Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ 4 I „Ábyrgir feður“ og jafnréttisáttavitinn MÉR undirritaðri er sá mikli heiður gerður, að hvorki fleiri né færri en fjórir karlmenn í nafni „Ábyrgra feðra“ (virðist vera einhver fé- lagsskapur) senda mér kveðju á bls. 23 í Morg- v unblaðinu 13. ágúst sl. Þar taka þessir ábyrgu menn mig á föðurlegt hné sér og hirta ræki- lega fyrir vanstilltan jafnréttisáttavita - allt auðvitað af mikilli mildi og sanngimi í anda síns félagsskapar. Grein þeirra er stór- fróðleg og ætti að vera skyldulesning allra bamasáifræðinga og yfírleitt allra, sem um málefni barna og samskipti kynjanna fjalla. Þeir draga þar á einkar öfgalausan hátt fram, hversu miklu færari karlar (a.m.k. einstæðir feður) eru konum að annast böm sín þvert ofan í það, sem flestir, bæði karlar og konur, hafa hingað til viljað vera láta. Með ítarlega rökstuddum athugasemdum kollvarpa þeir fjórmenningarnir al- gjörlega viðteknum hugmyndum, m.a. ótal fræðinga, eins og þeir sjálf- ir telja upp í lok greinar sinnar og láta í ljósi þá von, að þetta fólk fari að sinna störfum sínum á grundvelli fræðilegrar þekkingar, sem það hefur augljóslega ekki gert til þessa. Það er þessum fræðingum (og e.t.v. einhveijum áttavilltum kvenna- 'slistakonum) mikið lán að geta sótt vitneskju um þessi mál til ijórmenn- inganna ábyrgu, sem setja hana fram með hnitmiðuðum fullyrðing- um eins og: „Þá er til þess að líta, að feður eru einnig andlega heilsu- hraustari en mæðurnar. Þetta á í raun og sann við um karlmenn al- mennt, eftir því sem best verður séð.“ Já, undir þetta hefði hann Bjartur í Sumar- húsum örugglega tekið, enda hafði hann ekki mikla trú á andlegu at- gervi kvenna. En af ein- hveq'um ástæðum treysti hann þó ekki sjálfum sér til uppeldis- og umönnunarstarfa og fékk sér einatt nýja konu til þeirra verka eftir þvi sem þær hrundu niður í harðræðinu hjá honum. Og þvílík ósköp af einstæðum mæðrum í þeini Greinin ætti að vera, segir Kristín Halldórs- dóttir, skyldulesning barnasálfræðinga og þeirra er um samskipti kynjanna fjalla. sögu (ég var að rifja hana upp mér til gamans í sumarleyfinu) og reyndar í flestum sögum Laxness. Hann hefur greinilega ekki frekar en allir fræðing- amir blessaðir haft hugmynd um þessa óhugnanlegu „ofbeldistilburði mæðra í uppeldi“, sem „Ábyrgir feð- ur“ vita allt um og vitna til áratuga gamalla rannsókna því til staðfesting- ar. Þeir félagar upplýsa á hrollvekj- andi hátt, - og enn er vitnað til Dana, sem af einhveijum ástæðum virðast öðrum áhugasamari um gæðamat á feðrum og mæðrum - .........að u.þ.b. 85 af hundraði mæðra beittu börn sín líkamlegu ofbeldi“. Sem betur fer kemur það fram hjá þeim flórmenningum, að þrátt fyrir „ofbeldistilhneigingar mæðra“, „ákveðið kaldlyndi" og „ófyrirleitni" sé.....boðskapurinn ekki sá að ein- stæðar mæður séu vont fólk upp til hópa“. Okkur, sem svo lengi höfum vaðið í villu og svíma um þessi efni, hlýtur að létta við þessa yfirlýsingu, sem lýsir svo mikilli réttsýni og göf- uglyndi. Og til þess að sýna nú vott af göfuglyndi á móti skal það hér með játað, að það hefur ekki hvarflað að mér eitt andartak að einstæðir feður séu vont fólk upp til hópa. Ég þekki m.a.s. miklu meira af góðum feðrum en vondum, og sama er reyndar að segja um mæðurnar. _En um leið og ég þakka hinum „Ábyrgu feðrum" fyrir fróðlega og upplýsandi grein og hlýjar óskir í minn garð, verð