Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 44
,44 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Faðir minn, afi og langafi JÓN HANSSON HOFFMANN járnsmiður, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimiiis á Hverfisgötu 104, Reykjavík verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 22. ágúst kl.15.00. Anna Jónsdóttir, Jón Rafn Gunnarsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Arnar Þorsteinsson, Kristín Jónsdóttir og barnabarnabörn. + Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, LÍS BERGS, Þorragötu 5, andaðist 14. ágúst síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram. Helgi Bergs Helgi Már Bergs Dóróthea Bergs Sólveig Bergs Ævar Petersen Elín Bergs Ólafur Ragnarsson Guðbjörg Bergs Viðar Gunnarsson + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkaers eiginmanns míns og föður okkar, ÁSMUNDAR SIGURJÓNSSONAR, Háteigsvegi 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir til sr. Braga Skúlasonar. Lis Sigurjónsson, Pia Ásmundsdóttir, Kjartan Ásmundsson, Egill Ásmundsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, MARINÓS A. KRISTJÁNSSONAR bónda, Kópsvatni II. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi fyrir góða umönnun og hlýhug Valdís Marinósdóttir, Guðmundur Marinósson. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför uppeldissystur okkar, UNNARJÓHANNESDÓTTUR frá Efra Hofi, Garði, áðurtil heimilis, á Austurgötu 6, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11B Landspítalanum. Guðbjörg Einarsdóttir, Ellen Einarsdóttir, Anna Einarsdóttir, Áslaug Einarsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, María Einarsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BERGDÍSAR INGIMARSDÓTTUR, Þinghólsbraut 26, Kópavogi. Valgeir Friðþjófsson, Sólveig Auður Friðþjófsdóttir, Eysteinn Guðmundsson, Bóthildur Friðþjófsdóttir, Finnbogi Þ. Baldvinsson, Valgerður Friðþjófsdóttir, Ólafur Jónsson, Helgi Friðþjófsson, Fjóla Friðþjófsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Jóns- dóttir faeddist á Sléttu í Reyðarfirði 6. júní 1910. Hún lést 6. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Munkaþverárkirkju 15. ágúst. Elsku Rúna mín, mig langar að kveðja þig með nokkrum orð- um og þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig og okkur öll í Brekkugöt- unni. Systur mínar, allar fimm, Guðrún, Auður, Gerður, Áslaug og Steinunn og ég vorum í sveit hjá ykkur á Ytra-Laugalandi meira eða minna, en ég, sú heppna, var fyrst í röðinni og var þar í níu sumur samfleytt (hinar komust ekki að strax) og átti að heita vikastelpa og kúasmali með Aðalbirni (Adda) yngri syninum á bænum, Hjörleifur sá eldri var í öðrum verkum. Ég held því fram að þeir séu uppeldis- bræður mínir, því það var ekki bara sumardvöl hjá mér, heldur eyddi ég öllum mínum skólafríum hjá ykkur, nema alhelgustu dögunum um stórhátíðir. Pabba fannst nú oft að ég væri að ryðjast fram eftir, en það getur nú ekki verið því aldrei, aldrei, fann ég til þess að ég væri ekki hjartanlega velkomin. Þessar vetrardvalir mínar voru farnar fram yfir táningsaldurinn og oft með vinkonum mínum, þeim Gottu og Ellu, sem voru þér ekki alókunnugar því þær voru úr Vopnafirði. En þar hafðir þú verið hjá Árna Vilhjálmssyni og Aagot konu hans, áður en þú giftist Tryggva þínum, en ykkar kynni hófust eins og oft var á þeim árum, er þú komst sem kaupakona í Syðra-Laugaland. Jóhannes, tengdafaðir þinn, var þá lifandi og bjó með bömum sínum, Finni, Jónu og Tryggva og bjugg- uð þið síðan með þeim í félagsbúi eftir að Jó- hannes lést. Kannski hefur verið erfitt fyrir unga konu að setjast inn í svo rótgróið heim- ili með sínum siðum og venjum, en þú tókst á við það og stóðst þig með prýði. Ég man þegar „afi“ sat á sínum stað í eidhúsinu hjá þér og þið spjölluðuð sam- an, þú varst alltaf svo hlý og skilningsrík við hann, gamlan mann- inn, sem hættur var að vinna og hafði stundum aðra skoðun á mál- unum en yngra fólkið, að aldrei svaraðir þú honum nema með góðu. Elsku Rúna mín, þú varst svo mikill dýravinur. Enn minnist ég þess er þú varst að tala við og gæla við hestinn þinn hann Svan, hvítan og stóran, og á góðviðris- kvöldum eins og þau gerast í Eyja- firði fórst þú oft út fyrir tún til að færa hestunum brauðbita. Hund- ana, kálfana, heimalningana og hænsnin umgekkst þú alltaf með sömu umhyggjunni. Einu sinni lá gamli Sámur á tröppunum, sofandi og frekar en að hrekja hann upp ætlaðir