Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 41 I i » J I j ' I J I 3 I I 1 J I I I MINNINGAR Er þá ótalið veigamikið og fjöl- breytilegt framlag hans til þýddra bókmennta. Merkilegast var senni- lega safnritið Norræn ljóð 1939- 1969 (1972), þarsem íslendingum voru kynnt öll helstu samtímaskáld Norðurlanda með frábærum þýð- ingum og ritgerð um nútímaskáld- skap og ljóðagerð í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Af öðrum þýðingum hans má nefna skáldsögurnar Ástin og dauðinn við hafið eftir Jorge Amado, Forseti lýðveldisins eftir nóbelsskáldið Miguel Angel Asturias, Tvennir tímar eftir nóbelsskáldið Knut Hamsun, Fjallaþorpið eftir Jeh Tsjún-Tsjen, Flæðilandið mikla eftir Mao Tun, Sjómenn eftir Peter Tu- tein og Naðran á klöppinni eftir Torgny Lindgren, ásamt smásagna- söfnunum í töfrabirtu eftir William Heinesen, Fimm fingra mandlan eftir Torgny Lindgren og Síðustu minnisblöð Tóma F fyrir almenn- ingssjónir eftir Kjell Askildsen. Hannes bjó um langt skeið í Noregi, starfaði síðast sem bóka- vörður í Stafangri, þartil hann fór á eftirlaun og fluttist til íslands. Síðustu árin átti hann heima á Akranesi. Þráttfyrir langar fjarvist- ir hélt hann óslitið sambandi við heimalandið og sendi okkur verk sín, frumsamin og þýdd, sem öll lofa meistarann. Ég kynntist Hannesi Sigfússyni fyrst í Osló í desember 1968, þegar við sóttum fyrir íslands hönd viku- langa ráðstefnu norrænna rithöf- unda og gagnrýnenda, „dikt och kritik 68“, undir handleiðslu sænska menningarpostulans Ivars Öhmans. Tókust strax með okkur góð kynni sem efldust og dýpkuðu í áranna rás, þó samfundir yrðu strjálir uns Hannes sneri aftur heim til ættlandsins. í öndverðu stóð mér nokkur beygur af orðsporinu sem af honum fór fyrir einarða pólitíska afstöðu og beinskeytta orðræðu, en lærði óðaren varði að meta hlýju hans, hógværð, umburðarlyndi og réttsýni. Hannes var þeim eiginleik- um gæddur, að manni leið vel í návist hans og þótti ósjálfrátt vænt um hann. Minnist ég hans sem ein- hvers alúðlegasta og geðfelldasta manns, sem á vegi mínum hefur orðið, og sendi nánustu aðstandend- um, þeim Guðnýju Gestsdóttur og Hrefnu Sigfúsdóttur, innilegar samúðarkveðjur við fráfall góðs drengs og hugstæðs vinar. Sigurður A. Magnússon. Hver Qölskylda á sín litlu leynd- armál og sagnir um sérkennileg ævintýri. Þessum leyndarmálum er smám saman hvíslað að manni, um leið og maður vex upp, og sögurnar eru sagðar þannig, að maður verður að geta í eyðurnar. Eitt ævintýrið fjallaði um Hannes Sigfússon. Það var rómantískt ævintýri, ljúfsárt og heillandi. Ég velti oft fyrir mér þessum manni, sem var svo nálæg- ur en ókunnur. Lengi vel var eina leiðin að honum í gegnum bækurn- ar hans. Svo var það fyrir rúmum átta árum, að hann varð vinur og sam- fylgdarmaður Lillu frænku minnar. Þá kom loks að því að ég kynntist honum. Hann var afskaplega hlýr maður og nærvera hans þægileg og gefandi. Hann talaði við börnin mín eins og væru þau fullorðið fólk og hann gaf sér tíma til að hlusta á þau. Hann var laus við hégóma og enginn þurfti að vera feiminn í návist hans. Hann vildi ekkert til- stand í kringum sig, þáði jú kaffi- bolla þegar hann kom í heimsókn, en líkaði vel að hlusta dálítið á tón- list og endilega