Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 1
183. TBL. 85. ÁRG.
Neyðin í N-Kóreu
S-Kórea
býður
aðstoð
Seoul. Reuter.
KIM Young-sam, forseti Suður-
Kóreu, bauð í gær Norður-Kóreu
alla þá aðstoð sem Suður-Kórea
geti veitt til að forða nágrannaríkinu
frá algjöru efnahagslegu hruni, en
setti það skilyrði að kommúnista-
stjórnin í Pyongyang yrði að breyta
íjandsamlegri afstöðu sinni gagn-
vart Suður-Kóreu.
„Ef Norður-Kórea velur braut
umbóta erum við viljugir og reiðu-
búnir til að eiga eins mikið samstarf
við hana og hún vill,“ sagði Kim í
ræðu fluttri í minningu þess, að nú
eru 52 ár liðin frá því 35 ára löngum
nýlenduyfirráðum Japana yfir Kóreu
lauk.
Kim sagði Kóreuskagann aðeins
hafa verið frelsaðan að hluta árið
1945, þar sem sigurvegarar heims-
styijaldarinnar síðari skiptu landinu
fljótlega upp í kommúnískan norð-
urhluta og kapítalískan suðurhluta.
Hann sagði að þrátt fyrir erfiðleika
væru samskipti ríkjanna tveggja
„greinilega að batna“, sem hann
sagðist vona að myndi leiða til sam-
einingar landsins.
Hungursneyðin að versna
Bill Richardson, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, sagði í Tókýó í gær, að hung-
ursneyðin í Norður-Kóreu væri að
versna, en Bandaríkjamenn hefðu
ekki neinar sannanir fyrir því að
stjórnvöld í Pyongyang hefðu látið
herinn njóta góðs af gögnum, sem
alþjóðlegar hjálparstofnanir hefðu
sent, eins og hermt hefði verið.
Richardson sagði Bandaríkin til-
búin til að leggja meira af mörkum,
ef Norður-Kóreumenn óskuðu þess.
■ Hungrið blasir/16
♦ ♦ ♦---
Ný lög í Louisiana
Leyft að
skjóta
bílþjófa
Baton Rouge. Reuter.
UMDEILD lög, sem heimila bifreiða-
eigendum að skjóta bílþjófa telji
þeir lífi sínu ógnað, tóku gildi í Louis-
iana í Bandaríkjunum í gær.
Þing ríkisins samþykkti lögin fyrr
í sumar með 133 atkvæðum gegn
einu og þau fylgja lögum frá 1993
sem heimila mönnum að skjóta þjófa
sem bijótast inn í hús þeirra.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
lögin væru skýr skilaboð til bílþjófa
og þau ættu að koma í veg fyrir að
þeir réðust á bifreiðaeigendur þar
sem þeir vissu að þeir gætu nú var-
ið sig. „Þetta gæti bjargað mannslíf-
um, en aðeins ef lagabókstafnum
er fylgt. Þetta gildir aðeins um menn
sem eru inni í bílum og telja lífi sínu
ógnað.“
80 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Skattfé skilað
UM ÞRJÚ þúsund ítalskir borg-
arar biðu í röð tímunum saman í
steikjandi sólskini við ráðhús
Rómarborgar í gær til þess að fá
í hendur 50.000 lírur (2.000 kr.)
frá framtakssömum stjórnmála-
manni Róttæka flokksins, sem
útdeildi fénu til að mótmæla að
stjórnmálaflokkar fái fé úr vösum
skattgreiðenda.
Stjórnmálamaðurinn, Mareo
Pannella, er talinn hafa útdeilt
samtals 150 milljónum líra, eða
sex milljónum króna. Fénu var
útdeilt í formi tveggja 10.000 líra
seðla, sem á var prentað: „Þetta
er hluti ránsfjárins, sem borgarar
landsins hafa verið flettir. Rót-
tæki flokkurinn hefur ákveðið að
nota ekki þetta stolna fé heldur
skila því.“ Róttæki flokkurinn
berst fyrir afnámi ríkisstyrkja til
stjórnmálaflokka og er Emma
Bonino meðal félaga í honum.
Kosningabaráttan í Noregi
Framfaraflokk-
urinn í stórsókn
HVER skoðanakönnunin á fætur
annarri í Noregi staðfestir risaskref
Carls I. Hagens og Framfaraflokks-
ins upp á við, en hann hefur
21%-25% fylgi. Hægrimenn og Mið-
flokkurinn tapa hins vegar miklu
fylgi. Þetta gæti þó enn átt eftir að
breytast mikið, því 42% kjósenda
hafa enn ekki gert upp hug sinn.
I skoðanakönnun Scan-Fact, sem
birt var í fyrradag, sagðist fjórði
hver maður af þeim sem tóku af-
stöðu styðja Framfarafiokkinn.
Svipað var upp á teningnum í skoð-
anakönnun sem gerð var fyrir Aften-
posten og birt í gær, en þar hlýtur
Hagen stuðning 21,2%.
Þessi niðurstaða er ekki síst at-
hyglisverð í ljósi þess að Framfara-
flokkurinn hefut- lagt fram afar
umdeildar og róttækar tillögur í
menningarmálum og byggðastefnu
sem snúast um að draga mjög úr
ríkisstyrkjum. Þá nýtur flokkurinn,
sem er lengst til hægri í norskum
stjórnmálum, ekki mikils trausts
annarra flokka, en m.a. hefur leið-
togi Hægriflokksins, Jan Petersen,
aftekið með öllu að eiga samstarf
við Framfaraflokkinn.