þú að stíga yfir hann, en ekki vildi betur til en svo að þú dast fram af tröppunum og þurfti að sauma 18 spor í höfuðið á þér og þú snerir þig og brákaðir en tókst það fram þegar þú sagðir mér frá slysinu að þetta hefði ekki verið blessaðri skepnunni að kenna. Ekki var nú umhyggja þín fyrir okkur krökkunum minni. Þegar komið var úr sundi á kvöldin var alltaf mjólk og brauð tilbúið handa okkur fyrir svefninn. Þú hafðir það verk að strokka og var það gert á sunnudögum í suður-búrinu, og þegar við Addi fórum til kúnna komum við að glugganum á búrinu og fengum aukagetu með okkur, JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR + Jakobína Björnsdóttir fæddist á Borgar- firði eystra 22. ág- úst 1920. Hún lést 8. ágúst síðastliðinn á heimili sínu og fór útför hennar fram frá Bakkagerðis- kirkju 16. ágúst. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt (V. Briem.) Þó svo að við ættum von á þess- um fréttum vorum við samt ekki viðbúin þegar við fréttum að amma Dabba væri dáin. Þegar við vorum lítil og vorum í heimsókn fyrir austan hjá ömmu höfðum við yfirleitt nóg fyrir stafni. Við fengum lánað hjá henni sigtið H H H H H H H H H H Erfidrykkjur Sími 562 0200 H H H H H H H H H H úr eldhúsinu og fötu til að fara og veiða síli eða þá að við „stál- umst“ í rabarbarann hennar og fengum með okkur sykur úr eldhús- inu. Já það var alltaf nóg um að vera þegar við vorum á Borgar- firði. En eftir því sem við eltumst fækkaði ferðunum austur en alltaf vorum við krakk- arnir þó velkomin. Við systkinin viljum með þessum fáu orðum kveðja ömmu Döbbu og minnast hennar þannig. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þins fjallasal. (V. Briem) Barnabörn og barnabarna- börn í Vestmannaeyjum. Crfisclrykkjur A CXIXXIIXXXXin 'VsKingohð/ið GRPt-mfi Sími 555-4477 var það þykk sódakökusneið með rabarbarasultu og þeyttum ijóma sem þú skófst af strokklokinu með bullunni því þú strokkaðir í tré- strokk þá. Alltaf áttum við það víst að ef við ætluðum til beija eða upp í fjall á sunnudögum að þú leystir okkur af við kýrnar, og ekki var amast við því að við færum fram í Brún- arlaug til að kaupa okkur tómata, og þá í félagsskap leikfélaganna af næsta bæ, Þóru og Brodda. Oft var glatt á hjalla á þessu gestrisna heimili og engin furða þó sumarbörn, kvennaskólastúlkur, svo sem Jórunn Ferdínandsdóttir o.fl., byndust þér ævarandi vináttu- böndum. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast allra þeirra ljósmynda sem þú tókst á gömlu kassamyndavélina þína. Geyma þær myndir ótrúlega miklar heimildir um fólk og atburði. Nú seinni árin þegar þú varst í föndri með eldri borgurum varstu alltaf að gera hluti til að gefa og gleðja aðra og naut ég þess. Eftir að þín erfiðu veikindi hóf- ust á sl. ári, hefur þú notið þess af vinum þínum hve trygg þú ert, og alltaf hjartanlega þakkát fyrir umhyggju þeirra. An þess að kasta rýrð á neinn held ég að utan fjöl- skyldunnar hafi hjónin Guðmundur (Gummi) og Aagot (Gotta) átt flest sporin til þín á sjúkrahúsin í Reykja- vík þegar þú varst þar, einnig Krist- ín (Didda) systir Gottu. Élsku Rúna mín, margt fleira get ég sagt um umhyggju þína við mig og fjölskyldu mína. Þið Guðni náðuð vel saman og nutu hann og börnin mín sömu vináttu og ég. Sendum við þér okkar hinstu kveðju og þökkum allt og allt og segi ég eins og Dodda mamma, fáir hafa verið mér hjálplegri og betri en Rúna mín og Ytra-Laugalandsfólkið, en þið voruð vinkonur frá barnæsku á Reyðarfirði þar sem þú ólst upp, en misstir foreldra þína ung og eft- ir það varstu hjá einkabróður þín- um, Guðna, og konu hans, Pálínu, en hans naut ekki lengi við því hann fórst með bát sem hann var á. Þín, Asta. Elsku mamma og amma. Drottinn, við þökkum þína miklu náð, í þinni kærleikshönd er allt vort ráð. Þökk fyrir mömmu og ömmu trú og dyggð. Lof sé þér fyrir Ijósið, sem hún gaf, sem leiðir okkar för um úfið haf. Þökk sé þér fyrir gengin spor. Gæfurik minning fyllir hjörtu vor. Þökk sé þér Guð. Lof sé þér Guð, sem gafst mér hennar ást, göfugrar konu hjarta; er aldrei brást, sem leiddi mig um lífsins hálu braut og léði mér styrk að buga hveija þraut. Hún var mér allt, mitt helga lífsins ljóð, svo Ijúf og fögur, mildirík og góð. Allt hennar líf var fögur fyrirmynd, ein friðargjöf af þinni kærleikslind. Lof sé þér Guð. (Ágúst Böðvarsson.) Hvíl í friði. Björg, Björn, Harpa og Birkir. Skilafrest- ur minning- argreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.