Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 15 ÚR VERIIMU Norðmenn ásaka íslendinga um brottkast og smáfiskadráp í Smugunni Islenskur eftirlitsmaður verður sendur í Smuguna FISKISTOFA hefur ákveðið að senda eftirlitsmann í Smuguna sem ætlað er að ganga úr skugga um hvort ásakanir Norðmanna um smá- fískadráp og brottkast íslenskra tog- ara í Smugunni eigi við rök að styðj- ast. Formleg kvörtun þessa efnis barst íslenska sjávarútvegsráðu- neytinu frá norsku Fiskistofunni fyr- ir fáeinum dögum, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins byggj- ast ásakanir Norðmanna einkum á prufuhali norska rannsóknaskipsins Jóhann Hjört á þeim slóðum er ís- lensku togararnir hafa haldið sig auk þess sem menn frá norsku strand- gæslunni höfðu farið um borð í fjóra íslenska togara að fengnu samþykki viðkomandi skipstjóra til að mæla fisk. Ekki lá fyrir í gær hvernig ís- lenska eftirlitsmanninum yrði komið í Smuguna, en hann færi væntanlega með fyrstu ferð, sem gæfist, frá íslandi eða frá Noregi og þá með aðstoð Norðmanna. Samkvæmt upp- lýsingum frá Fiskistofu nemur kostnaður vegna eftirlitsmanns um borð í fullvinnsluskipum 14.200 krónum á dag auk fæðiskostnaðar sem kemur til með að lenda á út- gerð þess skips, sem eftirlitsmaður- inn er á. Stærðarsamsetningin þótti athugunarverð „Norðmenn halda því fram að ís- lenskir sjómenn séu að henda fiski og drepa smáfisk allt niður í 15 cm og hefur íslenska sjávarútvegsráðu- neytið því farið þess á Ieit við okkur að við skoðum málið með því að senda eftirlitsmann á svæðið," segir Guðmundur Karlsson, forstöðumað- ur veiðieftirlits Fiskistofu. „Við höfum enga fyrirfram skoð- un á því hvað þarna er á ferðinni, en íslenskir sjómenn mótmæla þessu og segja að rangt sé með farið hjá Norðmönnum, sem teija eitthvað athugavert við stærðarsamsetningu afians." Að sögn Guðmundar hefur aldrei áður verið óskað eftir því að eftirlitsmenn frá Fiskistofu yrðu í Smugunni þó þangað hafi einu sinni áður verið sendur þangað maður. Hingað til hafí verið talið nægjan- legt að hafa þarna íslenskt varðskip, en því væri á hinn bóginn ekki að fagna nú. Mælingarnar gerðar þegar ekkert fiskaðist „Þarna er greinilega eitthvert áróðursstríð í gangi enda höfum við allt aðrar upplýsingar frá áhöfnum skipanna heldur en Norðmenn eru að bera á borð fyrir okkur. Þeir vilja auðvitað ekki mála Smuguveiðar okkar í björtum litum enda liggur það fyrir að þeir eru andvígir þeim,“ segir Kristján Þórarinsson, stofn- vistfræðingur hjá LÍÚ. Að sögn Kristjáns er þessi um- ræða ekki ný af nálinnu. Hún hafi að heita má komið upp árlega eftir að ísiendingar fóru að venja komur sínar í Smuguna og draga megi mjög í efa þá aðferðafræði, sem Norðmenn hafi beitt við mælingar sínar, en þær hafi farið fram á því tímabili, sem ekkert fiskaðist. „Tog norska rannsóknaskipsins var, skv. okkar upplýsingum, tekið með klæddum poka í vörpunni, sem þýð- ir mjög fínriðið net inni í veiðarfær- inu sjálfu, allt að 40 mm möskva, en íslensku skipin væru með 155 mm möskva troll og smáfiskaskiljur mörg hver. Það er m.ö.o. ekki hægt að bera saman það sem rannsókna- skip gerir með fínriðnu neti og það sem fiskiskip gerir með veiðarfæri. Sömuleiðis hafa þær áhafnir, sem haft hefur verið samband við, tjáð okkur að norsku mælingamennirnir hafi ekki tekið heiðarleg sýni um borð í þeim fjórum togurum, sem þeir munu hafa farið í, heldur valið smæsta fiskinn tii að mæla.