Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Valdabaráttan í Kambódíu Hun Sen gagnrýnir Sameinuðu þjóðirnar Phnom Penh. Reuter. Spreng- ingí kom- turni SPRENGING varð í 40 metra háum kornturni í frönsku borginni Blaye í gær með þeim afleiðingum að turninn og mörg tonn af korni hrundu á skrifstofu korngeymslufyrir- tækisins SEMABLA. Björgunarmenn leituðu að tíu til tólf starfsmönnum í rústunum og þeim tókst að bjarga einum þeirra. Leitar- hundar fundu fjóra menn til viðbótar og björgunarmenn- irnir notuðu krana til að reyna að losa þá. HUN Sen, leiðtogi Kambódíu, gagmýndi Sameinuðu þjóðirnar harkalega í gær vegna ásakana um mannréttindabrot sem fram koma í nýrri skýrslu samtakanna. Sagði hann ónógar sannanir fylgja ásökunum og fór fram á að sam- tökin sendi nýja starfsmenn til landsins í stað þeirra sem unnu skýrsluna. Stjórn hans hefur einnig skipað Ouch Borith sendiherra Kambódíu hjá Sameinuðu þjóðunum og kallað Sisowath Sirirath prins, sem farið hefur með embættið, heim. Sirir- ath, sem er hliðhollur Ranariddh prins, hefur hins vegar neitað að víkja úr stöðunni. Að undanförnu hefur Hun Sen einnig haft í hótunum við flokks- bræður sína og m.a. hótað að segja af sér fylki þeir sér ekki að baki honum. Þá hótaði hann Samtökum ríkja í Suðaustur-Asíu, ASEAN, á þriðjudag að ganga aldrei í sam- tökin verði Kambódíu ekki heimil- aður inngangur fyrir kosningarnar sem fram eiga að fara í Kambódiu næsta vor. Áætlað hafði verið að Kambódía gengi í samtökin á þessu ári en inngöngunni var frestað eftir að Hun Sen hrakti Ranariddh prins frá völdum í síðasta mánuði. Hersveitir Hun Sens og liðs- menn Rinariddh prins berjast enn í borginni O’Smack í norðvestur- hluta landsins sem er síðasta vígi prinsins. Stjórnarher Hun Sens hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hann hafi borgina á valdi sínu en þær fréttir hafa jafnóðum verið bornar til baka. 20.000 manns flýja Rúmlega 20.000 manns hafa flúið átakasvæðið yfir landamærin til Tælands á undanförnum dögum. Tælensk stjórnvöld segja þó að fólkinu verði einungis leyft að dvelja í landinu í nokkra daga og hafa farið fram á viðræður við stjórn Hun Sens um að það geti snúið heim. ValuJet-slysið Eldvarnar- kerfi hefði getað af- stýrt slysi ELDVARNARKERFI og þrýsti- jöfnunarbúnaður í fremri vörulest hefðu getað komið í veg fyrir að DC-9 þota bandaríska flugfélagsins ValuJet færist í Flórída og með henni 110 manns. Er þetta niður- staða rannsóknanefndar banda- ríska samgönguöryggisráðsins (NTSB), og fréttastofan Associated Press greindi frá á þriðjudags. Eldvarnasérfræðingur ráðsins, Merrit Birky, sagði að hefði þessi búnaður verið í vélinn hefði áhöfn- inni átt að gefast tími til að lenda vélinni. Rannsókn á slysinu, sem varð í Everglades-fenjasvæðinu 11. maí í fyrra, hefur leitt í ljós að eld- ur hafi kviknað í vörulestinni og er talið að hann megi rekja til gam- alla súrefnishylkja sem verið var að flytja til endurnýtingar. Kútar sem þessir teljast varasamar vörur og hafði ValuJet ekki leyfi til flutn- inga á slíkum vörum. Síðan slysið varð hefur banda- ríska loftferðaeftirlitið (FAA) mælt fyrir um að eldvarnarkerfi og slökkvitæki skuli vera í vörulestum flugvéla, en flugfélögum hefur ver- ið gefinn frestur til 2001 til að verða við því. Rangar merkingar á hylkjunum Birky greindi frá því á þriðjudag að eldur hafi brotist í gegnum þak vörulestarinnar og inn í farþega- rýmið. Hafi hann valdið skemmdum á rafleiðslum. Eldvarnarkerfi og slökkvitæki hafa ekki verið skilyrði í loftþéttum vörulestum, því talið er að skortur á súrefni myndi kæfa eld er kynni að koma upp. En í til- viki ValuJet þotunnar veittu hylkin nægt súrefni til þess að eldur bloss- aði upp, fyllti farþegarými og stjórnklefa og eyðilagði stjórntæki vélarinnar. Merkingar á hylkjunum gáfu ranglega til kynna að þau væru tóm, samkvæmt vitnisburði við rannsókn NTSB á slysinu. ValuJet og SaberTech, sem átti kútana og lét fiytja þá, greinir á um hvers vegna þeir voru í vélinni og hafa kennt hvor öðrum um. NTSB hefur um nokkurra ára skeið haldið