ég að hryggja þá með því að nálin á jafnréttisáttavit- anum mínum er ennþá söm við sig. Sumum er einfaldlega ekki viðbjarg- andi. Höfundur er þingkona Kvennalistans. Kristín Halldórsdóttir Er eftirlátssemi ranglæti gagnvart börnum ÉG HEF stundum velt því fyrir mér hvort við séum ekki of eftir- látssöm gagnvart börn- unum okkar. Síend- urteknar fyrirsagnir í dagblöðum um harkaleg samskipti manna á með- al hafa ýtt undir þessar vangaveltur mínar og er það tilefni þessarar greinar. Hún er að mestu byggð á grein efír dr. Lowenstein sem hann nefnir: Ranglæti gagnvart börnum vegna of mikillar efirlátssemi (Child abuse by per- missive handling). Dr. Lowenstein er mjög virtur sálfræðikennari í Bretlandi og hefur starfað bæði í Hampshire og London. Mál sem varða uppeldi barna og unglinga hafa talsvert verið í umræð- unni á síðustu árum og eru enn. *r Margrét Þorvaldsdóttir og séra Pálmi Matthíasson hafa bæði, í skrifum sín- um, vikið að þessum þætti í uppeldi bama, þá á ég við of mikla eftirláts- semi. í grein sem Margrét Þorvaldsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 18. nóv. 1993 kemur fram að börn þurfa á stuðn- ingi foreldra sinna að halda til þess að ná þroska og hún leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að segja nei í uppeldi barna og unglinga. í blaðinu Okkar framtíð, frá árinu 1994, er viðtal við séra Pálma Matthíasson sem ber yfirskriftina: Ungt fólk og ham- ingjan. Þar segir Pálmi: „Ég held, að j foreldrar eigi að vera miklu harðari í því að segja ákveðið nei og meina það heldur en að segja ekki neitt eða já, _sem hefur enga merkingu". j Ákveðni fullorðinna er nauðsynleg og auðveldar barninu eða unglingnum | að skilja að þau þurfa að virða og jpu tileinka sér ýmsar takmarkanir sem þeim eru settar. Ekki síst í ört breyti- legum samfélögum nú- tímans sem þessa stund- ina leggja áherslu á sjón- varp, tölvuleiki og „int- emetið" En nú skulum við sjá hvaða álit dr. Lowen- stein hefur á þessum málum: Almennt harmar fólk, hvar sem er í heiminum, ofbeldi gagnvart börn- um, hvort sem um er að ræða líkamlegt ofbeldi, þ.e. barsmíðar eða kyn- ferðislega misnotkun, eða refsingar sem eru af andlegum toga. Minni áhersla hefur verið lögð á þá staðreynd að bömum er oft refsað á annan hátt, þ.e.a.s. með of mikilli eftirláts- semi foreldra og annarra. Afleiðingin verður sú að það mistekst að þjálfa Ákveðni foreldra er nauðsynleg, segir Elísa- bet Lárusdóttir, og auðveldar barninu að skilja takmarkanir sem settar eru. og leiðbeina baminu í félagslegri hegðun. Þetta veldur því oft að þessi börn öðlast skertan persónuleika og þau verða ófær um að fást við þá nauðsynlegu ábyrgð sem fylgir þv! að lifa með öðrum í þjóðfélaginu. Þau em stöðugt í andstöðu við þá sem þau þurfa að umgangast og þurfa að taka afleiðingum þess hvernig aðrir koma fram við þau vegna hegð- unar sinnar sem oft er óþolandi. Þau eiga erfitt með að mynda æskileg tengsl við aðra og þau eru ekki vel liðin í samfélaginu. Þegar börn eru alin upp á þann hátt að allt er látið eftir þeim, munu þau líða fyrir það eða bíða tjón af því. Slíkt uppeldi verður þess valdandi að barnið verður sjálfselskt og því verður sama um náungann. Afleiðingin verður sú að bamið beitir oft ofstopafullri hegðun til þess að ná sínu fram, án tillits til hvað það geti gert öðram til miska. Bam- inu eða unglingnum er þess vegna í raun misboðið með því að honum er