Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Valdabaráttan í Kambódíu
Hun Sen gagnrýnir
Sameinuðu þjóðirnar
Phnom Penh. Reuter.
Spreng-
ingí
kom-
turni
SPRENGING varð í 40 metra
háum kornturni í frönsku
borginni Blaye í gær með þeim
afleiðingum að turninn og
mörg tonn af korni hrundu á
skrifstofu korngeymslufyrir-
tækisins SEMABLA.
Björgunarmenn leituðu að
tíu til tólf starfsmönnum í
rústunum og þeim tókst að
bjarga einum þeirra. Leitar-
hundar fundu fjóra menn til
viðbótar og björgunarmenn-
irnir notuðu krana til að reyna
að losa þá.
HUN Sen, leiðtogi Kambódíu,
gagmýndi Sameinuðu þjóðirnar
harkalega í gær vegna ásakana
um mannréttindabrot sem fram
koma í nýrri skýrslu samtakanna.
Sagði hann ónógar sannanir fylgja
ásökunum og fór fram á að sam-
tökin sendi nýja starfsmenn til
landsins í stað þeirra sem unnu
skýrsluna.
Stjórn hans hefur einnig skipað
Ouch Borith sendiherra Kambódíu
hjá Sameinuðu þjóðunum og kallað
Sisowath Sirirath prins, sem farið
hefur með embættið, heim. Sirir-
ath, sem er hliðhollur Ranariddh
prins, hefur hins vegar neitað að
víkja úr stöðunni.
Að undanförnu hefur Hun Sen
einnig haft í hótunum við flokks-
bræður sína og m.a. hótað að segja
af sér fylki þeir sér ekki að baki
honum. Þá hótaði hann Samtökum
ríkja í Suðaustur-Asíu, ASEAN, á
þriðjudag að ganga aldrei í sam-
tökin verði Kambódíu ekki heimil-
aður inngangur fyrir kosningarnar
sem fram eiga að fara í Kambódiu
næsta vor.
Áætlað hafði verið að Kambódía
gengi í samtökin á þessu ári en
inngöngunni var frestað eftir að
Hun Sen hrakti Ranariddh prins
frá völdum í síðasta mánuði.
Hersveitir Hun Sens og liðs-
menn Rinariddh prins berjast enn
í borginni O’Smack í norðvestur-
hluta landsins sem er síðasta vígi
prinsins. Stjórnarher Hun Sens
hefur hvað eftir annað lýst því
yfir að hann hafi borgina á valdi
sínu en þær fréttir hafa jafnóðum
verið bornar til baka.
20.000 manns flýja
Rúmlega 20.000 manns hafa
flúið átakasvæðið yfir landamærin
til Tælands á undanförnum dögum.
Tælensk stjórnvöld segja þó að
fólkinu verði einungis leyft að
dvelja í landinu í nokkra daga og
hafa farið fram á viðræður við
stjórn Hun Sens um að það geti
snúið heim.
ValuJet-slysið
Eldvarnar-
kerfi hefði
getað af-
stýrt slysi
ELDVARNARKERFI og þrýsti-
jöfnunarbúnaður í fremri vörulest
hefðu getað komið í veg fyrir að
DC-9 þota bandaríska flugfélagsins
ValuJet færist í Flórída og með
henni 110 manns. Er þetta niður-
staða rannsóknanefndar banda-
ríska samgönguöryggisráðsins
(NTSB), og fréttastofan Associated
Press greindi frá á þriðjudags.
Eldvarnasérfræðingur ráðsins,
Merrit Birky, sagði að hefði þessi
búnaður verið í vélinn hefði áhöfn-
inni átt að gefast tími til að lenda
vélinni. Rannsókn á slysinu, sem
varð í Everglades-fenjasvæðinu 11.
maí í fyrra, hefur leitt í ljós að eld-
ur hafi kviknað í vörulestinni og
er talið að hann megi rekja til gam-
alla súrefnishylkja sem verið var
að flytja til endurnýtingar. Kútar
sem þessir teljast varasamar vörur
og hafði ValuJet ekki leyfi til flutn-
inga á slíkum vörum.
Síðan slysið varð hefur banda-
ríska loftferðaeftirlitið (FAA) mælt
fyrir um að eldvarnarkerfi og
slökkvitæki skuli vera í vörulestum
flugvéla, en flugfélögum hefur ver-
ið gefinn frestur til 2001 til að verða
við því.
Rangar merkingar á
hylkjunum
Birky greindi frá því á þriðjudag
að eldur hafi brotist í gegnum þak
vörulestarinnar og inn í farþega-
rýmið. Hafi hann valdið skemmdum
á rafleiðslum. Eldvarnarkerfi og
slökkvitæki hafa ekki verið skilyrði
í loftþéttum vörulestum, því talið
er að skortur á súrefni myndi kæfa
eld er kynni að koma upp. En í til-
viki ValuJet þotunnar veittu hylkin
nægt súrefni til þess að eldur bloss-
aði upp, fyllti farþegarými og
stjórnklefa og eyðilagði stjórntæki
vélarinnar.
Merkingar á hylkjunum gáfu
ranglega til kynna að þau væru
tóm, samkvæmt vitnisburði við
rannsókn NTSB á slysinu. ValuJet
og SaberTech, sem átti kútana og
lét fiytja þá, greinir á um hvers
vegna þeir voru í vélinni og hafa
kennt hvor öðrum um. NTSB hefur
um nokkurra ára skeið haldið því
fram að reykskynjarar og slökkvi-
kerfí ættu að vera í öllum vörulest-
um flugvéla og gagnrýnt FAA harð-
lega fyrir að skylda ekki flugfélög
til að koma slíkum búnaði upp.
