Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ KORTASALAN ER HAFIN 4 SÝNINGAR Á STÓRA SVIÐI: Hið Ijúfa líf, e. Benoný Ægisson. Feður og synir, e. Ivan Turgenjev. íslenski dansflokkurínn Frjálslegur klæðnaður, e. Marc Camoletti. 2 SÝNINGAR AÐ EIGIN VALI: Á STÓRA SVIÐI: Galdrakaríinn í Oz, e. Frank Baum. Á LITLA SVIÐI: Ástarsaga 3, e. Kristínu Ómarsdóttur. Feitir menn í pilsum, e. Nicky Silver. Sumaríð '37, e. Jökul Jakobsson. Augun þín blá..., Jónas og Jón Múli. Stóra svið kl. 20.00: HK> LJÚFA LÍF eftir Benoný Ægisson með tónlist eftir KK og Jón Ólafsson. Frumsýning föstudaginn 29. ágúst. Höfuðpaurar sýna: HÁR OC HITT eftir Paul Portner Lau. 23/8, uppselt, sun. 24/8, uppselt, lau. 30/8, uppselt, sun. 31/8, örfá sæti laus, mið. 3. sept., laus sæti. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanlr virka daga frá kl. lO.OO. GREIÐSLUKORTAþJÓNUSTA. Síml 56« 8000 — Fax S68 0383. BORGARLEIKHÚSIÐ I iSIENSKU Ú P E R U H HI Fim. 21.8. kl. 20. Uppselt. Fös. 22.8. kl. 20. Uppseit. Lau. 23.8. kl. 20. Uppselt. Sun. 24.8. kl. 20. Aukasýning Fös. 29.8. kl. 20. örfá sæti laus Lau. 30.8. kl. 20. örfá sæti laus Síðustu sýningar. Ósóttar pantanir seldar daglega. í sambandi við ncytendur frá morgni til kvölds! fflorjjxmMaÍJift - kjarni málsins! ÞJÓÐLEIKHÚSfÐ sími 551 1200 KORTASALAN HEFST 1. SEPTEMBER Endurnýjun áskriftarkorta 1.—9. september. GLÆSILEGT LEIKÁR FRAMUNDAN. Velkomin í Þjóðleikhúsið. Leikrit eftir Mark Medoff M'lli/lWfl/lIl'rilll.lll'JMJLlMI Baltasar Kormakur • Margret Vilhjalmsdottir Benedikt Eriingsson • Kjartan Guðjónsson Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson Miðasolusimi 552 3000 „Sumarsmellurinn 1997/ „Uppsetningin... er villt á agaðan hátt, kraftmikil og hröð og maður veit aldrei á hverju er von næst“. DV „...bráðfyndin..." Mbl Fös. 22.8 miðnætursýn. kl. 23.00 Fös. 29.8 kl. 20.00 Lau. 39.8 kl. 20.00 v 2* t ■ í .. 'V' Lau. 23. ág. uppsel Sun. 24. ág. uppselt Lau. 30. ág. uppselt Sun. 31. ág. örfá sæti laus Þri. 3. sept. laus sæti „Snilldarlegir kómískir tajdar leikaranna ...„Þau voru satt að segia morðfyndia.7' (SA.DV) N sýningar hefjast kl. 20 l Miðasala opin 13-18 ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHÚS KRINGLUKRÁIN - á góðri stund í MAT EÐA DRYKK LIFANDITÓNLIST ÖLL KVðLD FÓLK í FRÉTTUM Ungt fólk og amfetamín TORFI FRANS heitir ungur sjálfmenntaður maður á ntörgum sviðum. Dags daglega vinnur hann sjálfstætt við að hanna vefsíður, og var meðal annars í Hong Kong í sumar að koma ís- lensku fyrirtæki sem þar er starf- rækt inn á netið. Hann hefur einnig gert þó nokkur tónlistar- myndbönd, auk stuttmyndarinn- ar Önnu sem hlaut þrenn verð- laun á stuttmyndahátíð Reykja- víkur 1996. Torfi Frans lætur það ekki nægja, og nú er hann nýbúinn að ljúka við leiknu heimildamynd- ina Hættulegur hraði, sem sýnd verður á Stöð 2, hinn 1. septem- ber kl. 21.10. _________ Meira étið af spítti en e-pillunni Vantaði sjón- arhorn á þennan heim. Hins vegar væri von- laust að fara í greni með vídeómyndavélar til þess að tala við fyrrverandi fíkla, til að gera myndina raunsæja. Myndin er því að mestu leyti leikin, auk viðtala við lögregluþjóna og með- ferðarfulltrúa sem þekkja eitur lyfjaheiminn af eigin raun. Myndin fjallar minna um sprautufíkla og þá sem lengra eru horfnir inn í gin fíkniefna- heimsins. Hún tekur meira fyrir krakka sem eru að byija að prófa amfetamín, og sýnir þær tilraun- ir á svipaðan hátt og fólk um og yfir tvítugt verður vitni að í skemmtanalífinu.