Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Sjötíu ára byggðar- afmæli á Hellu Yfirlitssýning í Hellubíói Hellu - Nú stendur yfir í Hellubíói yfirlitssýning í tilefni sjötíu ára byggðarafmælis þorpsins og jafn- framt er þess minnst að fimmtíu ár eru frá Heklugosinu mikla sem hófst í mars 1947 og stóð yfir í þrettán mánuði. A Hellu búa rúmlega 600 manns en um 800 i öllum Rangár- vallahreppi. Byggð í þorpinu má rekja til ársins 1927 er Þorsteinn Björnsson setti þar á fót verslun. Byggð þróaðist hægt fyrstu árin, 1947 voru 14 íbúðarhús á staðn- um, en 1977 voru þau orðin 111 og íbúar um 500. Margháttuð þjónusta er rekin á Hellu, sem hefur í gegnum tiðina aðallega þjónað landbúnaði í héraðinu. A sýningunni gefur að líta það helsta sem fram fer i hreppnum, allt frá handverki einstaklinga til myndarlegra sýningarbása fyrir- tækja. Gamlar myndir liggja frammi, ritverk um og eftir Rangvellinga og annað kynning- arefni um starfsemi fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Á sýn- ingunni er jafnframt sýnd kvik- mynd Osvalds Knudsens um Heklugosið 1947. Sýningin stend- ur yfir til 24. ágúst. FRÁ yfirlitssýningunni í Heliubíói. Morgunblaðið/Silli ÞÁTTTAKENDUR í fræðslu- og kynningarnámskeiði Rauða krossins á Húsavík. Fræðslu- og kynningar- námskeið Rauða krossins Húsavík - Rauði kross íslands hefur um árabil gengist fyrir fræðslu- og kynningarnámskeiðum fyrir ungl- inga í Þórsmörk þangað sem öllum deildum félagsskaparins er heimilt að senda þátttakendur. í fyrra var sú nýbreytni tekin upp að halda slík námskeið víðar og urðu þá fyrir valinu staðirnir Breiðdalsvík og Húsavík. Þau þóttu takast það vel að á báðum þeim stöðum voru námskeiðin endurtekin í ár og er Húsavíkurnámskeiðinu nýlokið með um 20 þátttakendum víðsvegar að af Norðurlandi. Unglingunum er kennd skyndi- hjálp og þeir eru látnir vinna m.a. að gróðursetningu sem Landgræðsl- an og Skógræktin styðja og skipu- leggja. Einnig er þeim kynnt starf- semi Rauða krossins, farið með þau í kynningarferðir um landið og ýmis- legt gert þeim til fræðslu og skemmtunar. Formaður Húsavíkur- deildar Rauða krossins er Kristjóna Þórðardóttir, Laxamýri. Morgunblaðið/Guðrún Vala INGA Birna Traustadóttir og Þuríður Sigurðardóttir áður en lagt var af stað. Kvennareið á Skarðsströnd Búðardal - Um 130 konur og annað eins af hrossum, hittust í Dalasýslu laugardaginn 9. ágúst. Þar fór fram hin árlega kvennareið sem að þessu sinni var farin á Skarðsströnd. Riðið var frá Klifmýri inn að eyði- býlinu Barmi og yfir Skarð. Þar var riðið eftir brúninni hjá Manheima- tindum og komið niður í Villingad- al. Alls var áð fjórum sinnum á ieið- inni til þess að teygja úr sér og svala þorstanum, en drykkirnir „Höllusull" og „Alvörusull“ voru í boði. í Vill- ingadal fengu reiðkonurnar grillmat sem karlar af Skarðsströnd fram- reiddu. Setið var fram eftir kvöldi og sungið. Aðstandendur Kvennareiðinnar voru ánægðir með þátttökuna, sem hefur aukist ár frá ári. Næsta Kvennareið verður að ári í Miðdölum í Dalasýslu. NEFNDIN sem skipulagði Kvennareið: Dagný Karlsdóttir, Bryn- dís Karlsdóttir, Inga Birna Traustadóttir, Guðrún Jóhannsdótt- ir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Halla Steinólfsdóttir. Listahátíð í síldarverksmiðju í TENGSLUM við Djúpavík- urhátíð 15.-17. ágúst er haldin listahátíð í gömlu Síldarverksmiðjunni og stendur hún alla helgina. Að henni standa Spessi og fleiri listamenn að sunnan. Steingrímur Eyfjörð sýnir myndlist og Helena Jóns- dóttir sýnir dansverk. Spessi sýnir ljósmyndir og jafn- framt ljósmyndaverkið „Brussel" af skyggnum bæði föstudag og laugardag kl. 17. Bragi alnets-listamaður ætlar að senda út myndlist á alnetinu beint frá Djúpa- vík. Jón Atli, Kári og fleiri flytja tónlist fyrir ungt fólk. Jóna Ingibjörg hefur sýnt gamlar mannlífsmyndir úr Arneshreppi á hótelinu í sumar. Myndir þessar verða seldar um helgina. Föstudaginn 15. ágúst verður opnuð sýning á hótel- inu á málverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara. Málverkin eru flest af Ströndum eða tengd sjósókn, m.a. málverk af hákarlaskip- inu Ófeigi. Málverkin eru öll til sölu. Samtímis verður einnig hafin sýning á módeli af Ófeigi sem smíðað er af Sigurbirni Árnasyni eftir teikningum Bjarna Jónsson- ar í bókinni íslenskir sjávar- hættir. Hátíðarhlaðborð hefst á Hótel Djúpavík kl. 19.30 og mun Hörður G. Ólafsson skemmta matar- gestum á meðan á borðhaldi stendur. Kvöldvaka hefst kl. 22 og að henni lokinni heldur Hörður áfram að skemmta gestum. Laugardaginn 16. ágúst kl. 14 sýnir Furðuleikhúsið leikritið Mjallhvít og dverg- ana sjö og kl. 16 sýna þau Furðufjölskylduna. Aftur verður hátíðarhlaðborð á Hótel Djúpavík kl. 19.30 ásamt kvöldvöku kl. 22. Á miðnætti verður kveikt i bálkesti, þar verður að venju sungið og trallað um stund, trumbur barðar og kveikt á blysum. Sunnudaginn 17. ágúst kl. 15.30 lýkur Djúpavikurhátið að þessu sinni með kaffihlað- borði á hótelinu. Elsta starfandi gallerí landsins MENNINGARNÓTT í GALLERÍ BORG Ný verk eftir Sigurbjörn Jónsson og Pétur Gaut. Opið í dag kl. 14-23.30 í Aðalstræti 6. GALLERÍ BORG í 500 FM HÚSNÆÐI Innan skamms tökum við í notkun 500 fm húsnæði í Síðumúla 34. Þar verðum við með glæsilegt sýningar- og sölugallerí, antik- og gjafavöruverslun. Einnig innrömmun og málverkaviðgerðir. UPPBOÐ í SEPTEMBER Erum að taka við verkum fyrir næsta listmunauppboð. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Opið kl. 12-18 virka daga. ANTIK- OG GJAFAVÖRUVERSLUNIN í KRINGLUNNI Síðasti dagur útsölunnar. Opið í dag kl. 10-16. Stórlækkað verð - úrval af gjafavöru. i'SraÆní BORG Stofnað 1984
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.