Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 13 HUNDRAÐ ár eru síðan Blanda var brúuð. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Minkaskottið á 1200 krónur Vogum - Þrír strákar, Stefán Guðmundsson, Davíð Björgvinsson og Guðjón Órlygsson, veiddu mink í gildru ná- lægt fyrirtækinu Sæbýli um síðustu helgi. Með því að skila skottinu á hreppsskrifstofuna fengu þeir greiddar 1.200 kr. í veiðilaun. Strákarnir sögðust hafa viljað vera með refaskott en j>að gæfi 2.800 kr. I samtali við Morgun- blaðið sögðust strákarnir hafa heyrt talað um að minkar hafi sést víða í Vogunum og ætluðu þeir að halda þessum veiðum áfram. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson GUÐJÓN, Stefán og Davíð með minkinn. Hundrað ára af- mæli brú- ar yfir Blöndu Blönduósi - Eitt hundrað ár eru liðin frá því fyrst var byggð brú yfir jökulána Blöndu. Þessara tímamóta ætla Húnvetningar að minnast með fjölbreyttri hátíðar- dagskrá laugardaginn 23. ágúst . Dagskrá „Brúarhátíðar á Blönduósi" hefst kl. 9 um morg- uninn og lýkur með útidansleik um kvöldið. Útigrill og útimark- aður verður svo og hvalaskoðun, Blöndu-„rafting“, lúðrasveit leik- ur og kórsöngur mun óma svo eitthvað sé nefnt. Blöndubrú hin fyrsta var vígð 25. ágúst 1897 og gegndi hún hlutverki sínu fram til ársins 1962 að sú brú sem nú er á Blöndu við Blönduós var byggð. Gamla brúin gegnir enn hlut- verki þar sem hún er nú á Svartá í Svartárdal fram við bæinn Steiná. í Þjóðólfi kom ítarleg frásögn af vígslu brúarinnar og m.a. var þetta ritað: „... að lok- inni vígsluræðu Páls Briems amtmanns tóku menn á rás yfir brúna, töldust það full 600 sálna, er þar voru staddir. Léku menn nú lausum hala um stund hér og þar í kring, sumir sóttu heim brennivínskrá veitingamannsins á Blönduósi, sem byggt hafði nýlendu allnærri." Líklegt er að frásagnir af hundrað ára afmæli brúar á Blöndu verði ekki líkar frásögninni í Þjóðólfi því undir- búningsnefnd beinir þeim ein- dregnu tilmælum til brúarhátíð- argesta að hafa ekki um hönd áfengi né aðra vímugjafi því hér sé um fjölskylduhátíð að ræða. Undirbúningsnefnd brúarhátíð- ar vonar að allir finni eitthvað við sitt hæfi á hátiðinni og legg- ur áherslu á að allir séu velkomn- ír. Fréttir um fólksflótta frá Vestfjörðum gagnrýndar ísafirði - Forsvarsmenn sveitarfé- laga á Vestfjörðum gagnrýna fréttir sem birst hafa undanfarið í dagblaði um fólksflótta úr byggðarlaginu, og benda á að fólk sé. einnig að flytja til svæðisins. Dagblaðið DV hefur birt fréttir um að 60 manns séu að flytja frá Patreksfirði í sumar og að 16 fjöl- skyldur séu að flytjast brott frá ísafirði. Viðar Helgason bæjarstjóri í Vesturbyggð staðfestir að fólk sé að flytja þaðan og líklega hafi um 60 manns flutt í burtu, eða séu að hugsa um að flytja, það sem af er þessu ári. Hann telji hins vegar ekki rétt að 60 manns séu að flytja eða hafi flutt í sumar. Þá flyttist fólk einnig til bæjarins, og nú væri t.d. von á sex manna fjölskyldu þangað. „Það er auðvitað vítaverð blaða- mennska að greina eingöngu frá brottflutningi fólks og láta hjá líða að segja frá þeim sem eru að flytja hingað í staðinn. Það er eins og að birta eingöngu tölur um gjöld