Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 31
30 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VIRKUR HLUTA-
BRÉFAMARKAÐUR
GENGI hlutabréfa í nokkrum stærstu fyrirtækja lands-
ins lækkaði töluvert í vikunni í kjölfar þess að birtar
voru tölur um afkomu þeirra fyrstu sex mánuði ársins.
Þessi skjótu viðbrögð markaðarins eru eðlileg og sýna >
að íslenski hlutabréfamarkaðurinn er virkur. Eftir því sem
þeim fyrirtækjum fjölgar, sem skrá hlutabréf sín á Verð-
bréfaþingi Islands má reikna með að þeim verði sýnt
strangara aðhald af hálfu fjárfesta. Stór hluti íslensku
þjóðarinnar hefur á undanförnum árum fjárfest í hlutabréf-
um, ekki síst með eignaraðild að hlutabréfasjóðum. Þessi
stóri hópur mun vafalítið í vaxandi mæli, eftir því sem
hann gerir sér betur grein fyrir rétti sínum og hagsmun-
um, gera auknar kröfur um að fyrirtæki sinni eðlilegri
upplýsingaskyldu um afkomu og fylgjast með að hagur
hluthafa sé tryggður í rekstri fyrirtækja.
í þeim ríkjum þar sem hluthafar eru hvað virkastir,
ekki síst í Bandaríkjunum, er ekki óalgengt að hluthafar
noti aðalfundi til að beita stjórnendur fyrirtækja aðhaldi.
Dæmi er um slíkt hér á landi en það heyrir þó enn til
undantekninga. í framtíðinni má gera ráð fyrir að algeng-
ara verði að hluthafar og þá ekki síst stofnanafjárfestar
verði aðgangsharðari á aðalfundum. Það að markaðurinn
láti í ljós álit sitt með gengislækkun eða hækkun á verði
hlutabréfa verður daglegt brauð. Slík þróun hlýtur að vera
íslensku atvinnulífi holl.
JAFNRÉTTIVIÐ
TILNEFNINGAR
JAFNRÉTTISRÁÐ hefur gagnrýnt að af ellefu mönnum
í nýju Rannsóknarráði eru aðeins tvær konur. Elín
R. Líndal, formaður Jafnréttisráðs, segir í Morgunblaðinu
í gær að þetta lýsi þröngsýni og sé ekki í samræmi við
jafnréttisáætlun ríkisins. Nauðsynlegt sé að tryggja bæði
konum og körlum áhrif á stefnumótun Rannsóknarráðs.
Þetta er rétt hjá formanni Jafnréttisráðs og gjarnan
hefðu þeir, sem tilnefna fólk í ráðið, mátt taka tillit til
jafnréttissjónarmiða þegar þeir tóku ákvörðun sína.
En eiga athugasemdir Jafnréttisráðs ekki við um allar
opinberar nefndir og ráð? Jafnréttisráð er þannig skipað
að félagsmálaráðherra skipar formann án tilnefningar og
síðan tilnefna ASÍ, VSÍ, BSRB, Kvenfélagasambandið og
Kvenréttindafélag íslands hvert sinn fulltrúa. Þá á formað-
ur kærunefndar jafnréttismála sæti í ráðinu. Er síðast var
skipað í Jafnréttisráð voru allir aðalmenn í ráðinu konur
- engin þeirra samtaka, sem um ræðir, tilnefndu karl.
Síðan hefur það gerzt að karl hefur tekið við formennsku
í kærunefndinni og eru því sex konur í Jafnréttisráði og
einn karl. Af sjö varamönnum eru tveir karlar.
Ber ekki körlum og konum sami réttur til áhrifa á stefnu-
mótun Jafnréttisráðs? Gæti Jafnréttisráð ekki þurft að
álykta um hvernig það sjálft er skipað?
NOTUM ÚTHAFSVEIÐI-
SAMNINGINN!