Af þeim sem taka afstöðu styðja
flestir Verkamannaflokkinn, um
31,1%, sem er 5,8% minna en í síð-
ustu kosningum.
Afhroði Miðflokksins spáð
Miðflokkurinn bíður afhroð í skoð-
anakönnunum, fær aðeins um 8,7%
atkvæða en fékk 16,8% í síðustu
kosningum. Er þingsæti Anne Enger
Lahnstein, leiðtoga flokksins, í
hættu, en flestir þakka henni stór-
sigur flokksins í síðustu kosningum.
Hægrimenn tapa fylgi, er spáð
13,8%, sem er 3,2% minna en 1993.
Þá nýtur Kristilegi þjóðarflokkurinn
stuðnings um 10,6% kjósenda sem
er mikil aukning frá síðustu kosning-
um, er flokkurinn fékk 2,7% at-
kvæða.
Urskurðað
gegn Plasic
Sar^jevo. Reuter.
STJÓRNLAGADÓMSTÓLL
Bosníu-Serba úrskurðaði í gær
að sú ákvörðun Biljönu Plasic,
forseta Bosníu-Serba, að leysa
upp þing og boða til kosninga
væri „ekki í samræmi við
stjórnarskrána, hvorki í form-
legri, né efnislegri merkingu".
Þess hafði verið vænst að
úrskurðurinn yrði á þennan veg
og er talið víst að dómstóllinn
verði gagnrýndur víða um
heim. Dómstóllinn er undir
áhrifum frá stuðningsmönnum
Radovans Karadzics, sem var
forseti Bosníu-Serba í átökun-
um í Bosníu og er hann sagður
hafa knúið úrskurðinn fram.
Horft til fortíðar og framtíðar á hálfrar aldar afmæli sjálfstæðis Indlands
Indverjar hvattir til að beita
ráðum Gandhis gegn spillingu
Rcutcr
INDVERJAR í Bombay veifa fánum og kyndlum til að fagna því
að hálf öld er liðin frá því að Indland fékk sjálfstæði frá Bretum.
Nýju Delhí. Reuter.
INDVERJAR héldu í gær upp á
hálfrar aldar sjálfstæði um allt land,
þyrlur stráðu krónublöðum rósa
yfir þátttakendur í hátíðahöldunum,
barnakórar sungu og mörg hundruð
manns gengu berfætt að minnis-
varða Mohandas Gandhis, sem hafði
viðurnefnið „mahatma" eða hin
mikla sál og var að hyggju flestra
Indveija hið leiðandi afl í barátt-
unni gegn nýlendustjórn Breta. En
ofbeldisverk aðskilnaðarsinna settu
einnig mark sitt á daginn og leið-
togar landsins ítrekuðu þau vanda-
mál, sem blasa við Indverjum; ólæsi,
offjölgun og yfirþyrmandi spilling.
Inder Kumar Gujral, forsætisráð-
herra Indlands, sagði í ávarpi í gær
að margir teldu að spilling heyrði
til réttinda þeirra, en það fólk ætti
að vara sig. „Við þurfum að mynda
fjöldahreyfingu, sem allir geta tekið
þátt í þannig að endir verði bundinn
á spillingu í stjórnmálum og opin-
beru lífi,“ sagði Gujral í Delhí og
hvatti Indverja til borgaralegrar
óhlýðni líkt og Gandhi þegar hann
barðist gegn nýlenduyfirráðum
Breta. „[Spillingin] étur sig eins og
termítar inn í líffæri þjóðarinnar.“
K.R. Narayanan, forseti Ind-
lands, gerði spillingu einnig að
höfuðatriði ræðu sinnar þegar
hann tók til máls á sérstökum fundi
indverska þingsins á miðnætti að-
faranótt gærdagsins.
Indversk dagblöð lögðu mörg
áherslu á það, sem miður hefði
farið á undanförnum 50 árum.
„Við höfðum heitið að „þurrka
hvert einasta tár af hveijum ein-
asta hvarmi" við dögun frelsisins,"
sagði í dagblaðinu The Pioneer og
var vísað til heitis Gandhis. „Tárin
hafa runnið um sýnu fleiri hvarma
á undanförnum 50 árum.“
En einnig var talað um framfarir
í fjölmiðlum og Indvetjar hvattir til
bjartsýni. Bent var á að læsi hefði
tvöfaldast milli 1961 og 1992 og
sama væri að segja um lífslíkur
Indvetja, sem nú væru 61 ár.
Áhersla á réttindi kvenna
Gujral talaði í eina og hálfa
klukkustund og var ræðunni sjón-
varpað um allt Indland. Hann lagði
einnig áherslu á réttindi kvenna,
hét því að beita sér gegn mismunun
stúlkna og auka þátt kvenna í
stjórnmálum. Hann tilkynnti að
læknum yrði bannað að greina for-
eldrum frá því hvort fóstur væri
strákur eða stúlka og greindi frá
stofnun sérstaks sjóðs handa stúlk-
um í fátækum fjölskyldum.
Aðskilnaðarhreyfingar hafa
einnig sett mark sitt á 50 ára sögu
Indlands og í gær létust sex manns
í norðausturhluta landsins og var
gripið til allsheijai'verkfalls í fjórum
héruðum. Þar tóku aðeins opinberir
starfsmenn þátt í hátíðahöldum.
Almenningur sat heima.
■ Var blóðbaðið/18