Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MININIIIMGAR LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 43 f F.h. stjórnar Kaupfélags Stöð- firðinga, Bjarni Gíslason. Þegar ég var yngri voru helstu áhyggjur mínar tengdar dauðanum þær að ef ég myndi deyja fyrir ald- ur fram biði mín enginn í himnaríki þar sem enginn mér nákominn hafði I dáið. Þar til í síðustu viku hafði ég verið svo gæfusöm að svo var enn. Það var svo á tuttugasta og fjórða I afmælisdeginum mínum að elskulegi * afí minn kvaddi þennan heim og hélt til himna. „Afí fyrir austan“ eins og við systkinin kölluðum hann, var eins og góðu, vitru gömlu mennirnir í sögubókunum. Eg segi gömlu því að allt frá fyrstu minningu minni um hann til þeirrar síðustu fínnst Imér hann alltaf hafa verið eins. Útitekinn, hvíthærður, góðlegur full- orðinn maður sem hafði ákveðna „afalykt". Lykt sem táknaði í mínum huga ást, góðvild og umhyggju. Ég fínn hana enn sterkt er ég hugsa til allra þeirra skipta sem hann kom og klappaði mér á höfuðið, kyssti mig á ennið og sagði að hann sæi það í augunum á mér að ég væri góð og falleg. Ég veit að honum fannst það því afí var svo einlægur | að hann talaði aldrei nema beint frá hjartanu og það góður að hann sá það besta í hvetjum og einum. Ég spurði afa einhvern timann þegar ég var lítil hvers vegna fólk fengi hrukkur og hann sagði það vera ör sálarinnar. Allt það sem fólk tækist á í lífínu mætti lesa af and- liti þess. Ég man hversu oft við vorum inni í heitu eldhúsinu á Hóli, við afí nýbúin að gefa hænunum, og hann kominn inn til að fá sér kaffí. Hann sat með augun lygnd aftur meðan hann hlustaði á veður- * fréttimar og ég sat á móti honum og reyndi að ímynda mér hvaða saga lægi á bak við hveija línu í andliti hans. Oft reyndi ekki á ímyndunaraflið því afí var mikill sögumaður. Hann sagði okkur krökkunum ótrúlegar sögur sem oftar en ekki höfðu einhvern boð- skap. Eftir því sem við urðum eldri tóku sögurnar nýtt form, sem og boðskapurinn. Þegar ég varð táning- ur fór hann að spyija mig hvort ég ? ætlaði nú nokkuð að fara að binda mig svona ung, en ef ég ætlaði mér það ætti ég að velja með hjartanu en ekki augunum, því öllu skipti að maðurinn hefði gott hjartalag. Hann sagði það best að bíða eftir þeim eina rétta, enda hefði hann gert það og fengið bestu konu í heimi sem hann elskaði ávallt jafnheitt. Það sá maður greinilega því hann var sí- fellt að hrósa ömmu og dásama. Afí hafði unun af því að vera úti Ií náttúrunni og þá sérstaklega fyrir austan á staðnum sem hann elskaði. Ég sá hann jafnvel eitt sinn tárast þegar við keyrðum inn fjörðinn eftir að hann hafði verið fyrir sunnan. Hann elskaði sjóinn og fyöllin sem umluktu fjörðinn. Það var ávallt mik- il tilhlökkun að fara austur um sum- arið og þá ekki síst að fara í steinale- g it með afa upp á fjall eða fyrir Bjöm Frey að fara með honum í fuglaskoð- un og niður í fjöru að leita eftir gler- g brotum sem sjórinn hafði mótað. ■ Hlutir sem mér fannst ósköp smá- vægilegir, eins og brúni frakkinn hans afa og svarta húfan, pírðu góð- legu augun hans, göngulagið og hvemig hann strauk á sér skeggið verða núna mikilvæg atriði sem toga aftur og aftur í allar þær góðu minn- ingar sem ég og bræður mínir eigum g um afa. Minningar og sögur sem ■ eiga eftir að fylgja okkur það sem eftir er. Afi sagði alltaf að ágúst væri besti mánuður ársins. Þá væri birt- an fallegust, berin kæmu og það væri besti tíminn til að ganga á fjöll. Þennan ágústmánuð hafði afi ekki þrek til að gera það sem hon- um þótti svo vænt um. Því er það gott að hann fékk að fara þangað sem honum líður betur. Þar sem <jj hann getur gengið upp á hæstu fjallstinda, tínt öll þau ber sem hann vill og horft yfír sjóinn og okkur öll sem minnumst hans. Hildur Björg. Borg’arskák- mótíð á mánudag skák Ráöhús Reykjavíkur BORGARSKÁKMÓT 1997 Borgarskákmótið 1997 verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á af- mælisdegi borgarinnar mánudag- inn 18. ágúst. Mótið hefst kl. 15:00. Á HINU árlega vinsæla Borgarskákmóti eru tefldar sjö umferðir og er umhugsunartíminn 7 mínútur