ekki kennt eða leiðbeint hvernig eigi að lifa með öðram. Enn fremur er þeim ekki kennt hvemig á að gefa jafnt og þiggja í félagslegu samfé- lagi. Lowenstein telur einnig að þetta leiði til þess að námsárangur í skóla verður verri. Lowenstein álítur einnig að það séu líkur á því að börnunum sé oftar refs- að líkamlega af foreldram sínum vegna mótþróa þeirra. Það eru tengsl á milli eftirlátssemi, sem í sjálfu sér er einn angi af ranglæti gagnvart baminu, og möguleika á líkamlegum meiðingum sem geta fylgt í kjölfar þess að hafa alið barnið upp á þennan hátt. Það kemur fram í grein Lowen- stein að allar nýjustu rannsóknir sýna að böm hafa tilhneigingu til að vilja hafa festu og aga í uppeldinu þegar þau era spurð. Þetta er í stuttu máli það sem dr. Lowenstein hefur að segja um það ranglæti sem felst í því þegar börn fá ekki nauðsynlegt aðhald frá for- eldrum sínum. Afleiðingin getur orðið sú að þau verða ófær um að horfast í augu við lífið og vera viðurkennd af samfélaginu sem nýtir borgarar. Vissulega era margir foreldrar sem bregðast skynsamlega við uppeldi bama sinna, en ég tel að ábendingar dr. Lowenstein um of mikla eftirláts- semi séu umhugsunarverðar fyrir uppalendur í ört breytilegu samfélagi nútímans. Höfundur er félagsráögjafi. Elísabet Lárusdóttir Léleg umferð- armenning á Islandi GYLFI Guðjónsson, ökukennari, ritar tíma- bæra grein í Morgun- blaðið hinn 2. þ.m., Einvígið á akbrautinni, um umferðarmál. Akstursmáti okkar íslendinga hefur frá upphafi verið illvígur og umferðarmenningin lakari en hjá flestum þjóðum heims. - Að skömminni til virðast þó íslenskir ökuþórar skárri nú en fyrir nokkrum áratugum, einkum á Stór-Reykja- víkursvæðinu; veldur þar kannski mestu um stóraukinn umferðarþungi, svo að ökuníðingarnir komast ekki eins auðveldlega upp með að bijóta af sér. - Almennar utanlandsferðir í 30-40 ár virðast hins vegar hafa skilað umferðarmenningu okkar sorglega litlu; tillitssemi og kurt- eisi, sem við mætum hvarvetna er- lendis, heldur áfram að vera íslend- ingum framandi hugsun og hegðun- armáti, þegar við erum sestir undir stýri á bifreið. Gylfi minnist, meðal annars, á framúrakstur íslendinga. Að mínu viti gefur framúrtaka okkar góða vísbendingu um dapurlegt sálar- ástand stórs hluta þeirra sem þykj- ast færir um að aka bifreið, ekki síst þegar þeir snarbeygja fyrir það ökutæki sem þeir eru að skríða fram úr - á óbrotinni línu. Erum við virkilega svo heimskir að við getum ekki skilið og tileinkað okkur einföld umferðartákn sem máluð eru á malbikið eða sett upp á vegskilti? - Eða erum við slíkir þursar að við kjósum meðvitað að hunsa þau? - Og hvers vegna þá? Við hjónin tókum okkur bílaleigu- bíl úti í Lúxemborg í hitteðfyrra og ókum honum vítt og breitt um Þýskaland, Austurríki og Belgíu, samtals hátt í fimm þúsund kíló- metra, á tæpum mánuði. Það kom aldrei fyrir að brotið væri á okkur í umferðinni, né sáum við brotið á öðrum, eða umferðarreglur hunsað- ar á annan hátt. Við sáum aldrei umferðaróhapp eða slys á vegum. Samt fórum við um sveitir, þorp, bæi og stórborgir þriggja þjóðlanda með gífurlegan umferðarþunga. Jafnvel á hraðbrautunum, þar sem menn aka á 100 til 150 kílómetra hraða á klst. að meðaltali, fannst okkur við sýnu öruggari um líftór- una en á leiðinni austur yfir Fjall eða um Hvalíjörð; erum við þó bæði komin af léttasta skeiði - og var enda ráðlagt við upphaf utanfarar- innar að