Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ALDARAFMÆLI Mynd: Kristrún. „í GAMLA daga hafði fólk meiri tíma til að setjast niður og ræða saman,“ segir Jóna Sigríður Jónsdóttir, sem man tímana tvenna. JÓNA ásamt eftirlifandi börnum sínum. Frá vinstri: Halldór, Guðni, Helgi, Hjalti, Ólöf, Gyða, Gerður og Guðný. Ég er komin á græna grund í vikunni varð Jóna Sigríður Jónsdóttir 100 ára. Hún býr nú á Elliheimilinu Grund, er kát og hress og prýðilega ern. Kristrún Heiðberg heimsótti Jónu skömmu fyrir afmælið og forvitnaðist um lífshlaup þessarar öldnu konu sem sannarlega man tímana tvenna. JÓNA Sigríður Jónsdóttir hafði nýlokið við að fá sér blund þegar blaðamann bar að garði. Hún lá í rúminu með teppi yfir fótum sér, en var fljót að setjast upp og taka á móti gestinum. „Ég er búin að tralla og ralla í allan morgun,“ seg- ir hún hress í bragði og á þá við svokallaða morgunstund, sem boðið er upp á á Elliheimilinu Grund þar sem hún dvelur. Þar er sungið og spilað og lesið upp úr blöðunum. „Ekki ætlarðu að fara að taka mynd af mér svona útlítandi," seg- ir hún þegar hún kemur auga á myndavélina. „Ég er ekki einu sinni búin að greiða mér almennilega." Jóna er með fallega grátt, sítt hár sem hún bindur í fléttu. Hún segist alla tíð hafa hugsað vel um hár sitt og bætir því við að hún hafi aldrei sett í sig permanent. Á nátt- borðinu má sjá myndir af fjölskyldu hennar, sem er henni auðsjáanlega mjög kær. Á veggnum fyrir ofan rúm hennar hanga tvö veggteppi sem hún gerði sjálf og á rúminu Iiggja fallegir koddar sem hún saumaði út. „Ég hef alla tíð gert mikla handavinnu en ég á erfitt með það núna þar sem sjónin er farin að gefa sig.“ Hún segist m.a. vera búin að pijóna pottaleppa og rúmteppi á „allt liðið,“ eins og hún orðar það og á þá við fjölskyldumeð- limi. Jóna er allhress, af tíræðri konu að vera, jákvæð og brosmild. Hún segist muna vel eftir ýmsum atvikum á ævi sinni, öðrum sé hún hins vegar búin að gleyma. Stelpan úr Holtunum Jóna er fædd á Þverlæk í Holta- hreppi í Rangárvallasýslu 21. ágúst árið 1887. Hún er skírð í höfuðið á föður sínum, Jóni Jónssyni, sem hún kynntist aldrei, en hann fór í sjóinn þegar móðir hennar gekk með hana. „Þegar ég var íjögurra ára vorum við krakkarnir eitt sinn að leika okkur uppi í húsasundi og þá sagði eitt barnið: „Þarna kemur pabbi að sækja okkur í mat.“ Þá segi ég: „Pabbi, hvað er nú það, ég þekki engan mann sem heitir pabbi.“ Móðir mín, Valgerður Bjarnadóttir, var mikil kona og það hefur verið ákaflega sárt og erfitt fyrir hana að missa mann sinn. Ég átti tvö hálfsystkini, Helgu og Bjarna, sem voru Gíslabörn. Mamma hafði átt þau áður en ég fæddist. Þegar móðir mín eignaðist Bjarna og Helgu voru þau Gísli aðskilin svo þau ættu ekki fleiri börn. Hvernig þætti það í dag ef elskendur, sem væru búnir að eign- ast börn, væru aðskildir?" segir Jóna og vonbrigðin leyna sér ekki í andliti hennar. „En þátíðin var svona. Móðir mín varð að sætta sig við að börnum hennar var komið fyrir annars staðar, á bæ einum sem Jaðar hét, og grátandi fór hún með þau þangað. Hún sagði að það hefði þó verið huggun harmi gegn að Jaðar væri góður bær. Tíu árum síðar kynntist mamma föður mín- um, en eftir að hann lést þurfti hún að vinna fyrir okkur. Hún gerðist vinnukona og réð sig á bæi þar sem hún gat haft mig með sér.