“ Ómerkilegl áróðursbragð „Ásakanir Norðmanna um smá- fiskadráp íslendinga koma alltaf á hverju ári um leið og fer að fiskast. Að mínu mati er þetta hluti af ómerkilegu áróðursbragði Norð- manna. Þeir eru aðeins að reyna að gera okkur tortryggilega, eins og þeir reyndu í fyrra og hitteðfyrra," segir Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, sem gerir út þijá togara í Smuguna að þessu sinni, Gnúp, Hrafn Sveinbjarnarson og Dagrúnu. „Okkar útbúnaður er þannig að við erum með stærri möskva í trollunum heldur en Norðmenn, 155 mm möskva á móti 120 mm möskva Norðmanna auk þess sem við erum með smáfiskaskiljur um borð í okkar skipum enda hefur stærðin á þeim fiski, sem við höfum verið að fá, verið mjög góð.“ Eiríkur tekur í sama streng og talsmaður LÍÚ þegar hann segir að prufuhal norska rannsóknaskipsins gefi engan veginn rétta mynd af ástandinu þar sem hvert einasta kvikindi á slóðinni komi í klædda vörpuna. Hann segist á hinn bóginn fagna ákvörðun um að senda ís- lenskan eftirlitsmann í Smuguna. „Mér finnst þessi ákvörðun af hinu góða og hef ekkert á móti henni. Eg er sannfærður um að þeir íslend- ingar, sem eru nú á Smuguslóðinni, eru mér sammála." Hægt áð flaka hvert einasta kvikindi íslenskir sjómenn norður í Smugu eru ævareiðir vegna ásakana Norð- manna um smáfiskadráp íslendinga. Brynjólfur Stefánsson, stýrimaður á Þerney RE, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vísa þessum ásökunum Norðmanna til föðurhús- anna. „Þetta er bara bull og tómt kjaftæði. Hér hefur ekkert smáfiska- dráp verið stundað. Við erum að veiða fínan þorsk og hérna er engu hent í sjóinn. Ekki einu sinni einn kassi er kominn í undirmál hjá okk- ur. Fiskurinn hefur ekki verið smærri en svo að hægt hefur verið að flaka hvert einasta kvikindi." Veiðin að glæðast Samtals eru nú 29 íslensk skip í Smugunni og hefur veiðin verið að smáglæðast í vikunni. í fyrradag voru togararnir að fá frá fímm og upp í tuttugu tonn í hali eftir sjö til átta tíma tog, en í gær var kominn afturkippur í veiðina þegar skipin voru að fá frá pínulitlu og upp í fimmtán tonn eftir tíu til tólf tíma tog, skv. upplýsingum Versins úr Smugunni í gær. Þetta eru mun betri aflabrögð en þau sem áður höfðu verið, en allt þar til í þessari viku, höfðu togararnir ekki verið að fá nema eitt til eitt og hálft tonn í haii. „Við erum fullir bjartsýni á að áfram verði góður reytingur,“ sagði Brynjólfur Stefánsson, stýrimaður á Þerney. Hringormaumræða í þýska sjónvarpinu Gæti haft víðtæk áhrif á fisksölu ÓTTAST er að sjónvarpsþáttur um hringorma í fiski sem sýnd- ur var í þýska sjónvarpinu í fyrrakvöld hafi víðtæk áhrif á sölu fersks fisks þar. ÞÝSKA ríkissjónvarpið sýndi í fyrra- kvöld heimildarþátt þar sem fjallað var um hringorma í ferskum fiski. Framleiðendur þáttarins gerðu sams konar þátt fyrir tíu árum sem hafði mikil áhrif á sölu fiskafurða í Þýska- landi. Því er þó spáð að áhrifin verði ekki eins víðtæk nú. Umfjöllunin um hringormana var í fréttaskýringaþættinum Monitor, sem þekktur er fyrir gagnrýna og hispurslausa umfjöllun um menn og málefni. í þættinum í fyrrakvöld voru tekin fyrir ijögur önnur mál- efni. Mest var gert úr umfjölluninni um hringormana, en hún tók um 10 mínútur. Helgi Sigurðsson, markaðs- og kynningarstjóri íslenskra sjávaraf- urða, segir að ekki séu komin fram nein áhrif á sölu vegna þáttarins og ekki mætti búast við slíku fyrr en eftir helgi. Hann segir erfitt að segja til um hver áhrifin verði en ljóst sé að þátturinn eigi eftir að hafa áhrif á sölu allra fiskafurða, þó spjótunum sé einkum beint gegn ferskum fiski í þættinum. „Það er í raun mjög ósanngjarnt. Þátturinn sýnir einung- is