Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matargerð
Kóngrilær, geit-
ungar, krækiber
og grillbrauð
í síðasta þætti sagði Kristín Gestsdóttir okk-
ur svolítið frá kóngulóm. Nú segir hún okkur
skrítna sögu af þeim, en geitungar hafa líka
heimsótt hana.
KUNNINGJAFÓLK okkar hefur
Seecuritas viðvörunarkerfi í húsi
sínu. Það var að heiman þegar
viðvörunarkerfið fór í gang kl. 2
að næturlagi. Menn Securitas fóru
á staðinn, enginn var þjófurinn
en kónguló hafði sett kerfið í gang
og spunnið vef sinn um það. Þær
eru magnaðar, kóngulærnar. Við
þurfum að kústa niður húsveggina
að utan daglega til að losna við
kóngulóarvef. Við reynum að
drepa ekki kóngulærnar enda eru
þær óþreytandi og koma aftur og
aftur. En það eru fleiri gestir en
kóngulær hér í kringum okkur
hjónin og ekki eins velkomnir.
Ttjágeitungar hafa byggt sé
kúlubú af stærstu gerð í reynitré
neðst í garðinum og einí maðurinn
sem eyðir slíkum búum er ekki í
bænum. Barnabörnin hafa allan
vara á og leika sér ekki þar í
kring, enda var eitt þeirra bitið
illilega af geitungum í fyrra. Við
segjum engum frá geitungabúinu
því að þá hættir fólk að heim-
sækja okkur. Þegar þessi þáttur
birtist verður búið að eyða búinu.
Frétt var í útvarpinu um daginn
þess efnis að Neskaupstaðarbúar
hefðu engan frið fyrir gestum.
Ég sting upp á að þeir setji upp
skilti sem á stendur „Geitungabú
í garðinum". Fyrir gesti mína ber
ég þessa dagana mjög gott grill-
brauð með kaffinu og ekkert nema
smjör og ost með. Krækiber eru
orðin nokkuð vel sprottin og hefi
ég tínt nokkur ber á landi mínu
en er ekki farin að fara í beijamó
og ekki búin að búa til krækiberja-
hlaup sem væri gott með grill-
brauðinu og ostinum. Um helgina
hafði ég góðan ábætisrétt úr
krækibeijum. Sulta og saft bíður
betri tíma.
Grillbrauðið góða
4 d: hveiti_________
4 dl heilhveiti
4 dl haframjöl
1 tsk. salt
1 msk. sykur
3 msk. matarolía
4 dl fingurvolgt vatn úr krananum,
alls ekki heitara en 40°C
1. Setjið allt í hrærivélarskál
og hrærið saman. Leggið stykki
yfir skálina og látið þetta bíða
smástund. Mótið lítil flöt brauð,
um 15 cm í þvermál g 1 cm á
þykkt.
2. Hitið grillið, hafið meðal-
hita. Setjið brauðin beint á grind-
ina og bakið í 2-3 mínútur á
hvorri hlið. Fylgist vel með, þetta
er fljótt að brenna. Setjið í plast-
poka um leið og þið takið brauðið
af grillinu, þá helst það mjúkt.
Hér áður fyrr voru krækiber hökk-
uð í hakkavél eða beijapressu.
Enn betra er að setja berin í bland-
ara og sía síðan.
Krækiberja-
ábætisréttur
nokkrar franskbrauðsneiðar
'A lítri hreinn krækibeijasafi
3 dl vatn
2 bréf Toro-sítrónuhlaupduft
3 græn epli
1. Skerið skorpuna af brauð-
sneiðunum. Raðið þétt inn í djúpa
skál.
2. Hitið krækibeijasafann og
vatnið og leysið hlaupduftið upp
í því. Kælið að mestu.
3. Afhýðið eplin og rífið gróft
á riíjárni. Setjið saman við saf-
ann. Hellið varlega í skálina.
Brauðið flýtur upp og þarf að
þrýsta því niður. Gott er að leggja
disk þétt ofan á. Kælið og látið
stífna vel. Stingið síðan skálinni
smástund ofan í heitt vatn og
hvolfið á fat.
Meðlæti: Þeyttur ijómi með
mörðum banönum eða eggjasósa.
Eggjasósa
__________'A lítri nýmjólk_____
4 eggjarauður
2 msk. sykur
‘A tsk. vanilludropar eða 4 msk. sérrí
'A peli ijómi
1. Setjið kalt vatn í eldhús-
vaskinn. Þeytið eggjarauður með
sykri og látið mjólkina sjóða. Hell-
ið örlítilli sjóðandi mjólk út í
eggjahræruna, setjið allt í pottinn
og hitið að suðu eða svo að þykkni
öriítið. (Má alls ekki sjóða þá skilja
eggin sig.) Verið fljót að skella
pottinum í kalda vatnið í vaskinum
og hrærið í þar til mesti hitinn
er rokinn úr. Setjið vanilludopa
eða sérrí út í. Kælið alveg. Þeytið
rjómann og setjið saman við.
