Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 h _________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islenskir jöklajeppar á Suðurskautslandið Morgunblaðið/Arnaldur FREYR Jónsson, Anders Modig og Jón Svanþórsson við annan tveggja sérbúinna Toyota Land Cruiser jeppa sem fara héðan á Suðurskauts- landið í haust og verða notaðir í rannsóknarleiðangri Sænsku pól- stofnunarinnar. Anders Modig verður leiðangursstjóri og Freyr og Jón ökumenn jeppanna. Gus Gus á sínu fyrsta tónleikaferðalagi Boðið að semja tónlist fyrir 20th Century Fox Hæfni jeppanna kom á óvart DR. ANDERS Modig, frá Sænsku pólstofnuninni (Swedish Polar Res- earch Secretariat - SWEDARP), hefur dvalið hér á landi undanfarna daga og meðal annars farið á Lang- jökul á öðrum Toyota-jeppanum sem fer til Suðurskautslandsins í haust. Par verða notaðir tveir sérút- búnir Toyota Land Cruiser jeppar frá Arctic Trucks til ferðalaga og vísindarannsókna í rannsóknarleið- angri undir stjórn Modig. Ökumenn jeppanna verða þeir Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson. Þriggja mánaða leiðangur Leiðangurinn sem hér um ræðir verður farinn í vetur og stendur í rúma þrjá mánuði. Jeppamir tveir verða sendir héðan til Höfðaborgar í Suður-Afríku í byrjun október. Þaðan leggur leiðangurinn af stað 4. desember og er áætlað að leiðang- ursskipið leggi að ísrönd Suður- skautslandsins 20. desember. Sjálft rannsóknarstarfið á að hefjast á jóladag og stendur fram yfir miðjan febrúar. Áætlað er að leiðangurinn komi aftur til Höfðaborgar þann 5. mars 1998. Meiri kuldi Samkomulag hefur náðst milli Arctic Trucks, sem er dótturfyrir- tæki P. Samúelssonar ehf. sem flyt- ur Toyota bíla hingað til lands, og Sænsku pólstofnunarinnar um sam- starf í næsta Suðurskautsleiðangri stofnunarinnar. Arctic Trucks mun leggja til tvo sérbúna jeppa og ís- lenska ökumenn, dráttarkerru, varahluti og annan nauðsynlegan búnað. Jeppar af þessari gerð hafa reynst vel við erfíðar aðstæður hér á landi, í Grænlandi, Noregi og víð- ar. Nú er ætlunin að reyna þá á Suðurskautslandinu við meiri kulda en jeppamenn eiga yfirleitt að venj- ast. Anders Modig fór með jeppa frá Arctic Trucks á Langjökul síðastlið- inn föstudag. Hann lét vel af fyrstu reynslu sinni af jeppum sem breytt er að hætti íslenskra fjallamanna. Taldi hann íslensku jöklajeppana ólíkt þægilegri en snjóbílana sem til þessa hafa verið mest notaðir á Suð- urskautslandinu. Einn jeppinn í leiðangrinum lenti með hjól í jökul- sprungu og kom dr. Modig á óvart hve auðvelt var að ná honum úr festunni. Snjóbílarnir eru hávaðasamir og hastir í hreyfingum, en í jeppunum er hægt að hlusta á fullkomin hljómflutningstæki og vagga mjúk- lega yfir snjóauðnirnar. Snjóbíl- arnir eyða allt að 130 lítrum af eldsneyti á 100 km, þeir eru mjög öflugir og geta dregið allt að 20 tonna hlass í einu. Jepparnir eru mun spameytnari og fara hraðar yfir. Ráðgert er að nota jeppana tvo einkum til mælinga á þykkt íshell- unnar inni á ísauðnum Dronning Maud-lands, þar sem kostir jepp- anna, spameytni og hröð yfirferð, þykja nýtast best. Verður ekið um 1.000 km frá ísjaðrinum inn á Suð- urskautslandið og hefjast borun og radarmælingar á 77S 0W/A. Ekið verður með mælitækin innan fern- ings sem er 30 km á kant og ekið með 5 km millibili. Við þessar mæl- ingar verður notaður snjóradar og íssjá auk þess sem boraðar verða tvær djúpar holur með kjarnabor og nokkrar grynnri holur. Tveir verða í hvomm bíl og verða jepp- amir hlaðnir rannsóknartækjum og