Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samningur um útgáfu nýs dagblaðs undirritaður í gær:
- formenn A-flokkanna hamingjusamir með samninginn'
P.S. fyrirgefíð párið . . .
Nýtt björgunarskip SVFÍ til Snæfells-
bæjar í lok ágúst
Bæjarstjórinn
skipstjóri á sigl-
ingunni heim
Ríkisreikningur
Risnu-
kostnaður
jókst um 10
milljónir
SAMANLAGÐUR risnukostn-
aður A-hluta ríkissjóðs, ráðu-
neyta og undirstofnana þeirra,
nam tæpum 194 milljónum
króna á seinasta ári og hafði
aukist um tíu milljónir frá ár-
inu á undan þegar risnukostn-
aður ríkisins nam tæpum 184
millj. kr.
Risnukostnaður einstakra
ráðuneyta breyttist hins vegar
mismunandi mikið á milli ár-
anna, að því er fram kemur í
ríkisreikningi fyrir síðasta ár.
Risna æðstu stjórnar ríkisins
jókst úr 16.648þús. kr. árið
1995 í 24.445 þús. kr. á seinasta
ári. Má rekja aukninguna að
mestu leyti til Alþingis en risna
þingsins jókst úr rúmlega 7,6
milljónum kr. 1995 í 14,5 millj.
1996.
Risnukostnaður eftirtalinna
ráðuneyta hækkaði á seinasta
ári samanborið við árið á und-
an: Risna menntamálaráðu-
neytis jókst úr 22.733 þús. kr
1995 í 24.265 þús. í fyrra, risna
landbúnaðarráðuneytis jókst
úr 6.566 þús. árið 1995 í 7.667
þús. í fyrra, risna sjávarút-
vegsráðuneytis jókst úr 6.837
þús. kr. 1995 í 11.323 þús. í
fyrra, risna félagsmálaráðu-
neytis jókst úr 6.419 þús. kr. í
8.666 þús. kr. í fyrra, risna
samgönguráðuneytis jókst úr
13.088 þús. í 15.364 þús. í fyrra
og risna viðskiptaráðuneytis
jókst úr 3.020 þús. kr. árið 1995
í 4.032 þús. í fyrra.
Risnukostnaður forsætis-
ráðuneytis og utanríkisráðu-
neytis minnkaði umtalsvert á
milli ára. Risna forsætisráðu-
neytis lækkaði úr 14.052 þús.
kr. árið 1995 í 11.099 þús. kr. á
seinasta ári og risnukostnaður
utanrikisráðuneytis lækkaði úr
46.974 þús. kr. á árinu 1995 í
39.943 þús. kr. í fyrra. Risnu-
kostnaður annarra ráðuneyta
var nær óbreyttur á milli ára.
SKIPSTJÓRI á nýju björgunarskipi
Slysavarnafélagsins, sem siglt verð-
ur í lok mánaðarins frá Hollandi til
íslands, verður bæjarstjórinn í Snæ-
fellsbæ, Guðjón Peter-
sen. Guðjón hefur skip-
stjórnarréttindi, enda
var hann á árum áður
stýrimaður og skipherra
hjá Landhelgisgæslunni,
síðast á varðskipinu Al-
bert.
„Formaður Slysa-
varnadeildarinnar
Bjargar, séra Ólafur
Jens Sigurðsson, vissi
um þessa kunnáttu mína
og þegar það kom til að
við fengjum skipið hing-
að og farið var að ræða
um áhöfn fyrir heimsigl-
inguna ámálgaði hann
það við mig hvort ég
væri tilbúinn að takast þetta verk-
efni á hendur. Eftir samráð við bæj-
arstjórn fannst mönnum þetta ágæt
hugmynd að bæjarstjórinn sækti
skipið,“ sagði Guðjón Petersen í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Auk þess að hafa skipstjórnarrétt-
indi starfaði Guðjón sem kunnugt er
við björgunar- og öryggismál hjá Al-
mannavörum. Hann réðist þangað 1.
febrúar árið 1971, eftir áratug hjá
Landhelgisgæslunni, tók við starfi
framkvæmdastjóra Almannavama
árið 1979 og 1. febrúar 1996 var hann
ráðinn bæjarstjóri Snæfellsbæjar,
eftir nákvæmlega aldarfjórðungs
starf hjá Aimannavörnum.
