Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16.. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sala á ótextuðum myndböndum Synjun við lög- banni staðfest Morgunblaðið/Ásdís YINNUHÚFA lögreglumanna verður svipuð þessari sem Guðrún Jack lögreglumaður skartar, en á hana vantar borða yfir skyggninu. Til samanburðar heldur Guðrún á eldra kaskeiti. Nýr fatnaður lögreglu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest synjun sýslumanns- ins í Reykjavík við þeirri kröfu Skífunnar að lagt verði lögbann á sölu og hvers kyns dreifmgu fyrir- tækisins 2001 ehf. á myndböndum og geisladiskum með kvikmyndun- um Braveheart og Independence Day. Skífan taldi sig með samningi við bandaríska kvikmyndafyrirtækið Fox, sem fer með höfundarrétt kvikmyndanna tveggja, hafa fengið einkarétt til að gefa þær út hér á landi á myndbandi, auglýsa þær og dreifa þeim til leigu- eða söluaðila. Lfkur að EES takmarki samninginn Fyrirtækið 2001 auglýsti þessar kvikmyndir til kaups á myndbönd- um og geisladiskum hér á landi án íslensks texta. Þetta taldi Skífan ganga gegn samningi sínum við Fox, sem ætti höfundarrétt að þessum myndum og geti því eitt ráðið hvenær verkin koma út á Is- landi og í hvaða formi. Dómurinn taldi hins vegar Skíf- una ekki hafa sýnt fram á að bann við smásöludreifingu 2001 ehf. yrði réttlætt með því að vemda þurfi höfundarrétt Fox, auk þess sem 2001 hafi fært að því nokkrar líkur að einkaréttarsamningur Skífunnar og Fox takmarkist af reglum samn- ingsins um Evrópskt efnahags- svæði um frjálsa vöruflutninga og bann við skiptingu markaða. Einnig sé vafi um innihald einka- réttarsamnings Skífunnar og Fox varðandi smásöludreifíngu á kvik- myndum, með uppmnalegu tali og án íslensks texta, og vegna þess og þeirra reglna sem gilda á EÉS þyki Skífan ekki hafa sannað eða gert sennilegt að innflutningur 2001 ehf. og smásala á vegum fyrirtækisins til einstaklinga á eintökum af þess- um myndum brjóti gegn lögvörðum rétti Skífúnnar. Því þóttu skilyrði til lögbanns ekki fyrir hendi og var kröfunni hafnað og Skífan dæmd til að greiða 2001 ehf. 100 þúsund krónur í málskostnað. VERIÐ er að breyta reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna og liggja nú fyrir drög sem gert er ráð fyrir að gefin verði út í næstu viku. Meðal nýjunga er ný vinnu- húfa lögreglumanna, ný vinnuföt og nýjar merkingar á einkennis- búningum eftir stöðu lögreglu- manna. Gísli Guðmundsson, fyrrum yfir- lögregluþjónn, var formaður nefnd- ar er samdi reglugerðina en hún á að ganga í gildi 1. janúar næstkom- andi. Tíminn fram að því verður notaður tíl að bjóða út saumaskap á nýjum einkennisfatnaði. Nýja vinnuhúfan er derhúfa og verður borði yfir skyggninu. Þá fá lögreglumenn ný vinnuföt, úr gore- tex-efni, sem merkt verða lögregl- unni. Meðal breytínga sem verða á einkennisbúningi lögreglumanna eru merkingar eftír stöðu lög- reglumanna og er þar um að ræða m.a. stjörnur og borða í mismun- andi litum og breiddum. Menningarnótt í Reykjavík Veitinga- staðir ekki opnir lengur VEITINGASTAÐIR í Reykjavík verða opnir lengst til klukkan 3 í nótt, á menn- ingarnótt borgarinnar. Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hefur þess mis- skilnings gætt í fréttum að veitingastaðimir fengju að hafa opið lengur á menning- amóttina. Hann segir að eng- in leyfi til framlengingar af- greiðslutíma hafi verið veitt af lögreglu og að svo muni ekki verða. Fylgst grannt með veitingastöðum „Lögreglan mun fylgjast grannt með því að veitinga- stöðum verði lokað á tilsettum tíma og í síðasta lagi klukkan þrjú,“ sagði Karl Steinar. Umboðsmaður Alþingis 1 máli hjúkrunarfræðinema LIN braut jafnræðisreglu Kvikmyndahátíðin í Haugasundi Djöflaeyjan besta nor- ræna kvik- myndin