hætta okkur ekki inn á hraðbrautirnar. Hvað veldur þessum mismun? Þekking á umferð? Kunnátta í akstri? Að hluta til, að sjálfsögðu. En einnig agi - meðal annars sjálfs- agi - sem á rætur í menningu við- komandi þjóðar, uppeldi barnanna; siðum fólksins, og hefðum. - Þó kannski fyrst og fremst skilningur á því, að öllum er fyrir bestu þegar upp er staðið að allir fari að lögum og reglu. Ekki bara hinir. íslendingar virðast hins vegar upp til hópa ekki enn hafa komist í skilning um þá staðreynd, að troða náunganum um tær, ota sínum tota, pota sér fremst í röðina, ryðjast inn á einbreiðu brúna þótt annar bíll komi á móti - þetta borgar sig hreint ekki í nútímaþjóðfélagi. - En við hér á hjara veraldar virð- umst enn sitja uppi með einhvers konar afdankaðan hugsunarhátt ribbaldalýðs frá tímum Sturlunga, einkanlega þegar við erum búnir að fela okkur undir stýri og álítum okkur komast upp með skrílshátt. Og í þessu sam- bandi: Við hjónin höf- um oft velt vöngum yfír því á ökuferðum, þegar bílarnir streyma fram úr okkur á óbrot- inni línu, jafnvel tvö- faldri - og oftast á vel yfir 100 - hvort nokk- uð þýddi að taka niður viðkomandi bílnúmer og hringja í næstu lög- reglustöð. Myndi það hjálpa lögreglunni? Veita aðhald? Myndi lögreglan kæra sig um slíkar upplýsingar frá hinum almenna borgara? Myndi lög- reglan skrá þessar upplýsingar hjá sér - upp á seinni tíma? Jafnvel hafa samband við hinn brotlega; vanda um fyrir honum? Þessum spurningum er hér með komið á framfæri. Því eittbvað verður að reyna að gera í þessum málum, - ekki síst ef rétt er hjá Gylfa Guðjónssyni að Vegalögregla Islands hafi hreinlega verið lögð niður! Ég tek og heilshugar undir ábendingar Gylfa um vankanta á punktakerfi því sem Umferðarráð Á hraðbrautum erlendis er hraðinn iðulega á öðru hundraðinu. Samt fannst Einari Þ. Einarssyni hann ör- uggari í umferðinni þar en á þjóðvegunum hér heima. leggur til að verði komið á innan skamms (söfnun upplýsinga um skammarstrik ósvífinna ökumanna og viðurlög við þeim uppsöfnuðum). Hér ríður bersýniiega á að huga náið að málum og vanda vel mat á vægi umferðarbrota áður en hafist er handa um að hrinda kerfinu í framkvæmd. Og fyrst ég er komminn á skrið með nöldrið, leyfi ég mér að víkja frá hinni ágætu grein Gylfa Guð- jónssonar yfír í málfar fréttaþula ljósvakamiðlanna. Tvær spurningar til þulanna: Hvers vegna í ósköpunum eruð þið teknir upp á að leggja áherslu á annað atkvæði erlendra heita og nafna í stað okkar íslensku áherslu á hið fyrsta? - Á þetta að vera fínt? Nú heyrist ekkert annað en hong- KONG, sjangHÆ, amsterDAM o.s.frv. Nú tala þulirnir um flugfé- lagið atLANTA. í beinu framhaldi af því kemur svo líklega að úthafið sem umlykur strendur hólmans okk- ar sé nú atLANTShafið og einn samkeppnisaðilinn heiti flugLEIÐ- IR. Og þetta er jafnvel að breiðast yfír á íslensk nöfn. Rétt áðan sagði fréttaþulurinn skaftaFELLssýsla. - Var það ekki af svipuðu tilefni sem prestarnir voru nú nýlega beðnir um að vanda málfar sitt betur; þeir segðu jafnvel aMEN í lok bænar! Og til (kven)þulanna: Er nokkur ástæða til að segja Vestmann-a-eyj- ar í stað Vestmanneyjar - einsog tíðkast í daglegu tali; Blönd-u-ós í stað Blöndós, o.s.frv.? - Á ekki tal- málið að ráða í upplestri frétta? Og lýk ég hér miklu nöldri. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri. Einar Þ. Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.