staðsetningarbúnaði. Mikilvægar rannsóknir Á kynningarfundi sem haldinn var í Gerðarsafni í Kópavogi í gær sagði Modig að þau gögn sem afla ætti í þessum þætti leiðangursins væru einkar mikilvæg til rannsókna á bráðnun jökulhellunnar á Suður- skautslandinu og til að kanna sam- band á milli snjókomu og bráðnun- ar. ísinn á Suðurskautslandinu geymir 80% ferskvatnsforða jarðar- innar. Ef bráðnun eykst þar til ein- hverra muna þá mun það að öllum líkindum leiða til hærra sjávar- borðs. Ishellan er á sífelldri hreyf- ingu og með mælingum má sjá hve ört hún skríður til sjávar. ÍSLENSKI fjöllistahópurinn Gus Gus mun sýna fjórar stuttmyndir sfnar á Edinborgarhátíðinni í dag og síðan sitja fyrir svörum fjöl- miðlafólks og annarra áhuga- samra f um einn og hálfan tíma, þar sem m.a. verður rætt um samspil tónlistar hópsins og myndanna, að sögn Baldurs Stef- ánssonar framkvæmdasfjóra hópsins. En hópurinn hefur m.a. notað stuttmyndirnar sem tónlist- armyndbönd við tónlist sína. Ed- inborgarhátíðin er ein stærsta listahátíð heims og er nú haldin í fimmtugasta skipti. Þá hefur Gus Gus fengið ýmis tilboð um verk- efni í tengslum við tónleika- ferðalag um Bandaríkin. Baldur segir að til dæmis liafi þeim verið boð- ið að semja tónlist fyrir auglýs- ingar og kvikmyndir, m.a. fyrir bandariska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox, en ákvarðanir hafi ekki verið teknar. Góðar viðtökur Gus Gus hópurinn hefur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin, Kanada og Evrópu frá 26. júní sl., en er væntanlegur heim eftir helgi. Að sögn Baldurs hefur Gus Gus fengið ótrúlega góðar viðtök- ur yfir heildina litið, bæði tón- leikagesta sem og gagnrýnenda, en hópurinn var með eina 18 tón- leika í Ameríku og um 14 í Evr- ópu. „Tónleikarnir hafa verið með ýmsum hætti. Við höfum bæði spilað á tónlistarhátíðum þar sem voru allt að 8.000 manns, en eins höfum við verið að spila á klúbb- um sem taka um 400 til 500 manns,“ segir Baldur. Með hópn- um í för var bresk hljómsveit sem ber nafnið Lamb og sá hún um að hita upp fyrir Gus Gus á nokkrum tónleikum. Jákvæðir dómar Á tónleikunum hefur Gus Gus aðallega flutt lög af breiðskífunni Polydistortion, sem hópurinn sendi frá sér í apríl sl., en auk þess hefur hann flutt eitt eða tvö ný lög, sem verða á næsta diski, að sögn Baldurs. Sá diskur er fyrir- hugaður næsta sumar. Baldur segir að flestir þeirra dóma sem birst hafi í erlendum fjölmiðlum um Polydistortion hafi verið mjög góðir. Til dæmis hafi breska tímaritið GQ talið að diskurinn væri með þeim tíu bestu sem út hafi komið á þessu ári. Diskurinn hefur verið seldur í yfir eitt hundrað þúsund eintökum víða um heim, að sögn Baldurs, þar af er hún söluhæst í Bandarfkjun- um, en síðan í Frakklandi, Þýska- landi og á Norðurlöndunum. Gus Gus hópurinn mun koma heim í næstu viku eins og fyrr segir en í Iok október nk. mun hann halda í annað tónleikaferða- lag um Ameríku og Evrópu, að sögn Baldurs. Og eftir áramótin er fórinni heitið til Japans og Ástralíu. # LOWARA JARÐVATIUS- DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Sérfræðingar segja upp samningum við Tryggingastofmm ríkisins Læknar vilja að kerfið verði einfaldað LÍTIÐ gerist í samningamálum Tryggingastofnunar ríkisins og sérfræðinga í Læknafélagi ís- lands. Enginn fundur hefur verið boðaður en fyrstu uppsagnir sér- fræðinga koma til framkvæmda 1. september næstkomandi. Sjúk- lingar sem fara á stofur til þeirra eftir þann tíma greiða kostnað við þær heimsóknir að fullu