Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Valdmörk forsetans FORSETAEM- BÆTTIÐ hefur notið virðingar allt frá önd- verðu. Þrátt fyrir að oft hafi orðið harðvít- ug átök við forseta- kjör, hefur jafnan ríkt góður friður um emb- ættið. Bjarni Benedikts- son, fyrrverandi for- sætisráðherra, skil- greindi stöðu forseta Islands sem hyggins og margreynds föður þjóðarinnar, er sé af- skiptalítill hversdags- lega, en mannasættir ef deilur séu úr hófi og skeleggur úrskurðamaður ef í öngþveiti kemst. og valdmörk. Tilefnið var að forsetinn gaf út umdeildar yfirlýs- ingar af pólitískum toga á blaðamanna- fundi vestur í Was- hingtonborg. Athyglisverð greining I þessu sambandi er fróðlegt að riija upp að forseti íslands, Óaf- ur Ragnar Grímsson, ritaði og gaf út bókina íslenska þjóðfélagið þegar hann var pró- fessor í stjórnmála- fræði við Háskóla ís- lands, ásamt með Þorbirni Brodda- syni, þáverandi lektor. í bókinni er EinarK. Guðfinnsson. Mótun embættisins í sátt við þjóðina Að jafnaði er fremur lítið rætt um hlutverk forsetans nema í að- draganda forsetakjörs. Kosninga- barátta hefur oft verið sá tími sem umræður um stöðu embættisins hafa farið fram. Þess á milli hefur f umræðan hljóðnað, enda forsetarn- ir notið almennrar virðingar og trúnaðar þjóðarinnar. Þannig má segja að mótun forsetanna á emb- ættinu hafí verið í sátt við þjóðina, og því ekki gefið sjálfstætt tilefni til umræðu um embættið. Að lokinni för núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Bandaríkjanna og Kanada hafa orðið nokkrar umræður um for- setaembættið, stöðu þess, hlutverk Þessi fræðilega greining á valdsviði forseta er, segir Einar K. Guð- finnsson, afar athyglis- verð. í einum kafla sérstaklega fjallað um forsetaembættið með eftirfar- andi hætti: „Formleg lýsing stjórnarskrár- innar á verkefnum forseta gefur til kynna að þjóðhöfðingjaembætt- ið sé valdameira en reynslan sýn- ir. Ákvarðanir sem forseti gefur formlegt gildi eru í raun teknar af öðrum enda segir í 13. gr. „For- setinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ í 15. gr. stjórnarskrár- innar segir: „forseti skipar ráð- herra“ og „hann ákveður tölu þeirra _og skiptir störfum með þeim“. í raun eru fjöldi ráðherra, verkaskipting og val á mönnum í embætti ákveðin af þeim stjórn- málaflokkum sem mynda rík- isstjórnina. í 22. grein segir að „forseti lýðveldisins gerir samn- inga við önnur ríki“ en í reynd annast ríkisstjórnin það verkefni. I 26. grein er forseta veitt heimild til að synja lagafrumvarpi stað- festingar; þar eð enginn forseti hefur beitt þessu ákvæði er það í reynd dauður bókstafur." Skýr afstaða Af þessu má ráða um afstöðu höfundanna til valdmarka embætt- isins. Niðurstaða hinna fræðilegu greiningar þeirra á forsetaembætt- inu er skýr: „Formleg lýsing stjórn- arskrárinnar á verkefnum forseta gefur til kynna að þjóðhöfðingja- embættið sé valdameira en reynslan sýnir.“ Og enn fremur: „Ákvarðan- ir sem forseti gefur formlegt gildi eru í raun teknar af öðrurn." I ljósi þeirrar umræðu sem skap- aðist á dögunum er þessi fræðilega greining á valdsviðj forseta íslands afar athyglisverð. í formála bókar- innar er lýst því markmiði höfunda að „varpa ljósi á helstu einkenni íslensks þjóðfélags". - Hvað for- setaembættið áhrærir er það gert með ofangreindum hætti. Höfundur er 1. þingmaður Vestfjarða. Sameignin HUGTÖKIN sam- eign og þjóð koma upp í kenningum frönsku hugmyndafræðing- anna á síðari hluta 18. aldar. Síðan eru þessi hugtök „helguð“ af rómantíkerunum og sameignarsinnum, þ.e. sósíalistum á 19. og 20. öld. Á 20. öld voru viðbjóðslegustu glæpaverk framin undir formerkjum þessara helguðu hug- taka. Þegar þjóðar- hugtakið var tekið í guða tölu varð ein- staklingurinn að víkja. Hann var aðeins hluti hinnar helgu heildar, þjóðarinnar og þar með varð þjóðin eigandi allra gæða lands og lagar og þeir aðilar sem þjóðin valdi til að fara með ráðstöfunarrétt eigna sinna, mótuðu stefnuna, sem var að standa „vörð um hagsmuni þjóð- & arinnar, efnahagslega og andlega". Hugtakið sameign kemur fyrst fyrir í prentuðum íslenskum textum í Nýja testa- menti Odds Gott- skálkssonar 1540 í bréfi Páls postula til Efesusmanna í 3. kap- ítula, 9. versi. Merk- ingin var andlegs eðl- is, „sameign leyndar- dómsins“. Hugtakið kemur fyrst fyrir í veraldiegri merkingu í riti Sveins Sölvason- ar: Tyro Juris, eður Barn í Lögum 1754, bls.