Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanhússviðgerðir á Safnahúsinu við Hverfisgötu Landsfundur jafnréttisnefnda Koparþak oghvít málning FRAMKVÆMDUM miðar vel við viðgerðir á Safnahúsinu við Hverfisgötu og er gert ráð fyrir að fyrsta áfanga þeirra, þ.e. utanhússviðgerðum, ljúki í októberlok. Safnahúsið mun í framtíðinni gegna hlutverki þjóðmenningarhúss, þar sem hýstar verða sýningar frá helstu söfnum, eins og t.d. Árnastofn- un, Þjóðminjasafni og Listasafni Islands. Gert er ráð fyrir að hin nýja starfsemi geti hafist í hús- inu árið 2000. Verið er að fjarlægja alla eldri málningu af húsinu og siðan verður gert við skemmdir sem eru á stöku stað í útveggjum. Þá verður skipt um gluggafög og gler þar sem þörf er á. Húsið verður síðan málað í sama lit og áður, hvítt. Umfangsmesta viðgerð á húsinu frá upphafi Guðmundur Magnússon, for- stöðumaður Safnahússins, segir þetta umfangsmestu viðgerðina sem fram hefur farið á húsinu frá því að það var byggt á árun- um 1906-1908, en það var tekið í notkun 1909, þannig að það nálgast nú óðum nírætt. „Húsið er griðarlega vel byggt og það hefur komið í ljós að það er mjög vel farið í megin- atriðum," segir hann. Safnahús- ið er alfriðað, þannig að allar viðgerðir hafa að sögn Guð- mundar farið fram í nánu sam- ráði við húsafriðunarnefnd, borgarminjavörð og bygginga- Morgunblaðið/Ásdís SAFNAHUSINU var pakkað vandlega inn áður en hafist var handa við endurbætur utanhúss. LOKIÐ er við að klæða þakið og brátt verður farið að leggja á það kopar. fulltrúann í Reykjavík. Guðmundur segir einna rót- tækustu aðgerðina sem ráðist verði í nú vera breytingar á þaki hússins. Á því hefur frá upphafi verið bárujárn en það var ekki ætlun danska arkitekts- ins Johannes Magdahl Nielsens, sem teiknaði Safnahúsið. „Hann hafði hugsað sér að á þakið yrðu settar annaðhvort enskar skífur eða kopar. Þegar hafist var handa við að byggja húsið var ákveðið að þakið skyldi vera úr kopar, en af ein- hverjum ástæðum hafa menn talið að þar væri hentugra að spara og í niður- stöðu frá 1907 segir að fyrst um sinn skuli vera bárujárn,“ segir hann, þannig að nú má segja að á húsinu hafi verið bráðabirgðaþak í tæpa níu áratugi. Þegar er lokið við viðgerð þaksins og það verið klætt að nýju og verður hafist handa við að leggja koparinn á það á næstu dögum. í húsinu er enn hluti Þjóð- skjalasafnsins og hefur það einnig til umráða lestrarsalinn sem áður tilheyrði Landsbóka- safni. í kjallaranum eru auk þess geymd varaeintök bóka í eigu Landsbókasafnsins, sem bíða þess að þeim verði fundin varanleg geymsla annars staðar. Konur bjartsýn- ar á sinn hlut Þjóðvaki ekki sjálfstætt framboðsafl í næstu kosningum LANDSFUNDUR jafnréttisnefnda hófst í gær. Á honum var m.a. rætt um komandi sveitarstjórnarkosning- ar og þátttöku kvenna í þeim og kom fram að engin ástæða væri til annars en bjartsýni í þeim efnum. Elín Líndal, formaður jafnréttisráðs, kynnti í ræðu sinni samstarfshóp jafnrétt- isráðs um aukinn hlut kvenna á framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosn- inga vorið 1998, sem settur var á laggimar síðasta vor. Hópinn skipuðu fulltrúar alira stjómmálaflokkanna auk fulltrúa jafnréttisráðs og kvenréttindafélags ís- lands. Til að vinna að því markmiði, sem kemur fram í heiti hópsins, var m.a. unnin skýrsla um úrslit síðustu sveitarstjórnarkosninga af Lindu Blöndal auk þess sem for- ystumönnum stjórnmálaflokkanna var sent bréf þar sem spurt