Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Aðgengi og umönnun sjúkl-
ingsí á bráðasjúkrahúsum
hefur versnað verulega
HAFA áherslur í heilbrigðismál-
um breyst? Menn skulu dæma af
eftirfarandi frásögn. Með nokkurra
daga millibili voru 50 sjúklingar
lagðir inn á eitt af sérgreinasjúkra-
húsum borgarinnar, bráðainnlögn.
Margir þessara bráðasjúklinga
fengu ekki pláss á stofum heldur
vistuðust á göngum, stólum og í
skúmaskotum. Einn af yfirlæknun-
um gat þess, að oft vistast 20-30
veikir sjúklingar, sumir bráðveikir
utan stofa, lungann úr vistinni.
Meðal þessara sjúklinga voru ýmsir
sem lengi höfðu beðið eftir plássi
vegna langvinns sjúkdóms en kom-
ust ekki inn fyrr en þeir bráðveikt-
ust. (Niðurstöður úr heimsókn land-
læknis í júní ’96.)
Lítið dregur úr sumarlokunum
og biðlistar lengjast. Biðlistar hafa
ekki áður verið lengri en nær 7.000
manns eru á þeim listum, og 4.000
- 4.500 manns eru í verulegri þörf
fyrir vistun á sjúkrahúsi. (Biðlistar
fyrr og nú, Heilsufar, Landlæknis-
embættið 1997.) Menn sætta sig
illa við sumarlokanir enda benda
haldgóðar rannsóknir til þess að lít-
ill eða enginn sparnaður hljótist af
þeim aðgerðum.
Stjórnmálamenn og aðrir halda
mjög á loft þeirri skoðun að unnt
sé að auka til muna afköst á sjúkra-
húsum. Margt starfsfólk sjúkrahús-
anna álítur að sú skoðun ráði mjög
sparnarðaraðgerðum og að þeir er
ákveði fjármögnun fái ekki réttar
upplýsingar um ástandið.
„Framleiðni" á sjúkrahúsum:
Erfitt er að meta framleiðni
sjúkrahúss en ein aðferðin er að
kanna fjölda útskrifta á heilbrigðis-
starfsmann. Samkvæmt athugun
landlæknisembættisins er fram-
leiðni, þ.e. Qöldi úrskrifta á lækna,
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða,
þ.e. þeirra er stunda sjúklinga, síst
lægri og jafnvel meiri en gerist á
háskólasjúkrahúsum í nágranna-
löndunum. (Ó. Ólafsson og S. Har-
aldsdóttir, Lækna-
blaðið 1996.) Þessar
niðurstöður virðast
nú hafa verið stað-
festar af útlendu ráð-
gjafafyrirtæki. Ætla
má að slík afköst séu
sjaldgæf í öðrum at-
vinnugreinum á ís-
landi, ef marka má
skýrslur sérfræðinga
um framleiðni ann-
arra atvinnugreina á
Islandi, samanborið
við framleiðni í at-
vinnugreinum er-
lendis.
Árangur aðgerða
ítarleg úttekt
landlæknisembættisins, sem unnin
er úr ritrýndum greinum er birst
hafa í íslenskum og erlendum
læknatímaritum, leiðir í ljós að
árangur aðgerða og meðferðar
helstu sjúkdóma er okkur hrjá er
ekkert síðri og jafnvel betri á sum-
um sviðum en á erlendum háskóla-
sjúkrahúsum.
Nefna má eftirfarandi sjúkdóma
og aðgerðir: Hjartasjúkdóma í börn-
um, kransæðasjúkdóma, lokugalla
í hjarta, beinbrotaaðgerðir. Gervi-
liðaaðgerðir, blóðþynningarmeð-
ferð, sykursýkismeðferð, geisla-
meðferð og aðra meðferð við
krabbameini, brjósklosaðgerðir,
magasársmeðferð, augnaðgerðir,
höfuð- og heilaaðgerðir o.fl.
(Árangursstjórnun í heilbrigðis-
þjónustunni, Heilsufar, Land-
læknisembættið 1997.)
