Morgunblaðið - 16.08.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
UOSID
I MMX Intel
ÖRGJÖRVI
Gronsásvegi 3 • Sími 588 5900 • www.bttoivur.is
TARGA
• 2560 MB Quantum harður diskur
• 15" TARGA hágæða skjár
• ATI Mach 2 MB skjákort
• 16 hraða geisladrif
• Sound Blaster 32 hljóðkort
• 120W hátalarar
• Windows 95
• Auk þess fylgja með Lon og Don
6 íslenskir leikir,
Intemetkynning hjá Xnet og
50% afsláttur af einu tölvu-
námskeiði hjá Xnet
32 Mb
^^■UMINNI
+
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar, teng-
daföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR INGVARSSONAR
frá Minna-Hofi,
Heiðvangi 13,
Hellu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheim-
ilisins Lundar.
Ingvar Magnússon, Svanlaug Adolfsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir, Hilmar Eysteinsson,
Guðrún Magnúsdóttir, Már Adolfsson,
Sigurður Mangússon, Arndís Sveinsdóttir,
Þorgeir Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
EINARS GUÐBRANDSSONAR,
Álftalandi 7,
Reykjavík.
Erna Egilsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir, Skúli Már Sigurðsson,
Kristín Einarsdóttir, Ingvar Helgi Jakobsson,
Sigurbjörg Einarsdóttir,
Erna Einarsdótttir, Sighvatur Sturla Jónsson
og barnabörn.
t
Þökkum öllum þeim er sýndu samúð og virðingu við andlát
SIGTRYGGS G. SÍMONARSONAR
fyrrverandi mjóikurbílstjóra,
Norðurgötu 34,
Akureyri.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Kristnesspítala og Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Hrafnhildur Aðalsteinsdóttir.
Heimsmeistaramótið í Seljord
Tími kynbótasýn-
inganna á enda?
KOLFINNA frá Egilsstöðum kom vel fyrir á sýningu enda
stóð hún efst í sínum flokki, knapi er Styrmir Árnason.
BREKI frá Eyrarbakka hafði betur á móti danska hestinum
Feyki frá Sötofte, knapi á Breka er Angantýr Þórðarson.
DÓMARARNIR sem hér meta sköpulag Feykis frá Sötofte
þóttu frekar strangir en þeir sögðu á móti að flest hrossin
hefðu ekki komið vel fyrir og sum þeirra afspyrnu léleg. Þórð-
ur Jónsson sem sýndi Feyki heldur í hestinn.
HESTAR
Scljord í Norcgi
KYNBÓTASÝNING Á
HEIMSMEISTARAMÓTI
FRAMTÍÐ kynbótasýninga á
heimsmeistaramótunum virðist í
uppnámi eftir mótið í Seljord án
þess þó að þar hafi gengið svo
mikið á umfram það venjulega
að þjóðveijar eru alltaf hundóá-
nægðir og á skjön við önnur aðild-
arlönd FEIF. Tilgangur með kyn-
bótasýningum á HM er sá fyrst
og fremst að kynna það sem aðild-
arlöndin eru að rækta. Oftsinnis
hafa orðið harðar deilur út af
dómum á þessum vettvangi. Það
er alkunna að Þjóðveijar gefa
kynbótahrossum mun hærri ein-
kunnir en aðrar þjóðir innan sam-
takanna og þegar hrossin þeirra
koma í samanburð kemur mis-
ræmið vel í ljós.
Strangir dómar innan marka
Dómararnir þóttu strangir á HM
að þessu sinni sem er út af fyrir
sig viðeigandi ef ekki er gengið of
langt en svo virðist ekki hafa verið
gert nú, hefur líklega verið á
mörkunum. Þjóðveijar töluðu um
skrípaleik og virðast hættir að
svekkja sig á þessari vitleysu sem
þeir telja dómana vera og reyna
bara að hafa gaman af. Hins ber
að gæta að ekki eru allir Þjóðveijar
þessarar skoðunar og telja margir
þeirra sig skynja að dómarnir í
Þýskalandi séu ekki í takt við það
sem gerist í öðrum löndum. Spyija
má sig að því hvaða tilgangur sé
í því að gefa háar einkunnir.
Vissulega lítur það vel út á papp-
ímum og getur vafalaust liðkað
fyrir sölu á hrossum en þegar kem-
ur að samanburði við önnur lönd
eru menn fyrst og fremst að svíkja
sjálfa sig og það hafa Þjóðveijar
gert í ríkum mæli meðal annars
með rýmilegum fótabúnaðarregl-
um.
Minnkandi áhugi fyrir
kynbótadómum á HM
Áhugi mótsgesta á heims-
meistaramótum á kynbótasýning-
um virðist frekar blendinn og ekki
hægt að nota sæmilega þéttsetna
áhorfendabekki í upphafi móts
sem staðfestingu á vinsældum því
þá var ekkert annað við að vera
á mótsstað. Nær væri að nota
sýningu á hrossunum á laugardag
þegar kynbótahrossin voru sýnd
og dagskrá var komin í fullan
gang. Þá brá svo við að snarfækk-
aði í áhorfendastúkunni. Saman-
borið við kynbótasýningar á ís-
landi eru sýningar heimsmeistara-
mótanna hvorki fugl né fiskur.
