Morgunblaðið - 16.08.1997, Page 56

Morgunblaðið - 16.08.1997, Page 56
56 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNBÖND/KVIMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP V ar Reeves myrtur? HOLLYWOOD býr yfír nokkrum góðum sögum svo kvikmyndagerðarmenn þurfa ekki að leita langt yfir skammt ef þeir þekkja sína heimamenn, Sannar sögur eru vinsælt við- fangsefni og nú hafa Permut Presentations og Citadel Ent- ertainment tryggt sér réttinn til að kvikmynda sögu George Reeves, leikarans sem fór fyrst- ur með hlutverk Superman í sjónvarpi, en andlát hans hefur vakið upp spurningar í gegnum tíðina. Reeves fannst látinn á heimili sínu árið 1959 og niðurstaða opinberar rannsóknar var að hann hefði svipt sig Iífi. Á síð- asta ári kom síðan út bók Sam Kashner og Nancy Schoen- berger, „Hollywood Kryptonite: The Bulldog, the Lady and the Death of Superman", þar sem HANDRITIN HEIMA í tílefni af iieímkomu handritanmi eru mörg fegurstu og merkustu handrit þjóðarínnar til sýuis í Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði við Suðurgötu. Opið alla daga frá 13-17 til 31. ágúst Mikill hluti handritanna var fluttur með Eimskipafélagi íslands. EIMSKIP Konungsbók eddukvæða, Snorra-Edda, Flateyjarbók, Möðruvallabók, íslendingabók, Landnáma, Grágás, Jónsbók. Á sýningunni eru nú einnig handritin sem síðast komu: Fegursta handritið (Stjórn) og elsta handritið sem skrifað er á íslenska tungu (predikanasafn). í sérstökum sýningarsal er hægt að fá innsýn í þann heim sem handritin geyma og hlusta á tónlist úr segulbandasafninu. leiddar eru líkur að því að Reev- es hafí verið myrtur af afbrýði- sömum eiginmanni. Hin opinbera niðurstaða var byggð á því að Reeves, sem var orðinn 45 ára gamall, hafði ver- ið þunglyndur og drukkið mikið. Sagt var að hann væri ekki ánægður með feril sinn og væri orðinn þreyttur á að leika svip- lausar, hreinlyndar hetjur eins og Superman. Reeves lék hetj- una í „ Adventures of Superman“ sem voru sýndir í bandarísku sjónvarpi á milli 1951 og 1957. Þunglyndið hafí síðan leitt til þess að hann skaut sig í höfuðið 16. júní 1959. I bók Kashner og Schoen- berger er þessi tilgáta hins vegar dregin í efa. Þau leiða líkur að því að ástarsamband Reeves við Toni Mannix, eiginkonu eins af yfirmönnum MGM, hafí orðið til þess að maður hennar, Eddie Mannix, hafí myrt hann. Þessi tilgáta er ekki ný af nálinni. Fyrir tveimur árum fjölluðu t.d. EKKI hefur lánið heldur leikið við Cristopher Reeve. Hann lamaðist eftir að hafa dottið af hestbaki. stjórnendur „Unsolved Mysteri- es“ um möguleika þess að Reev- es hefði verið myrtur. Viturra manna land SIÐASTLIÐINN sunnudag vitnuðu tveir ritstjórar í þriðja ritstjórann og höfðu eftir hon- um, að ritstjórastarf á fjölmiðli jafngilti ráðherraembætti. Aldr- ei hljóp slíkur vindsperringur í okkur hér á árum áður. Aftur á móti gat stríðni okkar birst í því að þykjast vera lélegir flokks- menn. Við reyndum að gera blöðin sem almennust og þau seldust öll grimmt um tíma, en eftir stendur góð sala á Morgun- blaðinu. Um önnur dagblöð er ekki vitað, enda engin upplags- skrá til um þau, kannski af skilj- anlegum feimniástæðum. Annar þeirra tveggja gömlu „lappa“ í ritstjórastétt, sem spurðir voru, er fréttastjóri á Ríkissjónvarpinu en er