Álag á starfsfólk
Fyrri athuganir hafa bent til þess
að fjarvistir heilbrigðisstarfsmanna
úr starfi vegna veikinda séu sjald-
gæfari en í öðrum atvinnugreinum,
enda hafa veikindafjarvistir á ís-
landi verið færri en gerist á hinum
Norðurlöndunum. (Social Security
in the Nordic Countries 1990.) At-
huganir landlæknisemb-
ættisins leiða í ljós að
veruleg breyting hefur
orðið á þessu. Fjarvist-
um heilbrigðisstarfsfólks
á skurðstofum, móttöku-
deildum og öðrum bráða-
deildum ijölgaði um
50-100% á árunum
1992-1994. (Fjarvistir
heilbrigðisstarfsfólks
vegna veikinda, Heilsuf-
ar, Landlæknisembættið
1996.)
Nú hefur enn syrt í
álinn samkvæmt síðustu
athugun, aðallega á
bráðadeildum og skurð-
stofum. Ástæður ijar-
vista eru þreyta og
streita í 70% tilfella. Sem dæmi um
ástand á sérgreinasjúkrahúsi er
tekin yfirlýsing yfirlæknis sýkinga-
deildar Landspítalans: Því miður
hefur ástandið í heild ekki batnað
og ýmislegt bendir til að ástandið
í sumar verði verra en nokkru sinni
fyrr. Þær ályktanir drögum við
m.a. af eftirtöldum atriðum sem
starfsmenn sýkingavarna hafa orð-
ið varir við í daglegum störfum:
- Hjúkrunarfræðingar kvarta
yfir miklu álagi á deildum og að
erfiðlega hafi gengið að fá reynda
hjúkrunarfræðinga í afleysingar í
sumar (verr en áður, m.a. vegna
vinnuálagsins).
- Hjúkrunarfræðingar hafa
nánast engan tíma til að svara fyrir-
spurnum vegna skráninga spítala-
sýkinga og hafa jafnvel beðist und-
an því.
- Mikið er um að sjúklingar liggi
á göngunum og æ oftar eru vanda-
mál við að flytja sjúklinga af bráða-
mótttöku á legudeildir.
Streita er orðin almenn meðal
starfsfólks vegna vinnuálags.
Ástandið er orðið slæmt þegar
sýkingavarnateymið á erfitt með
að sinna skyldustörfum vegna þess
að starfsmenn sjúkrahússins eru of
Ólafur
Ólafsson
uppteknir til að ræða við starfs-
menn teymisins. Mikilvægir þættir
sýkingavarna eru skráning sýkinga,
samband við starfsmenn og ítrekun
sóttvarnaleiðbeininga. Lega sjúkl-
inga á göngum sjúkrahússins tor-
veldar sýkingavarnir og eykur
hættu á spítalasýkingum, um leið
og möguleikar til einangrunar
sýktra sjúklinga takmarkast.
Heppilegra væri að sjúklingar, sem
liggja á göngunum, væru frekar á
einhverri lokuðu deildanna. Streita
starfsfólks og vinna munu aukast
enn í sumar vegna frekari lokana
og vaxandi fjölda óreynds starfs-
fólks í sumarafleysingastöðum.
Þörf er á allt að hálfum
milljarði til viðbótar,
að mati Ólafs
Olafssonar, svo unnt
verði að bæta aðstöðu
og starfsskilyrði á
bráðadeildum
o g koma biðlistum
í viðunandi horf.
Ljóst ér að sýkingavörnum og ann-
arri meðferð mun hraka og líkur á
mistökum aukast.
Það er fagleg og siðferðileg
skylda okkar að upplýsa stjórn Rík-
isspítalanna um ástandið eins og
það lýtur að okkur.
Nú er svo komið að hæft starfs-
fólk sem lokið hefur löngu sérfræði-
námi erlendis snýr aftur til íslands
í minnkandi mæli. Mjög vel hæfir
sérfræðingar leita frá íslandi til
starfa erlendis, enda auðvelt að fá
vinnu. Laun skifta að vísu nokkru
máli, en samevrópsk rannsókn t.d.
meðal heilsugæslulækna sýnir að
íslenskir heilsugæslulæknar sinna
fleiri sjúklingum á viku hverri og
minni bið er eftir þjónustu, en í heil-
sugæslu á hinum Norðurlöndunum.
Tekið skal fram að útbúnaður á ís-
lenskum heilsugæslustöðvum er eins
og best verður miðað við nágranna-
lönd. (NIVEL, Netherlands Institute
of Primary Health Care 1994.)