Annað sem er órækt vitni um
áhugaleysi er lítil þátttaka í þess-
um þætti mótsins. Hvert land
mátti senda átta hross, aðeins
tvær þjóðir, Þjóðveijar og Islend-
ingar senda fullt lið. Meira að
segja gestgjafarnir, Norðmenn,
senda aðeins tvö hross. Þá senda
þjóðirnar afspyrnuléleg hross inn-
an um sem ekkert erindi eiga á
svona sýningu. Lægsta aðalein-
kunnin nú var 7,23 og ein upp á
7,28. Tvö hross voru með 7,23
og eitt með 7,25 fyrir sköpulag.
Og lægsta hæfileikaeinkunnin
upp á heila 6,91.
Fyrir íslendinga hefur þessi
þáttur mótsins litla þýðingu aðra
en þá að svekkja vini okkar innan
FEIF og þá kannski helst Þjóð-
veija og það er ekki göfugur til-
gangur. Ljóst má öllum vera að
ef Islendingar sendu alltaf kyn-
bótahross í fremstu röð miðað við
íslenska gæðaflokkun væru alltaf
sex til átta gull trygg og engin
spenna í leiknum. Svo er það ann-
að, þessi ágætu hross sem send
eru utan í þessum tilgangi nýtast
ekki til frekari afreka í ræktun á
íslandi.
Kynbótahrossin út - fleiri
gæðingar inn
Hugmyndir voru settar fram á
mótsstað um að best væri að flauta
kynbótahrossin útaf þessum
vettvangi og fjölga frekar þeim
hestum sem fá að keppa á mótun-
um. Væri hægt að hafa það hesta
í háum gæðaflokki og væri til
dæmis hægt að nota afrekslistann
sem gefinn er út reglulega við val
á þeim. Eða þá að þeim þjóðum,
sem stóðu sig best á síðasta móti,
yrði úthlutað aukasætum eftir ein-
hverri reikningsreglu sem sátt
væri um. Er hiklaust hægt að taka
undir hugmyndir í þessa átt því
mikilvægt er að menn séu fljótir
að átta sig á þvi hvað er vinsælt
og hvað ekki og vera fljótir að
henda því út sem ekki er ofarlega
á vinsældarlista fólks.
En svo vikið sé að hrossunum
sem komu fram á mótinu fer best
að byija á eina hrossinu sem efst
stóð og ekki var frá íslandi,
Rimmu frá Schloss Neubronn en
ræktandi er sá kunni íslandsvinur
Heidi Schwörer. Rimma er undan
einhveijum Gusti sem ekki eru
frekari upplýsingar um í skrá og
Rúnu frá Egg sem margir kann-
ast við frá HM í Hollandi ’93 en
þar stóð hún efst í kynbótadómum.
Tengdasonur Heidi, Thomas
Haag, sýndi hryssuna og voru
menn almennt sáttir við þessa
hryssu efsta í sínum flokki. Bar
hún af, sérstaklega hvað varðar
hæfileika, en með 7,90 fyrir
sköpulag. Hlaut hún 8,23 fyrir
hæfileika, hæst fyrir skeið 9,0 og
8,07 sem er 0,28 lægri einkunn
en hún hafði fengið í Þýskalandi.
íslenska hryssan Viðja frá Síðu
var mun lakari en hún hafði verið
á íslandi hlaut nú 7,98, lækkaði
um 0,22, Kristján Kristjónsson
sýndi hana. Kolfinna frá Egilsstöð-
um var án efa eitt glæsilegasta
hross sýningarinnar að sjá á velli.
Hún hlaut hinsvegar ekki nema
7,92 sem er ansi klént, 8,11 fyrir
hæfileika pg 7,73 fyrir sköpulag.
Þota frá Árgerði var líklega eina
hrossið sem hækkar í einkunn en
hún er undan Orra frá Þúfu. Hlaut
nú í einkunn 8,15 og stóð efst af
fímm vetra hryssum. Knapi var
Gísli Gíslason.
íslensku stóðhestarnir gerðu það
gott, voru allir efstir og tveir þeirra
langefstir. Breki frá Eyrarbakka
sem Angantýr Þórðarson sýndi
hafði þriggja kommu vinning á
Feyki frá Sötofte en Fengur frá
íbishóli sem Jóhann R. Skúlason
sýndi og Glaður frá Hólabaki sem
Sigurður Matthíassson sýndi báru
höfuð og herðar yfír keppinautana.
Um aðrar niðurstöður vísast til
þriðjudagsblaðsins 12. ágúst þar
sem öll heildarúrslit mótsins birtust.
Valdimar Kristinsson