Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 33
32 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Hallgl'lTnur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIÐAREGLUR SETNING sérstakra siðareglna fyrir ráðherra í Bret- landi vekur athygli og jafnframt spurningar um, hvort tilefni sé til að taka slíkar reglur upp hér í ein- hverri mynd. Hér á landi hafa ekki gilt skýrar reglur um starfshætti stjórnvalda, þótt ákveðnar venjur hafi myndast í þeim efnum, sem hafa svo tekið breytingum í samræmi við breytt viðhorf og tíðaranda. Að vísu gilda ákveðnar reglur um ferðakostnað hjá hinu opinbera, sem að sumu leyti hafa verið umdeildar en öllum er engu að síður ljóst hverjar eru. Risnukostnaður stjórnvalda hefur yfirleitt ekki sætt mikilli gagnrýni, þótt dæmi séu um slíkt enda er ljóst að risnukostnaður ráðherra verður ekki sízt til með þeim hætti, að félagasamtök og aðrir aðilar knýja á um móttökur og fleira, sem hefur slíkan kostnað í för með sér. Þótt því verði ekki haldið fram með rökum, að þessir þættir og fleiri í störfum stjórnmálamanna og æðstu embættismanna hafi valdið umtalsverðri gagnrýni er þeim það engu að síður í hag að hafa skýrar reglur til að styðjast við í starfi sínu. Séu slíkar reglur skýrar og afdráttarlausar og almenningi aðgengilegar stuðla þær jafnframt að því að draga úr tortryggni kjósenda í garð þeirra, sem gegna æðstu embættum. Það er hlutverk stjórnvalda að setja siðareglur fyrir þá, sem gegna opinberum embættum, og stuðla þannig að því að þeir njóti trausts almennings. Þörfin á að ýmsar aðrar starfsstéttir setji sér eigin siðareglur er hins vegar ekki síðri. Þeir, sem starfa við verðbréfaviðskipti, heilbrigðisþjón- ustu og fjölmiðlun þurfa til dæmis allir á trausti almenn- ings að halda. Verðbréfamiðlarar, læknar og blaðamenn verða allir að virða trúnað við viðmælendur sína, þeir mega ekki misnota upplýsingar sem þeir búa yfir og ekki má vakna grunur um hagsmunaárekstra í starfi þeirra. í mörgum tilvikum eru slíkar viðmiðunarreglur til hjá einstökum fyrirtækjum og stofnunum. Æ fleiri stéttir setja sér siðareglur og þörfin á þeim mun vaxa, eftir því sem almenningur - viðskiptavinir, neytendur, kjósendur, skattgreiðendur, lesendur eða hlustendur - gerir meiri kröfur um faglega og nútíma- lega starfshætti. REGLUR UM KAUP UPPLÝSINGA RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI þarf að setja skýrar starfs- reglur um viðskipti lögreglunnar við fíkniefnaheim- inn, hvenær og hvort heimilt sé að greiða uppljóstrurum fyrir upplýsingar. Til þessa hefur slíkar reglur skort, svo sem komið hefur fram í upplýsingum frá fyrrum starfs- manni fíkniefnadeildar lögreglunnar. Sá grundvöllur, sem byggt hefur verið á í þessum efnum er heimild dómsmálaráðuneytis frá fyrri tíð til þess að kaupa upplýsingar með því skilyrði, að lögreglu- stjórinn í Reykjavík samþykki slík viðskipti. Á hinn bóg- inn hefur á það skort að til staðar væru ítarlegri starfs- reglur en þetta samþykki eitt. Af þeim sökum hafa starfsmenn fíkniefnadeildar oft verið settir í óþolandi aðstöðu. í raun og veru hafa alltof miklar kröfur verið gerðar til þeirra um ákvarðanatöku í þessum vandasömu málum. Þess vegna er það fagnaðarefni, að lögreglustjór- inn í Reykjavík tók af öll tvímæli um það í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann væri ábyrgur fyrir þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið í hans lögreglustjóra- tíð um