I DAG
VELVAKANDI
Svarað I síraa 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags
Netfang: elly@mbl.is
Svar við lofgrein
LAUGARDAGINN 16. ág-
úst sl. birtist í Velvakanda
lofgrein um Guðmund
Hallvarðsson 10. þing-
mann Reykvíkinga og
hann mærður sem góður
málsvari aldraðra á Al-
þingi. Eitthvað hefur hinn
þakkláti Skúli Einarsson
fylgst illa með því hvernig
þingmaðurinn hefur greitt
atkvæði í málefnum aldr-
aðra á síðustu þingum,
annars hefði hann ekki lát-
ið þessi skrif frá sér fara,
en það er einmitt í at-
kvæðagreiðslunum sem
rétt afstaða þingmanna
kemur fram. Guðmundur
greiddi atkvæði með því
að fella niður 15% skatta-
afslátt til aldraðra vegna
tvísköttunar lífeyris, hann
samþykkti að fjármagns-
tekjuskattur skyldi leggj-
ast fjórum mánuðum fyrr
á ellilífeyrisþega en aðra
landsmenn og hann, fyrr-
um formaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, greiddi
því atkvæði að ijúfa sam-
hengi ellilífeyrisgreiðslna
við almenna launaþróun í
landinu. Þetta skal látið
nægja að sinni, þingmað-
urinn getur hafa blekkt
nokkra öldunga á Valhall-
arfundi, hinir eru mikiu
fleiri sem ekki láta blekkj-
ast. Ef þingmaðurinn hefur
hins vegar snúið frá villu
síns vegar skal því fagnað,
en þá ætti hann að birta
þær góðu hugmyndir sem
Skúli minnist á í greininni
svo fleiri geti vegið þær
og metið.
Hlöðver Kristjánsson,
Hjallabrekku 35, Kóp.
Appelsínur
í Hagkaupi
GYÐA hafði samband við
Velvakanda og vildi hún
koma því á framfæri við
verslunarstjóra Hagkaups-
verslananna að kaupa inn
aðra tegund af appelsínum
en fást í dag. Hún segir
að þær appelsínur sem fást
í Hagkaupi séu ekki góðar,
bæði þurrar og leiðinlegar.
Hún segist þurfa að fara
annað til að kaupa al-
mennilegar appelsínur og
nefnir hún sérstaklega teg-
undina Robin sem hún seg-
ir að sé einstaklega góð.
Hún skorar á Hagkaups-
menn að taka appelsínu-
innkaup sín til endurskoð-
unar.
Gyða.
Lindin góð
útvarpsstöð
MIG langar að þakka kristi-
iegu útvarpsstöðinni Lind-
inni fyrir góða dagskrá.
Sérstaklega langar mig að
þakka Guðmundi fyrir hans
innlegg, en hann er afskap-
lega „heilbrigður" maður,
ef svo má að orði komast.
Hann er alltaf tilbúinn að
hjálpa en setur sig aldrei í
neitt dómarasæti.
Mattý Jóhanns.
Tapað/fundið
Peningabudda
fannst
LÍTIL peningabudda
fannst við Smárahvamm í
Hafnarfírði laugardaginn
9. ágúst. Upplýsingar í
síma 555-4558.
Mótorhjólahjálmur
tapaðist
SVARTUR opinn mótor-
hjólahjálmur tapaðist fyrir
utan Gullsport við Braut-
arholt miðvikudagsmorg-
uninn 13. ágúst sl. Skilvís
finnandi vinsamlega hringi
í síma 553-2434 eða
587-0706. Fundarlaun.
Úr fannst
KARLMANNSÚR fannst á
balli í Stapanum í Keflavík
sl. laugardagskvöld. Upp-
lýsingar í síma 553-2117.
Gæludýr
Snúlli er týndur
ALHVÍTUR fressköttur
hvarf frá Barmahlíð 55 16.
ágúst sl. Hann er eyrna-
merktur, blindur á vinstra
auga. Hafi einhver orðið
hans var er hann beðinn
að hringja í síma
551-7532.
Kanína fannst
SVARBRÚN kanína með
hvítan blett á nefi fannst
við Skógarsel í Breiðholti
sl. mánudagsmorgun.
