Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Deilt um hvort skipting Indlands
hafí verið nauðsynleg
Var blóð-
baðið Bretum
að kenna?
London. Reuter.
FYRIR hálfri öld fékk óþekktur
málafærslumaður, Cyril Radcliffe,
það flókna verkefni að skipta ind-
versku krúnunýlendunni í tvö sjálf-
stæð ríki á 36 dögum. Radcliffe
viðaði að sér kortum og manntals-
skýrslum og dró upp landamæri,
sem ollu einum mestu fólksflutn-
ingum í sögu mannkynsins og
átökum sem kostuðu rúma hálfa
milijón manna lífið.
Nú þegar hálf öld er liðin frá
því Indland og Pakistan fengu
sjálfstæði deila rithöfundar og
fræðimenn enn um hvort skipting-
in og blóðsúthellingarnar séu fyrst
og fremst Bretum að kenna eða
hvort nýlenduveldið hafi reynt að
gera sitt besta í mjög viðkvæmum
heimshluta, sem hafði ekki farið
varhluta af blóðugum átökum.
„Hvers vegna í fjáranum ættu
menn að vilja halda upp á 50 ára
afmæli eins mesta sorgaratburðar
á öldinni," spyr rithöfundurinn
Salman Rushdie, sem fæddist í
Bombay tveimur mánuðum áður
en Indland og Pakistan fengu sjálf-
stæði.
Óvinnandi verk
Flestir sérfræðingar i sögu
þessa heimshluta eru þeirrar skoð-
unar að óhjákvæmilegt hafi verið
að skipta krúnunýlendunni þegar
Louis Mountbatten lávarður, síð-
asti varakonungur Indlands, var
sendur þangað í mars 1947 til að
undirbúa breytingarnar. Breska
stjórnin hafði stefnt að því að veita
Indlandi sjálfstæði árið eftir en
Mountbatten ákvað að flýta því
þegar hann gerði sér grein fyrir
glundroðanum í nýlendunni.
Athyglin beindist því að Rad-
cliffe, sem hafði aldrei áður komið
til Indlands, gat engan veginn tal-
ist sérfræðingur í málefnum ný-
lendunnar og hafði enga þekkingu
á kortagerð. Hann fékk þó það
óvinnandi verkefni að skipta landi,
sem var þá með 400 milljónir íbúa,
eftir trúarbrögðum í samræmi við
nýjasta manntal. Indland, þar sem
hindúar yrðu í miklum meirihluta,
átti að fá 82,5% landsvæðanna og
múslimaríkið Pakistan 17,5%.
Jafnvel færustu kortagerðar-
menn heims hefðu þó ekki getað
aðgreint síka, múslima og hindúa
án þess að það leiddi til átaka,
einkum í Punjab í norðvesturhluta
nýlendunnar og Bengal í austri.
Stríð og ofbeldi
Frá árinu 1947 hefur þrisvar
blossað upp stríð í þessum heims-
hluta, óteljandi átök og samskipti
Indlands og Pakistans eru svo
slæm að enn er hætta á að upp
úr sjóði.
Fræðimenn deila enn um hvort
skipta hefði þurft nýiendunni eða
hvort hægt hefði verið að tryggja
friðsamlega sambúð múslima og
hindúa í einu sambandsríki.
Árið 1947 höfðu þegar blossað
upp blóðug átök milli múslima og
hindúa og nýlenduherinn réð eng-
an veginn við ástandið. Átökin
hófust með óeirðum í Kaikútta
sumarið 1946, að sögn Anitu Inder
Singh, sem hefur skrifað bók um
aðdraganda skiptingarinnar.