fyrir- tækis en stinga upplýsingum um tekj- ur undir stól. Mér finnst að með fréttaflutningi sem þessum sé gagn- gert verið að reyna að koma höggi á þetta byggðarlag og Vesturbyggð má ekki við því,“ sagði Viðar. Prinsessan Gleðisöngleikur frumsýndur 4. sept. á HÓTEL ÍSLANDI Leikfélagið Regína og Sniglabandið Uppi. og miðapantanir á HÓTEL ÍSLANDI kl. 13-17 í síma 568 7111 fax 568 9934 < X (O o H BRAUTRYÐJANDINN í myndbandstækninni! Pro-Drum myndhausinn er byltíng, 40% færri hlutir, minna viðhald og betri myndgæði. Pro-Drum tækin eru nr. 1 á topp 10 lista WHAT VIDE0! 7 gerðir, verð trá kr. 38.610 stgr. ///-' Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28, sími 562 2901 / 562 2900 ísafjörður Hann sagðist hafa óskað eftir upplýsingum frá Hagstofu íslands um hvað margir hefðu tilkynnt brott- flutning frá 1. desember sl. og hversu margir hefðu tilkynnt flutn- ing inn á svæðið, en þær lægju ekki fyrir enn. Næg atvinna er á Patreksfirði, að sögn Viðars, og skortur er á vinnuafli. Hann óttast þó afleiðingar sem kunna að verða vegna fækk- unar sóknardaga krókabáta á næsta fiskveiðiári og á von á að skerðingin hafi slæm áhrif á búsetuskilyrði í Vesturbyggð sem og á Vestfjörðum almennt. Mikil tilfærsla fólks „Það getur vel verið að sextán fjölskyldur séu að flytja héðan en það eru einnig margir sem eru að flytja hingað, þannig að fólksfjöldi er sjálfsagt um það bil hinn sami eftir sem áður,“ sagði Þórunn Gests- dóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra ísafjarðarbæjar. Staðreyndin er sú að nú til dags á sér stað mikil tilfærsla fólks milli landshluta og byggðarlaga og það á ekki eingöngu við um Vestfirði, eins og gefur auga leið. Reyndar er nú sá árstími þegar mikið er um að fólk færi sig um set. Fjölskyldur eru að fara vegna þess að börnin eru að fara í skóla og það sama á við um margt ungt fólk sem t.d. hyggur á háskólanám eða annað. Þetta ger- ist á hveiju hausti eins og eðlilegt er, en hingað er að koma nýtt fólk í staðinn. Þetta er streymi sem hefur Viðgengist hér til margra ára,“ sagði Þórunn. Aðspurð um atvinnuástand í Isa- fjarðarbæ sagði hún að vinnuafl vantaði á Þingeyri, næg atvinna væri á Flateyri og á Suðureyri hefði verið mjög mikil vinna í sumar. Á ísafirði væru um tuttugu manns á atvinnuleysisskrá sem teldist ekki óeðlilegt miðað við fólksfjölda þar í bæ. Skortur er á leiguhúsnæði á ísafirði og á Suðureyri eru íbúðir í eigu ísafjarðarbæjar, sem lengi hafa staðið auðar, nú allar í leigu, að sögn Þórunnar. Happafengur Veiöimannsiris Ef þú verslar hjá Veiðimanninum færðu afhentan númeraöan happdrættismiða, merkir þér miðann og skilur eftir í lukkupotti í versluninni. Dregið er úr miöunum hálfsmánaðarlega um glæsilega vinn- inga. Laugardaginn 23. ágúst kl. 17, verður dreginn út Berkley flugu- eða kaststöng frá Veiöi- manninum. Vinningshafi þann 9. ágúst var Bjami Amarson og fékk bann afhent Ambassadeur 6600 laxveiðihjól frá ABU Garcia. Opnunartímar: Virka daga frá 8-20 Laugardaga frá 9-17 Sunnudaga frá 10 - 16 iKomiö viö og takið þátt í Happafeng Veiöimannsins. Veiðimaðurinn hl. Hafnarstrail 5, siml 551-6760
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.