ingjusöm. Flemming stóð alla tíð
eins og klettur við hlið konu sinnar.
Ég gleymi aldrei þeirri stund eftir
að móðir mín lést og fjölskyldan kom
saman í Nökkvavoginum þegar
Flemming tók mig í fang sér og
sagði mér frá andláti móður sinnar
og skýrði út fyrir mér það sem tæki
við. Sorglegast þykir mér að hann
skuli ekki njóta ævikvöldanna með
Veigu sinni, loksins þegar komið er
á þann aldur þegar menn eiga að
vera hættir að vinna og njóta upp-
skerunnar. Börnin og barnabörnin
njóta ekki lengur ástríkis móður
sinnar og ömmu, en munið að þið
eigið hana í ykkur sjálfum og ekki
síst í hjarta föður ykkar og afa,
hans Flemmings.
Elsku Flemming, frændur og
frænkur. Megi Guð styrkja ykkur í
sorg ykkar og varðveita minningu
Veigu frænku.
Þegar ég heyri góðs manns getið
glaðnar yfir mér um sinn.
Þá er eins og dögun dafni,
drýgi bjarma um himininn;
vonum plgi, veður batni,
vökni af döggum jarðar kinn.
INGÓLFUR MAGNÚS
INGÓLFSSON
Fyrir örfáum dögum
barst okkur sú hræði-
lega harmafregn, á
meðan við dvöldum í
sumarfríi erlendis, að faðir minn,
tengdafaðir og afí væri látinn.
I mínum huga er þetta enn svo
óraunverulegt. Það er svo stutt síð-
an hann var að keyra okkur út á
flugvöll, ræðandi um daginn og
veginn og hafði líka á orði að hann
héldi að hann væri að fá flensu.
Ekki grunaði okkur að við myndum
ekki fá að sjá pabba framar.
Mér verður hugsað aftur þegar
ég frétti af veikindum pabba. Hann
veiktist mikið í janúar síðastliðnum
og barðist hetjulega við veikindi
sín, ákveðinn í því að yfirstíga þau.
Við vorum öll svo full af bjartsýni
á bata hans þegar kom í ljós að
hann væri að ná yfírhöndinni fannst
mér eins og allt væri að komast í
eðlilegt horf.
Nú í sumar kom hann í heimsókn
til okkar vestur og er það okkur
mikils virði í dag að hafa fengið
þennan tíma og þessar yndislegu
stundir með honum fýrir vestan.
Þar var hann á æskuslóðum og
fékk ég að heyra mikið um hans
barnæsku sem ég hlustaði á með
miklum áhuga. Hann hafði þann
einstaka hæfileika að geta sagt
ótrúlega skemmtilega frá hlutun-
um. Hann hreinlega heillaði mann
með frásögum sínum af sínum upp-
eldisárum fyrir vestan.
Mér fannst hann sjálfur orðinn
svo vongóður á að veikindin væru
að baki og bati lægi fyrir. Þess
vegna kom þessi
harmafregn mér í'opna
skjöldu. Mér finnst erf-
itt að trúa því að pabbi
sé farinn. Það var svo
yndislegt að vera með
honum. Hann var í
mínum huga alltaf
skemmtilegur og hrók-
ur alls fagnaðar.
Einnig er mér ofar-
lega í minni atvik sem
átti sér stað í sumar.
Ég skrapp suður í
heimsókn og dvaldi um
stund hjá pabba og
mömmu. Bjartur sonur
minn var með mér og einn daginn
fór hann með afa sínum út í garð
að klippa trén. Þarna horfði ég á
þá tvo saman með frostpinna í
munninum, í innilegum samræðum,
klippandi hekkið. Bjartur undi sér
sérstaklega vel með afa sínum og
er enn að tala um þessa innilegu
samverustund, sem var svo sérstök.
Það gefur mér ótrúlega mikið að
muna þetta atvik og vita hve vel
barninu mínu leið hjá afa sínum.
Það er ótrúlegt að vita til þess að
ég á ekki eftir að hitta pabba á ný.
Mér finnst eins og ég eigi von á
því að hitta hann fljótlega aftur.
E.t.v. má segja að eftirmæli Jónas-
ar Hallgrímssonar um Tómas Sæ-
mundsson lýsi því best hvernig mér
líður:
Dáinn, horfmn! - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gep.
Elsku mamma, amma og systkin.