var hvemig þeir hyggðust stuðla að jafn- stöðu kvenna og karla á framboðslist- um í komandi kosningum. Elín kynnti svör flokkanna í ræðu sinni. í þeim kom fram að flestir flokkanna stefna að því að tryggja konum vissan hlut framboðssæta. Markmið Alþýðuflokksins er að hlut- fall kvenna verði ekki minna en 40%. Framsóknarflokkurinn stefnir að því sama en miðar við árið 2000. í bréfi Alþýðubandalagsins kom fram að flokkurinn hefði lengi haft kvóta á konum í trúnaðarstörfum og væri nú miðað við að hlutfall kvenna væri a.m.k. 40%. Það hlut- fall yrði haft til hliðsjónar í komandi kosningum. Formaður Þjóðvaka, Jó- hanna Sigurðardóttir, sagði í bréfí sínu að Þjóðvaki yrði ekki sjálfstætt framboðsafl í næstu kosningum en að hún myndi beita sér nú sem endranær í jafnréttismálum karla og kvenna. Sj álfstæðisflokkurinn mun ekki beita kynjakvóta kom fram í bréfi frá Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og formanni flokksins. I bréfi hans segir að unnið sé að hugarfarsbreytingu í jafnréttismálum innan Sjálfstæðisflokksins en flokksforystan muni ekki gefa út miðstýrðar tilskip- anir. Áfram verði beitt þeirri aðferð að velja hæf- asta einstaklinginn til starfa. Bjartsýni fyrir næstu kosningar Elín Líndal sagði eftir ræðu sína enga ástæðu til annars en bjartsýni fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar miðað við þau svör sem hefðu borist frá forystumönnum. „En til að jafn- réttisbaráttan verði virk þarf hún að vera alls staðar til staðar líka í smærri sveitarfélögum." Elín vísaði í rannsókn Lindu Blöndal sem var kynnt á fundinum en í henni kom m.a. í ljós að því smærri sem sveitar- félög væru því færri konur væru virkar í stjórnmálum. Elín sagðist ennfremur ánægð með starf samstarfshópsins til þessa. „Hann hefur vakið athygli. Það virk- ar vel að að fá fulltrúa.úr öllum stjórnmáiaflokkum til samstarfs. Með þverpólitískri umræðu verður krafan um jafnrétti þyngri en ella.“ Elín Líndal i Morgunblaðið/Ásdís SÓLEY Elíasdóttir og Pálína Jónsdóttir í hlutverki systranna Hörpu Dísar og Lollu. Umax PageOffice Skjalaslcanni fyrir skrifstofuna eða heimilið 300 x 600 dpi upplausn Vandaour á hlægilegu verði 19.900 lcr. 14.900 Bjóðum einnig 'TV-safer' tækið á Aðeins í dag! heimilanna Faxafeni 5 - Sími 533 2323 tolvukjor@itn.ii Pípudraumar LEIKLIST Lcikfclag Rcykjavík- ur á stóra svidi Borgaricikhússins HIÐLJÚFALÍF Höfundur: Benóný Ægisson. Höfund- ar tónlistar: Jón Olafsson og Kristján Krisljánsson. Danshöfundur: Kenn Oldfield. Leikstjóm: Þórarinn Eyfjörð. Búningar: Þórunn E. Sveins- dóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórs- son. Lýsing: Elfar Bjamason. Hljóð: Baldur Már Amgrímsson. Leikendur og hljóðfæraleikarar: Ari Matthías- son, Bjöm Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundar- son, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Jónas, Jón Ólafsson, Kormákur Geirharðs- son, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Þórarinsson, Pálína Jónsdótt- ir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Selma Bjömsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Sóley Elíasdóttir og Valgeir Skag- Qörð. Föstudagur 29. ágúst. BENÓNÝ Ægisson hóf skiykkj- óttan höfundarferil sinn á áttunda áratugnum með brúna kverinu Tekið í og leikverkinu Skeifu Ingibjargar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á síðustu árum hefur Ben- óný vaxið ásmegin á sviði íslenskrar leiklistar. Hann hefur starfað með Götuleikhúsinu