Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
í MINNINGU ROKKKÓNGSINS
Milljónir aðdáenda Elvis Presleys
minnast þess í dag að liðin eru tutt-
ugu ár frá því hann lést á heimili
sínu Graceland í Memphis. Af því
tilefni rifjar Sveinn Guðjónsson
upp goðsögnina um rokkkóng-
inn og sögusagnir varðandi
dauða hans og „eilíft líf'.
YFIRSKRIFT þessarar
greinar er slagorð sem aðdá-
endur rokkkóngsins sáluga,
Elvis Presley, flíka gjarnan við há-
tíðleg tækifæri og eiga þá vísast við
að svo lengi sem tónlist hans lifir
muni minning hans aldrei gleymast.
Ekki er ástæða til að gera lítið úr
því, þótt hitt megi vafalaust draga
stórlega í efa að kóngurinn sé enn á
lífi, eins og sumir hörðustu Presley-
aðdáendur halda fram. Sögusagnir
um þetta hafa gengið ljósum logum
allar götur frá því Elvis lést og full-
yrðingar þess efnis, að honum hafi
sést bregða fyrir á hinum ólíkleg-
ustu stöðum víða um heim skjóta
upp kollinum við og við, sem vita-
skuld eru óskhyggja ein. En þessar
sögusagnir undirstrika hversu sár
söknuður margra varð, þegar þessi
ástsæli söngvari lést langt fyrir ald-
ur fram, aðeins 42 ára gamall.
Raunar er með ólíkindum hversu
fersk minningin um Elvis er enn í
hugum milljóna manna og má af því
draga þá ályktun að líklega hefur
Elvis verið vinsælasti skemmti-
kraftur, sem uppi hefur verið í
heiminum, fyrr og síðar. Einkum
eru það Bandaríkjamenn sem gera
sér dælt við minninguna um þennan
ástsæla þjóðardýrling sinn og að
undanfómu hafa þarlend blöð og
tímarit birt lærðar greinar um feril
hans, og ekki síður óvæntan og „dul-
arfullan" dauðdaga, sem bar upp á
þennan dag, 16. ágúst, árið 1977.
Tilgátur um marð
eða sjáifsmarð?
Það er fróðlegt að glugga í þessi
skrif, þar sem slegið er fram ýmsum
tilgátum um hvemig dauða
rokkkóngsins bar að höndum, að-
dragandann og eftirmál, og sýnist
þar sitt hverjum. I einni greininni er
því gert skóna að Elvis hafi verið
hjálpað yfir móðuna miklu og þar
hafi verið að verki bandaríska mafí-
an, enda hafi Presley búið yfir
v . |
hættulegri
vitneskju
um vafa- — wnilW»W»a««f
sama starf-
semi glæpasamtakanna. Ber grein
þessi yfirskriftina „Þess vegna varð
Elvis að deyja", og er skrifuð af
þeirri innlifun og sannfæringar-
krafti sem bandarískum blaðamönn-
um einum er lagið. Önnur grein
undir fyrirsögninni „Hver myrti El-
vis?“ er í svipuðum dúr og þar full-
yrt að hann hafi átt að bera vitni í
máli alríkislögreglunnar FBI gegn
mafíunni um það leyti sem hann lést
svo sviplega. Þar er ennfremur full-
yrt að FBI hafi haft undir höndum
leynilega skýrslu og sannanir um
áætlun um að myrða Elvis, og hafí
hann því verið undir sérstöku eftir-
liti alríkislögreglunnar.
Nokkrir greinahöfunda gefa í
skyn að Elvis hafi svipt sig lífi og
vitna í stjúpmóður hans, Dee
Presley, máli sínu til stuðnings. Er
hún sögð hafa látið þau ummæli
„leka út“ að Yemon Presley, faðir
Elvis sem nú er látinn, hafi sagt sér
í trúnaði að Elvis hafi skilið eftir sig
bréf þess efnis, að hann væri með
ólæknandi krabbamein og gæti ekki
hugsað sér að ganga í gegnum
kvalafullt dauðastríð sem slíkum
sjúkdómi fylgdi. Hann væri betur
kominn í gröfinni, við hlið móður
sinnar, sem lést er hún var 42 ára,
eða á sama aldursári og Elvis var er
hann lést.
Hin opinbera skýring á dauða El-
vis er hins vegar sú að hann hafi lát-
ist af völdum hjartaslags. Margir
eru þó þeirrar skoðunar að of stórir
skammtar lyfja, sem hann notaði að
staðaldri, hafi átt sinn þátt í dauða
hans. Talið er fullvíst að við krufn-
ingu hafi fundist í líkama
rokkkóngsins fjölskrúðug blanda af
lyfjum, þar á meðal sérlega magn-
aður skammtur af codeini. Vitað er
að Elvis misnotaði sterk verkjalyf
af ýmsu tagi, svo og svefnlyf, róandi
lyf og örvandi lyf, og áttu öll þessi
Lífs eða liðinn?