á skákina. Eins og í fyrra mun borgar- stjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leika fyrsta leiknum á mótinu. Fyrsta Borgarskákmótið var haldið á 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar árið 1986 og hefur verið haldið á hveiju ári síðan og er þetta því í 12. skipti sem mót- ið fer fram. í fyrra tóku 84 skák- menn þátt í mótinu, þar á meðal flestir sterkustu skákmenn lands- ins. Tefidar eru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi og umhugsunar- tími er 7 mínútur á skák. Þátt- taka í mótinu er ókeypis og áhorf- endur eru velkomnir. Keppt er um farandbikar, sem Reykjavíkurborg gaf til keppninn- ar. Auk þess eru peningaverðlaun fyrir þijú efstu sætin. Fyrstu verð- laun eru kr. 12.000, önnur verð- laun kr. 7.000 og þriðju verðlaun kr. 5.000. í fyrra sigruðu íslensk- ir aðalverktakar á mótinu, en Hannes Hlífar Stefánsson tefldi fyrir þeirra hönd. Rétt er að vekja athygli á því að fjöldi þátttakenda er tak- markaður og þeir sem skrá sig fyrst ganga fyrir með þátttöku. Daði Örn Jónsson (sími 557-7805) og Ríkharður Sveins- son (sími 568-2990) taka við skráningu þátttakenda í síma. Eins og undanfarin ár halda Taflfélag Reykjavíkur og Taflfé- lagið Hellir mótið í sameiningu. Alþjóðaskákmót Hellis Taflfélagið Hellir hefur ákveðið að efna til alþjóðlegs skákmóts í haust. Mótið hefst föstudaginn 24. október. Tefldar verðar 9 umferðir, ein umferð á dag, þann- ig að mótinu lýkur laugardaginn 1. nóvember. Mótið verður öllum opið. Reiknað er með að 6 stór- meistarar taki þátt í mótinu auk 6-8 alþjóðlegra meistara. Mótið ætti því að bjóða upp á kjörið tækifæri til þess að ná alþjóðleg- um titiláföngum. Þátttökugjöld í mótinu ráðast af alþjóðlegum skákstigum. Fé- lagsmenn Hellis fá sérstakan af- slátt frá þátttökugjöldum. Þátt- tökugjöld verða eftirfarandi (Þátt- tökugjöld utanfélagsmanna eru sýnd innan sviga) Yfir 2300 stig: Ókeypis (5.000) 2205-2300 stig: kr. 3.000 (8.000) 2105-2200 stig: kr. 6.000 (12.000) 2000-2100 stig: kr. 9.000 (15.000) Stigalausir: kr. 12.000 (20.000) Islenskir skákmenn þurfa yfir- leitt að leita til útlanda eftir mót- um af þessu tagi, með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Hér gefst þeim því kostur á að ná titilá- fanga, eða fá alþjóðleg skákstig, með mun minni kostnaði en fylgir þátttöku í erlendu móti. Þeir sem greiða þátttökugjaldið fyrir 15. september fá 2.000 króna afslátt. Skráningarfrestur rennur út 10. október. Miðað við þátttökuna í fyrsta alþjóðlega Hellismótinu árið 1993 má búast við að töluverðir mögu- leikar verði á titiláföngum. Þá eiga skákmenn sem ekki eru með alþjóðleg skákstig, en náð hafa styrkleika upp á u.þ.b. 2.000 stig, einnig góða von til þess að kom- ast á hinn alþjóðlega stigalista FIDE. Hraðskákkeppni taflfélaga á Suðvesturlandi Hraðskákkeppni taflfélaga á Suðvesturlandi er nú haldin í þriðja sinn. Átta félög taka þátt í keppninni, sem er útsláttar- keppni. Fyrstu umferð er nú lokið og var hún afar spennandi. I tveimur af fjórum viðureignunum ultu úrslitin á einni skák. Fyrir- komulag keppninnar er þannig að hvert lið er skipað sex skák- mönnum og eru tefldar tvær skák- ir með 5 mínútna umhugsunar- tíma við hvern liðsmann andstæð- inganna. Heildarfjöldi skáka í hverri viðureign er því 72 og það lið kemst áfram, sem hlýtur fleiri vinninga. Það er Taflfélagið Hell- ir sem stendur fyrir þessari keppni. Taflfélagið Hellir sigraði í keppninni í fyrra eftir að hafa slegið Taflfélag Reykjavíkur út í fyrstu umferð með minnsta mun, 37 vinningum gegn 35. Heilladís- irnar snerust hins vegar á sveif með TR að þessu sinni og lokatöl- urnar urðu þær sömu og í fyrra, en nú TR í vil. Eftir fyrstu umferð- irnar í viðureign þessara sterkustu félaga landsins var allt útlit fyrir stórsigur Hellis. Smám saman náði TR þó að saxa á forskotið og sigra í viðureigninni. Hvorugt félagið náði að stilla upp sínu sterkasta liði. Viðureign Skákfélags Hafnar- fjarðar og Taflfélags Kópavogs var ekki síður spennandi. Reyndar þróaðist hún mjög svipað og hjá Helli og TR. Hafnfirðingar fóru vel af stað, en