þessi efni. Það er að sjálfsögðu grundvallaratriði, að þeir al- mennu starfsmenn lögreglunnar, sem vinna að þessum málum finni að þeira eiga bakhjarl, þar sem er æðsti yfirmaður þeirra. Ríkissaksóknari hefur lýst því yfir að hann telji að ekki séu sérstakar heimildir í lögum til setningar slíkra reglna. Nauðsynlegt er að farið sé eftir reglum réttarfars- laga í þessu efni og sé einhver vafi á að heimild sé fyr- ir setningu slíkra starfsreglna lögreglu, þarf löggjafinn að bæta þar úr. Mikilvægast er að starfsmönnum fíkniefnadeildar lög- reglunnar sé sköpuð starfsaðstaða, sem dugar til að tak- ast á við þetta alvarlega vandamál. Lögregla notar tálbeitur og kaupir upplýsingar við rannsókn fíkniefnamála Heimilt innan vissra marka án lagaheimildar Tvisvar hefur Hæstirétt- ur lagt blessun sína yfir svokallaðar óhefðbundn- ar rannsóknaraðferðir lögreglu. í umfjöllun Páls Þórhallssonar kemur fram að Danir hafa sett rækilegar regl- ur um notkun tálbeitu við rannsókn alvarlegra sakamála. URRÆÐUM lögreglu við rannsókn sakamála má skipta í flokka. Svokallað- ar þvingunarráðstafanir svo sem eins og handtaka, líkamsleit, húsleit og gæsluvarðhald skerða mik- ilvæg réttindi manna og því hefur verið talið að lögregla geti ekki grip- ið til þeirra nema heimild sé til þess í lögum. Eins og fram kemur í kennsluhefti Eiríks Tómassonar prófessors um þetta efni eru önnur rannsóknar- úrræði frábrugðin að því leyti að ekki er brotið gegn mannréttindum með jafn afgerandi hætti auk þess sem ekki er beitt valdi við framkvæmd þeirra. Úrræði af þessu tagi geta verið fjölbreytileg. Þau sem mest er fjallað um eru notkun á uppljóstrur- um, tálbeitum og kaup á upplýsing- um. Hleranir geta ekki fallið í þennan flokk því þar eru skert mikilvæg mannréttindi og til þeirra þarf því ótvírætt lagaheimild. Vandmeðfarnasta úrræðið er tví- mælalaust notkun tálbeitu því þá er í raun verið að stuðla að því að brot sé framið, samanber það að hvatning til afbrots er refsiverð lögum sam- kvæmt. En slík rannsóknaraðferð kann að vera réttlætanleg þegar lög- regla á í höggi við harðsvíraða glæpa- menn þar sem erfitt er að afla sönnun- argagna eins og í fíkniefnamálum. Að uppljóstrara sé greitt fyrir upplýs- ingar er ekki jafn viðurhlutamikið því þannig er ekki hvatt til afbrota og í sjálfu sér er ekkert ólöglegt við að borga manni fyrir upplýsingar. Hins vegar getur vart talist æskilegt að aðgerðir þessar fari fram án þess að um þær séu til reglur svo sem eins og um það hver eigi að taka ákvarðan- ir um slíkt og í hvaða tilvikum megi beita þeim. Heimilt við sérstakar aðstæður Eiríkur Tómasson segir að ekki verði annað ráðið af dómi Hæstarétt- ar 1993.1081 en heimilt sé, við sér- stakar aðstæður, að grípa til þess úrræðis að nota tálbeitur við rannsókn máls án beinnar lagastoðar, jafnvel þótt framferði tálbeitunnar verði út af fyrir sig talið ólögmætt og jafnvel refsivert. í þessum dómi í stærsta kókaín- máli sem upp hefur komið hérlendis var S fundinn sekur um að hafa flutt til landsins kókaín sem hann hafði haft í vörslu sinni. Björn Halldórsson lögreglufulltrúi annaðist rannsókn málsins. Björn hafði samstarf við J, sem á þessum tíma hafði verið ákærð- ur fyrir fíkniefnabrot, en frá þessum manni bárust Birni fyrst upplýsingar um hugsanlegt brot S, sem ekki hafði verið grunaður um fíkniefnabrot. J gaf fyrst upplýsingar, en kom síðan fram að ósk Björns gagnvart S sem væntanlegur kaupandi