„Bretar áttu einskis annars úr-
kosti en að skipta nýlendunni,"
segir Lawrence James, höfundur
bókarinnar „The Rise and Fall of
the British Empire". „Annars
hefðu þeir staðið frammi fyrir al-
gjöru stjórnleysi, hugsanlega
borgarastyijöld, sem þeir hefðu
ekki getað hindrað. Stofna varð
Pakistan vegna þess að hinn kost-
urinn er of hryllilegur til að hægt
sé að hugleiða hann.“
Forystumenn múslima, þeirra á
meðal Mohammad Ali Jinnah, leið-
togi Múslimabandalagsins, höfðu
krafist þess að stofnað yrði sjálf-
stætt ríki múslima þar sem þeir
óttuðust að hindúar myndu hafa
TRUARBROGÐ INDLANDS OG NAGRANNARIKJANNA
Frá því Indland og nágrannaríki þess fengu
sjálfstæði hafa hin ýmsu trúarbrögð sett
mark sitt á þróunina i þessum heimshluta
HINDUATRU
OG ÍSLAM
Fáni Pakistans
Hálfmáni, íslamskt tákn,
og hvit rönd, sem á að tákna
trúarminnihlutann í landinu
|e
Fáni Indlands
"Lífshjólið" á miðjunni er tákn,
sem hindúar, jainareglan og
búddhatrúarmenn
hafa notað
ONNUR
TRÚARBRÖGÐ
Pakistan
□ Hindúar
I Múslimar
n Blönduð svæði
■ Önnur trúarbrögö
*
Sri Lanka
*
i Bangladesh
Kristnir
1
Síkar ■»
Ættbálkatrúarbrögð/ V
andatrú
□ Búddhatrúarmenn
.8» Zaraþústratrú
O Jainareglan
Sri Lanka
i
Indland
Pakistan
Bangladesh
Músiimar 86.6%
Hindúar 12.1%
Kristnir 0.3%
Búddhatr. 0.6%
J Aðrir 0.4%
Heimildir: Culturai Attas oflndia, Time Life Books
REUTERS
bæði tögl og hagldir á Indlandi.
Þeir töldu sig hafa litla möguleika
á að ná góðum árangri í kosningum
í sameinuðu lýðræðisríki.
Þjóðþingsflokkurinn, undir for-
ystu Mahatma Gandhis og Jawa-
harlals Nehrus, fyrsta forsætisráð-
herra Indlands, var hins vegar
andvígur því að samið yrði um
málamiðlun við múslima.
Voru milli steins og sleggju
Eftir lok síðari heimsstyijaldar
voru bresk stjórnvöld milli steins
og sleggju vegna fjandskapar þess-
ara fylkinga, auk þess sem þau
höfðu misst tök sín á nýlendunni
vegna óhlýðniaðgerða sem Þjóð-
þingsflokkurinn stóð fyrir.
„Bretar fóru frá Indlandi vegna
þess að þeir höfðu misst tök sín á
mikilvægum sviðum stjórnsýslunn-
ar og skorti vilja og fjárhagslega
eða hernaðarlega getu til að ná
þeim aftur,“ segir Patrick French,
höfundur bókarinnar „Liberty or
Death; India’s Journey to Independ-
ence and Division". Margir fræði-
menn telja að Bretum hafi einkum
orðið á þau mistök að telja sig geta
stillt til friðar með því að draga
upp ný landamæri og láta nýju rík-
in um að leysa vandamálin. Ný-
lenduherinn reyndist hins vegar
lamaður eftir skiptinguna, þar sem
honum varð að skipta milli Pakist-
ans og Indlands. Hermenn nýftjálsu
landanna voru því engan veginn
færir um að halda uppi nægilegu
eftirliti á landamærunum og af-
stýra blóðsúthellingum. Fræði-
mennirnir segja að fljótfærnisleg
og kauðaleg brottganga Breta hafi
stuðlað að átökunum en ekki valdið
þeim. Ekki hafí verið hægt að fínna
friðsamlega lausn vegna togstreitu
leiðtoga Múslimabandalagsins og
Þjóðþingsflokksins.
„Þetta var ekki alræðisríki. Bret-
ar gátu ekki sagt 400 milljónum
þegna að gera eitthvað sem þeir
vildu ekki,“ segir Lawrence James.
Fræðimennirnir telja að ef til vill
hefði verið hægt að komast hjá
skiptingu nýlendunnar ef öll at-
burðarásin hefði verið önnur en hún
var; ef Bretar hefðu mótað heil-
steypta og ígrundaða stefnu; ef lög-
reglan hefði bælt átökin niður um
leið og þau hófust; og síðast en
ekki síst ef leiðtogar Múslima-
bandalagsins og íjóðþingsflokksins
hefðu látið af flandskap sínum.
Óvíst er þó hvort múslimar hefðu
getað búið í sátt og samlyndi með
hindúum í einu ríki ef hægt hefði
verið að komast hjá skiptingunni.
Ýmis dæmi úr nútímasögunni, svo
sem Bosnía, ísrael, Norður-írland
og Kýpur, benda til þess að sambúð
hindúa og múslima hefði ekki
reynst friðsamleg og eitt ríki í
krúnunýlendunni fyrrverandi hefði
splundrast fyrr eða síðar vegna trú-
arbragðaátaka.