að spjalla saman. Með Hannesi er genginn góður maður, sem auðvelt var að þykja vænt um. Við Siggi og börnin okk- ar öll þökkum góð kynni og hlýhug, sem hann auðsýndi okkur allt þar ti! hann lést. Ingveldur Róbertsdóttir. Ég kynntist afabróður mínum, Hannesi Sigfússyni, fyrst fyrir níu árum rúmum, eða þegar hann við fráfall konu sinnar flutti heim til íslands. Skáldið Hannes hafði ég hinsvegar þekkt í mörg ár og bar djúpa virðingu fyrir. Svo ekki sé meira sagt, því ég áleit að í Dymbil- vöku, Vetrarmyndum úr lífí skálda og nokkrum kvæðum öðrum, væri það vel ort að nálgaðist fullkomnum. Þegar ég heimsótti Hannes síðan fyrst á vormánuðum 1988, leið mér eins og ég væri að ganga á fund Skáldsins með stóru essi, og ég hugsaði: hversu lítill og litlaus hlýtur maður ekki að vera í augum slíks manns. En ég komst fljótt að því, að í nærveru Hannesar Sigfússonar var engin þörf á að standa á tám og reyna sýnast stærri, komst að því, að þrátt fyrir sín miklu verk var hann mildur og hógvær og leit á alla sem jafningja. Ég segi þrátt fyrir, þvi það er ekki öllum gefið að vinna mikil afrek og vera í ofaná- lag krýndur lofí, án þess að vottur af sjálfsánægju og yfírlæti setji mark sitt á viðmótið. Aður hafði ég drukkið í mig áhrif frá skáldskap Hannesar, ég hafði fallið í stafí yfír miklu máli og máttugum myndum. Nú gat ég lært af manninum sjálf- um, numið stærðina í hógværðinni. En nú er Hannes dáinn. Á þess- um níu árum hef ég heimsótt hann reglulega og setið hjá honum, stundum einn, stundum ásamt eig- inkonu minni Maríu Karen, og stundum hefur Guðný verið hjá honum, konan bak við Dymbilvök- una, hún Guðný sem hann tók upp samband við fljótlega eftir heim- komuna og voru þau endurnýjuðu kynni til blessunar fyrir bæði; það var sem Guðný hefði létt þungann af herðum skáldsins og maður skynjaði, að lífið hafði skenkt hon- um óvæntri hamingju og það ekki svo lítilli. Og núna er sem stundirn- ar með Hannesi streymi líkastar þungu fljóti gegnum huga minn; þegar við sátum uppi heila ágúst- nótt fyrir níu árum, ég drakk viskí, hann vodka, hlustuðum á Mozart, Bach og meiraðsegja Tom Waits. Undir morgun las Hannes Vetrar- myndir úr lífí skálda. Því miður tók ég þann lestur ekki upp á segul- band, en upptakan er til í höfði mínu og stundum nægir mér að opna Sprek á eldinn, lesa fyrstu ljóðlínu bálksins og þá kemur þessi horfna ágústnótt til mín og Hannes byijar að lesa. Og síðasta heimsókn- in, tæpri viku fyrir lát hans: Hann- es tekinn í rúminu, en í stað þess að tala um kvalir og kveinka sér í nærveru dauðans, situr hann upp- réttur undir málverkinu sem „talar enn um tvenn spor“, sötrar kaffið, spyr brosandi útí mína hagi, les L E Q S T E I N A R í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Veriö velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. brostinni röddu kvæðið sitt Lausnir og síðan kveðjumst við. Svo var af honum dregið að hann gat ekki fylgt mér til dyra, en ég gekk útí ágústbirtuna með hlýju handartaks- ins í lófa mínum. Hún leynir á sér, sagði Jóhann Hjálmarsson um seinni skáldsögu Hannesar, Ljósin blakta. Og það er alveg rétt; bókin leynir verulega á sér, lifir í manni löngu eftir að hún er komin uppí hillu. Þannig var það líka með Hannes. Maður las