AÐEINS þrjú Evrópuriki hafa fullgilt úthafsveiðisamn-
ing Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ísland, Noregur
og Rússland, ríki sem öll beittu sér mjög fyrir gerð samn-
ingsins og voru áberandi á ráðstefnunni þar sem hann var
saminn. Þessi ríki hafa öll lagt áherzlu á að koma þurfi á
fjölþjóðlegu samstarfi um stjórn úthafsveiða. Með fullgild-
ingu sinni á sáttmálanum hafa þau jafnframt viðurkennt
að ekki sé hægt að útiloka ríki, sem eiga raunverulega
hagsmuni af úthafsveiðum á ákveðnum miðum, frá þátt-
töku í ákvörðunum um stjórnun þeirra.
Það skýtur skökku við að þessi þrjú lönd, sem höfðu
ásamt öðrum forystu um gerð úthafsveiðisamningsins,
skuli enn standa í hatrammri deilu um veiðar í Barentshaf-
inu. Forystuhlutverk þeirra og ríkir hagsmunir þeirra allra
af ábyrgri og sjálfbærri stjórnun auðlinda hafsins leggja
þeim þá skyldu á herðar að ræða saman og gera út um
deilur sínar hið fyrsta. Þannig gætu þau gefið öðrum gott
fordæmi um hvernig eigi að nota ákvæði hins nýja samn-
ings - undirskriftir og fullgildingarskjöl duga ekki ein og
sér.
Fyrsti hluthafafundur Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal eftir sameiningu við Frosta hf. í Súðavík haldinn í dag
Ættaveldi
opnar
faðminn
Hugmyndir um hagræðingu og breytingar í kjölfar sameiningar
við Frosta hf. í Súðavík verða væntanlega kynntar á hluthafafundi
Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal í dag. Ný stjóm sameinaðs félags
verður kosin og línur lagðar um stjómun fyrirtækisins. í grein
Helga Bjamasonar kemur fram að bæði fyrirtækin áttu við innri
vandamál að etja en talið er að þau falli vel saman. Útgerðarfélagið
Gunnvör hf. á ísafirði er nú orðið stærsti einstaki hluthafinn
eftir kaup á eignarhaldsfélaginu Togi hf. og öðrum hlutum fyrri
meirihlutaeigenda Frosta.
SAMEINING Hraðfrystihúss-
ins hf. í Hnífsdal, útgerðar-
félags þess, Miðfells hf. og
Frosta hf. í Súðavík undir
nafni Hraðfrystihússins hf., er þriðja
stóra fyrirtækjasameiningin á norð-
anverðum Vestfjörðum á síðustu
árum.
Fyrst skal nefna kaup Bakka hf.
í Hnífsdal á Osvör hf. og Þuríði hf.
í Bolungarvík og sameiningu þeirra
undir nafni Bakka. Stærsta einingin
nú er Básafell hf. sem varð til við
sameiningu rækjuverksmiðjanna
Básafells hf. og Rits hf.
á ísafirði, útgerðarfé-
laganna Sléttaness hf. á
Þingeyri og Togara-
útgerðar ísafjarðar hf.
og útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjanna
Norðurtangans hf. á
ísafirði og Kambs hf. á
Flateyri. Tvö sjávarút-
vegsfyrirtæki hafa
runnið inn í stærri ein-
ingar í öðrum landshlut-
um, fyrst sameinaðist
útgerð Guðbjargar,
Hrönn hf., Samherja hf.
á Akureyri og Bakki hf.
sameinaðist Þorbirni hf.
í Grindavík.
Ljóst er af þessu að
rækilega hefur losnað um þá patt-
stöðu sem lengi hamlaði skipulags-
breytingum og eflingu sjávarútvegs-
fyrirtækja á Vestfjörðum. Ekki er
ólíklegt að þróunin haldi áfram þó
möguleikunum fækki við hverja nýja
sameiningu. Eina stóra sjávarút-
vegsfyrirtækið sem enn stendur
utan við blokkirnar, útgerðarfélagið
Gunnvör hf. ásamt dótturfélaginu
íshúsfélagi ísfirðinga hf., hefur nú
tengst hinu nýja sameinaða félagi,
Hraðfrystihúsinu hf., með því að
kaupa hlut fyrrum meirihlutaeig-
enda Frosta hf., hlutafélagið Tog
hf. og einkahluti eigenda þess,
ásamt eignarhlut eins einstaklings
til viðbótar. Fulltrúar Gunnvarar
mæta því í dag sem stærsti einstaki
hluthafinn á fyrsta aðalfund Hrað-
frystihússins hf. eftir sameiningu til
að taka þátt í ákvörðunum um
stjórnun og rekstur félagsins í ná-
inni framtíð. Stjórnendur félaganna
taka þó fram að frekari samvinna
eða sameining sé ekki á dagskrá.
