Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 7 FRÉTTIR ottaplöntur eigin vali r. 999,- Ist val úr -/ . V-. ssum tegundum: Kr. 299,- 3 kaktusar saman í bakka Græna þruman og gróðurmold samaní poka. is ?■: Einsetnum skólum fjölgar Harpa Lind til Kiev í Ukraínu EINSETNUM skólum í Reykjavík fjölgar um fjóra á komandi skóla- ári. Seljaskóli, Árbæjarskóli, Grandaskóli og Engjaskóli verða allir einsetnir. Tveir fyrstnefndu skólarnir verða einsetnir vegna fækkunar í viðkomandi hverfum. Byggt hefur verið við Grandaskóla og nýtt hús Engjaskóla verður tek- ið í notkun. Sá síðastnefndi er fyrsti skólinn sem tekinn er í notk- un með það fyrir augum að hann eigi að vera einsetinn „Byggingin miðast við nútímaskóla þar sem nemendur dvelja allan daginn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi og formaður bygginga- nefndar Reykjavíkur. Fimm milljörðum króna verður varið til einsetningar grunnskóla í Reykjavík og er fyrirhugað að það markmið náist á fímm árum. Vegna þessa er ætlunin að byggja við nokkra skóla í höfuðborginni á næstu árum. Teikningum af við- byggingu Melaskóla og Hvassaleit- isskóla er nánast fulllokið. Einnig er verið að hanna viðbyggingu Há- teigsskóla, sem er nýtt nafn á Æf- ingadeild Kennaraháskólans, og viðbyggingu Vesturbæjarskóla. „Það styttist því í að skólar í Vest- urbæ verði allir einsetnir," segir Sigrún Magnúsdóttir. HARPA Lind Harðardóttir. FEGURÐARDROTTNING fs- lands, Harpa Lind Harðardóttir, heldur utan nk. sunnudag, 24. ágúst, til að keppa um titilinn Miss Europe 1997 em keppnin verður að þessu sinni haldin í Kiev í tíkraínu. Um 40 stúlkur taka þátt í keppninni, sem fram fer 6. sept- ember, en fram að úrslitadeginum eru keppendur önnum kafnir við æfingar, kynningar og annan undirbúning. sértilboð fimmtudag til sunnudags E-pillumálið Krafíst framleng- ingar gæslu- varðhalds TVEIR menn voru handteknir í fyrrakvöld vegna rannsóknar á innflutningi tæplega 500 e- taflna, sem nú stendur yfir. Annar þeirra var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær í eina viku, eða til 29. ágúst, en hin- umvar sleppt. Á þriðjudagsmorgun var tveimur mönnum sleppt sem höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þangað til í dag. Tveir aðrir eiga að sitja í gæsluvarðhaldi til fóstudags og einn maður átti að sitja í gæsluvarðhaldi þar til í dag. Þess var krafist að gæsíuvarð- hald yfir honum yrði framlengt en dómari tók sér í gær sólar- hrings umhugsunarfrest áður en hann úrskurðaði um kröf- una. E-töflurnar, sem um ræðir, voru sendar hingað til lands í tveimur sendingum, og voru faldar í bókum. Rannsókn málsins miðar mjög vel, að sögn Guðmundar Guðjónsson- ar yfirlögregluþjóns. Forsjárdeila í Hafnarfirði Móðirin fékk frest MÓÐIR þriggja barna, sem stendur í forsjárdeilu við fóður þeirra og hafði farið úr landi í trássi við farbannsúrskurð, kom til landsins frá Noregi í síðustu viku. Forsjármáhð var tekið íyrir í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þar átti konan að skila greinargerð í málinu en fékk frest til 9. september, m.a. vegna þess að hún var ný- komin til landsins. Lögmaður föðurins hafði lagt fram beiðni í dómsmála- ráðuneytið um að börnin yrðu send heim frá Noregi og var búið að senda beiðnina áfram til Noregs. Lögmaðurinn hef- ur nú afturkallað þá beiðni, þar sem börnin eru komin til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.