Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 43 + Guðrún Þórey Örnólfsdóttlr fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 3. ágúst 1914. Hún lést í Sjúkrahúsi Akra- ness 9. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 19. ágúst. Fósturlandsins Freyja fagra Vanadís móðir kona meyja meðtak lof og pris. Blessað sé þitt blíða bros og gullin tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. „Minni kvenna“ eftir Matthías Jochumsson hefur verið í huga mér undanfarna daga, þegar ég hugsa um Guðrúnu Örnólfsdóttur, sem nú hefur kvatt okkur samferðamenn sína. Ég er komin á þann aldur að mér þykir vænt um þetta ijóð, reyndar hefur mér líklega alltaf þótt til um það. Sannarlega er þetta ljóð tileinkað konum eins og henni. Konu sem var þeirrar gerðar að heimili hennar stóð, sem um þjóð- braut þvera, eins og sagt var um stórkonur fornaldar. Hún kom að vestan. Hann að austan. Guðrún var fædd og uppal- in á Suðureyri við Súgandafjörð, en Sveinn, maður hennar, á Búðum við Fáskrúðsfjörð. Þau mættust á Akranesi. Hann kom sem kaupfé- lagsstjóri við Kaupfélag Suður- Borgfirðinga, en hún sem starfs- stúlka við mötuneytið hjá Lóu á Staðarfelli þar sem Sveinn borðaði. Frá fyrsta fundi þeirra má segja að þau hafi haldist hönd í hönd, ævina á enda. Guðrún og Sveinn, mér fínnst að þau hafi alltaf verið nefnd um leið, bæði tvö. Þau hófu búskap sinn í Kaupfélaginu. Það var skemmtilegt samfélag í Kaupfé- lagshúsinu. Sveinn og Guðrún á efstu hæðinni, Arn- mundur og Inga á mið- hæðinni og Einar og Guðrún sem alltaf er kennd við Einarsbúð. Einar var kaupmaður. Arnmundur pakkhús- maður hjá Kaupfélag- inu og Inga skúraði búðina. Ég vann í Kaupfé- laginu hjá Sveini og kynntist þeim hjónum. Þau kynni áttu eftir að verða að vináttu ekki aðeins við þau, heldur einnig börn þeirra og fjölskyldur. í Kaupfélaginu kynntist ég mín- um manni, Jóhannesi Finnssyni, sem kom að vestan til starfa í Kaupfélaginu. Við hófum okkar búskap í Kaupfélaginu í sömu íbúð og þau. Síðar urðum við Guðrún nágrannakonur, þá voru þau hjón flutt í verkamannabústað á Suður- götunni, við hjónin á Sunnubraut í hús foreldra minna. Fljótlega byggðu þau Sveinn og Guðrún sér stórt hús á Jaðarsbraut 3. Þar ólust öll börnin þeirra upp, en þau áttu fjögur börn. Loks flutt- ust þau í þægilegt hús að Espi- grund 7, þar bjuggu þau þar til yfir lauk. Guðrún var stórbrotin kona og heimili sitt annaðist hún af miklum höfðingsskap. Hún vann aldrei utan heimilis. Hún var manni sínum og börnum allt. Hún var ein af þeim konum sem alltaf var heima. Ég hygg að fáir hafi komið þar að lok- uðu húsi. Gestrisnin var henni í blóð borin og þess nutu bæði fólkið að vestan og austan, fyrir utan okkur öll hin. Allt sem hún gerði var unnið af stakri vandvirkni og listfengi. Mikið hafði hún gaman af að punta einkadótturina hana Rúnu Möggu sem var elst. Oft sýndi Rúna Magga mér dúkkurnar sínar, sem mamma hennar hafði saumað og pijónað á. Börnin þeirra báru svipmót þess góða uppeldis sem þau nutu. Syn- irnir allir hafa haslað sér völl sem- nýtir menn hver á sínum stað. Einkadóttirin Guðrún Margrét var elskuleg stúlka, sem öllum þótti vænt um. Mikil námsmanneskja, lauk stúdentsprófi með láði og síðan kennaraprófi, búin að stofna heim- ili og átti litla yndislega stúlku og góðan mann. Rúna Magga átti von á öðru barni. Þá skall reiðarslagið á. Hún dó af barnsförum og barnið líka. Ég gleymi því aldrei. Það var kaldranalegur nóvemberdagur. Ég hafði verið í Reykjavík og var að fara upp á Akranes einmitt þennan dag og fór niður í skipið. Þá sat hún Guðrún þar og hélt á lítilli stúlku í fanginu. Þeir voru þar líka Sveinn og Páll maðurinn hennar Rúnu Möggu. Þau voru að koma með líkið hennar heim. Þá var það Guðrún, sem lét ekki bugast, hún vafði aðeins litlu telpuna að sér og sagði huggandi: „Hún skildi hana Guðnýju litlu eftir handa okkur.