Upplýsingar í síma
557-6058.
Köttur týndist
STEINGRÁ fimm mánaða
læða, ljósari á kvið og fót-
um og talsvert loðin, týnd-
ist frá Brekkubæ 7 sl.
föstudag. Hafl einhver orð-
ið ferða hennar var er hann
beðinn að hringja í síma
557-5858 eða í 899-5838.
Kettlingar
FJÓRIR gullfallegir,
mannelskir og kassavanir
átta vikna kettlingar óska
eftir góðum heimilum.
Upplýsingar í síma
564-4987.
Kettlingar
TVEIR gullfallegir fjög-
urra mánaða gamlir kettl-
ingar þurfa að eignast góð
heimili sem allra fyrst. Um
er að læða svarta læðu og
svartan og hvítan högna.
Upplýsingar í síma
551-3269.
HÖGNIHREKKVÍSI COSPER
y/ PdpC þarf c*á e/ffd. hUJJa. peysci C ÉG sé að þú ert orðinn miklu betri í fætinum,
þessum. kcuc/a, ija-CCara,." Astráður minn.
Víkverji skrifar...
RÁTT fyrir að töluverð rigning
hafi sett svip sinn á menning-
arnótt Reykvíkinga sl. laugardag
var fjöldi manns í miðbænum. Þau
atriði sem vera áttu utandyra
höfðu að vísu flest ef ekki öll verið
færð í hús, en það virtist ekki hafa
nokkur áhrif á skap borgarbúa á
öllum aldri. Þeir gengu frá einu
galleríinu til annars, frá einu kaffi-
húsi til annars, af einum tónleikum
á aðra og létu rigninguna ekkert
á sig fá. í eina skiptið, sem Vík-
veiji sá mann missa móðinn, var
þegar fimm eða sex ára dóttir hans
sr.eri sér að honum og spurði:
„Pabbi, hvað er menning?" - og
var manninum svo sem vorkunn
að geta ekki svarað því með hnit-
miðaðri setningu. Víkveiji, sem
missti af menningarnóttinni í
fyrra, hafði mjög gaman af að
kynnast lifandi miðborginni að
kvöldlagi og ætlar ekki að láta
menningarnótt að ári framhjá sér
fara. Og hann ætlar svo sannarlega
ekki að missa af flugeldasýning-
unni, ef hún verður í líkingu við
sýninguna núna.
xxx
VÍKVERJI var svo ljónheppinn
að fá sæti á kaffihúsinu í
Ráðhúsinu skömmu fyrir miðnætti
á menningarnóttu, á meðan beðið
var eftir flugeldasýningunni. í hillu
við afgreiðsluborð voru ókeypis
póstkort, sem nú eru að hasla sér
völl hér sem erlendis. Eitt kortanna
vakti athygli Víkveija, en ekki að-
dáun. Yfírskrift þess var „Wright
through your heart“ og væri for-
vitnilegt að vita hvernig enskumæl-
andi póstkortasafnarar túlka þessa
áletrun. Ætli þeir ættu ekki auð-
veldara með að skilja „Right
through your heart“?
XXX
*
ISÍÐUSTU viku var haldið hér
mikið knattspyrnumót norrænna
kvenna. Víkveiji sá umíjöllun í sjón-
varpi, þar sem sýnt var úr leikjum.
Orðfæri íþróttafréttamannsins vakti
nokkra athygli, því Víkveiji minntist
þess ekki að hafa heyrt hann eða
starfsfélaga hans áður lýsa mis-
heppnuðu skoti að marki sem
„klaufaskap", en það var gert oftar
en einu sinni í lýsingu á kvennabolt-
anum og tónninn í lýsingunni var
allur í þeim dúr. í sama þætti var
sýnt frá leik hjá körlum. Þar sást
meðal annars þegar leikmaður skaut
að marki og fór boltinn „rétt fram-
hjá“ að mati íþróttafréttamannsins,
en Víkveiji sá ekki betur en að bolt-
inn hafi farið svo himinhátt yfir að
kalla hefði mátt tilburðina „klaufa-
skap“, a.m.k. ef sama á að gilda
um karla og konur.
Fyrst kvennaboltinn er nefndur,
þá vill Víkveiji benda á þann hvim-
leiða ávana íþróttafréttamanna að
tala sífellt um Blikastúlkur, Hauka-
stúlkur, KR-stúlkur o.s.frv. Þegar
karlaliðin spila eru liðsmenn ein-
faldlega Blikar, Haukar og KR-ing-
ar. Hvers vegna geta stúlkurnar
ekki líka verið Blikar, Haukar og
KR-ingar?