Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 45
MIWIMIIMGAR
GUÐMUNDUR
BENEDIKTSSON
+ Guðmundur Benediktsson
var fæddur á Moldhaugum
í Glæsibæjarhreppi hinn 23.
september 1911. Hann lést hinn
29. maí síðastliðinn. Foreldrar
hans voru Benedikt Guðjónsson
hreppstjóri og Málmfríður
Baldvinsdóttir. Systkini Guð-
mundar voru Jón Marinó, Snjó-
laug, Anna, Unnur og Daney
sem eru öll látin nema Anna
sem búsett er á Akureyri.
Guðmundur kvæntist As-
laugu Guðlaugsdóttur hinn 14.
júní 1945 og eignuðust þau
fjögur börn sem öll eru á lífi.
Þau eru: Birgir, búsettur í
Borgarnesi, kvæntur Brit Bi-
eltvedt og eiga þau þrjá syni;
Torfhildur, búsett í Kópavogi,
gift Reyni Ragnarssyni og eiga
þau þijú börn; Sigrún, búsett á
Akureyri, gift Gunnari Bill
Á yngri árum voru páskarnir allt-
af tilhlökkunarefni fyrir okkur
strákana, því að þá fórum við að
heimsækja ykkur ömmu á Akur-
eyri. Þá var alltaf tími fyrir sögu
og létt spjall um lífið og tilveruna.
Við tefldum nokkrar skákir og svo
tróðst þú í pípuna og mjúka tóbaks-
lyktin var þér oftast nærri. Þú varst
lunkinn skákmaður og keppnismað-
ur fram í fingurgóma. Það er víst,
að eitthvað af þessu keppnisskapi
hefur haldið áfram til næstu kyn-
slóða.
Það var ævintýrakarl í þér, þú
virðist óhræddur hafa prófað þig
áfram. Þú tókst hindrunum eins og
þær komu, dróst ályktanir og lærð-
ir af þeim. Það hugarfar er ekki
öllum gefið og til eftirbreytni, of
margir eru hræddir við lífið og að
lifa því. Þú reyndir ýmis störf á
ýmsum stöðum áður en þú fórst
að vinna hjá Vegagerðinni sem var
Björnssyni og eiga þau þrjú
börn; Benedikt, búsettur á Ak-
ureyri, kvæntur Svanhildi Sig-
urgeirsdóttur og eiga þau einn-
ig þijú börn.
Guðmundur naut almennrar
menntunar þeirra tíma, en
einnig var hann einn vetur í
skóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal. Hann stundaði ýmis
störf, aðallega við bifreiðaakst-
ur fram til 1945 er hann gerð-
ist starfsmaður Vegagerðar-
innar. Fyrst í stað vann hann á
ýmsum vélum þar til hann var
gerður að verkstjóra. í mörg
ár vann hann við vegagerð víða
á Eyjafjarðarsvæðinu uns hann
var gerður að umdæmisverk-
sljóra og síðar rekstrarsljóra
þar til hann lét af störfum 1981.
Guðmundur var jarðsettur í
kyrrþey að eigin ósk.
þér ætíð ofarlega í huga. í veikind-
um þínum sem hægt og bítandi
drógu úr þér styrk, stóð amma þér
við hlið eins og klettur. Elsku
amma, óeigingirni þín í veikindum
afa og hversu vel þú hugsaðir um
hann verður ekki þakkað með orð-
um.
Undir það síðasta varst þú orðinn
mjög þreyttur og kveðjustundin var
óhjákvæmileg. Stundaglas lífsins
hefur runnið út en því hefur nú
verið snúið við á öðrum stað og
tíma. Þú hafðir lúmskan áhuga á
skilum lífs og dauða, til dæmis þeg-
ar þú söngst i vörubílnum þínum
og fékkst hlustanda að handan.
Elsku afi, sögurnar þínar munu lifa
með okkur. Við munum ætíð meta
hversu vel þú fylgdist með okkur
alla tíð, það var og verður okkur
mikil hvatning.
Birgir Örn, Jón Óttar
og Oli Þór.
JAKOBINA
BJÖRNSDÓTTIR
+ Jakobína Björnsdóttir
fæddist á Borgarfirði
eystra 22. ágúst 1920. Hún lést
á heimli sínu 8. ágúst síðastlið-
inn.
Útför Jakobínu fór fram frá
Bakkagerðiskirkju 16. ágúst.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftamjóð
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblið vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Dáinn, horfinn! - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
(J.H.)
Hvíl í friði.
Ingunn Aðalbjörg og
Skarphéðinn Þrúðmar
Sverrisbörn.
+
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför sonar, föður, tengdaföður, bróður og
afa,
SIGHVATAR KARLSSONAR,
áður til heimilis
í Berjarima 1.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild E-2 á
dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík.
Ásta Sighvatsdóttir,
Sigurjón Sighvatsson, Sigríður Jóna Þórisdóttir,
Sigrún Karlsdóttir
og barnabörn.
Lokað
Skrifstofur okkar verða lokaðar I dag, fimmtudaginn 21. ágúst,
frá kl. 10.00—12.00 vegna jarðarfarar.
Marel hf.,
Höfðabakka 9, Reykjavík.
www.mbl.is/boltinn
Giskaðu á hverjir fá gull-,
silfur- og bronsskóna sem
Adidas veitir markahæstu
mönnum Sjóvár^Almennrar
deildarinnar í sumar.
Taktu þátt í spennandi leik
knattspyrnuvefs Morgunblaðsins og
Adidas dagana 18.-3 I. ágúst. Þú fyllir
út þátttökuseðil á knattspyrnuvef
Morgunblaðsins á slóðinni:
www.mbl.is/boltinn
Ef þú hefur ekki aðgang að Netinu
getur þú heimsótt okkur fyrir utan
Sportkringluna á I. hæð Kringlunnar
milli klukkan 14.00 og 18.00 virka daga
og milli kl. 12.00 og 15.00 á laugardögum
og fengið aðstoð við að taka þátt.
Ef þú getur rétt hverjir fá gull-, silfur-
og bronsskóna áttu möguleika á
glæsilegum vinningum:
1. verðlaun: 30.000 kr. vóruúttekt frá Adidas
2. verðlaun: 20.000 kr. vöruúttekt frá Adidas
3. -12. verðlaun: Bolir frá Adidas