Vildu ekki hafa Bakka með
Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal og
Frosti hf. í Súðavík voru þar til í
vetur lokuð hlutafélög. Bæði áttu
við innri erfiðleika að etja þó það
hafi verið af ólíkum ástæðum og
breytingar voru taldar æskilegar.
Þeir hluthafar í Hnífsdal og Súðavík
sem rætt er við telja flestir að félög-
in falli vel saman og geti myndað
góða rekstrareiningu en þau sjónar-
mið heyrast einnig að sameiningin
sé of lítil, betra hefði verið að hafa
með fleiri fyrirtæki, jafnvel í öðrum
landshlutum, til frekari styrkingar.
Hraðfrystihúsið hf. er 57 ára
gamalt félag. Það var
stofnað af Hnífsdæling-
um undir forystu nokk-
urra skipstjóra og út-
gerðarmanna til að
veita atvinnu í dalnum.
Síðar var stofnað út-
gerðarfélagið Miðfell
hf. um útgerð togarans
Páls Pálssonar. Megin-
hluti hlutaijár hefur
verið í eigu fjögurra
fjölskyldna en höfuð
þeirra og helstu stjórn-
endur félagsins í ára-
tugi hafa verið að falla
frá á síðustu árum og
erfingjarnir tekið við.
Hluthafar voru orðnir
75 talsins þegar til
sameiningar kom.
Félagið var lokað fjölskyldufyrir-
tæki með afar sérstakt stjórnskipu-
Iag. Þannig var fjögurra manna
stjórn með fulltrúum ættanna fjög-
urra og hefur það vafalaust átt að
tryggja að reynt yrði að ná sam-
komulagi um málin. Félagið skuldar
lítið og er ákaflega sterkt fjárhags-
lega. Arðsemi eigin fjár hefur hins
vegar verið lítil. Þegar forystumenn-
irnir féllu frá og eignarhlutirnir
dreifðust var farið að leita leiða til
að opna félagið til að tryggja að
eigendurnir gætu selt hluti sína fyr-
ir sannvirði. Skiptar skoðanir voru
um hvernig það skyldi gert.
Öryggið í fyrirrúmi
Undir stjórnarforystu Aðalbjörns
Jóakimssonar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Bakka hf., tók Hrað-
frystihúsið hf. þátt í þreifingum um
sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja
á Vestfjörðum. Hluthafarnir höfn-
uðu hins vegar þeim möguleikum
sem upp komu. Meðal annars var
gerð könnun á hagkvæmni samein-
ingar við Bakka hf. og Frosta hf.
og var það af mörgum talinn álitleg-
ur kostur. Meirihluti hluthafa hafn-
aði þeim kosti og á hluthafafundi í
janúar var stjórninni falið að ljúka
samningum við Frosta í Súðavík og
lauk þeim með jákvæðri niðurstöðu
eins og kunnugt er. Nokkur átök
urðu innan félagsins um stefnuna
og leiddu þau til þess að Einar Val-
ur Kristjánsson trésmíðameistari
varð formaður stjórnar í stað Aðal-
björns. Báðir fengu tvö atkvæði í
fjögurra manna stjórn en Einar
Valur vann hlutkesti.
I tengslum við sameiningu félag-
anna, þar sem útgerðarfélagið Mið-
fell hf. og Frosti hf. renna inn í
Hraðfrystihúsið, hefur félagið verið
opnað og aflétt hömlum á meðferð
hlutaljár. Á hluthafafundinum í dag
verður kosin ný stjórn og í henni
verða fimm menn en ekki fjórir.