misstu smám sam- an niður forystuna í seinni hlutan- um og töpuðu að lokum með minnsta mun. Hinar tvær viðureignirnar í fyrstu umferð voru ekki jafn- spennandi. Skákfélag Selfoss sigraði Taflfélag Akraness með 42 vinningum gegn 30 og Taflfé- lag Garðabæjar sigraði Skákfélag Keflavíkur með 45 vinningum gegn 27. A fimmtudaginn var síðan dregið í aðra umferð keppninnar. Þá keppir Taflfélag Garðabæjar við Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Selfoss_ við Taflfélag Kópavogs. Það er Ólafur Ásgríms- son, alþjóðlegur skákdómari, sem hafði umsjón með drættinum, en hann er jafnframt úrskurðaraðili í deilumálum, sem upp kunna að koma í keppninni. Bolvíkingar leggja ísfirðinga Þann 29. júní fór fram bæjar- keppni í skák milli Bolungarvíkur og ísafjarðarbæjar. Bolvíkingar skoruðu ísfirðinga á hólm og var teflt í sjómannastofu Bolungar- víkur. Sveitir liðanna voru skipað- ar sex einstaklingum og voru þeir eftirfarandi: Bolungarvík: Daði Guðmundsson, Falur Þorkelsson, Guðmundur Einars- son, Guðmundur M. Daðason, Magnús Siguijónsson og Unnsteinn Sigurjóns- son. ísafjarðarbær: Einar Garðar Hjalta- son, Hlynur Þór Magnússon, Jakob Thorarensen, Ólafur Thorarensen, Smári Haraldsson og Sigurður Ólafs- son. Fyrirkomulagið var þannig að teflt var á sex borðum og tefldu allir við alla, þ.e. sex umferðir samtals. Umhugsunartíminn var 10 mínútur á mann. Bolvíkingar náðu strax öruggri forystu sem þeir juku jafnt og þétt allt til loka og sigruðu að lokum með 26 vinn- ingum gegn 10 vinningum ísa- íjarðarbæjar. í lið ísfírðinga vant- aði nokkra af þeirra sterkustu skákmönnum en minna var um afföll í liði Bolvíkinga. Eftir tafl- rnennskuna sögðu Smári og Daði nokkur orð og þökkuðu þeir drengilega keppni fyrir hönd sinna liða. Vonandi verður þessi óformlega bæjarkeppni upphafið á öflugra skáklífi vestur á fjörðum en verið hefur síðastliðin ár. ís- firðingar hafa þegar boðið Bolvík- ingum í heimsókn og næsta skref er að efla unglingastarfið með haustinu. Helgi Ólafsson í 2.-4. sæti Fyrir síðustu umferð á alþjóð- lega mótinu í Stokkhólmi er Eist- inn Mikhail Rytsjagov efstur með 7 72 v. af 10 mögulegum. Helgi Ólafsson kemur næstur með sjö vinninga ásamt þeim Tarvo See- man, Eistlandi og Rússanum Evgení Agrest, sem býr í Sví- þjóð. Svíarnir Lars Karlsson og Ralf Ákesson 672 v. eru í 5.-6. sæti, Helgi tapaði í tíundu og næstsíðustu umferð fyrir John- Paul Wallace frá Ástralíu, sem vann þar fyrstu skák sína á mót- inu. I síðustu umferðinni tefla Helgi og Ákesson en Rytsjagov mætir Svíanum Patrick Lyrberg sem hefur hlotið 3 'U v. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur staðið sig vel á stóra opna mótinu í Berlín og er með þrjá vinninga eftir fimm umferðir. M.a. hafði Guðfríður lagt að velli þýskan skákmann með 2.100 stig. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson + Faðir minn, bróðir okkar og mágur, GÍSLI KRISTINN GUÐBRANDSSON, skipstjóri, Laugateig 10, sem andaðist á heimili sínu 12. ágúst, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Sverrir Gíslason, Guðbjörg H. Guðbrandsdóttir, Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Þorbjörg Jósefsdóttir, Gunnar Pétursson, Gunnar Richardson, Þórarinn Óskarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ARINBJARNAR STEINDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks hjartadeildar Landspítalans. Steinunn Jónsdóttir, Kristján Arinbjarnarson, Inger Persson og barnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför PÁLMA JÓHANNSSONAR, Odda, Dalvík, og vottuðu minningu hans virðingu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Flornbrekku í Ólafsfirði og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Hannesdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar systur minnar og móðursystur okkar, SOFFÍU VIGFÚSDÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á deild 14G og 11E á Landspítalanum fyrir frá- bæra hjúkrun og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Marta Holdo, Inga Holdo, Borghild Inger Steingrímsdóttir. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.