án þátt- töku Tryggingastofnunar. Læknafélag íslands sagði fyrir hönd sérfræðinga sem starfa eftir samningi við Tryggingastofnun ríkisins upp þeim samningi 1. apríl sl. Akveðið var þó að starfa eftir honum þar til samist hefði á ný. Þá hafa sérfræðingar í fjórum grein- um sagt upp samningum sínum sem einstaklingar við Trygginga- stofnun. Það eru 10 af 11 starfandi þvagfærasérfræðingum, 18 af 24 bæklunarlæknum, 15 af 18 háls-, nef- og eyrnalæknum og 11 af 34 skurðlæknum. Uppsagnir þvag- færasérfræðinga koma til fram- kvæmda 1. september nk. en hinna í október og nóvember. Almannatryggingakerfið á almennan markað Að sögn Guðmundar I. Eyjólfs- sonar, formanns samninganefndar Læknafélags íslands, voru samn- inganefndir læknafélagsins og Tryggingastofnunar sammála um að skurðaðgerðir væru of lágt metnar í gjaldskrá Trygginga- stofnunar og því þyrfti að breyta. Samninganefnd Tryggingastofn- unar sagðist hins vegar bundin af fjárlögum og reglugerð um greiðsluþátttöku sjúklinga. „Við höfum stungið upp á að ein- falda þetta kerfi en það gerist ekk- ert í því. Okkur finnst skrítið að ekki megi breyta þessu svolítið. Mín skoðun er sú að það þurfi að breyta almannatryggingakerfinu eða leggja það niður og setja á al- mennan markað. Tryggingastofn- un ætti a.m.k. að hætta að skipta sér af hvaða smáskitiríi sem er og greiða frekar fyrir þá sem eru verulega veikir og þurfa á því að halda,“ sagði Guðmundur. Sérfræðingar veita TR afslátt Guðmundur segir að menn séu óánægðir með ýmislegt fleira og nefnir einingaverð, sem ákveða átti í byrjun árs, kvóta og afslátt sem dæmi. „Menn eru að vinna ókeypis í stórum stíl og eru ekki ánægðir með það. Það stefnir í að sérfræðingar veiti Trygginga- stofnun afslátt upp á 43 milljónir á þessu ári.“ Guðmundur segir að hver sérfræðingahópur vinni fyrir ákveðinn fjölda eininga á ári og fari þeir fram úr honum þá veiti þeir Tryggingastofnun afslátt af því sem er umfram. Afslátturinn dreifist yfir alla lækna í sérfræð- ingahópnum. Guðmundur segir þann galla á að aldrei sjáist fyrr en eftir á hvað unnið sé fyrir margar einingar og menn geti þannig ekki haldið að sér höndum, t.d. í lok árs. Beðið eftir gögnum frá læknum Kristán Guðjónsson, deildar- stjóri sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins, segir að þeir læknar sem búnir séu að segja upp séu starfandi á sjúkra- húsunum í fullu starfi og séu með stofur að auki. Hann segir að sér- fræðingar hafi oft áður sagt upp samningum við Tryggingastofnun og alltaf hafi samningar náðst, fyrr eða síðar. Enginn samningafundur hafi verið boðaður nú vegna þess að beðið sé eftir gögnum frá lækn- um um rekstrarkostnað í þessum greinum þar sem uppsagnir hafa orðið. Aðspurður um það hvort tekið hafi verið undir þau sjónarmið lækna að kostnaður við skurðað- gerðir hafi verið vanmetinn sagði Kristján að menn væru sammála um það en þá vaknaði sú spurn- ing hvort annað væri þá ekki of- metið. Fundur fyrir mánaðamót Kristján segir að uppsagnirnar tengist líka óvissu læknanna inni á spítölunum. „Þar eru lausir samn- ingar og illa hefur gengið að semja. Svo er líka óvissa um greiðslur fyrir verk, sem læknar framkvæma á eigin reikning á sjúkrahúsunum. Inn í síðasta samning var sett bráðabirgðaá- kvæði um að breyting yrði á í þá átt að þær flytjist meira yfir á ábyrgð sjúkrahúsanna." Kristján sagði að menn myndu reyna að koma saman til fundar áður en fyrstu uppsagnir koma til framkvæmda. I I i í L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.