KVIKMYND Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Djöflaeyjan, hlaut Am- anda-verðlaunin sem besta norræna kvikmynd ársins á kvikmyndahátíð- inni í Haugasundi í Noregi í gær- kvöldi. Sýnt var beint frá verð- launaafhendingunni í klukkustund- arlöngum þætti í norska sjónvarp- inu en hátíðin í Haugasundi er stærsta kvik- myndahátíð Nor- egs. Ein kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna frá hveiju Norður- landanna fimm; Finnlandi, Sví- þjóð, Noregi, Danmörku og íslandi og skipar hver þjóð einn fulltrúa í dómnefndina. Fulltrúi íslands að þessu sinni var Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti, og var hún jafnframt formaður nefndar- innar. Verðlaunin eru auk Amöndu- styttunnar 50 þúsund norskar krón- ur eða rúmlega 500 þúsund íslensk- ar, sem menntamálaráðherra Nor- egs, Turid Birkeland, aíhenti. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs, var samkeppnin hörð og gerðu margir ráð fyrir að norska myndin Budbringeren eftir Pál Sletaune myndi vinna, en hún vann til áhorfendaverðlauna á kvik- myndahátíðinni í Cannes og hefur auk þess fengið nokkur önnur al- þjóðleg verðlaun að undanfómu. Friðrik Þór var að vonum ánægð- ur með verðlaunin og sagði þau mikinn heiður. Hátíðin í Hauga- sundi væri mikilvæg í norrænu samhengi og væri þetta raunar í fyrsta sinn í mörg ár sem íslensk mynd fengi góða dreifingu á öllum Norðurlöndunum. Þetta er ekld í fyrsta sinn sem kvikmynd eftir Friðrik Þór fær Am- anda-verðlaunin, því árið 1994 var mynd hans, Bíódagar, valin besta norræna kvikmyndin á sömu hátíð. UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint því til stjómar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna að taka að nýju til meðferðar mál hjúkrunar- fræðinema sem var synjað um námslán þar sem hún varð ekki ein af 60 efstu í samkeppnisprófi sem takmarkar rétt til áframhaldandi náms í hjúkrunarfræði. Þrátt fyrir það hafði konan náð fjómm prófum af fimm, sem sam- ræmist þeim kröfum sem almennt eru gerðar til fullnægjandi náms- framvindu í skólanum og eru þær að námsmaður megi eiga einu prófi ólokið til að flytjast milli námsára. Auk þeirra 60 hjúkrunarfræði- nema sem urðu efstir á samkeppn- isprófum hafði stjóm lánasjóðsins samþykkt lánveitingar til allra þeirra sem náð höfðu tilskilinni lágmarkseinkunn í öllum prófunum fimm þótt þeir stæðust ekki sam- keppnisprófið en synjað konunni sem átti einu prófanna ólokið. Ekki lagaskilyrði fyrir mismunun í áliti umboðsmanns Alþingis segir að bæði í tilviki þeirra sem náð hafi öllum prófum en ekki ver- ið meðal hinna 60 efstu og hinna sem náð hafi fjórum prófum af fimm strandi framhald náms ein- ungis á reglum um fjöldatakmark- anir, en það er álit umboðsmanns að þessi tilvik eigi að vera sam- bærileg gagnvart stjórn lánasjóðs- ins og ekki lagaskilyrði til þess að ákvarða rétt þeirra nemenda til námslána eftir ólíkum lagasjónar- miðum. „Sá afgerandi munur sem lána- sjóðurinn hefur gert á stöðu náms- manna í þessum tilvikum samrým- ist að mínum dómi ekki jafnræðis- reglu 11. greinar stjómsýslulaga,“ segir í álitinu. Varp fugla tókst vel EKKI er vitað annað en að varp fugla hafi tekist vel í sumar þeg- ar á heildina er litið og ungar dafnað ekki síður en í meðalári. Arnór Sigfússon, fuglafræðing- ur hjá Náttúrufræðistofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið að gæsarungar og andarungar væru vel á sig komnir og ekki væri vitað annað en sömu sögu væri að segja um unga mófugla þótt erfiðara væri að meta það. Hann sagði að kuldakast í maí hefði ekki haft áhrif á varpið og júnímánuður hefði verið hagstæð- ur fyrir ungana, en helst væri um að ræða afföll ef kuldakast kæmi í þeim mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.