Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 42
,42 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVAVAR ÁRNASON + Svavar Árnason fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1991. Hann lést af slysfórum á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 13. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Hildur Sigurðar- dóttir, lektor við námsbraut í hjúkr- unarfræði við Há- skóla íslands, og Árni Sigurðsson, verkfræðingur hjá Marel hf. í Reykja- vík. Bræður hans eru Sigurður Jósef, fæddur 19. janúar 1985, Bjarni, fæddur 1. febrúar 1987, Jón Þór, fæddur 25. ágúst 1989, og tvíburabróðir Svavars, Unn- steinn, fæddur 5. september 1991. Svavar hefði byrjað skóla- göngu sína í 1. bekk í haust. Svavar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. _ Elsku litli frændinn okkar hann ^Svavar er látinn. Enginn skilur af hveiju ungur, heilbrigður og ham- ingjusamur drengur sem átti allt lífið framundan er kallaður burtu. Þessi lífsglaði, fjörugi grallari sem var jafnframt svo íhugull, góðhjart- aður, gjafmildur og sáttfús. Svavar ólst upp á meðal bræðra sinna í faðmi yndislegra foreldra. Á sinni stuttu ævi fékk hann notið takmarkalausrar ástar og um- hyggju þeirra þar sem þolinmæði, ^anngirni, jafnræði og kærleikur var haft í fyrirrúmi. Svavar og Unnsteinn tvíburabróðir hans voru alltaf saman í öllu og nutu oft leiðsagnar eldri bræðra sinna. Svavar var vel gefinn og hlakkaði til að fara í skólann í haust. Samverustundirnar á Kastalabrekku eru ógleymanlegar. Þar hitti Svavar oftast frændsystkini sín og glaðværðin réð ríkjum. Hvergi var snertingin við náttúruna eins náin þar sem hann umgekkst dýrin í sveitinni og fylgdi elskandi afa og ömmu við störf sín. Síðustu helgina sína var Svavar að hjálpa afa og ömmu í heyskap ásamt öllum hinum frændunum. Hugurinn var mikill þegar hann velti böggunum og réð áhuginn oft meiru um afköstin en líkamsstærð. Hildur og Árni eru einstaklega dugleg að fara með drengina sína út i náttúruna. Hvenær sem veður og tækifæri gefast er farið í stuttar og langar ferðir út fyrir bæinn og fékk Svavar að njóta þess. í þessum ferðum fann hann ásamt bræðrum sínum ævintýraheima, álfasteina, leynistaði og ætíð nýjar slóðir til að þræða. Uppáhaldsstaðurinn var samt Heiðmörk - hvergi var jafn- gaman að leika sér. Var það tilviljun að síðasta dag- inn sinn var Svavar með móður sinni og bræðrum í Heiðmörk? Var það tilviljun að einmitt þennan dag var fegurðin aldrei meiri og ham- ingjan fyllri? Af hveiju var brott- + Ástkasr eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞÓRUNN S. RAFNAR, Brautarlandi 8, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 16. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 22. ágúst kl. 13.30. Hallgrímur Jónsson, Helga Guðrún Hallgrímsdóttir, Einar Kr. Haraldsson, Hanna Magnea Hallgrímsdóttir, Samúel Sigurðsson, Sigrún Hallgrímsdóttir, Jóhannes Arason, Stefán Sigurður Hallgrímsson, Ásta Þorsteinsdóttir, Jóhann Hallgrímsson, Bryndís Þorkelsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR SIGURÐSSON fyrrum bóndi á Velli II, Hvolhrepp, lést að morgni 10 þessa mánaðar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vilborg Sigrún Ingvarsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Hildur Ingvarsdóttir, Hjálmar Ingvarsson, Sigfús Bergmann Ingvarsson, Hjörtur Ingi Vilhelmsson, Guðlaug Kristinsdóttir, Arngrímur Jónsson, Hulda Jónsdóttir, Ingigerður Kristjánsdóttir, Halla Bergsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir mín, dóttir, systir og mágkona, HL(N sigurðardóttir, Fífumóa 5B, Njarðvík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 19. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Ástþór Óðinn Ólafsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir og systkini. kvaðning Svavars litla römmuð feg- ursta degi sumarsins? Af hverju var kyrrð kvölds og roði sólar við sólar- lag þessa dags svo einstakt? Full- komin fegurð en á sama tíma tak- markalaus örvænting og ótti for- eldra vegna brottkvaðningar elsk- aðs barns. Svo snöggt, svo vægðar- laust, svo þungbært. Við trúum því að lífið sé ekki tiiviljunum háð. Okkur er öllum ætlað ákveðið hlut- verk og við vitum ekki hvenær því lýkur í þessum heimi og annað til- vistarstig tekur við. Svavar hefur fyllt líf foreldra sinna og bræðra björtu brosi sem við höfum fengið að njóta í návist hans. Fögur um- gjörð síðasta dags Svavars litla var eins og spegill af honum sjálfum, yndislega bláeygða frændanum okkar og vonandi táknrænt um það sem bíður hans. Elsku Hildur, Árni, Siggi Jósef, Bjarni, Jón Þór og Unnsteinn. Sorg- in ristir djúpt, orð eru lítils megn- ug. Hryggð okkar og söknuður eru mikil en minningin um lítinn elsku- legan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þennan dýrmæta tíma með Svavari litla. Við biðjum þess að algóður Guð huggi ykkur og styrki á þessum erfiða tíma í lífi ykkar. Móðursystkini og fjölskyldur þeirra. Kveðja frá starfsfólki Arnarborgar Allar fagrar minningar, er okkur ljúft að muna. Fyllstu þakkir flytjum við þér, fyrir samveruna. Með þessum orðum kvöddum við litla vin okkar, þegar hann útskrif- aðist í sumar, eftir tveggja ára veru í leikskólanum Arnarborg. Elsku Svavar. Þú varst alltaf svo hress, kátur og hugmyndaríkur, þannig að öllum þótti gaman að vera í návist þinni. í leikskólanum var skemmtilegur hópur jafnaldra sem fylgdi þér, og var þar oft glatt á hjalla. Yngri börnin litu upp til ykkar og vildu fá að vera með og var það alltaf sjálfsagt í þínum huga. Þegar við kvöddumst voru okkur efst í huga þær breytingar sem biðu ykkar vinanna, skólaganga og fleira, sem okkur er ljúft að fylgj- ast með. Það var okkur því mikið áfall þegar okkur var tilkynnt um andlát þitt. Við munum ætíð minn- ast þín sem gleðigjafa og góðs vin- ar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Hvíl í friði, litli vinur. Guð styrki og varðveiti fjölskyldu þína í he.inar miklu sorg. Elsku Svavar vinur okkar. Við þökkum þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman í leikskólanum og heima hjá okkur. Þegar við fórum á leynistaðinn okk- ar og allt sem við töluðum um á meðan við sátum saman og vorum að teikna og leika okkur í dýraleik. Þá ákváðum við svo margt, til dæm- is að fá pabbana okkar til að hjálpa okkur að byggja kofa í sumar, þar sem við ætluðum að halda upp á afmælin okkar. Það var svo gaman þegar við vorum í fótbolta og þegar við fórum í fjöruferð og fundum ígulker og spriklandi fiska. Elsku besti Svavar. Við munum sakna þín svo mikið. En það er gott að við skulum hafa hann Unn- stein bróður þinn hjá okkur. Við vonum að þér líði vel hjá Guði og þú fáir að hitta öll dýrin sem þú sagðir okkur frá að hefðu dáið í sveitinni þinni og þú getur leikið við litlu fallegu englana á himnin- um. Við gleymum þér aldrei. Þínir vinir, Davíð Már og Magnús Orri. Þegar fólk velur sér íverustað getur það ekki um leið valið sér nágranna. Hvernig þeir eru kemur í ljós þegar flutt er á staðinn og kynni takast. Þegar ég flutti í Jörfa- bakkann fannst mér það meðmæli með íbúðinni að fyrir neðan bjuggu hjón með fimm litla stráka. Þarna myndu synir mínir sem voru á sama aldri örugglega una sér vel. Það kom fljótt í ljós að þær væntingar brugðust ekki. Strax frá fyrsta degi voru þeir boðnir velkomnir í félags- skapinn, það munaði ekki svo mikið um tvo til viðbótar. Þarna eignuð- ust þeir góða vini sem var sárt sakn- að er við fluttum í burtu. Það var unun að fylgjast með því jiversu ástríkt uppeldi Hildur og Árni veittu sonum sínum. Þau gátu með samvinnu og góðu skipu- lagi samræmt það fullri vinnu utan heimilis. Allar frístundir voru nýttar með drengjunum til hins ítrasta og tilveran snerist um þá. Enda voru þeir alltaf yfirvegaðir og báru þess merki að á heimilinu ríkti ró og festa. Elsku Hildur, Árni og synir. Nú þegar sorgin knýr dyra og höggvið er skarð í hópinn ykkar leita hugs- anir mínar í Jörfabakkann og ég og synir mínir minnumst skemmti- legra samverustunda með ykkur sem gáfu okkur mikið. Megi minn- ingar ykkar um glaðværan lítinn dreng lýsa ykkur veginn áfram og gefa fjölskyldunni styrk. Þessari litlu bæn sem er okkur kær fylgja kveðjur frá Aðalsteini og Bjarna Símoni. Leið þú mína litlu hendi Ijúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu bliði Jesú að mér gáðu. Björg Bjarnadóttir. Elsku Svavar. Fyrir nokkrum dögum sagði ég við mömmu að mig langaði svo til strákanna í Reykja- vík og þá meinti ég ykkur Unna. Næsta kvöld sagði mamma mér að þú hefðir dottið á hjólinu þínu og meitt þig svo mikið og við skyldum biðja Guð um