Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sáttanefnd um lífeyrisfrumvarp fjármálaráðherra
Ovíst hvort samkomu-
lag næst fyrir haustið
Stjórn Náttúru-
verndar ríkisins
Gosi með
hjálp sápu
hafnað
STJÓRN Náttúruverndar ríkisins
hafnaði því að sápa yrði notuð til
að franikalla Geysisgos á fundi
sínum í gær. Samþykkt var að
ráðast í rannsóknir af tvennu tagi
og hefjast þær í haust.
Aðalheiður Jóhannsdóttir, for-
stjóri Náttúruverndar ríkisins,
sagði að annars vegar yrði kann-
að hversu mikið þurfi að lækka
yfirborðið til að Geysir skvetti úr
sér eða gjósi. „Hins vegar verða
skoðaðar skemmdir á kísilyfir-
borðinu, orsakir þeirra og leiðir
til að gera við stærstu skemmd-
irnar,“ segir hún.
Ekki fjallað um borun
Hún segir að í fyrri rannsókn-
inni verði dæling notuð til að
lækka yfirborð hversins og ná
fram áðurgreindum áhrifum.
Dælingin eigi ekki að breyta
hvernum. Eftir að niðurstöður
rannsóknarinnar liggi fyrir verði
tekin ákvörðun um hvort dælingin
verði notuð í framtíðinni.
Stjórnin samþykkti að leita
leiða til að vernda Geysi sem gos-
hver og ekki var fjallað um þann
möguleika að bora í hverinn. Ekki
er talið rétt að leyfa sápugos þar
sem framköllun á slíku gosi muni
hafa í för með sér skemmdir á
skálinni og vegna þess að ekki sé
ljóst hvaða áhrif slík gos hafi á
lífríki svæðisins.
NEFND sem falið var að yfirfara
drög að frumvarpi fjármálaráð-
herra um skyldutryggingu lífeyris-
réttinda og starfsemi lífeyrissjóða
hefur haldið fundi regiulega að
undanförnu en enn er þó ekki far-
ið að reyna á hvort samkomulag
næst um þau atriði sem ágreining-
ur hefur verið um, skv. upplýsing-
um Vilhjálms Egilssonar, alþingis-
manns og formanns nefndarinnar.
Vegna mikils ágreinings á Al-
þingi um lífeyrissjóðafrumvarpið í
vor og gagnrýni samtaka almenna
vinnumarkaðarins ákvað ríkis-
stjórnin að fresta afgreiðslu frum-
varpsins til hausts og fela nefnd
með aðild fulltrúa ASí og VSÍ, sem
fjármálaráðherra skipaði, að fara
yfir efni þess í sumar til þess að
freista þess_ að skapa um það
meiri sátt. í nefndinni eru Vil-
hjálmur Egilsson, alþingismaður,
sem jafnframt er formaður nefnd-
arinnar, Baldur Guðlaugsson hrl.,
Grétar Þorsteinsson, forseti ASI,
Steingrímur A. Arason, aðstoðar-
maður ráðherra, Þórarinn V. Þór-
arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ,
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
Iagsins, og Örn Gústafsson, við-
skiptafræðingur.
Taka á fleiri þáttum og
einfalda framsetninguna
Nefndinni var ætlað að skila
niðurstöðum sínum fyrir 15. sept-
ember nk. og er stefnt að því að
frumvarp verði afgreitt fyrir
næstu áramót. Vilhjálmur Egils-
son segir nefndina hafa farið ræki-
lega yfir frumvarpið. „Það er ver-
ið að reyna að taka á fleiri þáttum
en var gert í vor og einfalda fram-
setninguna. Það er hins vegar
ekki farið að sjá fyrir endann á
starfinu,“ segir hann. Vilhjálmur
segir alls óvíst hvort takist að ljúka
starfinu fyrir miðjan september
og vill ekkett ræða hversu miklar
breytingar kunni að verða gerðar.
Hann segir ekki sjálfgefið að tak-
ist að ná sameiginlegri niðurstöðu
í nefndinni.
„Efnisleg umræða hefur verið
afskaplega lítil enn sem komið
er,“ segir Grétar Þorsteinsson.
„Við eigum að skila fyrir 15. sept-
ember en reyndar er það viðhorf
allra að hvað sem öðru líður og
hvernig sem þessu máli reiðir af
þá þurfum við allan september í
þessa vinnu,“ segir hann. Grétar
segir enn ekki unnt að meta hvort
líkur séu á að samkomulag náist
um frumvarpið.
Stjórn Dagvistar
barna
Þremur
gæsluvöll-
um lokað
STJÓRN Dagvistar barna sam-
þykkti á fundi sínum í gær að þrem-
ur gæsluvöllum í Reykjavík skyldi
lokað í vetur frá og með 1. október
nk. til 1. apríl á næsta ári. Gæslu-
vellirnir sem um ræðir eru gæsluvöll-
urinn við Sæviðarsund, gæsluvöllur-
inn við Dunhaga og gæsluvöllurinn
við Yrsufell. Þrír fulltrúar í stjórn-
inni greiddu atkvæði með tillögunni,
en Árni Sigfússon, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokks, greiddi atkvæði á móti.
Það sem réð þessari _ ákvörðun
meirihlutans, að sögn Árna Þórs
Sigurðssonar stjórnarformanns
Dagvistar barna, var aðallega sú
staðreynd að þessir gæsluvellir væru
hvað lakast sóttir í borginni. „En
almennt séð hefur heimsóknum á
gæsluvelli borgarinnar fækkað mjög
að undanförnu, einkum á veturna,"
segir hann.