Ákveðið hefur verið að skrá hluta-
bréf félagsins á Opna tilboðsmark-
aðnum, væntanlega strax í næstu
viku.
„Okkar hluthöfum þótti samein-
ing við Bakka of stór biti. Við höfum
verið íhaldssöm og viljað taka hlut-
ina meira á örygginu," segir Einar
Valur um stærri sameiningu. Hann
segir einnig mikilvægt í umræðum
um sameiningu að menn geri sér
grein fyrir því hvernig eigi að spila
úr hlutunum, hvernig nýtt fyrirtæki
verði byggt upp. „Fyrirtækin hér i
Hnífsdal eru með einn ísfisktogara
og bolfiskvinnslu. Ég tel ekki skyn-
samlegt að stafla upp fiskvinnslu-
húsum sem svo þyrfti að loka og
segja upp fjölda starfsfólks. Bakki
rekur tvær rækjuverksmiðjur og
bolfiskfrystihús, auk útgerðar.
Frosti hf. er aftur á móti með rækju-
verksmiðju og sjófrystingu," segir
Einar Valur og bendir á að samein-
ing við Frosta falli að markmiðum
Hraðfrystihússins um að breikka
starfsemi þess.
Hluti eigenda Hraðfrystihússins
vildi stærri sameiningu. Taldi að
félagið sem er fjárhagslega lang-
sterkasta sjávarútvegsfyrirtækið á
Vestfjörðum, hefði getað orðið miðj-
an í miklu stærra og öflugra fyrir-
tæki.
Breytingar í Súðavík
Vandamálin í Súðavík voru ann-
ars eðlis. Félagið var lokað hlutafé-
lag þar sem fimm stjórnendur fé-
lagsins hafa haft meirihlutann í tíu
ár en Súðavíkurhreppur verið minni-
Einar Valur
Kristjánsson
Morgunblaðið/Þorkell
HRAÐFRYSTIHUSIÐ hf. rekur lítið en gott frystihús í Hnífsdal,
SAMEINUÐ ÚTVEGSFYRIRTÆKI
^Bakki Bolungarv. hf.\i n Þuriðurhf./ > Bakki hf. 'I Bakki hf. Hmfsdal/l. / 1 Þorbjörn hf. r Grindavík
Básafell hf. ísafirði n. Ritur hf. ísafirði \ Togaraútgerð ísafjarðar hf. \ Sléttanes hf. Þingeyri ■ / ■ Norðurtangi hf. ísafirði Jf § Kambur hf. Flateyri Jm 1 H8É Básafell hf. ísafirði
Hrönn hf. ísafirði \> Samherji hf. Akureyri
L | | Hraðfrystihúsið hf.\ | # Miðfell hf. \ Hrað frystihúsið hf. Hnífsdal
Frosti hf. S | Álftfirðingur hf. S úðavík\c .... /
úðavík/““ ^
1 | , Gunnyör hf./ yUL-H Ishúsfélag ísfirðinga hf.
hlutaeigandi með tæpan helming
hlutaíjár. Fimmmenningarnir náðu
meirihlutastöðu á umdeildan hátt
og þær deilur voru ekki settar niður
fyrr enum síðustu áramót að Lands-
banki íslands veitti þeim lánafyrir-
greiðslu til að greiða kaupverð hluta-
bréfanna sem þeir á sínum tíma
keyptu af félaginu sjálfu en greiddu
ekki nema að hluta. Með þessu voru
meirihlutaeigendurnir að auka
skuldbindingar sínar út á við og
allir sem að málinu komu gerðu sér
ljóst að fyrr en síðar yrðu þeir að
selja hluta eignar sinnar til að
standa undir þeim. Meginhluti hlut-
afjáreignar fimmmenninganna var
á hendi eignarhaldsfélags þeirra,
Togs hf., en þeir áttu einnig hluti
á eigin nafni.