“ „Þetta er mynd um amfetamín og ungt fólk í Reykjavík. Upphaflega var Tristan Gribbin, írsk leikkona búsett hér á landi, búin að fá styrk og fjármagna gerð myndar um e-pilluna. Síðan varð hún ólétt og komst ekki í verkefnið, svo framleiðandi myndarinnar, Ingvar Þórðarson, bað mig um að taka verkefnið að mér,“ segir Torfi Frans í viðtali við Morgunblað- ið um upptök myndar- innar. „Myndin breyttist mikið í mínum höndum og var endurskrifuð. Áherslan hafði verið á e-pillunni, en við kusum að breyta því í ámfetam- ín, sem okkur finnst svo gífurlega mikið um, en svo til ekkert fjallað um í fjölmiðlum. Það er miklu meira étið af spítti en e-pillunni. Okkur fannst vanta eitthvert sjónarhorn á þennan heim. Við ákváðum að eina leiðin til þess að geta túlkað þennan heim almennilega væri að gera heimildamynd. Ófaglærðir leikarar Aðalhlutverkin eru öll í hönd- um ófaglærðra leikara, því Torfa Frans fannst það nauðsynlegt til að ná fram raunsærri túlkun. „Burðarhlutverk myndarinnar er eiturlyfjasali, ungur, heilbrigður en illa innrættur strákur, sem er leikinn af Jóhanni Meunier. Morgunblaðið/Þorkell TORFI Frans leikstjóri Hættu- legs hraða, heimildamyndar um ungt fólk og amfetamín. Önnur stór hlutverk eru í hönd- um Klöru Egilsson og Þórönnu Sigurðardóttur." Leikstjórinn ungi er ánægður með afraksturinn, þar sem hann telur að skilaboðin komist til skila. „Myndin er hröð, æsileg og það er nóg að gerast í henni. Það verður gaman að sjá hvern- ig áhorfendur taka myndinni, því hér eru á ferðinni önnur stílbrögð en fólk á að venjast í hefðbund- inni heimildamyndagerð," sagði Torfi Frans að lokum og slökkti í sígarettunni. ÚR MYNDINNI Hættulegur hraði. Jóhann Meunier í hlutverki sínu sem eiturlyfjasali. I $ IE e* 1 SIGLINGASKOLINN Námskeið til 30 tonna réttinda hefst 1. sept. Kennt er á mánudags- og miðvikudags- kvöldum kl. 7—11 samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins Námskeið til HAFSIGLINGA Á SKÚTUM (Yachtmaster Offshore) Hefst 11. sept. Inntökuskilyrði 30 tonna próf. Kennt er tvö kvöld í viku eða eitt kvöld og laugardag. Innritun í simum 588 3092 og 898 0599 SIGLINGASKOLINN Vatnsholti 8. Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. ELLE Mac Pherson tekst senn á við móður- hlutverkið. Stutt Elle MacPherson ólétt ►FYRIRSÆTAN Elle MacPherson er ófrísk. Að sögn bróður henn- ar, Brendan Gow, greindi hún fjölskyldu sinni frá því fyrir mánuði að hún ætti von á barni með svissneskum unnusta sínum, Arpad Busson, sem er 35 ára. Þetta er fyrsta barn MacPhersons og er það væntanlegt í heiminn í febrúar. „Hún er mjög, mjög hamingjusöm og þetta er fjölskyldunni ánægju- legur liðsauki," sagði hann blaðamönnum. MacPherson hefur róið að því öllum árum undanfarið að hasla sér völl í kvikmyndum. Um þessar mundir fer hún með hlutverk konu sem er komin sex mánuði á leið í kvikmyndinni „Mom’s Up On The Roof“. Uppreisn æru ► MARGIR Þjóðverjar áttu erfitt með að fyrir- gefa Marlene Dietrich það að yfirgefa Þýska- land Hitlers í seinni heimsstyrjöldinni og veita bandamönnum stuðning sinn. Leik- og söngkonan með seiðandi röddina hefur nú fengið uppreisn æru. Eftir nokkurt þóf hefur verið ákveðið að gefa út frímerki í nafni Dietrich og verður torg í Berlín nefnt, í höfuðið á henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.