“ Þessi litla stúlka er nú orðin há- menntuð kona. Hún hefur borið hróður móður sinnar og ættar milli heimsálfa og verið sannkallaður sólargeisli afa síns og ömmu. Alltaf fylgdist ég með þessari stúlku í gegnum Guðrúnu. Hve oft hún sýndi mér myndir af henni við hin ýmsu tækifæri í lífi hennar. Ég fylgdist með elsku hennar, ekki aðeins gagnvart þessu barnabarni sínu heldur líka öllum hinum. Hann er orðinn stór hópurinn þeirra Sveins og Guðrúnar. Þau héldust í hendur í lífi sínu og starfi, sem hefur borið ríkulegan ávöxt. Bömin þeirra og fjölskyldur þeirra hafa verið samstíga í að létta for- eldrum sínum ellina og þau veikindi sem henni hafa fylgt. Nú hefur Guðrún lokið göngu sinni. Blessuð veri hún. Þakklæti mitt flyt ég henni yfir gröf og dauða. Sveini, manninum hennar, bið ég blessunar guðs á þessum erfiðu dögum. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi. GUÐRUN ÞOREY ÖRNÓLFSDÓTTIR + Guðmundur Jón Dagsson fædd- ist 7. júlí 1914. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur hinn 12. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Dagur Guðmundsson, f. 28. maí 1885 í Ávík, Árneshreppi í Strandasýslu, d. 17. nóvember 1914, og Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, f. 8. september 1888 í Byrgisvík, Árnes- hreppi í Strandasýslu, d. 17. ágúst 1960. Guðmundur var fæddur á Víðidalsá í Stranda- sýslu en ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum Guðjóni Jónssyni og Sigþrúði Sigurðardóttur á Mundi bróðir er farinn yfir móð- una miklu en eftir hann lifa fallegar minningar um góðan dreng. Hann var ekki bróðir minn heldur móður- bróðir en til aðgreiningar frá öllum hinum Mundunum sem voru frændur okkar systkinanna sögðum við alltaf Mundi bróðir en ekki Mundi frændi og þannig hefur henn verið og verð- ur í huga okkar áfram. Mundi var ákaflega ljúfur og hlýr maður. Hann heilsaði alltaf öllum sem hann þekkti með hlýju faðmlagi og kossi og klappi á kinn og seinni árin sagði hann gjarnan: „Ert þetta þú, elskan mín?“ eða „Ég þekki þig ekki, elskan mín“. Mínar fyrstu minningar um Munda bróður eru þegar hann kom að heimsækja „elsku systur" og ég Kaldbak í Kald- baksvík ásamt móð- ursystkinum sínum. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu til Isa- fjarðar árið 1966. Síðustu æviárin var Guðmundur á Dval- arheimilinu Ási, Hveragerði. Eftirlifandi systkini Guðmund- ar eru Njóla Dags- dóttir og hálfbróðir þeirra Sigvaldi Dagsson. Guð- mundur var ókvæntur og barnlaus. Guðmundur verður kvaddur frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 en hann verður jarðsettur á ísafirði. bara lítið kríli, þá gaf hann sér allt- af tíma til að tala við litlu frænku og gauka að henni bijóstsykurspoka, aurum eða einhveiju smávegis sem gladdi litla barnssál. í síðustu heim- sókn sinni til mín í vor hafði hann einna mestan áhuga á litlu dóttur- dóttur minni, mánaðargamalli, og vildi endilega að mamma hennar keypti eitthvað fyrir sig handa