að hætta. Hann er kurteis maður og fer ekki óneyddur að keppa við ráðherra um tignar- stöðu t.d. mann af Guðlaugs- staðaætt. Hinn var aðstoðarrit- stjóri á DV, blaði sem lent er í hafvillum út af blaðaútgáfufé flokkanna, sem Alþingi veitir og DV í krafti sérvisku hefur alltaf lýst sig „hreint" af. Annað mál væri fyrir DV að hreppa óbeint blaðaútgáfufé úr hendi Alþingis í gegnum Alþýðuflokk, Alþýðu- bandalag og ef til vill Framsókn, en hluti flokksins leitar stöðugt að vinstri brúð- guma til framtíð- ar. Þeir ritstjórar sem gætu haldið sig ráðherraígildi eru sem betur fer engir til í dag, nema ef þeir fyrirfyndust í DV-Stöðvar 2-genginu. Þá vantar aftur á móti fram- kvæmdavaldið. Skipað gæti ég væri mér hlýtt, segir þar. Með ráðningu aðstoðarritstjóra DV til DT hefur örlítið birt yfir rit- stjóramálum DT, nema hvað örðugt hlýtur að verða að snúa sendibréfastíl til blaðsins til sóknar. I sjónvarpsviðtalinu á sunnudag kom því miður ekkert fram um það hvernig bæri að svífa svefnhöfganum frá á blöð- um og fréttastofum og fara að svima í kaupendum. Ritstjór- arnir báru með sér að þar færu farsælir menn — en það er ekki alltaf nóg. Fjölmiðlar eiga að vera viturra manna land, þ.e. ritstjórarnir þurfa að vera með sæmilega greindargráðu. Þeir þurfa jafnvel að vera það sem kallað er: Pennar. ígildi ráð- herradóms er þeim einskis virði. Þá eru þeir um leið komnir í annað lottó. Ósköp var kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins þunn síðast- liðinn sunnudag. Alveg var eins og dagskrárstjórnin hefði vakn- að til verksins með óbreytt hug- arfar frá sl. 30 árum eða svo. Fyrst kom Kaupmannahafnar labb Björns Th. Síðan komu ein- hveijar píur sem kærastarnir yfirgáfu. Svona danskur kyn- ferðiskrimmi. Næst var helgar- sportið. fyrir sparkliðið, sem hægt hefði verið að sýna klukk- an 6 að morgni án þess nokkurs væri ímisst. Þá var næstum klukkutíma samantekt um HM í Aþenu og voru þó báðir ís- lensku keppendurnir sprungnir á limminu; gott ef hefði skilist hefðu þeir unnið í sínum grein- um af því annar íslenski þulurinn var svo óskýrmæltur að það hefði átt að kalla hann heim í byijun. Seinast kom ein af þess- um evrópsku verðlaunamynd- um. Verði ykkur að góðu. Ann- ars er Derrick kominn í aldur- dómi sínum og veitir verðlauna- myndum og öðrum viðföngum harða samkeppni. Einhver helsti skemmtiþáttur- inn á Sýn er boxið, þar sem menn gefa hver öðrum svo rosalega pústra, að íslenski þulurinn er alveg steinhissa. Lýsingar hans eru mestmegnis: Sáuð þið þetta. Eða: Hann bara slær hann. Svona bara alveg í gólfið. Nei, sjáið þið bara, maðurinn liggur eins og sveskja og það blæðir úr honum. Það fer sem sagt ekki framhjá þulinum að við erum stödd á hnefaleikum, þar sem málið snýst um að gefa á kjaft- inn og steinrota andstæðinginn án þess að nokkrum bregði nema lýsandanum á Stöð 2. Meðan Hitler keyrði í stríð var seinni- hluti ámóta geðbilunar, stúlka breytist í úlf, sýndur í kvikmynd á Stöð 2. Myndin hét Dýrslegt eðli og var algjör fantasía og della og hefði ekki verið umtals- verð nema vegna þess að Hitlers- myndin hefði þótt eins ótrúverð- ug hefði Hitler aldrei verið til. Svo einfalt er þetta. Indriði G. Þorsteinsson. SJÓIMVARP Á LAUGARDEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.