Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 13
LANDIÐ
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Sjötíu ára byggðar-
afmæli á Hellu
Yfirlitssýning
í Hellubíói
Hellu - Nú stendur yfir í Hellubíói
yfirlitssýning í tilefni sjötíu ára
byggðarafmælis þorpsins og jafn-
framt er þess minnst að fimmtíu
ár eru frá Heklugosinu mikla sem
hófst í mars 1947 og stóð yfir í
þrettán mánuði.
A Hellu búa rúmlega 600
manns en um 800 i öllum Rangár-
vallahreppi. Byggð í þorpinu má
rekja til ársins 1927 er Þorsteinn
Björnsson setti þar á fót verslun.
Byggð þróaðist hægt fyrstu árin,
1947 voru 14 íbúðarhús á staðn-
um, en 1977 voru þau orðin 111
og íbúar um 500. Margháttuð
þjónusta er rekin á Hellu, sem
hefur í gegnum tiðina aðallega
þjónað landbúnaði í héraðinu.
A sýningunni gefur að líta það
helsta sem fram fer i hreppnum,
allt frá handverki einstaklinga til
myndarlegra sýningarbása fyrir-
tækja. Gamlar myndir liggja
frammi, ritverk um og eftir
Rangvellinga og annað kynning-
arefni um starfsemi fyrirtækja,
stofnana og einstaklinga. Á sýn-
ingunni er jafnframt sýnd kvik-
mynd Osvalds Knudsens um
Heklugosið 1947. Sýningin stend-
ur yfir til 24. ágúst.
FRÁ yfirlitssýningunni í Heliubíói.
Morgunblaðið/Silli
ÞÁTTTAKENDUR í fræðslu- og kynningarnámskeiði
Rauða krossins á Húsavík.
Fræðslu- og kynningar-
námskeið Rauða krossins
Húsavík - Rauði kross íslands hefur
um árabil gengist fyrir fræðslu- og
kynningarnámskeiðum fyrir ungl-
inga í Þórsmörk þangað sem öllum
deildum félagsskaparins er heimilt
að senda þátttakendur.
í fyrra var sú nýbreytni tekin upp
að halda slík námskeið víðar og urðu
þá fyrir valinu staðirnir Breiðdalsvík
og Húsavík. Þau þóttu takast það
vel að á báðum þeim stöðum voru
námskeiðin endurtekin í ár og er
Húsavíkurnámskeiðinu nýlokið með
um 20 þátttakendum víðsvegar að
af Norðurlandi.
Unglingunum er kennd skyndi-
hjálp og þeir eru látnir vinna m.a.
að gróðursetningu sem Landgræðsl-
an og Skógræktin styðja og skipu-
leggja. Einnig er þeim kynnt starf-
semi Rauða krossins, farið með þau
í kynningarferðir um landið og ýmis-
legt gert þeim til fræðslu og
skemmtunar. Formaður Húsavíkur-
deildar Rauða krossins er Kristjóna
Þórðardóttir, Laxamýri.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
INGA Birna Traustadóttir og Þuríður
Sigurðardóttir áður en lagt var af stað.
Kvennareið á
Skarðsströnd
Búðardal - Um 130 konur og annað
eins af hrossum, hittust í Dalasýslu
laugardaginn 9. ágúst. Þar fór fram
hin árlega kvennareið sem að þessu
sinni var farin á Skarðsströnd.
Riðið var frá Klifmýri inn að eyði-
býlinu Barmi og yfir Skarð. Þar var
riðið eftir brúninni hjá Manheima-
tindum og komið niður í Villingad-
al. Alls var áð fjórum sinnum á ieið-
inni til þess að teygja úr sér og svala
þorstanum, en drykkirnir „Höllusull"
og „Alvörusull“ voru í boði. í Vill-
ingadal fengu reiðkonurnar grillmat
sem karlar af Skarðsströnd fram-
reiddu. Setið var fram eftir kvöldi
og sungið.