„Þá höfum við talið að gæsluvell-
ir séu tiltölulega dýrt úrræði miðað
við þann fjölda sem nýtir sér þá.
Gæsluvellirnir í Reykjavík kosta
borgina um eitt hundrað milljónir
króna á ári og tekjurnar af þeim,
þ.e. gjöldin sem fólk borgar fyrir
þjónustuna skilar um tíu milljónum
króna á ári,“ segir hann. Árni Þór
segir að ýmsar ástæður gætu legið
að baki því að gæsluvellirnir væru
ekki meira sóttir en raun ber vitni,
til dæmis gæti það verið lélegri
kynningu um að kenna eða þá því
að nú kæmust börn fyrr að hjá leik-
skójum borgarinnar.
Árni Þór segir að í vetur muni
stjórnin fara frekar yfir málefni
gæsluvallanna, þá hugsanlega með
það í huga að þeir gætu nýst betur.
Ekki náðist í Árna Sigfússon í
gær.
-----» ♦ »
Bílslys á Lag-
arfljótsbrú
BÍLL stórskemmdist eftir að hann
rann til á brúnni yfir Lagarfljót í
fyrrinótt og kastaðist á milli brúar-
handriðanna. Tveir voru í bílnum og
voru þeir fluttir á heilsugæslustöðina
á Egilsstöðum en meiðsli þeirra
reyndust ekki vera alvarleg. Að
sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var
nýlega skipt um timburgólf á brúnni
og lagt vírnet ofan á sem reynst
hefur mjög hált í bleytu.
Morgunblaðið/Ásdís
SIGRÚN Jana Finnbogadóttir og Una Baldvinsdóttir skoða skólatöskur fyrir utan verslun Máls og menningar á Laugavegi.
Ríkissljórn fjallar um fjárlagafrumvarp 1998 um helgina
Stefnt að betri afkomu
þrátt fyrir skattalækkanir
Styttist í að
skólar hefjist
NEMENDUR og kennarar búa sig
þessa dagana undir væntanlegt
skólaár. Nær 4.500 nemendur
hefja skólagöngu í 1. bekk grunn-
skóla í haust. Grunnskólar hefjast
samkvæmt lögum 1. september og
starfa í níu mánuði. Samkvæmt
þjóðskrá eru 42.650 nú á grunn-
skólaaldri en í fyrra voru 42.300 í
grunnskólum landsins að meðtöld-
um sérskólum.
Síðasta haust voru 17.766 í fram-
haldsskólum. Þeir hefja göngu sína
á bilinu 25. ágúst til 1. september
en samkvæmt samningum við HÍK
er framhaldsskólum nú heimilt að
hefja göngu sína fyrr en áður og
á næsta ári geta þeir hafist 20.
ágúst. Misjafnt er hvort skólar
nýta sér þessa heimild en í flestum
skólum sem Morgunblaðið hafði
samband við hefst kennsla 1. sept-
ember.
Nemendur á háskólastigi voru í
fyrra 7.864. Á síðasta ári sátu því
um 26% íslendinga á skólabekk á
þessum þremur skólastigum.
RÍKISSTJÓRNIN mun væntan-
lega fjalla um útgjaldatillögur
ráðuneytanna og taka endanlegar
ákvarðanir um upphæðir fjárlaga-
frumvarps fyrir næsta ár yfir
helgina og fram eftir næstu viku.
Einstök ráðuneyti hafa nú að
mestu leyti skilað útgjaldatillög-
um sínum, innan þeirra útgjalda-
ramma sem ríkisstjórnin setti
þeim, til fjármálaráðuneytisins.
Að sögn Halldórs Árnasonar,
skrifstofustjóra fjárlagaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins, stefnir
ríkisstjórnin að því að afkoma rík-
issjóðs verði betri á næsta ári en
á yfirstandandi ári, þannig að
fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár
verði skilað með meiri afgangi á
greiðslugrunni en reiknað er með
Ráðuneyti hafa
skilað útgjalda-
tillögum sínum
að náist á þessu ári.
Halldór segir að útlit sé fyrir
að afkoma ríkissjóðs batni á
næsta ári þrátt fyrir að ríkissjóð-
ur verði fyrir meira tekjutapi
vegna ákvarðana um skattalækk-
anir sem voru teknar sl. vetur á
næsta ári en á yfirstandandi ári.
„Það má reikna með að næstu
dagar verði nýttir vel vegna þess
að ákvarðanir stjórnvalda þurfa
að liggja fyrir í lok mánaðarins
svo hægt verði að vinna frum-
varpið með eðlilegum hætti,“ seg-
ir Halldór.
Flókin og viðamikil vinna
Mikil breyting verður á fram-
setningu fjárlagafrumvarpsins
skv. nýjum lögum um fjárreiður
ríkisins en fjárlög verða þá sett
fram á rekstrargrunni en sýna
jafnframt greiðsluhreyfingar.
Halldór segir að vinna við gerð
fjárlagafrumvarpsins hafi verið
mun viðameiri og flóknari vegna
þessarar breytingar. Þannig eru
margar stofnanir færðar úr B-
hluta fjárlaga yfir í A-hluta og
reynt er að koma á sem mestu
samræmi á milli ríkisreiknings og
fjárlaga, sem munu vegna þessa
sýna bæði aukin útgjöld og tekjur.