Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 ' j|!j|| MORGUNBLAÐIÐ M yj.li Einfaldur stíll ag þraut- hugsaður Persónulegir hlutir hertogahjónanna frá Windsor verða boðnir upp hjá Sotheby's í New York dagana 11.-19. september næst- komandi. Sigríður Ingvarsdóttir fjallar hér um „ástarævintýri aldarinnar“, konuna sem þar var í aðalhlutverki og þá fágætu muni sem um er að ræða á uppboðinu. þeirra Wallis Simpson og prinsins af Wales bar fyrst saman árið 1932, þegar Simpson hjónunum var boðið á sveitasetur hans. Fram til þessa hafði þessi kona látið lítið á sér bera og enginn mun hafa óttast hana sem keppinaut bresku krúnunnar. Ceeil Beaton, frægasti ljósmyndari á þessari öld, fannst ekki mikið til um fegurð hennar þegar hann hitti hana í Lundúnum 1930. „Hún hafði há- væra og skræka rödd og hafði útlit bamfóstru." í kyrrþey tókst Wallis að vinna ást og trúnað prinsins. Simpson hjónin gerðust nú tíðir gestir í samkvæmum prinsins af Wales. I salarkynnum hans hitti Wallis margt af því fólki, sem taldist blóminn af veraldlegri yfirstétt Lundúna. Þótt Wallis væri ekki tal- in tiltakanlega gáfuð hafði hún aðra eiginleika sem nýttust henni jafnvel betur, hún var hyggin og gædd vak- andi athygli. TilBÍnkaði sér nýjan lífsstíi Wallis kom snemma auga á að margt mátti af þessu fólki læra. Hún tileinkaði sér lífsstíl heldra fólksins, samkvæmi þeirra, klæðnað og samræðulist. Hún byrjaði að lækka röddina og réð til sín besta matreiðslumann í Lundúnum. ASTARÆVINTÝRI hertog- ans og hertogaynjunnar af Windsor er án efa söguleg- asta ástarsaga aldarinnar. Vafalaust hefur fátt á þessari öld orðið bresku þjóðinni slík hneykslunarhella sem það þegar Játvarður VIII Bret- landskonungur tilkynnti þegnum sínum í desember árið 1936 að hann mundi afsala sér konungdómi til að kvænast konunni sem hann elskaði. Lengst af þögðu bresk blöð um málið þótt samband konungs og Wallis Simpson væri á allra vitorði. Það lá hins vegar Ijóst fyrir að bres- ekki borin til mikilla metorða er hún fæddist í Baltimore árið 1896. í skóla þótti hún fremur ófélagslynd og fór ekki alfaraleið, en hún var viljasterk, þrjósk, sjálfstæð og framagjörn. Eiginleikar sem komu henni í góðar þarfir í því framandi umhverfi sem hún átti síðar eftir að ala aldur sinn í. Tvítug að aldri gift- ist hún Earl Spencer, drykkfelldum flugmanni úr bandaríska flughem- um. Hjónabandið varð ekki farsælt og skildu þau eftir nokkur ár. Hún giftist síðan Emest Simpson, kaup- sýslumanni, árið 1928. Fundum ka þjóðin myndi aldrei samþykkja að Játvarður konungur, sem var æðsti maður kirkjunnar, kvæntist tvífráskilinni bandarískri konu. Þegar bresk blöð rufu þögn sína, átti konungur um tvo kosti að velja. Segja skilið við konuna sem átti hug hans og hjarta eða afsala sér kon- ungdómi. Hver var Wallis Simpsan? Játvarður hafði verið konungur í 325 daga þegar hann sagði af sér. Hann fékk þá nafnbótina hertoginn af Windsor og fór strax í útlegð og kom aldrei til Bretlands eftir það, nema í stuttar heimsóknir. Hertoga- hjónin voru gefin saman í Frakk- landi í júní árið 1937. Þau settust að í Frakklandi og bjuggu þar, þar til heimsstyrjöldin braust út. Um tíma létu hertogahjónin glepjast af áróðri Hitlers, en minnstu munaði að þau brennndu sig illa á því tiltæki. Þau vom sökuð um að hafa gælt við þá hugmynd að snúa aftur til Bretlands sem konungshjón þegar Þjóðverjar sigraðu í stríðinu. Arið 1940 var her- toginn skipaður landstjóri Breta á Bahamaeyjum, en breska stjómin vildi koma í veg fyrir að þau féllu í hendur Þjóðverja. Bessie Wallis Warfield virtist Glæsileg kvöldverðarboð hennar í London voru fræg þar sem hún bauð fáeinum útvöldum vinum og þótti glæsilegur gestgjafi. Hún kunni þá list að fitja upp á áhugaverðu umræðuefni þar sem gestir hennar nutu sín til fulls. Hún átti gott með að hlusta á aðra, brást við athugasemdum þeirra og virtist hafa áhuga á því sem sagt var við hana. Þeg- ar Ceeil Beaton hitti hana aftur 1934 tók hann eftir breytingum í fari hennar: „Hún var skemmtileg í við- ræðum og hafði ágæta kímnigáfu, öraggan og fág- aðan smekk.“ Eftir að hún giftist her- toganum virtist tími hennar fara í það að snúast í kring- um hertogann, versla og annast dagleg skylduverk á heimili þeirra, þótt hún réði yfir 18 manna þjónustuliði. Hún krafðist þess að skipt væri á rúmunum tvisvar á dag. Skipt var um bað- þurrkur og handklæði þrisvar á dag og sömuleiðis var skipt um munnþurrkur tvisvar sinnum undir hverri máltíð. Á daginn hafði hún Q LJÓSMYND af Wallis Simp- son og hertoganum af Windsor. Myndin var tekin daginn fyrir brúðkaup þeirra af Cecil Beaton. Mat á Ijósmyndum í kringum brúðkaup þeirra er frá 8.000 tii 12.000 doiiurum. ANDDYRIÐ á heimiii hertogahjón- anna f Parfs. MÁLVERK eftir Sir Alfred Munn- ings. Prínsinn af Wales frá 1921. Olfa á striga, 138x186 cm. Mat 600.000-800.000 dollarar. BÓKAHERBERGI hertogahjónanna f Parfs. Málverkið er af hertogaynjunni eftir Gerald Leslie Brochurst frá 1939 Olfa á striga, 101x81 em. Mat 70.000-90.000 dollarar. DAGSTOFAN á helmlli þeirra í Parls. Skrifborðið er það sem hertoginn not aði þegar hann afsalaði sér konung- dóml. Borðlð er frá 1755 f stil Ge- orgs 3., úr mahóní. NOKKRAR af fiíkum hertogans sem verða á uppboðinu. BLÁR kvöldkjóll eftir Christian Dior, franskur, haust/vetur 1948-9 Mat 10.000-15.000 doll- arar. Q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.