um hann ungan og ákafan, hann átti til skapofsa sögðu eldri ættingjar mér. Ég kynntist honum sem rólyndum eldri manni; lítillátum, með milda en hljómmikla rödd, kímið bros sem kviknaði í öðru munnvikinu og breiddist þaðan út. Ákafinn orðinn að þroska, skapofsinn að sátt. Kannski lá stundum við að maður óskaði þess, að ákafi fyrri ára gerði vart við sig í framkomu hans, já kom fyrir að maður vanmæti hann sökum hógværðar. En nú er hann dáinn og ég uppgötva, að nærvera hans hafði enn meiri áhrif en ég hélt. Það er eins og tímahurð hafi lokast á mig, eins og liðinn tími hafí fjarlægst, að sökum skyldleika, og þá ekki einungis í blóði heldur orðunum líka, vegna þess að báðir vorum við vígðir þessari „ókind“ eins og Hannes kallaði skáldskapar- gyðjuna; vegna skyldleikans hafi nærvera Hannesar orðið til þess, að tíminn allt frá þriðja áratuginum og þar til ég fæddist var í raun ein samfella. Við lát hans hefur hún rofnað og nú er mikil fortíð ekki lengur hold og blóð, ekki lengur mild en hljómmikil rödd í samtíman- um, nú er hún orð á prenti og minn- ing í höfði mínu. Þar sem áður var rödd, er nú þögn. Og ég sit uppi með þá tilfinningu að sitthvað var ósagt. Veit ekki hvað, finn bara fyrir einhveiju ósögðu í bijósti mínu. En kannski er ég að tala um þá tilfinningu sem við nefnum sökn- uð. Söknuðinn að geta ekki lengur staðið í stofu Hannesar og fundið ylinn frá lífí hans fylla hönd mína. Jón Kalman Stefánsson. Elsku afí minn. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, langar mig að minnast þín með fáeinum orðum og þakka þér fyrir toiíuid hð omují flo íjá om IMINHHIM jjötíl jok fitnnoiifltii • (flíi Uppiýsingar i s: 551 1247 allar samverustundirnar okkar saman. Það er mér í barnsminni þegar það rann upp fyrir mér að ég átti óvenjumarga ættingja, sem struku mér blítt um kinn í æsku og köll- uðu sig afa eða ömmu. Vinkonur mínar komust ekki í hálfkvisti við mig í því efni. Afar mínir og ömm- ur mínar áttu heima í Hafnarfirði, í sveitinni, norður á Akureyri og úti í löndum. Það var dásamlegt. Kynni okkar urðu að raunveru- legum vináttutengslum eftir að þú fluttist heim frá Noregi og settist að á Akranesi, þá orðinn ekkjumað- ur. Það var alltaf gaman þegar við fjölskyldan ásamt Gógó frænku skruppum upp á Skaga í heimsókn til þín og Guðnýjar. Það var gæfu- stund þín á efri árum, að þú hittir Guðnýju Gestsdóttur, skömmu eftir að þú fluttist heim. Hún stóð við hlið þér eins og stólpi í erfiðum veikindum síðustu mánuði. Lítill snáði fæddist 1993. „Stígur sín fyrstu spor að þrepskildi nýrrar aldar þrem kynslóðum framar," ortir þú. Um þetta leyti var ég að stofna mitt eigið heimili og hafði eignast soninn Alex Viðar, þá var einstaklega gaman af að fá þig og Guðnýju í heimsókn. Litli Alex Við- ar var líka augasteinninn hans afa. Þú hafðir lag á því að spjalla við drenginn, þrátt fyrir ungan aldur hans. Fyrir rúmum tveimur vikum lagðir þú á þig enn eina heimsókn til mín til að líta á nýfædda mann- eskju sem komin er á kreik. Kæri Hannes afí, þökk fyrir allt og allt, far þú í friði. Kristín Björk Viðarsdóttir. Eg sem fæ ekki sofið... Bleikum lit bundin er dögun hver og dökkum kili. Upphafslínur Dymbilvöku bera vitni þeim seið sem býr í fyrsta kvæðabálki Hannesar