^162. Þar er merk- ingin eign hóps, fjölskyldu eða ættmenna etc. á hlutum, verkfær- um etc. - Heimild: Orðabók Há- skólans. Sameignarmaður kemur fyrir í riti Gísla Biynjúlfssonar, Norður- fara, 1848-49. Það er bein þýðing á orðinu kommúnisti. Sameignarstefnan — kommún- Fyrri tíðar menn voru skýrari í hugsun en svo, segir Siglaugur Bryn- leifsson, að þeir notuðu óijós og fljótandi hugtök í ritum sínum. isminn — kemur upp í núverandi merkingu á síðari hluta 18. aldar og fullkomnast í kenningu Karls Marxs, en arftakar þeirra kenn- inga voru og eru þeir flokkar sem kenna sig við sósíalisma — jafnað- arstefnu — jafnaðarmenn, þjóðern- is-jafnaðarmenn, kommúnista, en stefnu þeirra tveggja síðast nefndu svipar mjög saman í heildarhyggju og forsjárhyggju ríkisvaldsins. Nú er mikið talað og ritað um „þjóðareign eða sameign þjóðar- innar“ á landi, auðlindum og mið- um umhverfis landið. Almenningar og fiskimiðin umhverfis landið voru notuð samkvæmt hefðbundnum venjum, byggðarlög áttu rétt til upprekstrar og sjávarbændur og landbændur gerðu út báta og skip t-il veiða, sá átti fiskinn sem gerði út skipið og nokkur hluti aflans skiptist milli áhafna, hluturinn. Not auðlindanna voru bundin af- notarétti. Form afnotaréttar var í raun bundið séreignarrétti og hefð- bundnum rétti jarðeigenda og byggðarlaga. Hvað varðar opinberar eignir, sem nú væru nefndar „sameignir", þá voru þær taldar eign „ríkisins“ eða res-publica. Gísli Magnússon (Vísi-Gísli) samdi rit á latínu 1647, þar sem getið er lausafjár íslenska ríkisins — res-publica — sem var aðeins ein klukka... - Heimild Eiríkur Jónsson: Rætur fslands- klukkunnar. Sú brotna og hljóm- daufa klukkan sem Gísli Magnús- son nefndi var að þeirrar tíðar mati alls engin sameign þjóðarinn- ar. Þeirrar tíðar menn voru skýr- ari í hugsun en svo að þeir notuðu óljós og fljótandi hugtök í ritum sínum. Notkun óljósra og oft merk- ingarlausra hugtaka er höfuð-ein- kenni „ideologanna" — hugmynda- fræðinganna. „Sá sem hneigir rétt, hugsar rétt.“ Tungumálið er grundvöllur siðaðra samfélaga samkvæmt vestur-evrópskri menn- ingarhefð. En notkun óljósra, inn- antómra hugtaka eru ær og kýr „vitgrannra framagosa" eða lýðskrumara og er þetta einkum áberandi meðal þeirra einstaklinga sem telja sig sameignarsinna og sósíalista. Ríkið getur eignað sér land og mið og talað um þessar uppsprettur auðsins sem „sam- eign“ eða „þjóðareign". En með notkun þessara hugtaka og „helg- un“ þeirra, hófst hryllingssaga 20. aldar. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson Braut mennta- málaráðherra jafnréttislögin? Opið bréf til menntamálaráðherra, ASÍ og VSÍ NÝLEGA mótmælti Jafnréttisráð skipan í Rannsóknarráð fs- lands og ekki að ástæðulausu. Af 11 manna ráði eru ein- ungis 2 konur. Þetta kemur í kjölfar gagn- rýni á ríkisstjórnina á Álþingi á nýliðnum vetri. Ég og fleiri gagnrýndum þá harð- lega að ríkisstjórnin hefði skipað nefnd um framtíðarsýn ríkis- stjórnarinnar um upp- lýsingaþjóðfélagið, þar sem í sátu 20 manns, þar af aðeins 2 konur. Eru ráðherrar þessarar ríkisstjórnar þeirrar skoðunar að upplýsingaþjóðfélagið og rann- sóknir komi konum ekki við eða halda þeir að konur hafi ekki vit eða áhuga á þróun og stefnumörk- un á þessum mikilvægu sviðum? Telja þeir að það sé óhætt eða nauðsynlegt að bijóta lög til þess að útiloka konur frá áhrifum á þessum sviðum? Þessu er mikilvægt að fá svör við, ekki síst í ljósi svara mennta- málaráðherra vegna skippnar í Rannsóknarráð Islands. í frétt Morgunblaðsins af mótmælum Jafnréttisráðs (15/8, bls. 6) er haft eftir formanni Jafnréttisráðs Elínu Líndal: „Þetta samræmist ekki framkvæmdaáætlun ríkisins um skipan í opinber ráð og nefndir sem miðar að því að rétta hlut kvenna í þeim.