Reuter
Efnahagnr Montserrat
í rúst á tveimur árum
London. Reuter.
FYRIR tveimur árum var eyjan
Montserrat áfangastaður ferða-
manna í leit að lystisemdum og
ráðamenn þar voru um það bil
að binda enda á nýlendutengslin
við Breta. Eldsumbrot hafa nú
gerbreytt stöðu eyjarinnar. Þar
er allt í rúst og brottflutningur
íbúa er hafinn.
Elfjallið Soufriere Hills hafði
ekki látið á sér kræla í fjórar ald-
ir þegar það skyndilega tók að
senda frá sér ösku og gijót í júlí
ársins 1995. Smátt og smátt hef-
ur dregið úr straumi ferðamanna,
sem sóttust eftir að skoða gróður-
sæla dali, þverhnípta hamra og
strendur með svörtum sandi.
Efnahagslíf eyjarinnar, sem er
aðeins 18 km á lengd og 11 á
breidd, hefur byggst á ferða-
mannaþjónustu og afleiðingarnar
hafa því verið hrikalegar fyrir
íbúana.
Ferðamönnum snarfækkar
Ferðamönnum fækkaði um
helming árið 1996 frá árinu 1994
þegar rúmlega 36 þúsund ferða-
menn komu til Montserrat. Á
fyrstu fimm mánuðum þessa árs
komu aðeins þijú þúsund ferða-
menn til eyjarinnar.
Landbúnaður á Montserrat er
einnig í molum. Eitraðar gasteg-
undir og aska hafa safnast fyrir
og plöntur hafa visnað á ökrum.
Eyjarskeggjar þurfa nú að treysta
á hjálp Breta, sem undanfarið ár
hafa veitt rúmlega 41 milljón
punda (um 4,7 milljarða króna) í
aðstoð.
Þetta er öðru sinni á innan við
áratug sem náttúruhamfarir valda
eyðileggingu á Montserrat. Felli-
bylurinn Hugo gekk yfir eyjuna
árið 1989 og skemmdust níu hús
af hvetjum tíu. Vart hafði verið
lokið við viðgerðir þegar eldfjallið
rumskaði.
11 þúsund manns bjuggu þá á
eyjunni, en nú er aðeins um helm-
ingur þeirra eftir og láta þeir flest-
ir fyrirberast við mikil þrengsli á
norðurhluta eyjunnar. Þar gætir
áhrifa eldfjallsins minnst. Mikil
eyðilegging hefur hins vegar orðið
í höfuðborginni Plymouth.
Montserrat er ein af fáum ný-
lendum, sem Bretar halda enn.
Skammt frá eynni er reyndar
önnur, Anguilla, þar sem margir
íbúa Montserrat búa nú til bráða-
birgða, en aðrir hafa flúið til
Bandaríkjanna og Bretlands.
Sjálfstæði var mjög til umræðu
á Montserrat í lok síðasta áratug-
ar. Þjóðfrelsisfylkingin, sem sigr-
aði í kosningum 1978, 1983 og
1987, studdi þann málstað af hvað
mestri elju. Sjálfstæðisbaráttan
lognaðist hins vegar út af bæði
vegna náttúruhamfaranna og
hneyksla, sem urðu í bankageir-
anum í upphafi þessa áratugar.
Kristófer
Kólumbus
Kristófer Kólumbus kom auga
á eynna í annarri ferð sinni til
nýja heimsins árið 1493. Fannst
honum klettamyndanirnar á eynni
minna á umhverfi Montserrat-
klaustursins skammt frá Barcel-
ona á Spáni og nefndi hana Santa
Maria de Montserrat. Þá bjuggu
karíba-indíánar á eynni. Árið
1632 komu þangað írskir og ensk-
ir landnemar undir forustu Thom-
as Warners. Stofnuðu þeir plant-
ekrur til að rækta tóbak og síðar
sykur og baðmull. í upphafi urðu
þeir oft og tíðum fyrir árásum
bæði Frakka og indíána. Frakkar
lögðu eyna undir sig 1664 og aft-
ur 1667, en 1668 skiluðu þeir
henni aftur til Breta. Frakkar fóru
aftur um Montserrat með ránum
og gripdeildum 1712 og 1782
lögðu þeir eyna aftur undir sig,
en skiluðu henni á ný 1783.
Fyrstu þrælarnir voru fluttir til
Montserrat á sautjándu öld til að
vinna á plantekrunum. Árið 1834
var þrælahald lagt af sem leiddi
ásamt verðhruni á sykri til þess
að plantekru hagkerfi eyjarinnar
staðnaði. Ekki bætti fjöldi jarð-
skjálfta og fellibylja á tímabilinu
1890 til 1836 úr skák.
Árið 1857 var Montserrat-
félagið stofnað. Forstjóri þess var
John Sturge og keypti félagið yfir-
gefnar landareignir, hvatti til
ræktunar súraldins (lime) og seldi
smábændum land. Stór hluti eyj-
arinnar skiptist enn í smáspildur.
Þjóðarframfaraflokkurinn, sem
var myndaður í upphafi þessa
áratugar, er nú við völd á
Montserrat undir forustu Bertr-
ands Osbornes.
i
i
I
(
I
i
í
i
l
l
i
l
I
I
I
;