Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 19
ÚR VERIIMU
Handbók fyrir fisk-
vinnslu og útgerð
ÚT ER komin fjórða útgáfa af Þjón-
ustubók útgerðar og fískvinnslu.
Bókin er hugsuð sem handbók allra
þeirra er tengjast útgerð og fisk-
vinnslu; heimild sem þeir geta nýtt
sér daglega til að nálgast upplýs-
ingar um stjórnun, reglugerðir og
markaðsmál í greininni og til að
fínna þjónustufyrirtæki.
Efni bókarinnar skiptist eins og
áður í tvo meginþætti: annars vegar
upplýsingakafla og hins vegar þjón-
ustuskrá þar sem skráð eru um 1100
fyrirtæki, stofnanir og lögaðilar er
tengjast á einhvern hátt útgerð og
fiskvinnslu. Líkt og í fyrri bók er
gæðastjórnun aðalviðfangsefni upp-
lýsingakafla bókarinnar. Þar er að
finna upplýsingar um HACCP eftir-
litskerfíð og ISO 9000 gæðastjórn-
unarkerfið og leiðbeiningar um
hvaða kröfur slík kerfi gera. Birtar
eru greinar frá hinum ýmsu stofnun-
um sjávarútvegsins um það nýjasta
sem er að gerast á þeirra vettvangi.
Að auki eru birtar gagnlegar upplýs-
ingar um útfiutning og bankaþjón-
ustu, ásamt skrám yfír hin ýmsu
eyðublöð sem fiskútflytjendur þurfa
að nota.
í þjónustuskránni er skráður fjöldi
þjónustufyrirtækja og stofnana í
sjávarútvegi, auk allra vinnsluleyfís-
hafa í landi og/eða með báta yfir
10 tonn.
í viðauka eru listi yfír stjómir,
nefndir og ráð sjávarútvegsins, listi
yfír nöfn sjávardýra á nokkrum
tungumálum, myndræn útfærsla á
aflatölum helstu nytjategunda og
umreikningstafla fyrir ýmsar mæli-
einingar. Einnig fylgir bókinni ítarleg
atriðisorðaskrá með tilvísunum bæði
í þjónustuskrá og upplýsingakafla.
Bókinni er dreift til allra aðila sem
skráðir eru í hana og dreifir Fiski-
stofa henni til vinnsluleyfishafa.
Aðrir geta nálgast bókina hjá útgef-
anda eða hjá bókabúð Máls og menn-
ingar, Laugavegi 18.
GUÐMUNDUR Lýðsson, útgefandi, færir Þorsteini Pálssyni
sjávarútvegsráðherra eintak af Þjónustubókinni.
SIGURÐUR VE á leið inn til Krossaness með fullfermi.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Loðnuskipin flest innan
grænlensku lögsögunnar
LOÐNUSKIPIN voru flest á veiðum
rétt norðan landhelgislínunnar í
gær, norður af Kolbeinsey. Veiði
hefur verið fremur dræm síðustu
daga, eftir að loðnuveiðar voru bann-
aðar á loðnumiðunum fyrir Norður-
landi um síðustu helgi.
„Þetta er orðinn hálfgerður barn-
ingur og talsvert fyrir kvikindunum
haft,“ sagði Agnar Sigurðsson, stýri-
maður á loðnuskipinu Faxa RE, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Skipið var þá á landleið með um 600
tonn af loðnu.
„Við erum að fá iítil köst og kasta
oft. Ætli við höfum ekki kastað 17
sinnum í þessum túr. Það virðist
samt sem áður vera talsvert af loðnu
á svæðinu en hún er mjög dreifð,
smápeðrur hér og þar,“ sagði Agnar.
Blönduð loðna
Agnar sagði loðnuna mun betri
en þá sem fékkst á Kolbeinseyjar-
svæðinu. Það væri þó misjafnt eftir
köstum, í sumum væri stór og falleg
loðna en í öðrum væri hún bland-
aðri. Hann sagði veiðina vera aðal-
lega vera yfir birtutímann þarna
norður frá, ólíkt því sem var við
Kolbeinsey, þegar mest fékkst í rök-
krinu. Hann sagði skipin ekki verða
vör við „sultuna" svokölluðu, sem
var að hrella loðnusjómenn við Kol-
beinseyna. „Þessi ófögnuður virðist
ekki vera hér norðar og við erum
því ósköp fegnir. Nótin varð óhemju
þung þegar drullan settist í hana.
Þetta var eins og að draga plast-
poka,“ sagði Agnar.
2.300 tonn eftir af kvóta
Norðmanna
Norðmenn eiga nú eftir um 2.300
tonn eftir af leyfilegum loðnuafla
innan islensku landhelginnar, hafa
veitt samtals 78.135 tonn. Ekkert
norskt loðnuskip var að veiðum inn-
an landhelginnar í gær en nokkur
voru voru á veiðisvæðinum innan
grænlensku lögsögunnar, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Loðnuafli íslendinga á sumarvertíð-
inni er nú orðinn um 358.000 tonn
og eru þá um 211.000 tonn eftir af
upphafskvótanum.
TREK 800 SPORT
Breið gróf-
nynstruðdekk
Krómólý/stálste,| m<
*v|langri ábyrgð
'•gírar
Vandaði
búnaður
eins árs
Sterkar álfel<
*
Tilboðið stendur aðeins í nokkra daga á örfáum hjálum af árgerð 1997
35% AFSLÁTTUR!
Sértilboð á
FREESTYLE hjólum
TREK Subvert 1.0 á
f.STZ (áður 30.410)
FISHER Pure Bender Spin á
----------(áður 29.129)
Dæmi:
TREK 800, (21 gíra Shimano Altus,
E-Z Fire Shimano skiptir, krómólí stell í
mörgum stærðum, 26" álgiarðir og
átaksbremsur)
á kr. 23,620 (áður kr. 31.494)
á kr. 27,564 (áður kr. 36.752)
ULTRA WHEELS USA, LÍNUSKAUTAR,
hlífar og fylgihlutir með 25% afslætti.
Mikið úrval. Línuskautar
frá kr. 4,432 (áður kr. 5.909)______
Ath.: Nokkrar gerðir barnahjálma
á sértilboði á kr. 990.
ALLVBG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP A TOMBOLUVERÐI
SÉRTILBOD Á
BELL HJÁLMUM
WM, áJÉimaM
Kr. 19.609,
- — Reiðhjóla versiunin irntmm (aöur kr- 26.145,-)
QRNIhJf*
OPIÐ
LAUGARDAGA
KL. 10-16
SKEIFUNNI V V
VERSLUN SÍMI 588-9890 VERKSTÆÐISÍMI 588-9891
Tilboðið á bjólunum gildir einnig í
Sportveri, Akureyri og Hjólabæ, Selfossi
--—
-
E* E K Jf f N G
ME
TAR