“ Það er vissulega rétt en mér er spurn: Er þessi émbættis- færsla í samræmi við íslensk lög? í 12. grein laga um Jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 29/1991 segir: í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og fé- lagasamtaka skulu, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar og skal ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeigandi stjórnir, nefndir og ráð. í áðurnefndri frétt Morgunblaðs- ins er haft eftir Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra: „Ég fór eftir þeim tilnefningum sem ég fékk.“ En hvetjir tilnefna í Rannsóknar- ráð? I fyrsta lagi eru þrír skipaðir samkvæmt tilnefningum skóla á háskólastigi og stofnana á sviði þjóðlegra fræða og Vísindafélags Islendinga. Aðrir þrír eru skipaðir samkvæmt tilnefningu rannsóknar- stofnana atvinnuveganna og ann- arra rannsóknarstofnana utan verksviðs menntamálaráðuneytis. Þessir tveir aðilar tilnefndu þær tvær konur sem hafa verið skipaðar í ráðið. I þriðja lagi eru þrír skipaðir samkvæmt tilnefningum ASI og VSÍ. Engin kona_ var tilnefnd af Alþýðusambandi Islands og engin af Vinnuveitendasambandi Islands. Hvers vegna ekki? Voru þessir aðil- ar ekki minntir á 12. grein jafn- réttislaganna þegar beðið var um tilnefningar eins og lögbundið er? Eða var það vandkvæðum bundið að finna hæfar konur sem væru tilbúnar að sitja í Rannsóknarráði fyrir ASÍ og VSÍ?_Óskað er eftir svari frá ASI og VSÍ á síðum Morg- unbiaðsins því hér er um grundvall- aratriði að ræða. í fjórða lagi skipar menntamála- ráðherra tvo menn í Rannsóknar- ráð án tilnefningar, í samráði við ríkisstjórn. Ráðherra skipaði tvo karla og um það segir hann í áðurnefndri Moi'gunblaðsfrétt: „Ég hafði ekki þessi sjónar- mið sem jafnréttisráð hefur þegar ég í sam- ráði við ríkisstjórnina skipaði í Rannsóknar- ráð. Ég mat þetta út frá hæfni einstakl- inga.“ Af þessu tilefni, og með hliðsjón af fyrir- spurn minni á Alþingi sl. vetur um skipan nefnda og stöðuveit- ingar á vegum ráðu- neyta (337. mál) þar sem fram kom að mik- ið vantar á að 12. grein jafnrétti- slaganna sé virt í reynd, vil ég leggja eftirfarandi spurningar fyrir menntamálaráðherra og óska eftir svari á síðum þessa blaðs: 1. Var minnt á ofannefnda laga- grein þegar óskað var eftir tilnefn- ingum í Rannsóknarráð eins og lög- bundið er? 2. Hvers vegna hafði ráðherra ekki ofannefnd sjónarmið í huga þegar hann skipaði sjálfur í Rann- sóknarráð? Þetta bréf er skrifað til að komast til botns í því, segir Guðný Guð- björnsdóttir, hvers vegna aðeins tvær kon- ur voru skipaðar í Rann- sóknarráð íslands. 3. Ber að skilja tilvisun ráðherra til hæfni einstaklinga á þann veg að hann telji að ekki hafi verið hægt að finna konu til setu í Rann- sóknarráði sem sé jafnhæf og þeir sem tilnefndir voru? Tekið skal fram að með þessum spurningum er alls ekki verið að kasta rýrð á þá mætu einstaklinga sem hafa verið skipaðir í Rannsókn- arráð íslands. Hér er hins vegar um lögbundið réttlætismál að ræða og sætir furðu hve hægt gengur að ná markmiðum 12. greinar jafnrétti- slaganna. Því er nauðsynlegt að átta sig á hvernig og hvers vegna það gerist að konur eru ekki skip- aðar til jafns við karla í nefndir og ráð ríkisins þegar því verður við komið, eins og lög kveða á um. Gleymist að minna á 12. grein jafn- réttislaganna þegar beðið er um tilnefningar, eru konur ekki til- nefndar, eða eru þær ekki skipaðar þrátt fyrir tilnefningar? Tíðkast lögbrot þegar beðið er um tilnefn- ingar í opinberar nefndir og ráð eða eru fordómar ríkjandi gagn- vart konum hjá þeim sem tilnefna og skipa? Ber stjórnvöldum ekki að fara að jafnréttislögum sem öðrum lögum, jafnvel þó að pólit- ískur vilji sé af skornum skammti? Þetta bréf er skrifað til að kom- ast til botns í því hvers vegna að- eins tvær konut; voru skipaðar í Rannsóknarráð Islands þrátt fyrir gildandi jafnréttislög. Með von um skjót svör og að lög verði virt af stjórnvöldum og til- nefningaraðilum í framtíðinni. Höfundur er þingkona Kvennalistans. Guðný Guðbjörnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.