Úrræði
Heilbrigðisráðherra hefur fengið
viðbótarfjármagn til bráðasjúkra-
húsanna en nú kemur í ljós að þörf
er á hærri fjárveitingu. Samkvæmt
útreikningum landlæknisembættis-
ins er þörf á allt að hálfum millj-
arði til viðbótar svo að unnt verði
að bæta aðstöðu og starfsskilyrði á
bráðadeildum og koma biðlistum í
viðunandi horf.
Hvar skal taka þessa ijárupp-
hæð? Landlæknisembættið bendir á
að yfir 100 milljónir eru ætlaðar
árlega til K-byggingar við Landspít-
ala sem hefur verið í byggingu frá
1984. Með sama áframhaldi mun
þeirri byggingu ljúka á 22 árum
(áætlun byggingadeildar heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins).
Lagt er til að áætlun um þá bygg-
ingu verði endurskoðuð frá grunni,
þó að hönnunarkostnaður sé þegar
orðinn fjórðungur af heildarkostn-
aði. Byggingin var áætluð fyrir
15-20 árum og síðan hafa forsend-
ur sjúkrahúsbygginga breyst mikið.
T.d. má nefna að þá var gert ráð
fyrir að 90% allra skurðsjúklinga
þörfnuðust vistunar á legudeildum
eftir aðgerðir, en nú vistast ekki
nema tæp 50% og jafnvel aðeins
25% (St. Jósefsspítali, Hafnarfirði)
slíkra sjúklinga á legudeildum.
í nánustu framtíð má reikna með
að 70% aðgerða fari fram á göngu-
og dagdeildum og þess vegna munu
aðeins 30% sjúklinga þarfnast vist-
unar á legudeildum í framtíðinni.
Sjálfsagt er erfiðara um vik að ná
því fé sem skortir en benda má á
að ef frestað er 20-30 km vega-
framkvæmdum Ijarri byggð og
byggingu brúa fyrir sumarbústaða-
eigendur og sunnudagsferðalanga
má nálgast lungann úr þeim fjár-
veitingum er þarf til þess að bæta
verulega umönnun bráðveiks fólks.
Án efa mætti telja til fleiri tillög-
ur en aðrir mér hæfari eru færir
um slikt.
Niðurstaða
Þetta bréf er skrifað til þess að
lýsa því ástandi sem nú ríkir á
bráðasjúkrahúsum. Áherslur í heil-
brigðisþjónustu hafa breyst á síð-
ustu árum. Þjónusta við sjúklinga
á sérgreinasjúkrahúsum, hvað varð-
ar aðgengi og umönnun, hefur
versnað verulega. Brýnt er að veita
meira fjármagn til heilbrigðisþjón-
ustunnar.
Höfundur er landlæknir.
Tengsl íslensku krónunnar
við Evrópumyntir
TOLUVERÐUR
vaxtamunur er á óverð-
tryggðum skuldbinding-
um gagnvart heþstu við-
skiptalöndum Islands.
Þessi staðreynd endur-
speglar tvö mikilvæg
atriði í íslenskum efna-
hagsmálum. í fyrsta
lagi á íslenska krónan
ekki langan alþjóðlegan
feril að baki og nýtur
því ekk( fulls trúverðug-
leika. í öðru lagi er
ástand efnahagsmála
hér á landi allt annað
en í mörgum viðskipta-
löndum Islands.
íslenska krónan
íslendingar geta fest gengi krón-
unnar einhliða við aðra mynt og
þannig fórnað sjálfstæðri stjórn á
gengi íslensku krónunnar. Þessi
möguleiki er oft nefndur í sam-
bandi við aukið Evrópusamstarf, en
slík stefna hefði það í för með sér
að verðgildi krónunnar myndi fylgja
verðgildi t.d. þýska marksins gagn-
vart öllum öðrum gjaldmiðlum.
Vaxtastefna seðlabanka yrði óvirk
í hagstjórnartilgangi, enda myndu
breytingar skammtímavaxta hér
stjórnast af breytingum skamm-
tímavaxta í Þýskalandi.
Áður fyrr voru
tvenn meginrök fyrir
slíkri stefnu, í fyrsta
lagi væri það liður í
því að ná niður verð-
bólgu og í öðru lagi
hefur slíkt hugsanlega
lækkun viðskipta-
kostnaðar í för með
sér. Fyrri rökin eiga
vart við lengur enda
hefur stöðugleika ver-
ið náð, en síðari rökin
eiga fyrst og fremst
rétt á sér ef þýska
markið yrði gert að
gjaldmiðli hér á landi.
