Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÖOpor turoi Departujie ICELANDIC Phony Company, þeir Egill og Magnús, bíður á flugvellinum eftir íslensku listamönnunum. JÓNÍ Jónsdóttir og Eyrún Sigurðardóttir úr Gjörn- ingaklúbbnum breiða út boðskap ástarinnar. EINHVERN veginn áttum við félagarnir í hinu ný- stofnaða Icelandic Phony Company ekki von á því að sjá landslagsmyndum frá fósturland- inu fríða varpað á vegg eins af vinsælli tónleikastöðum Berlínar- borgar, en er við stigum inn í rauð- málaðan sal Roter Salon var það ekki einungis reyndin, heldur stóð auk þess undarlegur náungi á svið- inu og lýsti fyrir viðstöddum sam- skiptum sínum við íslenskan álf sem hann kvað búa í blómapotti á svölunum hjá sér!“ Þannig taka Egill H.A. Pálsson og Magnús Þór Þorbergsson, í Ice- landic Phony Company, til orða og eru íbyggnir á svip. „Fyrr en varði ómuðu raddir Erlings Gíslasonar og Kristbjargar Kjeld úr hátalara- kerfinu flytjandi Þrymskviðu á þýsku með þrumandi íslenskum hreim. „Þetta er staðurinn," hugs- uðum við með okkur og á meðan hinkrað var eftir prímus mótor staðarins, sem við héldum í fyrstu að bæri nafnið Kúl, en kom svo í ljós að hann hét Kruhl, komum við auga á grænklædda veru við svið- ið, með hatt á höfði og garðkönnur hangandi úr eyrunum. Vitandi að ekki margir þora að flíka slíkum búnaði gripum við gæsina: „Laura Kikauka?" „Já.“ „Okkur skilst að þú rekir ansi hrejnt skemmtilegan bar .. .“ Áður en dagur rann var búið að skipuleggja þrjú kvöld á þremur stöðum í borginni með Kvartett Ó. Jónssonar og Gijóna og Gjörn- ingaklúbbnum, sem á erlendri grund voru kynnt undir nöfnunum Beef Jerky Quartet og The Iceland- ic Love Corporation, og hafðist það með dyggri aðstoð álfafræðingsins og Islandsvinarins Wolfgangs Múilers og vafalaust hafa ljúfir kraftar huldufólks lagt sitt af mörkum." Pönnukökur og kossar Þótt Magnús og Egill hafi frá mörgu að segja gefa þeir sér tíma til að fá sér einn kaffisopa. Bara einn. Svo haida þeir áfram: „Fyrsta kvöldið var haldið á Schmalzwald, bar eða öllu heldur listaverki hinn- ar kanadísku Lauru Kikauku. Þessi staður er kraftbirting ofhiæðisins. Veggirnir eru þaktir dísætum myndum og munum, pylsukrukk- um hefur verið breytt í lampa, á Islenskir listamenn í Berlín Afdrifaríkt álfakvöld KVARTETT Ó. Jónssonar og Grjóna í karlmannlegri sveiflu á Schmalzwald. sviðinu stendur org- el húðað sælgæti, fyrir ofan barinn hanga dádýrahöfuð úr plasti með gló- andi augu ... Við gerðum ekki ráð fyrir mikilli að- sókn. Óþekktir út- lenskir listamenn eiga sjaldan mögu- leika á skjótum frama í Berlín. Samt voru mættir miklu fleiri um miðnætti en barinn tók, m.a. tökulið frá ORB- sjónvarpsstöðinni, sem rekið hafði inn nefið og átti nú í basli með að komast frá einum enda staðarins til annars. Skömmu eftir miðnætti hófu þær Jóní Jónsdóttir og Eyrún Sig- urðardóttir að dreifa kossum með- al gesta og senda jákvæða strauma og skilaboð um gjallarhorn yfir salinn. Að því loknu lék Kvartett Ó. Jónssonar og Gijóna sína kari- mannlegu sveiflu við öskrandi und- irtektir gesta og þurfti að tvíflytja dagskrána. Dagskráin flutt þrisvar Daginn eftir, enn í siguivímu, voru listamennirnir rifnir. á fætur og drifnir í undirbún- ing kvöldsins á Boter Salon. Ekki tok langan tíma að hrista 5 eina brauðtertu og 500 