„Þegar sú staða kom upp að við
gátum selt hlutabréfin á góðu verði
ákváðum við að gera það,“ segir
Auðunn Karlsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Togs og Frosta,
um söluna á Togi og bréfum þeirra
félaga til Gunnvarar hf. en vill ekki
greina frá söluverði. Hann segir að
vissulega þurfi Tog hf. að standa
við skuldbindingar sínar en ekki
hafi verið nauðsynlegt að selja nú.
„Þetta eru bara venjuleg hluta-
bréfaviðskipti og ekkert sérstakt til
að tala um. Við höfum trú á að
þetta sé skref í þá átt að Gunnvör
sameinist þessu félagi síðar og það
muni styrja félagið ennþá meira,“
segir Auðunn.
„Nei, það er ekki. Stjórn Gunn-
varar hefur í samráði við hluthafana
ákveðið að setja félagið á markað
og það gerist í haust óháð þessum
viðskiptum. Við erum einungis að
fjárfesta í fyrirtæki," segir Magnús
Reynir Guðmundsson, stjórnarfor-
maður Gunnvarar og Ishúsfélags
Isfirðinga, þegar hann er spurður
að því hvort kaupin á Togi hf. og
eignarhlutum sex einstaklinga
tengist áformum um samvinnu eða
sameiningu við Hraðfrystihúsið hf.
Gunnvör hefur frá stofnun verið í
eigu þriggja fjölskyldna en búast
má við að á því verði breyting í
kjölfar opnunar félagsins.
Einar Valur segir að Hraðfrysti-
húsið hafi átt gott samstarf við ís-
húsfélagið og Gunnvöru hf., meðal
annars um rekstur Mjölvinnslunnar
í Hnífsdal, en neitar því að formleg-
ar viðræður hafi farið fram um
sameiningu.
Falla vel saman
Frosti hefur byggt upp öfluga
rækjuverksmiðju í Súðavík og gert
kostnaðarsamar breytingar á flota
sínum. Félagið átti rækjufrystiskip-
in Bessa og Andey. Það var orðið
nokkuð skuldugt og í tengslum við
breytingarnar um áramót var félag-
ið opnað og fyrirhugað að styrkja
það með því að bjóða út nýtt hlut-
afé á verðbréfamarkaði.
„Ég er ánægður með að allir
fulltrúar í hreppsnefnd Súðavíkur-
hrepps skyldu samþykkja samein-
ingu félaganna. Ég er sannfærður
um að sameiningin styrkir atvinnu
og byggð í Súðavík og á öllum norð-
anverðum Vestfjörðum. Mikilvægt
er fyrir byggð hér að atvinna og
atvinnufyrirtæki eflist og styrkist
og að því verða Vestfirðingar sjálf-
ir að vinna. Ég er sannfærður um
að fyrirtækin styrkja hvort annað
og að í sameiginlegu félagi býr
mikið afl. Það er einnig mikilvægt
að þetta gerist innan sama atvinnu-
og byggðasvæðis," segir Ágúst Kr.
Björnsson, sveitarstjóri í Súðavík.
Súðavíkurhreppur á um 19% hlut í
nýja Hraðfrystihúsinu hf. og er
næststærsti hluthafinn á eftir
Gunnvöru hf. og dótturfélagi þess,
Togi hf., sem eiga liðlega 20%.
Ágúst var kominn í stjórn Frosta
hf. og vann manna mest að undir-
búningi sameiningarinnar af hálfu
eigenda Frosta hf. Hann fer með
hlut hreppsins á hluthafafundinum
í dag.
Hansína Einarsdóttir á Isafirði
og börn hennar eru stærstu ein-
stöku eigendurnir úr röðum þeirra
hluthafa sem fyrir voru í Hrað-
frystihúsinu hf. Einar Valur, núver-
andi stjórnarformaður fyrirtækis-
ins, er sonur hennar.