Sögusagnir um að Elvis væri á
lífi og við góða heilsu komust á
kreik aðeins nokkrum mánuð-
um eftir jarðarförina á
herrasetri hans Graceland í
Memphis. Á nýársdag 1978
taldi Mike nokkur Joseph
sig hafa séð hann á bak
við gluggatjöldin, þar
sem hann horfði bros-
andi á gröfina og
fólkið sem þar hafði
safnast saman til að
votta minningu hans
virðingu sína. Á
næstu dögum og vik-
um gáfu fleiri sig fram, sem
höfðu sömu sögu að segja, og
síðan fóru að berast tilkynning-
ar víðs vegar að úr Bandarfkj-
unum frá fólki, sem taldi sig
hafa séð Elvis ljóslifandi.
Reyndar hafa einnig borist til-
kynningar víðar að úr heimin-
um þar sem rokkkóngurinn á að
hafa skotið upp kollinum. Ósk-
hyggja að sjálfsögðu, - eða
hvað?
Árið 1994 sendi sjálfskipuð
rannsóknamefnd, The
Presley Commission, frá
sér skýrslu þar sem lögð
voru rök að því að and-
lát Elvis hefði verið
sett á svið að undirlagi
bandarísku alrfkislög-
reglunnar til að forða
honum frá morðsam-
særi, og hann hefði síð-
an farið huldu höfði.
Það þarf auðvitað ekki
að taka það fram að
nefndin var skipuð fólki
sem átti það sameiginlegt að
vera miklir Presley-aðdáendur
og ef til vill hefur það haft sitt
að segja varðandi niðurstöðu
rannsóknarinnar. Hér verður
ekki tekin afstaða til þessa enda
verður hver og einn að gera það
upp við sjálfan sig hverju hann
vill trúa I þessum efnum.
fSjBJ
1
M
■r lyf það sanieigin- 3H
legt að fást út á lyf- fH
seðla frá læknum, en 9
9^ þau geta reynst mönnum n
9 jafnhættuleg og ólögleg
9 eiturlyf, séu þau notuð í
■ óhófi. Krufningsskýrslunni
í hefur hins vegar verið haldið H
leyndri og var líkami Elvis krufinn ^
undir nafninu „Ethel Moore“ til að '
villa um fyrir þeim sem hugsanlega
hefðu áhuga á að hnýsast í skýrsluna.
„Hvers vegna var þetta gert?“ spyr einn
greinahöfunda og þykir málið allt hið tor-
tryggilegasta.
Banvænn skammturé9
ELVIS á einum frægustu tónleikum
sínum „Aloha From Hawaii“ árið
1972, en þeim var sjónvarpað beint
um víða veröld og talið að hundruð
milljóna manna hafi horft á.
Um lyfjainntöku Presleys síðustu klukku-
stundimar fyrir andlátið segir blaðamaðurinn og
rithöfundurinn Albert Goldman að Presley hafi
fyrst gengið til náða um klukkan hálfsjö um morg-
uninn og hafi þá hringt niður eftir svefnlyfjum sín-
um. Stjúpbróðir hans, Rickey Stanley, sem var á
„vakt“ kom þá upp með nokkrar Dilaudid-töflur, en
um klukkan átta vaknaði Ginger Alden, þáverandi
lagskona Elvis, við það að hann hringdi niður eftir
meiri svefnlyfjum. Rickey kom þá upp með „venjuleg-
an“ svefntöfluskammt, þar á meðal Quaalude, Seconal,
Tuinal, Amytal, Valium og tvær Demerol-töflur, alls
voru þetta átta töflur og banvænn skammtur fyrir
venjulega manneskju. „En þetta var skammturinn sem
Elvis tók á hverjum einasta morgni áður en hann komst
í ró,“ segir Goldman.
Elvis mun þó hafa óttast að þessi skammtur dygði
ekki því hann varð sér úti um þriðja lyfjaumslagið þennan
morgun og í þetta skiptið var það frænka hans Delta Mae,
sem færði honum lyfin. Engin vitni eru að athöfnum Elvis
eftir að hann tók við lyfjunum, að Ginger undanskilinni, en
hún var sofandi og rumskaði aðeins við og við. Hún var
hálfsofandi þegar hún varð vör við að Elvis tók sér bók í
hönd og hélt í átt til baðherbergisins. „Ég ætla inn á bað-
herbergi, djásnið mitt, og lesa stundarkorn," sagði hann.