því fram að reykskynjarar og slökkvi- kerfí ættu að vera í öllum vörulest- um flugvéla og gagnrýnt FAA harð- lega fyrir að skylda ekki flugfélög til að koma slíkum búnaði upp. Reuter Efnahagnr Montserrat í rúst á tveimur árum London. Reuter. FYRIR tveimur árum var eyjan Montserrat áfangastaður ferða- manna í leit að lystisemdum og ráðamenn þar voru um það bil að binda enda á nýlendutengslin við Breta. Eldsumbrot hafa nú gerbreytt stöðu eyjarinnar. Þar er allt í rúst og brottflutningur íbúa er hafinn. Elfjallið Soufriere Hills hafði ekki látið á sér kræla í fjórar ald- ir þegar það skyndilega tók að senda frá sér ösku og gijót í júlí ársins 1995. Smátt og smátt hef- ur dregið úr straumi ferðamanna, sem sóttust eftir að skoða gróður- sæla dali, þverhnípta hamra og strendur með svörtum sandi. Efnahagslíf eyjarinnar, sem er aðeins 18 km á lengd og 11 á breidd, hefur byggst á ferða- mannaþjónustu og afleiðingarnar hafa því verið hrikalegar fyrir íbúana. Ferðamönnum snarfækkar Ferðamönnum fækkaði um helming árið 1996 frá árinu 1994 þegar rúmlega 36 þúsund ferða- menn komu til Montserrat. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs komu aðeins þijú þúsund ferða- menn til eyjarinnar. Landbúnaður á Montserrat er einnig í molum. Eitraðar gasteg- undir og aska hafa safnast fyrir og plöntur hafa visnað á ökrum. Eyjarskeggjar þurfa nú að treysta á hjálp Breta, sem undanfarið ár hafa veitt rúmlega 41 milljón punda (um 4,7 milljarða króna) í aðstoð. Þetta er öðru sinni á innan við áratug sem náttúruhamfarir valda eyðileggingu á Montserrat. Felli- bylurinn Hugo gekk yfir eyjuna árið 1989 og skemmdust níu hús af hvetjum tíu. Vart hafði verið lokið við viðgerðir þegar eldfjallið rumskaði. 11 þúsund manns bjuggu þá á eyjunni, en nú er aðeins um helm- ingur þeirra eftir og láta þeir flest- ir fyrirberast við mikil þrengsli á norðurhluta eyjunnar. Þar gætir áhrifa eldfjallsins minnst. Mikil eyðilegging hefur hins vegar orðið í höfuðborginni Plymouth. Montserrat er ein af fáum ný- lendum, sem Bretar halda enn. Skammt frá eynni er reyndar önnur, Anguilla, þar sem margir íbúa Montserrat búa nú til bráða- birgða, en aðrir hafa flúið til Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfstæði var mjög til umræðu á Montserrat í lok síðasta áratug- ar. Þjóðfrelsisfylkingin, sem sigr- aði í kosningum 1978, 1983 og 1987, studdi þann málstað af hvað mestri elju. Sjálfstæðisbaráttan lognaðist hins vegar út af bæði vegna náttúruhamfaranna og hneyksla, sem urðu í bankageir- anum í upphafi þessa áratugar. Kristófer Kólumbus Kristófer Kólumbus kom auga á eynna í annarri ferð sinni til nýja heimsins árið 1493. Fannst honum klettamyndanirnar á eynni minna á umhverfi Montserrat- klaustursins skammt frá Barcel- ona á Spáni og nefndi hana Santa Maria de Montserrat. Þá bjuggu karíba-indíánar á eynni. Árið 1632 komu þangað írskir og ensk- ir landnemar undir forustu Thom- as Warners. Stofnuðu þeir plant- ekrur til að rækta tóbak og síðar sykur og baðmull. í upphafi urðu þeir oft og tíðum fyrir árásum bæði Frakka og indíána. Frakkar lögðu eyna undir sig 1664 og aft- ur 1667, en 1668 skiluðu þeir henni aftur til Breta. Frakkar fóru aftur um Montserrat með ránum og gripdeildum 1712 og 1782 lögðu þeir eyna aftur undir sig, en skiluðu henni á ný 1783. Fyrstu þrælarnir voru fluttir til Montserrat á sautjándu öld til að vinna á plantekrunum. Árið 1834 var þrælahald lagt af sem leiddi ásamt verðhruni á sykri til þess að plantekru hagkerfi eyjarinnar staðnaði. Ekki bætti fjöldi jarð- skjálfta og fellibylja á tímabilinu 1890 til 1836 úr skák. Árið 1857 var Montserrat- félagið stofnað. Forstjóri þess var John Sturge og keypti félagið yfir- gefnar landareignir, hvatti til ræktunar súraldins (lime) og seldi smábændum land. Stór hluti eyj- arinnar skiptist enn í smáspildur. Þjóðarframfaraflokkurinn, sem var myndaður í upphafi þessa áratugar, er nú við völd á Montserrat undir forustu Bertr- ands Osbornes. i i I ( I i í i l l i l I I I ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.