Sigfússonar; enginn sem les hann ungur er sam- ur eftir, og íslensk nútímaljóðlist var heldur ekki söm. Hafi hún áður um skeið „eigrað milli svefns og vöku“, þá vissi hún að nú var glas, og á þessum árum eftir seinni heimsstyijöld eignast íslendingar mörg sín mögnuðustu kvæði á öld- inni. Frumleiki, ekki síst í sterku myndmáli, orðkynngi og dirfska í meðferð málsins einkenndu mörg bestu ljóð Hannesar, þótt hann ætti líka til viðkvæmni ástarljóðsins «' og undirfurðulegan húmor. Hann tók óhræddur á viðfangsefnum sín- um, hvort heldur þau voru sótt á eilífar veiðilendur skáldskaparins eða í átök samtímans, ófeiminn við hið torskilda, og hann þorði að reyna þanþol tungumálsins, svo fyrir kom að það léti undan. Fyrstu bækur Hannesar komu þétt og bjuggu yfir þessum frum- krafti en ljóðin voru þó aldrei laus við angurværð. „Svo liðu dægrin: leyndum harmi bundin“, það varð lengra á milli bóka og Hannes flutt- ist til Noregs, þar sem hann bjó í mörg ár. Sú fjarlægð skerpti um margt sýn hans á heimalandið, og skáldskapur hans eftir að hann kemur heim á ný ber vitni sömu gáfu og fyrstu bækur hans; ekki síst seinasta ljóðabók hans, Kyijála- eiði. Þar yrkir hann um ellina og dauðann án þess að gefa sig drung- anum á vald, leyfir sér bæði gaman- semi og leik, en áhrifin vitja okkar eins og „lágt muldur þrumunnar“. Noregsdvölin átti eflaust líka sinn þátt í því að Hannes þýddi mörg af merkari skáldum Norðurlanda, bæði ljóð og laust mál, og varð enginn svikinn af þeim textum. Hannes var efasemdarmaður, 9 einnig um eigin ljóð, og manna dómharðastur um sjálfan sig ef því var að skipta - þar gat hann verið helst til grimmur. Þótt líf hans væri nær allt í orðum og bókum, vissi hann að „Orð / eru hærur / biðukollunnar", og batt ekki við þau tálvonir. Hann var einstaklega ljúf- ur maður í viðkynningu, laus við tilgerð og sjálfhverfu og öll tilætl- unarsemi var honum fjarri - sjálfar bókmenntirnar skiptu hann mestu. Að lokum var hann, einsog hann^- segir í síðasta ljóði síðustu bókar sinnar, einfaldlega „Hættur / Dyr- um lokað: / Hurð fellur að stöfum.“ Við hjá Máli og menningu þökk- um Hannesi góða samfylgd, þar sem við vorum aðeins þiggjendur líkt og aðrir þakklátir lesendur hans. Aðstandendum hans færi ég innilegar samúðarkveðjur. Halldór Guðmundsson. LE6STEINAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendutn myndalista MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik simi: 587 1960 -fax: 587 1986 OPTIROC MÚRVÖRUR & VIÐGERÐAREFNI Iabsi DekaTopp □PTIROC Betokem Dek: Þéttimúr til filtunar, kústunar og sem steiningarlím Betokem Rep: Viðgerðarefni til viðgerðar á lá- og lóðréttum flötum. Betokem ExM: Þenslumúr til ásteypu á sökkla undir vélar o.fl. Ódýrar múrblöndur SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI • 147 Pronto Mest seldu flotefni í Evrópu • 154 Presto Undir dúka, parket o.fl. •316 Renovo Trefjastyrkt hraðharðnandi til afréttingar • 430 Durolit Flotefni fyrir svalagólf o.fl. • Lyktarlaus Epoxy gólf- og veggmálning • Epoxy inndælingarefni • Epoxy rakasperrur • Epoxy steypulím og spörtl • Steypuþekjur ir IDNADARQÓLF €-^«ml«|uv.gur 72.200 KOpavogur llmlr. SM 1740. M2 4170, Fm 004 1700 Jl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.