kókaínsins. Kvaðst Björn hafa heitið J nafnleynd. Um þetta segir Hæstiréttur að ekki verði efast um að S hafi tekið ákvörðun um að selja J allt það magn af kókaíni sem vitað er um að hann hafi þá haft í vörslu sinni og sett það á einn stað og þá á þann hátt, að það komst í hendur lögreglunnar vegna aðgerða þeirra sem Björn stóð fyrir. „Rannsóknaraðgerðir þær, sem Björn Halldórsson stóð fyrir, voru í því skyni að upplýsa innflutning og dreifingu ... á miklu magni af kókaíni, sem er mjög hættulegt ávana- og fíkniefni. Tilraunir lögreglunnar til að hefta innflutning og dreifingu slíkra efna eru erfiðleikum háðar, og atvik voru með þeim hætti, að ekki var líklegt, að auðvelt yrði að leggja hald á það efni, sem grunur var á, að [S] hefði í vörslu sinni. Þegar að því kom, að [J] fékk [S] til athafna fyrir hvatn- ingu Björns Halldórssonar, var sterk- ur grunur kominn upp um, að [S] hefði framið ávana- og fíkniefnabrot. Ekki verður talið, að [J] hafi lokkað Fé tekið af sér- stakri bankabók Upplýsingar vegna fíkniefnamála voru um nokkurra ára skeið keyptar með peningum af sérstakri bankabók í vörslu lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík, segir í umfjöilun Péturs Gunnarssonar. SAMKVÆMT upplýsingum Morg- unblaðsins kemur fram í gögnum um rannsókn Atla Gíslasonar, setts rannsóknarlögreglustjóra til að rann- saka samskipti fíkniefnalögreglunn- ar við dæmdan fíkniefnasala, að við embætti lögreglustjórans í Reykjavík hafi verið til sérstök bankabók sem notuð hafi verið til að geyma pen- inga sem greiddir voru fyrir upplýs- ingar frá fíkniefnaheiminum. 200 þúsund á nokkrum árum Bókin hafi upphaflega verið í vörslu Guðjóns St. Marteinssonar þáverandi deildarlögfræðings við fíkniefnadeild og á hans nafni og síðar hafi hún verið í vörslu Sturlu Þórðarsonar, yfirlögfræðings lög- reglustjóra, áður en hún var afhent Birni Halldórssyni lögreglufulltrúa til ráðstöfunar á peningum í samráði við yfirmenn sína. Eftir það hafi hann tekið út af bókinni. Rúmlega 200 þúsund krónur hafi verið notað- ar í þessu skyni af bókinni á nokkr- um árum. Af þessari bók hafi svo verið ráð- stafað peningum, sem m.a. runnu til þess að greiða fyrir upplýsingar um fíkniefnamál og til kaupa á sýnis- hornum, þ.á m. til að kaupa kókaín í stærsta kókaínmáli sem upp hefur komið hérlendis en við handtöku sakbornings í því máli slasaðist lög- reglumaður alvarlega í árekstri í ágúst 1992. I dómi Hæstaréttar vegna þess máls kemur fram að Björn hafi þá fengið afhenta peninga hjá Sturlu, „til nota í þágu rannsóknarinnar," og staðfesti Hæstiréttur í maí 1993 lögmæti þeirrar aðgerðar og taldi að rannsóknaraðferðir lögreglu í málinu hafi verið innan þeirra marka „sem rannsóknaraðferðir lögreglu við svo sérstakar aðstæður verða að vera.“ Hæstiréttur fann jafnframt að því að samráð yfirmanna lögreglunnar í Reykjavík vegna málsins virðist ekki hafa verið nægilegt en þess sé jafnan þörf til að öruggt eftirlit sé með þessari rannsóknaraðferð og þess hafi verið þörf í málinu. Óhefðbundnar aðferðir í framhaldi af fyrrgreindu kókaín- máli komust „óhefðbundnar rann- sóknaraðferðir“ við fíkniefnamál í umræðuna og í grein í Morgunblað- inu í september 1992, áður en fyrr- greindur Hæstaréttardómur féll, kom fram að fíkniefnalögreglumenn hefðu áður kvartað undan því að engar reglur væru til hér á landi um hvernig standa skuli að öflun og meðferð sönnunargagna sem fengin eru með „óhefðbundnum aðferðum". Um 15 