auk þess sem hann hefur skrifað ýmsa smáþætti fyrir leiksvið. Hið ljúfa líf er annað verk hans sem hlýtur verðlaun Leikfélags Reykjavíkur og ratar þar á stóra sviðið, hið fyrra var barnaleikritið Töfrasprotinn. í Hinu ljúfa lífí tekur Benóný nýja stefnu, hér er ætlunin að skrifa kassastykki - gamanleik með söngv- um - og verkið hefur alla burði til þess að standa undir þessum vænt- ingum. Leiktextinn er fyndinn og eðlilegur, persónusköpunin snarpleg og leikframvindan trúverðug - þar til dregur að lokum verksins. Endir- inn er brotalöm sem setur strik í reikninginn. Hann er ótrúverðugur, ekki vegna þess að atburðirnir séu ómögulegir heidur eingöngu vegna þess að þeir eru ólíklegir. Sá trúnað- ur sem áhorfendur hafa lagt á sög- una þegar þeir samþykkja að með- taka blekkinguna sem felst í leik- verki er brostinn. Þeir voðaatburðir sem marka hvörfin í verkinu eru ekki einn heldur tveir. í báðum tilvik- um eru áhrifin eyðilögð með vand- ræðalegum og ónógum viðbrögðum annarra persóna. Þarna hefði mátt hafa í huga að allt er best í hófi. Tónlistin skipar veglegan sess í verkinu og lögin eru mjög grípandi. Hvert atriði einkennist af lagi í stíl sem hæfir, en allt er innan þess breiða ramma sem íslensk sveita- ballamúsík rúmar. Hæfilega ýktir búningar, raunsönn leiktjöld og mjög fjölbreytt ljós auka enn á stemmn- inguna. Stílfærðir dansarnir bijóta upp röð smárra atriða og eru listi- lega útfærðir. Eins og útsetningar laganna eru persónurnar meðvituð stæling, stæl- ing ýmissa persónugerða sem ganga ljósum logum í þjóðfélagi okkar. Þetta atriði - þessi meðvitaða eft- iröpun - er það sem gefur verkinu gildi. Persónurnar eru í viðjum eigin takmarkana - þær leika hlutverkin sem þeim eru ásköpuð án þess að fá neinu um það ráðið. Þær verða þannig endurómur af sjálfum sér, klisjurnar bergmála í vonlausum pípudraumum þeirra. Þarna tekst höfundinum vel upp og gefur okkur hlutdeild í einstakri sýn sinni á tilver- una. í textanum eru ennfremur fjöl- margar tilvísanir í aðra höfunda og verk sem auka á þá tilfinningu að allt sé endurómur einhvers annars. Leikurinn er góður og jafn. Fremstar í flokki eru Pálína, sem er frábær í alla staði sem Harpa Dís; Margrét Helga sem er stórkost- leg Gógó og Guðlaug sem er drep- fyndin Halla. Sóleyju tekst sérstak- lega vel að túlka umkomuleysi Lollu og Eggert Þorleifsson sýnir hófstillt- an leik í hlutverki Gedda. Ari Matthí- asson hefur sjóarann algjörlega á valdi sínu. Björn Ingi og Jóhanna Jónas léku sér að því að túlka geró- lík hlutverk. Rósa Guðný og Ellert náðu að vera hvort öðru miskunnar- lausara og sjúkara sem Sköbó og Ólöf. Jóhann G. og Soffía náðu að gæða persónur sínar lífi þó að þeim væri nokkuð þröngur stakkur skor- inn. Valgeir Skagfjörð náði gamia skallapopparanum óhugnanlega vel. Minna mæddi á öðrum hljómsveitar- meðlimum í leik. Selma Björnsdóttir, sem brilleraði í söng og dansi, túlk- aði varfærnislega Maríu sem þrátt fyrir ungan aldur virðist hafa glatað draumum sínum. Leikstjóranum hefur tekist að haga verkskiptingu þannig að allir fá að sýna sínar bestu hliðar. Það er ótrúlegt hvað flókin sýningin smellur vel saman. Verkið er virki- lega fyndið, leikhópurinn leggur sig allan fram og tónlistin gælir við hlustir og hjarta. Eins og sagt er í verkinu: „Einhver verður að gefa fólkinu það sem fólkið vill.“ Hér gerir Leikfélag Reykjavíkur einmitt það og af glæsibrag. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.