Le Monde birtir ný gögn um eldflaugadeilu Kúbu, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna 1962
París. Reuter.
FIDEL Castro Kúbuforseti
gerði að gamni sínu á sama tíma
og heimurinn var á barmi kjarn-
orkustyrjaldar í Kúbudeilunni í
október 1962. Þetta kemur fram
í gögnum sem birt voru í fyrra-
dag í franska blaðinu LeMonde.
f gögnunum kemur ennfremur
fram að John F. Kennedy
Bandaríkjaforseti átti fullt í
fangi með að standast þrýsting
herskárra hershöfðingja sem
vildu gera árás á Kúbu.
Vincent Touze, franskur
sagnfræðingur, sem komst yfír
Ieyniskjöl Castros á Kúbu og
fann lýsingar á fundunum i
Washington í skjölum sem leynd
var nýlega aflétt af, sagði í sam-
tali við Le Monde að þau sýndu
hversu litla sljórn Castro héfði
haft yfir herjum Sovétmanna og
hversu mikilvægu hlutverki
Kennedy hefði gegnt í því að
koma í veg fyrir kjarnorkustríð.
„Gerðum að
gamni okkar“
Kúbudeilan, sem hefði getað
orðið upphafíð að þriðju heims-
styrjöldinni, hófst 15. október
Stjórn Castros gerði
að gamni sínu
Fidel Castro John F. Kennedy
1962, þegar bandarískar
njósnavélar uppgötvuðu
sovéskar eldflaugar á
Kúbu, en henni lauk 28.
október sama ár þegar
Níkíta Krútsjov, leiðtogi
Sovétríkjanna, lýsti því
yfír að flaugarnar yrðu
teknar niður.
f Ieynilegri ræðu sem
Castro hélt árið 1968 á
fundi miðstjórnar komm-
únistaflokksins, sagði
hann sljórn sína hafa ver-
ið „biðstofu helfarar og
við gerðum að gamni okk-
ar... Auðvitað vissum við
að okkur væri ætlað hlut-
verk dauða mannsins en
við vorum ákveðnir í að fara
með það,“ sagði Castro.
Castro var ekki alveg eins
viss um bandamann sinn,
Krútsjov, sem hann segir hafa
klúðrað málinu frá upphafí með
því hvernig flaugunum var kom-
ið fyrir. Viðurkenndi Castro að
Kúbumenn hefðu ekki vit-
að neitt í sinn haus. „Við
vissum ekki hvernig þessar
eldflaugar litu út og ekki
hvar þeim yrði komið fyr-
ir. Hefðum við vitað það
og hefði okkur verið látið
eftir að hylja þær, hefði
það verið auðvelt verk.“
Sagði Castro að van-
kunnátta sovésku her-
mannanna í að fela eld-
flaugarnar hefði verið svo
mikil að marga Kúbumenn
hefði grunað að ætlunin
hefði verið að láta flaug-
arnar sjást. „Eg fullvissa
ykkur um að það er ekki
rétt. Þetta var hörmung,
algert fyrirhyggjuleysi."
Castro sagðist hafa stungið
upp á því að settar yrðu upp
um 100 eldflaugar en Sovét-
menn buðu 40 flaugar. Þá sagð-
ist hann hafa viljað segja Banda-
ríkjamönnum um varnarsam-
komulag Sovétríkjanna og Kúbu
en Krútsjov hafí hafnað því.
Hafði Castro eftir bróður sínum,
varnarmálaráðherranum Raul,
sem bar tillöguna fram, að
Krútsjov hafí verið einkar
ruddalegur er hann svaraði:
„Hafíð þið ekki áhyggjur, ég tek
Kennedy hreðjataki.“
Kennedy útilokaði
ekki árás
Á upptökum Hvíta hússins frá
19. október kemur fram að hart
var lagt að Kennedy að gera
árás, yfirmenn flughers, land-
hers og flota, svo og William
Fulbright, forscti utanríkis-
málanefndar öldungadeildar
þingsins, voru þeirrar skoðunar
að ráðast ætti á Kúbu. Kennedy
neitaði og naut stuðnings Ro-
berts McNamara varnarmála-
ráðherra. Lýsti hann þess í stað
yfir viðskiptabanni. Samkvæmt
upptökunum útilokaði Kennedy
þó ekki árás fram til 26. október
en ákvað að halda sig við fyrri
ákvörðun.
I
í
\
\
\
\
l
\