Einhliða tenging
þyrfti ekki að minnka
viðskiptakostnað
nema stefnan sé mjög trúverðug.
Gjaldmiðlaáhætta yrði einnig enn
fyrir hendi (í raun meiri gagnvart
einstökum myntum) en helmingur
viðskipta landsins er við lönd utan
núverandi áhrifasvæðis þýska
marksins. Miðað við ástandið núna
þá myndu vextir lækka við einhliða
tengingu, en vextir í þýskum mörk-
um eru lágir um þessar mundir.
Sjálfstæð króna
hefur ákveðna kosti
Við slíka stefnu verður stjórn
peningamála ekki nýtt til hagstjórn-
í framtíðinni er hugsan-
legt, segir Tómas
Ottó Hansson, að
í Evrópu og á íslandi
verði ein mynt.
ar og því geta íslendingar ekki
brugðist við sveiflum í efnahagslíf-
inu með því að breyta gengi eða
vöxtum. Afleiðingar þess gætu orð-
ið meiri hagsveiflur, nema í því til-
felli þegar ástand efnahagsmála á
íslandi og í Evrópu er samstiga.
Þess vegna er eitt meginskilyrðið
fyrir slíkri stefnu að ísland búi við
svipað efnahagsástand og Evrópu-
þjóðirnar. í skýrslu Seðlabanka ís-
lands um Efnahags- og myntbanda-
lag Evrópu (sérrit 2 1997) kemur
fram að að íslenskar hagsveiflur
eru alls ekki í takt við hagsveiflur
Evrópulandanna hvað svo sem verð-
ur.
Evrópa og lágu vextirnir -
aðrar forsendur
Gengisfall þýska marksins gagn-
vart krónunni hefur aukið umræður
um þetta efni. Hins vegar vil ég
benda á það að efnahagsástandið á
íslandi og í Evrópu er mjög ólíkt,
Tómas Ottó
Hansson
Atvinnuleysi
----Bandaríkin
----Bretland
----ísland
— Japan
----Þýskaland
Heimild: OECD
og tel ég það gott dæmi um þann
vanda sem hlýst af samræmingu
hagstjórnar ólíkra þjóða. Megin-
skýringin á miklum vaxtamun milli
íslands og viðskiptalandanna eru
lágir vextir í Evrópu og Japan.
Skammtímavextir eru víðast 3 til
4% í Evrópu en enn lægri í Japan.
Lágir vextir endurspegla bágt efna-
hagsástand og vaxandi atvinnuleysi
síðustu ár. Atvinnuleysi í Japan
hefur einnig aukist og er mikið í
sögulegum samanburði. Allt annað
er uppi á teningnum ef litið er til
Bretlands og Bandaríkjanna.
Skammtímavextir eru nú um 7% í
Bretlandi, sem er aðeins hærra en
á íslandi. Vextir í Bandaríkjunum
eru aðeins lægri eða 5,3%. Atvinnu-
leysi í þessum löndum hefur farið
minnkandi síðustu ár og er mun
minna en í Mið-Evrópu. Ef setja á
ísland í þennan flokk þá er ekki
vafi á því að efnahagsástandið hér
á landi um þessar mundir er miklu
líkara því sem gerist í „hávaxta-
löndunum" (sjá mynd). Sammerkt
með þessum löndum er að ýmis
merki ofþenslu hafa látið á sér bera.
Þetta þýðir þó alls ekki að íslenska
efnahagskerfið sé líkara kerfínu í
þessum löndum að jafnaði, en þann-
ig er staðan í dag.
Lægri vextir og
mikil eftirspurn geta
skapað þverstæðu
Það er því mitt mat að meiri teng-
ing íslensku krónunnar við Evrópu-
myntirnar væri annmörkum háð við
núverandi efnahagsástand. Það
myndi líklega þýða eftirgjöf í pen-
ingalegu aðahaldi vegna lágra
vaxta í Evrópu, en stöðu þeirra má
rekja til erfiðleika í efnahagsmál-
um. Á íslandi er efnahagsástandið
hins vegar mun betra.
Norðmenn eru í svipuðum spor-
L