slíkar óhefðbundnar rann- sóknaraðferðir sem fíkniefnalögregl- an beiti séu engar reglur til um. Þá kemur einnig fram að skömmu áður hafí Björn Halldórsson lögreglu- fulltrúi ritað dómsmálaráðherra og fleirum greinargerð þar sem kvartað var undan skorti á markvissri yfír- stjórn, daglegri og lögfræðilegri og skorti á stjórnunarlegu og fjárhags- legu sjálfstæði deildarinnar. [S] til brots, sem hann hafði ekki ásetning ella til að fremja, eða breytt eðli þess ... Þau atriði, sem hér hafa verið talin, eru innan þeirra marka, sem rannsóknaraðferðir lögreglu við svo sérstakar aðstæður verða að vera. Um slíkar rannsóknir eru ekki laga- reglur á íslandi og verður því að meta þær eftir almennum réttarör- yggisreglum." Sérstök þörf á samráði yfirmanna Hæstiréttur fann hins vegar að því að ekki hefði verið nægilegt samráð milli yfírmanna lögreglunnar í Reykjavík um rannsóknina. „Er slíks jafnan þörf, til að öruggt eftirlit sé með þessari rannsóknaraðferð, og þess var sérstök þörf í þessu máli, þar sem J hafði verið ákærður," seg- ir þar. Þótt í dómnum sé fyrst og fremst tekið á notkun tálbeitu þá má einnig líta svo á að þar sé lögð bless- un yfir að greitt sé fyrir upplýsingar og aðstoð því að fram kemur að Björn Halldórsson hafði fé til umráða í því skyni. Haft var eftir Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Morgunblaðinu í gær að hann hafi sjálfur skrifaði upp á greiðsluheimildir þegar lögregla keypti upplýsingar samkvæmt heim- ild og að samkvæmt því sem hann best viti hafi sá háttur verið hafður á í öllum tilvikum þegar upplýsingar hafa verið keyptar frá því að hann tók við starfi á árinu 1985. I áðurgreindum hæstaréttardómi kemur fram að Björn Halldórsson hafði úr nokkru fé að spila við rann- sóknina, sem fram fór árið 1992, hvort sem það var til kaupa á upplýs- ingum eða fíkniefnum. í dómnum segir að ekki verði séð að Björn Hall- dórsson hafi haft „samband við yfir- menn lögreglunnar í Reykjavík aðra en Sturlu Þórðarson aðallögfræðing, sem virðist hafa afhent eða látið af- henda Birni nokkurt fé til að nota í þágu rannsóknarinnar. Sturla kom ekki fyrir dóm og óvíst er hvort hon- um var gerð grein fyrir fyrirkomulagi þessarar rannsóknar." Snúið til samstarfs En þetta er ekki eini dómur Hæsta- réttar þar sem reynt hefur á notkun tálbeitu. í dómi H 1991.290 var upp- lýst að S átti von á manni frá útlönd- um með fíkniefni. Útlendingurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með 3 kg af hassi í fórum sínum. Gekkst útlendingurinn inn á að vera tálbeita fyrir lögregluna og leiddi það til þess að S var handtekinn þegar hann tók við tösku sem innihélt fíkniefnin af útlendingnum. Ekki er fundið að þessu í dómi Hæstaréttar en í héraðsdómn- um er gagnrýnt að S skyldi hafa ver- ið leyndur því hvernig kom til hand- töku hans. Kemur fram að lögregla greindi honum ekki frá því heldur komst hann að því fyrir tilviljun. Leiddi þetta til þess að héraðsdómari taldi sér ekki fært að byggja á framburði S fyrir lögreglu en þar sem hann ját- aði brot sitt fyrir dómi kom það ekki að sök. í dómnum kemur fram að það var staðgengill lögreglufulltrúa í ávana- og fíkniefnadeild, Reynir Kjart- ansson, sem stjórnaði rannsókninni og hafði samráð við Arngrím ísberg sem var fulltrúi lögreglustjóra. Allt of langt var hins vegar gengið af hálfu lögreglu í máli því sem dæmt var í H 1981.430. Rannsóknarlög- reglumaður og dómarafulltrúi voru í því máli fundnir