Greiddu út
350-400 milljónir
Hluthafar Frosta hf. eignast
41,6% hlutafjár í nýja félaginu en
fyrri hluthafar Hraðfrystihússins
hf./Miðfells hf. 58,4%. Kemur þessi
tiltölulega jafna skipting á óvart í
ljósi þess hvað Hraðfrystihúsið hef-
ur verið talið sterkt fjárhagslega
og í ljósi umræðna um miklar skuld-
ir Frosta hf. Skýringar á þessu eru
einkum tvær. Félögin áttu jafn mik-
inn kvóta. Frosti átti hins vegar
verðmætari fasteignir og skip og
voru skipin hátt metin þegar eigið
fé félaganna var endurmetið við
sameininguna.
Hin skýringin er útgreiðsla á
hluta höfuðstóls Hraðfrystihússins
hf. til eigendanna. Hraðfrystihúsið
greiddi lítinn arð allt fram á síðustu
ár þó félagið hafi yfirleitt verið rek-
ið með hagnaði. Upp hafa safnast
heimildir til útgáfu skattfrjálsra
jöfnunarhlutabréfa. í tengslum við
umræður um sameiningu við önnur
félög ákváðu hluthafarnir að auka
hlutafé félaganna með útgáfu jöfn-
unarhlutabréfa og minnka hlutaféð
aftur með því að greiða hluta af
því út til eigendanna. Var þetta lið-
ur í því að sætta meirihluta hluthaf-
anna við stækkun félagsins og
breytingar þar sem hluti þeirra vildi
frekar tryggar arðgreiðslur af
stöndugu en litlu fyrirtæki en taka
áhættu af sameiningu við skuldugra
félag.
Einar Valur Kristjánsson stað-
festir að hlutaféð hafi verið hækkað
og lækkað aftur en vill ekki upp-
lýsa hvað greitt hafi verið út. Segir
að þessar ákvarðanir hafi verið
teknar á meðan félagið var lokað
fjölskyldufyrirtæki. Samkvæmt
heimildum blaðsins námu þessar
greiðslur 350 til 400 milljónum kr.
og stærsti einstaki hluthafinn hefur
þá fengið í sínar hendur yfir 80
milljónir. Hraðfrystihúsið hf. hefur
selt eignarhlut sinn í Trygginga-
miðstöðinni fyrir tæpar 200 milljón-
ir kr., meðal annars til að standa
undir þessum greiðslum.
Hagræðing í útgerð
Þær hugmyndir um hagræðingu,
sem lágu til grundvallar sameining-
unni, verða væntanlega kynntar á
hluthafafundinum í dag. Einar Val-
ur segir að núverandi stjórn sé
nokkurs konar starfsstjórn fram að
aðalfundinum og þótt hún hafi gert
sér ákveðnar hugmyndir um fram-
tíðina verði ákvarðanir að bíða nýrr-
ar stjórnar.
Nýja félagið á frystihús í Hnífs-
dal og rækjuverksmiðju í Súðavík.
Það gerir út þijú skip, rækjufrysti-
skipin Bessa ÍS-410 og Andey ÍS-
440 og ísfisktogarann Pál Pálsson
ÍS-102. Það hefur yfir að ráða 7.250
þorskígildistonna kvóta í upphafi
næsta fiskveiðiárs sem hefst 1.
september, auk lítilsháttar kvóta á
úthafinu. Kvótinn skiptist nokkurn
veginn jafnt á milli rækju og þorsks.
Félagið á Mjölvinnsluna hf. í Hnífs-
dal á móti íshúsfélagi ísfirðinga og
á hlut í ýmsum þjónustufyrirtækj-
um á ísafirði, meðal annars frysti-
geymslu. Hraðfrystihúsið á hlut í
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf.
en Frosti hefur nýlega selt sinn
hlut. „Við ætlum að vera áfram í
bolfiskvinnslu og vera áfram góðir
í rækjuvinnslunni," segir Einar
Valur.