“ Eftir fermingu og hefðbundna skólagöngu gerðist Jóna vinnukona. Hún segist hafa unnið víða og oft hafi það verið erfitt fyrir svo unga stúlku að vinna ýmis erfiðisverk sem fyrir hana voru lögð. Um tví- tugt réð Jóna sig í vinnu að Skarði í Landsveit og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Sigfúsi Guðna- syni, en hann var sonur bóndans á bænum. „Þegar við vorum að draga okkur saman birtist frétt þar sem sagði að nú væri Sigfús í Skarði búinn að ná sér í stelpu sunnan úr Holtum sem enginn þekkti og eng- inn vissi deili á og þar að auki ætti hún náttúrulega ekkert til. En það var ekki rétt því ég var farin að vinna fyrir kaupi og fór vel með það. Og krónan var þá meira virði en hún er í dag. Skarð í Landsveit þótti heilmikill bær og mikilsvirtur og allt sem tilheyrði honum. Sigfús var af góðri og efnaðri ætt og ég þótti ekki nógu fín fyrir hann. En ég hef nú ekki vitað betra hjóna- band, það gat ekki betra verið, þér er óhætt að bóka það,“ segir Jóna ákveðin við blaðamann. „Við ráðg- uðumst alltaf hvort við anpað og áttum mjög' vel saman. Ég bar ávallt virðingu fyrir honum og hann fyrir mér.“ Eignaðist ellefu börn Jóna og Sigfús voru gefin saman árið 1920 af séra Ófeigi Vigfús- syni, fermingarpresti Jónu. Fyrstu hjúskaparárin voru þau í Skarði en fluttu síðan að Háfi við Þjórsárósa i Djúpárhreppi þar sem þau bjuggu í þrettán ár. Jóna og Sigfús eignuð- ust sitt fyrsta barn, Guðnýju, árið 1919, en alls urðu börnin ellefu talsins. „Læknirinn minn, Axel Blöndal, sagði eitt sinn að ég væri svo heilbrigð vegna þess að ég hefði átt svo mörg börn, það væri svo mikil blóðhreinsun," segir Jóna. Hún segir það einnig hafa komið sér vel að ljósmóðirin, Vilhelmína Ingibjörg Filippusdóttir, hafi búið í nágrenni við sig. Hjónin misstu tvær telpur á unga aldri, aðra árs- gamla, sem fékk lungnabólgu, og hina sjö ára, sem var með sprung- inn botnlanga. Þriðja barn þeirra, Hörður, lést er hann var 55 ára gamall. Jóna segir alltaf hafa verið nóg að gera með svo stóran barnahóp og á þeim tíma hafí ekki verið eins mikil þægindi og í dag. „Þegar búið var að gefa að borða, þvo og koma öllum í rúmið, fór ég að gera við föt og skó og gera skó úr ís- lensku skinni. Sækja þurfti vatn í brunninn og volgra það áður en hægt var að þvo börnunum og því sem þurfti að þvo. Þá var ekki heita vatnið í krana eins og núna. Mamma bjó hjá okkur og hún að- stoðaði mig lengi. Hún var myndar- leg manneskja og pijónaði þessi ósköp. Það var mikil hjálp að hafa hana á heimilinu á meðan hún hafði heilsu. Einhvern tímann fór ég að taka eftir því að það var eitthvað fyrir vanskilegt við mömmu og hún var hætt að sinna mér eins og venjulega. Ég fann þykkildi á bak við ann- að eyrað á henni og kallaði strax á lækni. Ég spurði hann hvort þetta gæti ekki verið krabbamein og ég hafði rétt fyrir mér. Mamma lést síðan árið 1935. Hún var miklu meiri manneskja held- ur en ég er. Ég næ ekki með tærnar þar sem hún hafði hæl- ana,“ segir Jóna og greinilegt er að hún hefur borið mikla virðingu móður sinni. Kveðjukossinn Jóna og Sigfús fluttu til Reykja- víkur árið 1934. Sigfús varð bráð- kvaddur árið 1966 þegar hann var sjötugur að aldri. Jóna segist muna vel eftir þeim degi. „Ég var búin að baka kleinur og tilreiða allt þeg- ar tveir samstarfsmenn Sigfúsar hjá Sambandinu börðu að dyrum hjá mér og tilkynntu mér að Sigfús hefði veikst og verið fluttur upp á Landspítala. Eg bað þá um að fara með mig þangað. Ég kyssti hann kveðjukossinn á ennið og þannig var það búið. En það var ekki til- finningalaust," segir Jóna og það vottar fyrir söknuði í andliti henn- ar. Hún harkar síðan af sér og fer með bænina Trúðu á tvennt í heimi. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber, guð í alheimsgeimi og guð í sjálfum þér. Ég á enn íbúðina sem við Sigfús keyptum okkur í Eskihlíðinni. Lengi vel var ég þar ein, en svo gat ég ekki meir. Ég gat ekki gert alla hluti og það var dýrt að hafa stúlku sér til aðstoðar. Svo fór að lokum að ég kom hingað á Grund og hér hef ég verið síðan 1991.“ Jóna á alls 27 barnabörn, 57 barnabarnabörn og 18 barnabarna- barnabörn. Hún segist vera ákaf- lega ánægð með sína fjölskyldu, það viti bæði guð og menn. „Það hafa allir verið góðir við mig og eru enn þann dag í dag. Börnunum mínum hefur öllum vegnað vel, svo er guði fyrir að þakka, en ég vissi á hvem ég trúði. Það var oft sem ég bað guð um hjálp og fékk hana. Ég sá það strax að það var nú eins gott að vera trúuð, það kom ekki annað til greina. Móðir mín var trúuð kona og hún kenndi mér bænir. Ég kenndi einnig börnunum mínum vers á kvöldin og fór alltaf til þeirra og lét þau signa sig og fara með bæn. Ég kann vel við það enn þann dag í dag að maður skuli fara með bænirnar sínar á kvöldin." Jóna segist jafnframt fara í messu hvern einasta sunnudag í kapellunni á Grund, það gefi sér mikinn styrk. Konur og barnauppeldi Aðspurð hvað henni finnist um kvennabar- áttuna nú á dögum, segir Jóna að það sé nú best fyrir fáráða eins og sig að leggja ekki orð í belg um þá hluti. „En í gamla daga var það siður að konur í efnaðri kantinum fengu barnapíu til að passa Sigfús börnin. Og ég var einu Guðnason sinni barnapía þegar ég var stúlka. Börnin komu til mín á morgnana og þau vissu ekkert hver var mamman og hver ekki. Þá stappaði ég niður fætinum og sagði við sjálfa mig að ekki skyldi ég nú hafa þetta svona ef ég yrði einhvern tímann kona. Ég vildi ala mín börn upp sjálf og það gerði ég. Stundum gat ég farið að gráta þegar ég sá hvað blessuð börnin áttu bágt, þetta var allt svo snúið og öfugt.“ Jóna segist þó sam- mála því að konur og karlar sjái jafnt um barnauppeldið. „Þetta hef- ur breyst mikið, en í gamla daga tóku karlmenn ekki þátt í barnaupp- eldinu eins og þeir gera núna, þeir höfðu nóg með að vinna fyrir heimil- inu. En stundum gekk það jafnvel svo langt að feðumir sögðust vel geta baðað börnin og þeim þótti það bara gaman. Við konurnar héldum að þeir væru réttir til þess eins og við og þeir höfðu gott af því. Þeir áttu þessi börn og urðu að samlaga sig því og gera sér grein fyrir því að það var ekki ábyrgðarlaust að vera orðinn pabbi.“ Alltaf verið heilsugóð Jóna segir margt hafa breyst í háttum manna frá því að hún var ung. í gamla daga hafi fólk t.d. haft meiri tíma til að setjast niður og ræða saman. „Þá var ekkert sjón- varp og svoleiðis vesen. Ég man eftir því einu sinni að einn vinnumað- urinn sagði við okkur: „Jæja, stelpur mínar, beriði nú vel á rokkana og látið þá ekki vera að kasta af sér, því ég ætla að lesa upp sögu.“ Síðan setti hann stól á mitt gólf og las upp sögu, stundum voru lesnar framhaldssögur." Aðspurð hvort hún hafi alla tíð verið heilsugóð, segir Jóna að guð og góðir menn hafi fleytt sér áfram. „Einu sinni fékk ég blóðtappa, en hafði ekki vit á að láta mér líða iila. Ég var á Landakoti í sex vikur. Ég skildi allt sem sagt var við mig en ég gat ekki talað, heyrði m.a. þegar læknir- inn sagði: „Nei, nei, hún er ekkert að deyja, veriði nú alveg róleg.“ Mér hefur liðið vel hér á Grund og ein- hverju sinni sagði ég við vinkonu mína að nú væri ég komin á græna grund,“ segir þessi jákvæða og glað- lynda kona að lokum. ( > t I í I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.