Elskum hvert annað, stöndum sam-
an og verum glöð. Verndum minn-
ingu pabba með mikilli hlýju.
Magnea Ingólfsdóttir,
Guðjón Antoníusson,
Linda Karen Guðmundsdóttir,
Eva Maren Guðmundsdóttir
og Bjartur Guðjónsson.
+ Ingólfur Magn-
ús Ingólfsson
fæddist 15. október
1936. Hann andað-
ist í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn
7. ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Selljarn-
arneskitju 15. ág-
úst.
Jafnvel þó í fótspor fenni,
fiúki í skjólin heimaranns,
gott er að sipa göfugmenni,
gjalda blessun minning hans,
dreifa skini yfir enni,
ilmi um bijóst hins fallna manns.
(Guðmundur Friðjónsson á Sandi.)
Michael
Valdimarsson.
Elsku amma okkar, nú ertu farin
frá okkur á vit feðra þinna. Við
munum ávallt minnast gömlu góðu
daganna sem við áttum saman. Þú
varst okkur alltaf svo góð og alltaf
gátum við leitað til þín ef eitthvað
bjátaði á, og áttir þú ráð við öllum
okkar vandamálum þannig að alltaf
gengum við út með bros á vör.
Alltaf vorum við að rifja upp
gamlar minningar sem voru þér svo
ljóslifandi.
Manstu þegar ég, Sólveig, var
að pússa rúðurnar í hurðinni á
Langó eða þegar afi leyfði mér að
hanga í fínu ljósakrónunum þínum.
Eða þegar við, Jóhanna, Palli og
Mattý, á gamlárskvöldi fórum upp
í svefnherbergið þitt og afa og fór-
um í nammiskápinn þinn í leyfis-
leysi og völdum okkur allt það besta
úr Machintosh-dósinni þinni og svo
földum við það undir litla, kring-
lótta borðinu með bláa, síða dúknum
og ætluðum að taka það með okkur
heim en gleymdum því svo. Nokkr-
um dögum seinna varst þú að ryk-
suga og fannst þú þrjár stórar
nammihrúgur og vissir strax hver
átti sökina á því. Svo hringdir þú í
okkur og skellihlóst í símann. Eða
þegar við rifumst um hvert okkar
ætti að fá að sofa hjá þér næst.
Þú varst alltaf að minna mig,
Mattý, á þegar ég var þriggja ára
og hringdi í þig og var að spyrja
þig hvernig þú hefðir það.
Ég, Jórunn, man þegar ég kom
til þín eitt kvöldið og var að fíjósa
úr kulda og þú hlýjaðir mér með
heitum höndum þínum og lést mig
fá sokka af afa. Mér þótti svo gott
að koma til þín og segja þér leyndar-
málin mín og tala við þig þegar
mér leið illa. Þú lést mér alltaf líða
svo vel þegar ég kom til þín. Mér
fannst alitaf svo gaman þegar ég
var lítil þegar ég gisti hjá þér og
fékk að velja hvað var í matinn á
Langó.
Mér, Edda, þótti svo gott að koma
til þín amma því þú kúrðir mig allt-
af að þér og spilaðir við mig.
Manstu þegar þú varst alltaf að
segja mér, Palla, söguna um þegar
ég gisti hjá ykkur og svaf á milli
ykkar og pissaði undir afa megin í
rúminu svo að afi vaknaði up pissu-
blautur um morguninn?
Eða þegar ég, Jóhanna, kom til
þín og við fægðum silfrið þitt og
sögðum hvor annarri kjaftasögur
og hlógum mikið saman?
Efst í huga pkkar eru öll gamlárs-
kvöldin á Langó þegar öll fjölskyld-
an kom saman og átti saman góðar
stundir, það var alltaf svo gaman á
gamlárskvöld og maturinn svo góð-
ur. Þú varst alltaf brosandi og bros
þitt var svo fallegt. Okkur mun
ávallt þykja vænt um þig og munum
sakna þín mikið, elsku amraa. Guð
geymi þig.
Fallega brosið þitt,
endurspeglast í hjörtum okkar,
er við hugsum til þín.
Fallegu augun þín,
munu fylgjast með okkur að eilífu af
himnum ofan.
Nú hefur þú hlotið frið,
hinn hinnsta frið,
hinn æðsta frið.
Við munum ávallt minnast þín.
Þín ástkær
barnabörn.