pönnukökur, því ekki var ætlunin að bjóða eingöngu upp á andlegt fóður í þetta sinnið. Um níuleytið var staðurinn þegar þéttsetinn og fengu gestir að beija augum þýskt vöðvabúnt í gervi íslensks víkings á tjaldi áður en tekið var að sýna íslenskar stuttmyndir. Þegar hafist var handa að stikla á stóru í rokksögu íslands var stað- Skreytingar voru óhefðbundnar. urinn orðinn troðfullur út úr dyr- um. ísland á sér fieiri áhangendur en margan grunar. Gjörninga- klúbburinn iét vel að heiminum og fyllti hann af ást og hlýju og vakti mikla athygli, m.a. hjá ljósmynd- ara fréttatímaritsins Focus, sem myndaði hann í bak og fyrir. Hvað var annað eftir en að ís- lenska stórsveitin Kvartett Ó. Jónssonar og Gijóna hæfi upp raust sína og á slaginu tólf sló Þorvaldur Gröndal, trommuleikari kvartettsins, taktinn og dansinn í Hruna hófst. Það mátti ekki minna vera en að hijómsveitin endurtæki dagskrána í þrígang og m.a.s. Hollendingurinn í lopapeysunni dansaði, áður en plötusnúðurinn Hrönn leysti örmagna hljómsveit- armeðlimi af hólmi.“ Tilboð um að spila í kvikmynd Að þessu sinni er það blaðamað- ur sem stöðvar Magnús og Egil. Hann dregur andann djúpt. Það er komið að honum að fá sér kaffi- sopa. Svo er haldið áfram: „Að vonum voru íslendingarnir kátir með ferð sína til Berlínar og nutu nú þýskra veiga og menningar í vikutíma áður en þeir komu fram í síðasta sinnið í borginni á þessu ári. Lokatónleikarnir voru í hús- tökuhúsinu Tacheles sem bráðlega mun hverfa af yfirborði jarðar og víkja fyrir gríðarlegri verslunar- kringlu. Listamennirnir litu því á það sem mikinn heiður að vera með þeim síðustu sem þar koma fram. En ekki er frægð listamannanna á þýskri grund lokið, því í bígerð er að halda enn veglegri menning- arhátíð í Volksbúhne, þar sem Roter Saion er til húsa, á sumri komanda. Einnig hafa liðsmenn Kvartetts Ó. Jónssonar og Gijóna fengið tilboð um að semja tónlist fyrir næstu mynd hins þekkta en mjög svo umdeilda leikrita- og kvikmyndagerðarmanns Chri- stophs Schlingensiefs." Ög hvað næst... „Á nýliðinni Menningarnótt af- hentu liðsmenn kvartettsins Reykjavíkurborg brunnlok sem sett var niður á Lækjartorgi fyrir framan verslunina Músík og mynd- ir og ekki láta þeir þar við sitja. í kvöid kl. 22 heldur kvartettinn tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í tilefni útgáfu geislaplötunnar Karneval í Texas.“ MYIMDBÖND Botninum náð Ein stór fjölskylda (Ein stór fjölskylda)__ Gamanmynd Vi Framleiðandi: Jóhann Sigmarsson. Leikstjóri: Jóhann Sigmarsson. Handritshöfundur: Jóhann Sig- marsson. Kvikmyndataka: Guð- mundur Bjartmarsson. Tónlist: Skárren ekkert. Aðalhlutverk: Jón Sæmundur Auðarsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Kristján Arngrímsson, Sig- rún Hólmgeirsdóttir, Eiríkur Thor- arensen, Steinun Ólína Þorsteins- dóttir. 90 mín. Island. Háskólabíó. 