Ljóst er að möguleikar eru á
hagræðingu í útgerð og nýtingu
kvóta. Páll Pálsson er ennþá á
þorskveiðum og Bessi er á Flæmska
hattinum. Samvinna er við íshúsfé-
lag ísfirðinga um hráefnisöflun fyr-
ir rækjuvinnsluna á jneðan frysti-
hús íshúsfélagsins á ísafirði er lok-
að vegna breytinga. Þannig er
verkmiðjan þessa dagana starfrækt
með rækju af Stefni, skipi íshúsfé-
lagsins, auk þess hráefnis sem And-
ey leggur til. Af framangreindum
ástæðum vill Einar Valur ekki
greina frá áformum núverandi
stjórnenda félagsins en viðurkennir
þó að hugmyndir hafi verið uppi
um fækkun skipa og hafi Andey
verið sérstaklega til skoðunar í því
sambandi.
Rækjuverksmiðjan í Súðavík er
nú aðeins rekin á einni vakt vegna
vaktavinnudeilu vinnuveitenda og
verkalýðsfélaga á ísafirði, Súðavík
og víðar. Einar Valur segir að þessi
deila valdi stjórnendum félagsins
talsverðum áhyggjum því fyrirtæk-
in standist ekki samkeppni við
keppinauta sína nema hafa sömu
aðstöðu til að nýta framleiðslutæk-
in. „Við höfum lýst því yfir við
starfsfólkið í Súðavík að við viljum
leggja okkar af mörkum til að leysa
þessa deilu enda erum við að leggja
mikið undir við þessa sameiningu,“
segir hann.
Ekki samið um stóla
Sparnaður verður einnig í yfir-
stjórn. Þannig er ekki gert ráð fyr-
ir því að þeir menn sem stjórnuðu
Frosta verði þar áfram við stjórn
enda er öllum rekstrinum nú þegar
stjórnað úr Hnífsdal. Fram-
kvæmdastjóri Frosta og aðrir helstu
stjórnendur félagsins eru enn við
störf og hefur þeim ekki verið sagt
upp. Auðunn Karlsson, stjórnar-
formaður Frosta, Ingimar Halldórs-
son framkvæmdastjóri, Jóhann
Símonarson fyrrverandi skipstjóri á
Bessa, Jónatan Ásgeirsson, skip-
stjóri á Andey, og Barði Ingibjarts-
son, skipstjóri á Bessa, áttu Tog
hf. og vinna allir hjá félaginu. Þeir
gera ekki ráð fyrir að halda áfram,
hjá fyrirtækinu, að minnsta kosti
ekki stjórnendurnir í landi.
Það vekur spurningar um aðferð-
ir við sameiningu fyrirtækjanna að
ekkert liggur fyrir um það hveijir
muni stjórna því og skipurit hefur
ekki verið útbúið. Menn sem komu
að sameiningarvinnunni svara því
til að ekki hafi verið samið um stóla
eða aðra einkahagsmuni, minni
hagsmunir hafi verið látnir víkja
fyrir heildarhagsmunum fyrirtækis-
ins sjálfs og eigenda þess. Einn
hluthafinn nefnir sameininguna í
Básafelli sem dæmi um það hvernig
ekki ætti að standa að málum, þar
sem fyrri stjórnendur fyrirtækjanna
hafi fengið stóla og hagsmunir
þjónustu- og sölufyrirtækja ráðið
miklu.
Einar Valur svarar spurningum
um stjórnendur á þann veg að ekki
sé hægt að stilla upp stjórnendum
fyrr en að ný stjórn taki við. Hann
neitar því þó að óvissa ríki um
stjórnunina. Konráð Jakobsson sé
framkvæmdastjóri félagsins. Hann
reki fyrirtækið af mikilli varfærni
og aðhaldssemi og þau sjónarmið
verði áfram í heiðri höfð í þessu
fyrirtæki.
Eitt skref í einu
Spurður að því hvort stefnt væri
að frekari stækkun fyrirtækisins
segir Einar Valur: „Við ákváðum
að taka eitt skref í einu. Þetta er
gott fyrsta skref. Við horfum hins
vegar til þess að félagið geti orðið
ennþá stærra og öflugra í framtíð-
inni.“
FROSTI byggði upp stóra og góða rækjuvinnslu í Súðavík.