sekir um að hafa undirbúið og stjórnað ólögmætri hand- töku á tveimur mönnum sem grunaðir voru um margvísleg brot. Höfðu tvær konur verið fengnar til að koma fyrir á laun í farangursgeymslu bifreiðar annars hinna grunuðu ferðatösku sem í voru tvær ótollaðar áfengisflöskur og kassi af áfengum bjór. Ólögmæt sönnunargögn Burtséð frá lögmæti svokallaðra óhefðbundinna aðgerða er önnur spurning hvaða áhrif það hefur á sönn- unargildi gagna sem þannig er aflað fýrir dómi ef þeirra hefur verið aflað með ólögmætum hætti. Eiríkur Tóm- asson telur það engum vafa undirorp- ið að íslenskir dómstólar tækju til at- hugunar þau sönnunargögn sem fyrir þá væru lögð af hálfu ákæruvalds jafn- vel þótt upplýst væri að þeirra hefði verið aflað með öðrum hætti en gert væri ráð fyrir í lögum. Samt „getur það að sjálfsögðu haft áhrif á sönnun- argildi sönnunargagna fyrir dómi að þau eru ólöglega fengin. Hlýtur dóm- ari að meta það sjálfstætt í hveiju til- viki fyrir sig, á grundvelli meginregl- unnar um frjálst sönnunarmat í 46. gr. [laga um meðferð opinberra mála] hvort og þá hvert gildi slík sönnunar- gögn hafa. Eftir því sem lögbrotið er alvarlegra og aðgerðin eða fram- kvæmd hennar ámælisverðari þeim mun meiri líkur eru á að dómari líti algjörlega framhjá sönnunargagni," segir Eiríkur. Annað gildir til dæmis í Bandaríkj- unum þar sem dómstólar vísa almennt frá þeim sönnunargögnum sem þannig eru fengin. Mannréttindadómstóll Evr- ópu hefur á hinn bóginn talið að notk- un sönnunargagna sem fengin eru með ólögmætum hætti þurfí ekki að stríða gegn mannréttindasáttmálan- um. í máli Scnenk gegn Sviss (A 140) var ekki talið um brot á 6. gr. sáttmál- ans að ræða þótt ólögmæt segulbands- upptaka væri notuð sem sönnunar- gagn í refsimáli. Það var vegna þess að vetjandi átti þess kost að sýna fram á að upptakan væri fölsuð sem tókst ekki. Einnig voru önnur sönnunargögn til staðar. Það hefur heldur ekki verið talið bijóta í bága við 6. gr. sáttmál- ans að leyfa sönnunargögn sem var aflað með þeim hætti að uppljóstrari var meðal fanga í fangelsi og hlýddi á samtöl þeirra. Ennfremur hefur ver- ið talið heimilt að nota tálbeitur enda sé dómstóli gerð grein fyrir hvernig sönnunargagna hafi verið aflað. Lagasetning í Danmörku Mikil umræða var á sínum tíma í Danmörku um hinar svokölluðu óhefðbundnu rannsóknaraðferðir. Leiddi það til þess að árið 1986 var nýjum ákvæðum aukið við réttarfars- lög þar í landi. Reglurnar eru í stuttu máli þessar: 1. Lögregla má ekki nota tálbeitur nema fyrir liggi sterkur grunur um að alvarlegj; lögbrot sé í uppsiglingu og að aðrar rannsóknaraðferðir komi ekki að haldi. 2. Notkun tálbeitu má ekki leiða til þess áð framið sé alvarlegra brot en ella. 3. Eingöngu lögregluþjónar mega gegna hlutverki tálbeitu. Helgast það af því að þegar aðrir séu fengnir til slíks skapist hætta á að þeir gangi of rösklega til verks og brjóti þær reglur sem gilda eigi um slíka starf- semi í viðleitni til að þóknast lögregl- unni. 4. Leita ber heimildar dómara fyrir slíkum aðgerðum. Slíka heimild verð- ur að fá fyrirfram nema nauðsynlegt sé að taka ákvörðun án tafar en þá verður að bera hana undir dómara innan sólarhrings. 