Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
John F. Kennedy yngri þáði lummur úr hafragraut á Hornströndum
Morgunblaðið/Bergþóra Reynisdóttir
ÁÐUR en fjórmenningarnir héldu för sinni áfram fengu þeir íslenskt brennivín í fjörunni. JOHN F. Kennedy og Lilja Ósk ræddu um ýmislegt, meðal annars
gæludýrin sín.
Ekki hrifinn
af brennivíninu
„VIÐ töluðum um ýmislegt, til
dæmis sagði ég honum að ég ætti
kött og hann sagðist eiga bæði
hund og kött. Mér fannst hann
mjög sætur svona órakaður,"
sagði Lilja Ósk Sigurðardóttir,
sem verður 10 ára á þriðjudag.
Hún hitti John F. Kennedy yngri
og félaga hans í Grunnavík á
Hornströndum sl. föstudag.
Móðir Lilju Óskar, Bergþóra
Reynisdóttir, sagði að mæðgurn-
ar hefðu verið í hópferð með
Ferðafélagi íslands um Horn-
strandir. „Á fimmtudegi fréttum
við frá sjómanni að John og fé-
lagar hans væru á ferð þarna
nærri á kajökum. Á föstudaginn
komum við í Grunnavík, þar sem
hópurinn kom sér fyrir í sumar-
bústað. Við vorum rétt að hefja
lummubakstur þegar við sáum
fjóra kajaka koma fyrir fjallið
Maríuhorn. Við fórum niður í
fjöru og veifuðum og hrópuðum.
Þeir komu í land og við buðum
þeim inn í kaffi.“
Vaskaði upp leirtauið sitt
Veitingarnar sem hópurinn
bauð félögunum „The FourJ’s"
eða J-unum fjórum, John, Josh,
Jim og John, upp á voru rabarb-
aragrautur og Iummur úr hafra-
graut. „Þegar Kennedy hafði
fengið nægju sína tók hann sam-
an leirtauið og vaskaði upp. Þeir
fengu líka brennivín í staup og
annað áður en þeir lögðu í hann
á ný. Kennedy var greinilega
ekki mjög hrifinn, að minnsta
kosti þurfti hann að drekka mik-
ið vatn á eftir!“
Bergþóra fékk leyfi Kennedys
til að taka nokkrar ljósmyndir,
meðal annars af honum og Lilju
Ósk, sem kann nokkuð fyrir sér í
ensku. „John var mjög hrifinn af
lummunum og borðaði mikið af
þeim,“ sagði Lilja Ósk. „Svo
spurði hann mig um Island og
hvað ég lærði í skólanum. Ég
sagði honum að ég hefði komið
til Bandaríkjanna, til Flórída, en
mér hefði þótt frekar sóðalegt
þar. Hann var nú sammála því.“
Lilja Ósk sagði að hún hefði
vitað hver John F. Kennedy væri.
„Ég spurði hann hvað hann héti,
en hann sagði þá bara að hann
héti John. Þá spurði ég hvað eft-
irnafnið hans væri og hann brosti
og sagðist heita John F. Kenn-
edy. Hann var mjög góður og
gaman að tala við hann.“
Áður en Kennedy og félagar
héldu för sinni áfram tóku ís-
lensku ferðalangarnir sig til og
sungu nokkur íslensk lög fyrir
þá. Þeir þökkuðu fyrir sig og rit-
uðu góðar kveðjur í gestabók
hússins.
6.900
Upplýsingar og bókanir í síma: I
570 8090
Akureyri: 461 4050
Fargjald
fram og
til baka
ISLANDSFLUG
gerir fleirum fært að fljúga
GLAÐIR og mettir félagar lialda áfram kajakferð sinni eftir kaffiboð í Grunnavík.
EFTIR að hafa sporðrennt lummunum þvoði John leirtauið,
með aðstoð félaga síns og nafna, Johns.
Vaxandi óánægja
í kjaradeilu flug-
umferðarstjóra
LÍTIÐ hefur miðað í sáttatilraun-
um í kjaradeilu flugumferðarstjóra
og samninganefndar ríkisins að
undanfórnu. Tveir sáttafundir hafa
verið haldnir frá því að deilunni var
vísað til sáttasemjara en næsti
fundur er boðaður 27. ágúst.
Flugumferðarstjórar hafa ekki
verkfallsrétt en Þorleifur Bjöms-
son, formaður Félags íslenskra
flugumferðarstjóra, segir að mikil
óánægja hafi komið fram vegna
seinagangs í kjaraviðræðunum á fé-
lagsfundi flugumferðarstjóra í
fyrrakvöld en fundurinn var hald-
inn til að ræða áminningu sem flug-
málastjóri veitti flugumferðarstjóra
fyrir að hafa gerst brotlegur við
ákvæði laga um réttindi og skyldur
ríkisstarfsmanna. Þorleifur segir
kjaraviðræðurnar hafa staðið yfir
frá í nóvember á síðasta ári. Miklar
deilur séu milli samningsaðila um
ákvæði vinnutímatilskipunar Evr-
ópusambandsins. Aðallega um
ákvæði sem heimila að hafa átta
stunda hvfld á milli vakta í stað 11
tíma lágmarkshvfldar. Aðspurður
um launakröfur flugumferðarstjóra
sagði Þorleifur þær ekki hlaupa á
tugum prósenta en vildi ekki greina
frá þeim nánar. Ekki náðist í Gunn-
ar Björnsson, formann samninga-
nefndar ríkisins, í gær.
Enn ör-
deyða í
Smugunni
„ÞAÐ ER algjör ördeyða hér
núna, um tvö tonn í holi eftir
12 tíma tog eða meira,“ sagði
Þorsteinn Harðarson, skip-
stjóri á Frosta ÞH frá Greni-
vík, í samtali við Morgunblaðið
í gær en skipið er að veiðum í
Smugunni. Nú eru 29 íslensk
skip að veiðum vestarlega í
Smugunni, alveg við Noregs-
línuna að sögn Þorsteins.
Hann segir að auk íslensku
skipanna sé aðeins eitt portú-
galskt skip að veiðum á svæð-
inu. Þorsteinn segh- það litla
sem komi sé mjög góður físk-
ur. „Norðmenn voru að mæla
um borð í íslensku skipunum á
mánudag. Hjá sumum skipum
fannst enginn undirmálsfískur
og ekki nema nokkrir þorskai'
hjá öðrum. Það er því ekkert
út að það að setja.“
Brestur á allt í einu
Þorsteinn sagði skipstjórn-
armenn sammála um að til-
gangslaust sé að spá í aðstæð-
ur í Smugunni, vangaveltur
um straum og hitastig reynist
oft marklausar. „Reynslan
hefur sýnt að þetta getur
brostið á allt í einu og þess
vegna láta menn sér nægja að
vona að svo verði. En það fer
ekkert illa um okkur. Það er
blíðuveður, suðvestan gola og
hlýtt en stundum þoka,“ sagði
Þorsteinn.