að þú yrðir aftur frísk- ur. En Guð hefur vantað lítinn strák því morguninn eftir sagði mamma mér að þú værir dáinn. Það er erf- itt að skilja þegar maður er svona lftill eins og við af hveiju lítil börn þurfa að deyja. Þú varst bara fimm ára og áttir bráðum afmæli og svo áttir þú að fara að byija í skólanum eins og ég. En núna ferð þú í skól- ann hjá Guði með hinum englunum. Ég vildi samt að þú værir hérna ennþá. Þótt við hittumst ekki oft vorum við góðir vinir. Ég man hvað það var gaman í fyrra þegar við komum í sumarbústaðinn sem þið voruð í og við fórum í yfir og bolt- inn skoppaði alltaf inn í tijágróður- inn, svo fórum við í Dimmuborgir og löbbuðum út um allt þar og síð- an grilluðum við. Það var svo gam- an þá. Nú kveð ég þig, elsku Svav- ar, og bið englana og Guð að passa þig fyrir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eiiífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þín frænka og vinkona, Auður Jóna. Það var sárt að heyra að Svav- ar, frændi okkar og vinur, væri dáinn. Hann sem alltaf var svo skemmtilegur og góður leikfélagi. Nú verður ekki framar hlaupið um stokka og steina í ömmugarði með honum. Við söknum hans sárt og viljum minnast samverustundanna með eftirfarandi ljóðlínum: Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita að heimsins gijót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (H.K.L.) Það er gott að eiga minningarnar um þig elsku Svavar, við munum geyma þær í hjarta okkar. Megi góður Guð geyma þig. Steinbjörn, Gísli og Heiðdís Osk. Ljósir lokkar, leiftrandi augu og fallegt bros. Þetta er myndin sem við munum geyma í minningunni um hann Svavar litla frænda okkar sem var hrifinn frá okkur svo allt of fljótt. Hjörtu okkar fylltust sorg þegar þær fregnir bárust að hann væri dáinn. Minningar sækja á hug- ann frá öllum þeim stundum er hann kátur og glaður lék sér meðal okkar. Oft mátti heyra Svavar og bræður hans syngja svo fallega Kvæðið um fuglana og því viljum við láta þessi erindi verða kveðju okkar til hans. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Á náðarstund ég návist þína finn. Leyf nöktu bami að snerta faldinn þinn, og dreyp á mínar varir veig, sem vekur líf og gerir orðin fleyg. Ef fuglar mínir fengju vængjamátt, þá fljúga þeir um loftið draumablátt, og þér, sem hæst í himinsölum býrð, skal helgað þeirra flug og söngvadýrð. Og eins og bamið rís frá svefnsins sæng, eins sigrar lífíð fuglsins mjúka væng. Er tungan kennir töfra söngs og máls, þá teygir hann sinn hvíta svanaháls. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fapa englar pðs í Paradís. (D.S.) Elsku Árni, Hildur, Siggi, Bjarni, Jón Þór, Unnsteinn og aðrir ástvin- ir, megi góður Guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Föðursystkini og fjölskyldur þeirra. Dagurinn var svo sólbjartur og hlýr og kallaði á útivist og Heið- mörkin var svo sannarlega sá stað- ur þar sem gott er að njóta slíkrar útivistar. Við vorum rétt að stíga út úr bílnum í Hjalladal þegar við heyrðum kallið eftir hjálp og biðum ásamt svo mörgum öðrum eftir að hjálpin bærist með von og bæn í hjarta um að litla drengnum yrði bjargað. Á slíkri stundu verður maður svo lítill og að manni finnst einskis megnugur. Það var eins og öll náttúran héldi niðri í sér andanum og það var ró og kyrrð þrátt fyrir að hjarta hvers manns engdist af ótta um líf drengsins litla. Styrkur móðurinnar var slíkur að ekkert okkar var ós- nortið, við vorum öll mæður og feð- ur og hann var tákn allra barnanna okkar og barnabarna. Fallegu aug- un hans munu seint líða úr minning- unni. Börn eiga ekki að deyja, sagði sonur minn, það detta allir af hjóli og meiða sig, en börn eiga ekki að deyja, af hverju gerðist þetta? Það er erfitt að svara slíkri spurningu þegar maður spyr sig sjálfur þess sama. Ef til vill, ef við hefðum séð með okkar innri sýn, hefðum við sé engl- ana björtu sem voru komnir til að taka á móti barni Guðs sem var að snúa aftur heim, ef til vill hefðum við þá séð birtuna og fundið friðinn sem þeim fylgdi. Ef til vill hefðum við heyrt þá minna okkur á það að Jesú sagði: Ég lifi og þér munuð lifa. Guð gefi ykkur foreldrunum og bræðrum styrk í sorg ykkar svo og öllum öðrum ættingjum og vinum. Guðbjörg Hermanns- dóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.