Fjórir Snæfellsbæingar verða í
áhöfn björgunarskipsins á heimleið-
inni, auk Guðjóns tveir stýrimenn,
þeir Páll Stefánsson og Magnús
Emanúelsson, og vélstjórinn, Davíð
Óli Axelsson, og síðan tveir hollensk-
ir vélstjórar sem munu taka umsjón-
armenn bátsins hér í læri. Skipið er
57 tonn með tveimur vélum, 20,37
metra langt og 4,15 m breitt og segir
Guðjón það hið öflugasta, geti siglt
1.640 sjómílur á olíubirgðum sínum,
það sé búið öllum helstu siglingai’-
og miðunartækjum og rafkerfi og ol-
íukerfi þess tvöföld
enda sé mikið lagt upp-
úr öryggi skips sem
þessa.
„Við siglum frá
Scheveningen í Hollandi
22. ágúst, eigum að
koma við í Skotlandi til
að taka björgunarbúnað
og í Þórshöfn í Færeyj-
um þar sem við eigum
að afhenda björgunar-
sveitinni búnaðinn að
gjöf frá Slysavamafé-
laginu. Síðan verður
siglt rakleiðis til Rifs,
komum þangað laugar-
daginn 30. ágúst klukk-
an 16 og verður þá mót-
tökuathöfn," segir Guðjón.
Skemmtileg
tilbreyting
Hvernig leggst skipstjórnin í þig
eftir svo langt hlé?
„Bara vel, þetta er afskaplega
skemmtileg tilbreyting og einstakt
að bæjarstjóri sigli björgunarskipi
heim. En ég verð þó að játa að ég
hef aðeins verið að fletta upp í sigl-
ingafræðihandbókum mínum og
rifja upp en þegar ég fer að líta í
þetta sé ég að ég kann þetta allt
saman. Það sem hefur breyst er að
ýmis hátækni er nú komin til sem
ekki var fyrir hendi þegar ég var á
sjónum og það eru helst þau tæki
sem ég er að kynna mér þó að Al-
mannavarnir hafi auðvitað krafist
þess að maður fylgdist með á þeim
vettvangi.“
Rif verður heimahöfn nýja björg-
unarskipsins og verður rekstur þess
samvinnuverkefni allra björgunar-
sveita á Snæfellsnesi en skipið er í
eigu Slysavarnafélags íslands.
Guðjón Petersen
Mat á umhverfi norðurhjara
Heimskauta-
svæðin við-
kvæmari
Helgi Jensson
KOMIN er út fróðleg
og aðgengileg
skýrsla um mengun
á heimskautasvæðinu og
ástand umhverfisins. Dr.
Helgi Jensson lífefnafræð-
ingur er fulltrúi Islands í
vinnuhópnum sem vann
þessa skýrslu er byggist á
rannsóknum allt að 400 vís-
indamanna og stofnana.
Hann var spurður um þetta
mikla verk og tilurð þess:
„Skýrslumar um ástand
umhverfisins á norðurslóð-
um eru tvær. Önnur er
1.000 bls., skrifuð af vís-
indamönnum, og kemui' út
nú á haustdögum. Þessi er
unnin upp úr henni, eftiið
dregið saman og gert að-
gengilegt og læsilegt fyrir
almenning og ekki síst ráða-
menn. Hún er mjög fag-
mannlega unnin, skrifuð á léttri og
vel læsilegri ensku og þar er mikið
af upplýsingum. Þess má geta að
gegnum heimasíðu Hollustu-
vemdar á alnetinu má komast í
nánari tengsl við þetta samstarf
þjóðanna um norðurhjarann."
- Þið hítfíð markað línuna sunn-
ar en um heimskautsbauginn. Er
langt síðan verkið hófst?
„Vinnan hófst 1991 þegar um-
hverfisráðherrar þeirra sem eiga
land að norðurhjara skrifuðu und-
ir Rovaniemi-samþykktina. í þeim
tilgangi að að kanna ástand á
norðurhjara og reyna að vernda
umhverfið settu þeir upp fimm
vinnuhópa. AMAP hópurinn um
vöktun og mat á umhverfi norður-
hjara er einn þeirra. I henni eru
fulltrúar þessara 8 þjóða á svæð-
inu. Engin ákveðin skilgreining er
á hvað teljist tilheyra þessu svæði.
Væri miðað við heimskautsbaug-
inn hefði stór hluti Grænlands og
norðurhéraða Kanada fallið út.
Niðurstaðan varð sú að búa sér
svo til eigin skilgreiningu á svæð-
inu sem skýrslan tæki til.“
- Takið þið fyrir alla megin-
þætti mengunar?
„Ráðherrarnir gáfu út lista um
forgangsefni sem okkur var upp-
álagt að taka fyrir. Þar era þrá-
virku efnin, þungmálmar, geisla-
virkni, heimskautaþokan og súrt
regn, ósoneyðing og útfjólublá
geislun og síðan koma áhrif þess-
ara meginþátta á heilsu manna.