5. Leiði aðgerðir til ákæru ber að skýra verjanda frá því að þær hafi farið fram. Þarf að setja reglur? íslensku lögreglunni virðist sam- kvæmt því sem hér hefur komið fram heimilt í vissum tilvikum að nota tál- beitur og kaupa upplýsingar án sér- stakrar lagaheimildar. Fullyrða má þó að í H 1993.1081 hafi reynt á til- vik sem er alveg á mörkunum svo ekki sé meira sagt. Eins og fram hefur komið hefur ríkislögreglustjóra verið falið að gera tillögur að reglum um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir. Verður að teljast æskilegt að slíkar reglur séu settar enda margt sem bendir til að algengt sé að gripið sé til slíkra aðferða. Eirík- ur Tómasson telur æskilegt að laga- grundvöllur fyrir slíkum reglum sé lagður í lögunum um meðferð opin- berra mála. Má líka segja að óeðlilegt sé að settar séu stjórnsýslureglur um þetta efni án lagastoðar. Líkt og Danir hafa gert verður að telja brýnt að kveðið sé á um það í hvaða tilvik- um megi beita slíkum aðferðum og hver sé bær til að taka ákvarðanir um slíkt. Það að bera verði slíkar aðgerðir undir dómara stuðlar að því að fyllsta réttaröryggis sé gætt. Eins skortir reglur hér á landi um það hvort og að hvaða marki megi lofa vitnum nafnleynd eða öðru hagræði eins og refsilækkun í staðinn fyrir samvinnu við lögreglu. Samið um tvíhliða samstarf og samskipti íslands og Rússlands í sjávarútvegsmálum Grunnur auk-. ins samstarfs og viðskipta ísland og Rússland náðu í gær samningum um stóraukið samstarf á sviði sjávarútvegs, < en unnið hefur verið að gerð samningsins — undanfarna mánuði. Olafur Þ. Stephensen kynnti sér ákvæði samningsins. AÐALSAMNINGAMENN Is- lands og Rússlands í sjávar- útvegsmálum, þeir Jóhann Siguijónsson og Vjatsjeslav K. Sílanov, settu í gær stafi sína á endanleg drög að tvíhliða samningi ríkjanna um samstarf og samskipti á sjávarútvegssviðinu. Samningurinn skapar möguleika á víðtækara og nán- ara samstarfi íslands og Rússlands á þessu sviði en verið hefur og talið er að hann geti greitt fyrir viðskiptum við Rússland með varning og þjón- ustu, sem tengist sjávarútvegi beint eða óbeint. Samstarf um stjórn úthafsveiða Unnið hefur verið að gerð samn- ingsins undanfarna mánuði og var loks gengið frá samningstextanum í Moskvu í gær á fundi þeirra Jóhanns Sigutjónssonar og Árna Kolbeinsson- ar, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu, með rússneskum emb- ættismönnum. I formála samningsins er meðal annars vitnað til hafréttarsamnings og úthafsveiðisamnings Sameinuðu þjóðanna. Tekið er fram að sumir þeir fiskstofnar, sem samningsaðilar nýta, séu sameiginlegir eða tengdir og veið- ist utan efnahagslögsögu ríkjanna. Skilvirk verndun og skynsamleg stjórnun þessara stofna náist aðeins fram með samstarfi allra aðila. í formálanum er jafnframt gagn- kvæm viðurkenning á mikilvægi sjáv- arútvegs fyrir ísland og strandbyggðir Rússlands og yfirlýsing um vilja beggja ríkja til að efla vinsamleg tengsl sín. Ónnur ákvæði í samningnum eru meðal annars þessi: • Ríkin skulu hafa með sér samstarf um verndun og sjálfbæra nýtingu auð- linda hafsins. • Ríkin skulu greiða fyrir samstarfi og skiptast á upplýsingum á sviði hafrannsókna. • Ríkin eiga að hafa samráð og skipt- ast á upplýsingum um fískveiðar, fisk- veiðistjórnun og tækni í sjávarútvegi. • Ríkin skulu starfa saman á sviði sjávarútvegsmenntunar og meðal ann- ars halda ráðstefnur og námskeið fyr- ir stúdenta og sérfræðinga. • Ríkjunum ber að hafa samráð um úthlutun gagnkvæmra fiskveiðiheim- ilda í lögsögu hvors annars. Þeim ber að veita fiskiskipum hins ríkisins að- gang að lögsögu sinni til þess að nýta þær veiðiheimildir, sem um kann að semjast. • I samningnum eru margvísleg ákvæði um framkvæmd