1997. Útgáfudagur: 22. júlí. Myndin er leyfð til sýninga fyrir alla aldurs- hópa. __________ ÞAÐ hefur verið sagt að það þurfi bæði hæfileika til að gera mjög góða hluti og einnig mjög lélega. Með Einni stórri Qöl- skyldu hefur Jó- hann Sigmarsson sýnt að hann hefur greinilega mikla hæfileika, jafn vel svo mikla að hann getur ögrað veldi kvikmyndarisa eins og Eds Woods, Herschels Gordons Lewis og Jess Francos. Ein stór íjölskylda hefur allt það sem lélegar myndir ættu að hafa. Leikurinn er yfir höfuð svo lélegur að maður getur ekki annað en bros- að og hjáipar handritið mikið til þess að leikurinn sé svo lélegur sem hann er. í handritinu er að finna marga gullmola sem án efa verða lengi í minnum hafðir, t.d. tómat- sósuatriðið á veitingastaðnum. Einn- ig er valið á leikurunum ótrúlegt, en það er þess virði að sjá myndina bara út af því. Óttar Proppe, fyrrum meðlimur Ham, leikur pylsusala og Sigurður Pálsson skáld er í hlutverki pípulagningamanns. Kvikmynda- tökumaðurinn virðist ekki hafa neina hugmynd um hvað myndhorn eða lýsing er og sumar senurnar eru svo dimmar að maður sér ekkert hvað er gerast. Jóhann Sigmarsson í hlut- verki leikstjórans kemur sí og æ með senur þar sem maður segir: „Þetta get ég gert miklu betur“. En það eru því miður nokkrir ágætir hlutir í myndinni sem gera það að verkum að gæðin ná ekki alveg nið- ur til Eds Woods og það er tónlist Skárren ekkert og leikur Jóns Sæ- mundar. Tónlistin er létt og skemmtileg og minnir stundum á Tom Waits og eru gæði hennar alls ekki sambærileg við gæði myndar- innar. Leikur Jóns Sæmundar er oft á tíðum dálítið stirður og er þar handritinu helst um að kenna en hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikara myndarinnar. Ég get ekki annað en mælt með þessari mynd fyrir unnendur lélegra mynda og einnig þá sem hafa áhuga á kvik- myndagerð og vilja vita hvernig ekki á að gera kvikmynd. Ottó Geir Borg QUINNerekki aðeins lista- verkasafnari. Hann málaði þessa mynd af sjálfum sér í kvikmynd- inni „The Message“ og seldist hún á 275 þúsund dollara á sín- um tíma. Quinn lamdi fyrrum eiginkonu sína ►LEIKARINN Anthony Quinn og fyrrum eiginkona hans, Iolanda, hafa komist að samkomulagi um skiptingu eigna við skilnaðinn eftir skammvinn réttarhöld. Ekki hefur verið upplýst hvað sam- komulagið fól í sér en það batt enda á harðvítugar deilur. Hinn 82 ára Anthony Quinn, sem tvisvar hefur unnið til Ósk- arsverðlauna, og hin ítalskættaða Iolanda, sem er önnur eiginkona hans, deildu um skiptingu 20 milijóna dollara. Sonur þeirra, Danny Quinn, sem er 33 ára, bar vitni á mánudag og sagði að faðir sinn hefði lamið móður sína ef hún minntist á framhjáhald hans. „Hann sagði henni að halda kjafti," sagði Danny. „Síðan henti hann einhverju, diskum, brot- hættum munum, að henni, og stundum lamdi hann liana. Þá kom hún aftur inn í herbergi með dökka marbletti á handlcggnum." Anthony Quinn á þrettán börn, bæði innan og utan hjónabands. Hann sagði skilið við Iolöndu til þess að taka saman við Kathy Benvin sem er 35 ára og fyrrum ritari hans. Þau eiga saman tvö börn, Antoniu, sem er fjögurra ára, og Ryan, sem er eins árs. Ráðgert hafði verið að Franc- esco, elsti sonur Quinns, bæri vitni um ryskingar við föður sinn. Var lögð áhersla á það af leikarans hálfu að ná samkomulagi áður en að vitnisburðinum kæmi. Að sögn talsmanns Quinns fékk Iolanda ríflega helming eignanna í sinn hlut, þrátt fyrir að þau hefðu gert samkomulag sín á milli þegar þau gengu í hjónaband árið 1965 um að hún ætti aðeins rétt á ein- um áttunda af eignunum. Stóðu deilurnar aðallega um listaverkasafn Quinns, en þar eru perlur eftir Iistamenn á borð við Pablo Picasso, Alexander Calder, Henry Moore og Henri Matisse.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.