Aðstandendur Kvennareiðinnar
voru ánægðir með þátttökuna, sem
hefur aukist ár frá ári. Næsta
Kvennareið verður að ári í Miðdölum
í Dalasýslu.
NEFNDIN sem skipulagði Kvennareið: Dagný Karlsdóttir, Bryn-
dís Karlsdóttir, Inga Birna Traustadóttir, Guðrún Jóhannsdótt-
ir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Halla Steinólfsdóttir.
Listahátíð
í síldarverksmiðju
í TENGSLUM við Djúpavík-
urhátíð 15.-17. ágúst er
haldin listahátíð í gömlu
Síldarverksmiðjunni og
stendur hún alla helgina. Að
henni standa Spessi og fleiri
listamenn að sunnan.
Steingrímur Eyfjörð sýnir
myndlist og Helena Jóns-
dóttir sýnir dansverk. Spessi
sýnir ljósmyndir og jafn-
framt ljósmyndaverkið
„Brussel" af skyggnum bæði
föstudag og laugardag kl.
17. Bragi alnets-listamaður
ætlar að senda út myndlist
á alnetinu beint frá Djúpa-
vík. Jón Atli, Kári og fleiri
flytja tónlist fyrir ungt fólk.
Jóna Ingibjörg hefur sýnt
gamlar mannlífsmyndir úr
Arneshreppi á hótelinu í
sumar. Myndir þessar verða
seldar um helgina.
Föstudaginn 15. ágúst
verður opnuð sýning á hótel-
inu á málverkum eftir
Bjarna Jónsson listmálara.
Málverkin eru flest af
Ströndum eða tengd sjósókn,
m.a. málverk af hákarlaskip-
inu Ófeigi. Málverkin eru öll
til sölu. Samtímis verður
einnig hafin sýning á módeli
af Ófeigi sem smíðað er af
Sigurbirni Árnasyni eftir
teikningum Bjarna Jónsson-
ar í bókinni íslenskir sjávar-
hættir. Hátíðarhlaðborð
hefst á Hótel Djúpavík kl.
19.30 og mun Hörður G.
Ólafsson skemmta matar-
gestum á meðan á borðhaldi
stendur. Kvöldvaka hefst kl.
22 og að henni lokinni heldur
Hörður áfram að skemmta
gestum.
Laugardaginn 16. ágúst
kl. 14 sýnir Furðuleikhúsið
leikritið Mjallhvít og dverg-
ana sjö og kl. 16 sýna þau
Furðufjölskylduna. Aftur
verður hátíðarhlaðborð á
Hótel Djúpavík kl. 19.30
ásamt kvöldvöku kl. 22.
Á miðnætti verður kveikt
i bálkesti, þar verður að
venju sungið og trallað um
stund, trumbur barðar og
kveikt á blysum.
Sunnudaginn 17. ágúst kl.
15.30 lýkur Djúpavikurhátið
að þessu sinni með kaffihlað-
borði á hótelinu.
Elsta starfandi gallerí landsins
MENNINGARNÓTT í GALLERÍ BORG
Ný verk eftir Sigurbjörn Jónsson og Pétur Gaut.
Opið í dag kl. 14-23.30 í Aðalstræti 6.
GALLERÍ BORG í 500 FM HÚSNÆÐI
Innan skamms tökum við í notkun 500 fm húsnæði í Síðumúla 34.
Þar verðum við með glæsilegt sýningar- og sölugallerí, antik- og gjafavöruverslun.
Einnig innrömmun og málverkaviðgerðir.
UPPBOÐ í SEPTEMBER
Erum að taka við verkum fyrir næsta listmunauppboð. Vinsamlegast hafið
samband sem fyrst. Opið kl. 12-18 virka daga.
ANTIK- OG GJAFAVÖRUVERSLUNIN í KRINGLUNNI
Síðasti dagur útsölunnar. Opið í dag kl. 10-16. Stórlækkað verð - úrval af gjafavöru.
i'SraÆní
BORG
Stofnað 1984