gagnkvæmra veiða innan lögsögu, meðal annars um heimild þar til bærra yfirvalda til að fara um borð í fiskiskip, um skyldu til að taka við veiðieftirlitsmönnum og greiða kostnað af veru þeirra um borð og um að bijóti skip annars ríkis- ins reglur hins skuli fánaríkið ekki andmæla þótt skipið eða áhöfn þess séu færð til hafnar. • íslandi og Rússlandi ber að starfa saman, tvíhliða og innan viðkomandi alþjóðlegra stofnana og samkomulaga, að stjórn og nýtingu fisktegunda á úthafinu. Ríkjunum ber að hafa samr- áð um sameiginleg hagsmunamál, sem eru tekin fyrir á vettvangi alþjóða- stofnana. • Ríkin samþykkja að stunda ekki veiðar utan lögsögu á fiski, sem leitar upp í ár til að hrygna (þetta á einkum við um lax). Jafnframt skulu þau starfa saman að því að hindra slíkar veiðar skipa frá þriðju ríkjum innan og utan eigin lögsögu. • Ríkjunum tveimur ber að hvetja til samskipta og samstarfs á sjávar- útvegssviðinu og að stofnað verði til * sameiginlegra fyrirtækja og verkefna í sjávarútvegi, þannig að báðir hafi hag af. Rætt er um að þróa sameigin- leg fyrirtæki, sem stuðli að verndun og vexti auðlinda hafsins, veiðum og vinnslu og markaðssetningu og sölu sjávarafurða. Sérstaklega er tekið fram að hvetja skuli til að þessi nýju fyrirtæki þrói nýjar aðferðir við fisk- vinnslu, m.a. til að framleiða nýjar afurðir úr fiskúrgangi, við fiskeldi og við smíði og viðhald fískiskipa. • Sett er á stofn sameiginlegt ís- A lenzkt-rússneskt fískveiðiráð. Því ber að koma saman eigi sjaldnar en ár- lega og á það að fjalla um öll mál, sem tengjast framkvæmd samnings- ins. • Rússar munu samkvæmt samn- ingnum skipa fiskimálafulltrúa í Reykjavík og í.slendingar skipa full- trúa I Moskvu. Tekið er fram í samningnum að ákvæði hans hafi engin áhrif á af- stöðu eða skoðanir hvors ríkis um sig varðandi alþjóðlega samninga eða hafréttarmálefni. Við gildistöku samningsins fellur gamall samningur íslands og Sovét- ríkjanna um vísinda- og tæknisam- starf í sjávarútvegsmálum úr gildi. ^ í samningnum eru ákvæði um að hann gangi í gildi til bráðabirgða við undirritun, en vonazt er til að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Jevgeníj Prímakov starfsbróðir hans geti undirritað samninginn einhvern tímann á næstu vikum. Samningurinn gengur endanlega í gildi þegar þjóð- þing beggja ríkja hafa fullgilt hann formlega. Forsenda fyrir kvótakaupum eða -leigu af Rússum Jóhann Siguijónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið eftir að samn- ingar tókust í gær að samningurinn skapaði mjög góða möguleika fyrir víðtækara og nánara samstarfi ís-.»- lands og Rússlands á sjávarútvegs- sviðinu. Mikilvægur hluti hans væri ákvæðin um gagnkvæmar veiðiheim- ildir, sem settu ramma fyrir frekari samninga um slíkt í framtíðinni. „Samningurinn er einnig forsenda fyrir því að Islendingum gefist kostur á kvóta í rússneskri lögsögu, sem rússnesk stjórnvöld á hveijum tíma ákveða að selja eða leigja,“ segir Jó- hann. Hann segir að gera megi ráð fyrir að samningurinn greiði fyrir ýmiss konar viðskiptum, til dæmis samstarfi varðandi viðhald og nýsmíði fiskiskipa.' Jóhann segir ákvæðin um íslenzk- rússneska fiskveiðiráðið mikilvægt nýmæli. „Ráðið mun fjalla um öll sam- starfs- og ágreiningsmál, sem snerta sjávarútveg. Það verður vettvangur til að fjalla stöðugt um slík mál og leið- rétta misskilning ef hann er á kreiki," segir Jóhann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.