En til að setja þetta í samband var
líka tekið fyrir að lýsa landfræði-
lega svæðinu, því fólki sem býr
þar og fara yfir þær flutningaleið-
ir sem mengunarefnin berast eft-
ir. Uppspretturnar era tvenns
konar. Langvegaflutningur er
mestur. Siðan eru líka uppsprettu-
staðir mengunar innan svæðis.
Kunnustu dæmin verksmiðjurnar
á Kólaskaga, og yfirgefnar her-
stöðvar frá seinni heimsstyrjöld-
inni í Kanada, þar sem
var notað PCB og nú
sýnt frarn á að valdi
mengun. í skýrslunni
kemur m.a. fram að
fólk og lífríki á norður-
hjara verður fyrir meiri geislun en
þeir sem lifa sunnar á hnettinum
og er jafnframt viðkvæmara fyrh'
vegna einhæfni lífkerfisins. Það er
svo tegundafátt að ef ein tegund
er slegin út þá hefur það miklu
víðtækari áhrif.“
- Skil ég það rétt að niðurstuð-
an sé samt sú að grípa ekki að svo
stöddu inn í?
„Ég vil taka niðurstöðuna í
þrennu lagi. Tölur sem við höfum
fengið sýna að ef litið er á norður-
hjarann í heild þá er hann með því
hreinasta sem þekkist á jörðinni.
Þá sýna niðurstöður að öll þau þrá-
►Helgi Jensson er doktor í líf-
efnafræði og starfar sem sér-
fræðingur við mengunarvamir
sjávar. Hann er fæddur á Reyk-
hólum, varð stúdent frá MA 1970
og tók líffræði í HÍ. Hann er
doktor í lífefnafræði frá Stokk-
hólmsháskóla. Vann síðan í nokk-
ur ár á Raunvísindastofnun og
svo lijá Siglingamálastofnun. Frá
1995 hefur hann verið hjá meng-
unardeild Hollustuverndar ríkis-
ins. Kona hans er Helga Guðna-
dóttir. Hann á tvö börn og stjúp-
dóttur.
virku efni sem leitað hefur verið að
finnast þama og á sumum stöðum í
mjög miklu magni. Og hvað Island
varðar kemur líka fram af mæling-
um í hafinu frá Noregi til Græn-
lands að það er með því hreinasta
sem mælst hefur. Síðan kemur að á
þeim stöðum sem mengun er mikil
af þrávirkum efnum og þungmálm-
um, svo sem í Nunavik og NV
hiuta Grænlands, þar er það talið
nálægt eða yfir hættumörkum.
Engu að síður er talið að ágóðinn
af því að veiða og neyta þess er
meiri en áhættan af að fara að
flytja inn eitthvað. Sú fæða sem
fólkið fær með sínum veiðidýram
inniheldur öll snefilefni sem það
þarf. Þetta tengist bæði menningu
og matarvenjum. Á grandvelli
þessara gagna er því ekki hægt að
segja fólki að gera þetta eða hitt.
Vandamálið við að meta áhrif þess-
ara þrávirku efna er að mótvii'k-
andi áhrif era til. Selen vinnur t.d.
á móti kvikasilfursmengun. Það er
erfitt að yfirfæra mælingu beint
vegna þess hve náttúran er í raun
og vera flókið íyrirbæri."
- Hvert er svo framhaldið?
„I þessari skýrslu eru teknar
saman niðurstöður og tillögur til
umhverfisráðherranna. Þeir hafa
fjallað um þetta á fundi í Alta í
Noregi og tóku þá ákvörðun að
hópurinn skyldi halda
áfram og gera á grund-
velli niðurstaðna í vís-
indaskýrslu 5 ára áætl-
un um mælingai' og
vöktun."
- Hvað varðar Islendinga sér-
staklega?
„Þessi þrávirku efni og þunga-
máimurinn kvikasilfur era atriði
sem Islendingar ættu að hugsa út
í. Þau endast lengi i náttúi-unni,
virða engin landamæri og við er-
um að fá yfir okkur miklu meira af
þeim en við látum frá okkur. Þau
safnast líka frekar upp í fæðukeðj-
unni í hafinu en á landi og við lif-
um af hafinu. Kvikasilfur er til
staðar og talið að það flytjist og
hegði sér á svipaðan hátt og þessi
þrávirku efni, jafnvel talið að það
sé að aukast á norðurslóðum.“
Kvikasilfur og
þrávirk efni
mælast hér öll