hvernig vinnslan er í Bremerhaven á ferskum fiski sem þar er landað. Þátturinn sýnir ekki vinnslu á fiski sem er seldur frosinn inn í landið. Hugsanleg áhrif bitna saml sem áður á framleiðendum frosins fisks og að því leyti er þátturinn ekki nógu fagmannlega gerður." Framleiðendur þáttarins tóku hringorma til umfjöllunar í heimild- arþætti fyrir um tíu árum og var Helgi þá staddur í Þýskalandi. Hann segir þáttinn þá hafa haft geysileg áhrif, sérstaklega á sölu fersks fisks. „Þeir framleiðendur sem ekki voru viðbúnir stöðvuðust alveg,_ sérstak- lega minni framleiðendur. í kjölfarið voru gerðar meiri kröfur og settar reglugerðir sem sumir höfðu ekki bolmagn til að standa undir. Það kom einnig lægð í sölu okkar afurða en við náðum að vinna okkur upp úr henni hægt og hljótt. Þegar þetta kemur siðan upp í annað skipti, myndi maður halda að áhrifin ættu að verða vægari. Á síðustu árum hefur verið gert stórátak í meðferð á afurðinni," segir Helgi. Ekki minnst á ísland Helgi segir að í þættinum fyrir tíu árum hafi sjónum alls ekki verið beint sérstaklega að fiski £rá ís- landi. Þar hafi einkum verið sýnd vinnslan í Bremerhaven og frá sölu á uppþíddum eða ferskum fiski í búðum. Ekki hafí verið í neinum til- fellum sagt frá því hvaðan fiskurinn kom. „Löndunum íslenskra skipa hefur fækkað mikið miðað við sem var og því finnst mér þátturinn núna ekki sýna sömu mynd og fyrir tíu árum. Þátturinn er því í raun áfellis- dómur yfir vinnslunni í Bremerhaven þó að áhrifin bitni á öllum. Það er hins vegar ekki gott að segja hvað framleiðendum þáttarins gengur til. Eflaust búa einhverjir neytenda- hagsmunir hér að baki. Fyrir tíu árum kom upp sú umræða að ein- hver samtök stæðu á bak við gerð þáttarins og oili það miklu fjaðra- foki. En það var ekki hægt að sanna neitt slíkt," segir Helgi. Veltur á helgarpressunni Valdimar Hannesson, sölu- og markaðsstjóri ferskfisks hjá sölu- skrifstofu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Hamborg, segir að viðbrögð við þættinum, ef einhver verði, kpmi ekki fram fyrr en eftir helgi. „Ég hef verið í sambandi við markaðinn í dag, bæði framleiðend- ur og eins stórmarkaði og heildsala, og enginn þessara aðila er farinn að finna fyrir sérstökum samdrætti. Það sem skiptir mestu máli er hvern- ig þýska pressan tekur á málinu um helgina, hvort þeir blása það upp en taki önnur mál framyfir. Ef sleg- ið verður upp stórum fyrirsögnum um hringorma í blöðum um helgina verður fjandinn laus.“ Á ekkivon á hruni Valdimar segir segir sína tilfinn- ingu vera að þátturinn muni ekki hafa veruleg áhrif, þó búast megi við einhveijum samdrætti næstu tvær vikurnar. „Ég á ekki von á að það verði hrun í fisksölu, líkt og var í kjölfar þáttarins 1987. Mér fannst koma nokkuð skýrt fram í þættinum, og eins í umræðuþætti á eftir, að hættan væri mun minni eða engin í frystum fiski. Ég tel því að áhrif- in, ef einhver verða, muni nær ein- göngu beinast að ferskum fiski.“ „I þættinum var reynt að gera hlutina eins ógeðfellda og mögulegt er. Þeir keyptu til að mynda síld í einhverri verslun á Bremerhaven- svæðinu og fóru með hana í óháða matvælastofnun. Þar slægðu þeir hana og í ljós komu lifandi ormar sem sprikluðu á slóginu. Þetta fyllti út í sjóvarpsskjáinn og því ekki girni- legt,“ segir Valdimar. ITALSKIR SKOR HAUSTLINAN 1997 nr. 1417 kr. 12.500 : nr. 1477 kr, 10.500 nr. 1426 kr. 10.500 nr. 1416 kr. 10.500 : nr. 1418 kr. 11.500 Nýr ilmur frá MARIELLA BURANI ÞREP LAUGAVEGI 76 SÍMI 551 5813
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.