henni. Svona var Mundi bróðir, barngóður og gjafmildur. Hann var mjög trúaður maður og seinni árin talaði hann oft við mig um Guð og þau kraftaverk sem gerð hafa verið í hans nafni og oftar en ekki snerust samræðurnar um eilífð- armálin og alltaf þegar við kvödd- umst bað hann Guð að blessa mig „og ykkur öll“. Mundi var mikið náttúrubarn og unni fegurð náttúrunnar, ekki síst stórbrotnum mikilfengleik Kaldbak- svíkurinnar þar sem hann bjó lengst- an hluta ævi sinnar og veiddi silung og reri á færi með Gauja frænda. Þar leið honum vel og átti þaðan góðar minningar. Síðustu árin þegar tómstundir voru nægar fór hann að teikna og lita og ég á eftir að sakna þess að fá ekki fleiri teiknimöppur en hann sendi þær fyrst í stað til mömmu en þær síðustu til mín. Blýants- og pennateikningar og vatnslitamynd- irnar, allar með skrifuðum skýring- um og vísum, minna mig mikið á Sölva Helgason. Flestar tengjast þær líðandi stundu, eru af fréttum og fólki og atburðum sem hæst eru á baugi þá stundina. Ég er sannfærð um að ef Mundi bróðir hefði fæðst á öðrum stað og við aðrar aðstæður hefði æviferill hans orðið annar og listagyðjan glaðst. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Ég veit einn að aldregi deyr dómur um dauðan hvem. (Ur Hávamálum) Guðbjörg Ingimundardóttir. Handrit afmæiis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokaliaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess (minning(a>mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. GUÐMUNDUR JÓN DAGSSON + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN JÓHANNESSON, Hofsstöðum, Garðabæ, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju- daginn 19. ágúst, Sigríður Gfsladóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, BJARNI GUÐMUNDUR BOGASON, Óðinsgötu 30A, sem lést fimmtudaginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Haraldsdóttir. + Okkar ástkæri fóstursonur, sonur og bróðir, STURLA ÞORGEiRSSON Heiðarbrún 98, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju föstu- daginn 22. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heila- vernd, sími 588 9220 eða skátafélagið Strók í Hveragerði. Björgvin Ármannsson, Hrönn Bergþórsdóttir, Þorgeir Tryggvason, Sigrún Þorgeirsdóttir, Kristrún Þorgeirsdóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Bergþór Ingvar Björgvinsson, Víðir Reyr Björgvinsson. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, HALLA BERGSTEINA GUÐLAUGSDÓT- TIR, Hjallaseli 55, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 22. ágúst kl. 15.00. jarðsett verður í Neskaupsstað, Guðlaugur Stefánsson, Lilja Jóhanna Gunnarsdóttir, Halla V. Stefánsdóttir, Höskuldur Stefánsson, Stefanía Stefánsdóttir, og aðstandendur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS INGI GÍSLASON, Birkihlíð, Stokkseyri, sem lést þriðjudaginn 12. ágúst, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 23. ágúst kl. 14.00. Aðalheiður Karlsdóttir, Erna Magnúsdóttir, Steindór Kári Reynisson, Aðalheiður Miilý Steindórsdóttir, Elln Gíslína Steindórsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN SIGURÐSSON, Vallargötu 18, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar- daginn 23. ágúst kl. 14.00. Viktor Sigurjónsson, Þorkell Sigurjónsson, Elfsabet Ólafsdóttir, Karl Björnsson, Ásta Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. >. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.