Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 9 FRÉTTIR Danskennarar vilja að dans verði skyldugrein í grunnskólanum Eflir þroska og eðlileg samskipti DANSKENNARAR vinna að því að dans verði gerður að skyldu- námsgrein í grunnskólum landsins og hafa þeir m.a. skilað inn álits- grein í tengslum við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla, sem væntanleg er næsta haust. Þar benda þeir m.a'. á hver markmið danskennslu eigi að vera og færa rök fyrir nauðsyn danskennslu fyr- ir þroska og nám barna. Hjá grunnskólum Reykjavíkur hefur frá árinu 1994 verið boðið upp á danskennslu fyrir öll níu ára börn, þ.e. fjórða bekk. Um er að ræða tíu stunda námskeið, sem fellt er inn í bekkjarkennsluna. Að sögn Matthildar Guðmundsdóttur, kennsluráðgjafa hjá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur, er fullur vilji þar á bæ til að auka þessa kennslu, þannig að fleiri fái að njóta hennar. Bætir andrúmsloftið í bekkjunum að dansa saman „Þetta er góð kennsla sem ber árangur og það hefur sýnt sig að andrúmsloftið verður betra í bekkj- unum þegar börnin vinna svona náið saman eins og þau gera í dansinum. Samvinna kynjanna verður miklu nánari og betri í dans- inum og samskiptin eðlilegri," seg- ir Matthildur og bætir við að dans- kennsla þyrfti helst að koma inn strax í sex ára bekk. Hún kveðst vilja sjá danskennslu sem jafneðli- legan þátt í kennslu grunnskóla- barna og t.d. íþrótta- og tón- menntakennslu. Danskennsla hefur verið tekin upp í grunnskólum víðar en í höfuðborginni. Á Akureyri var fyr- ir nokkru farið að kenna níu ára börnum dans og að sögn Heiðars Ástvaldssonar danskennara líkaði það svo vel að bæjarstjórn Akur- eyrar gerði langtímaáætlun um danskennsluna og samkvæmt henni verða öll sjö, níu og tólf ára börn þar í bæ í skyldudansi í vet- ur. Þá segist Heiðar vita til þess að öll börn í Sandgerði hafi notið danskennslu á síðasta ári og hon- um er kunnugt um að öll níu ára börn í Mosfellsbæ, _ Grindavík, á Siglufirði, Húsavík, ísafirði og víð- ar hafi verið í skyldudansi. Heilbrigð skemmtun Heiðar telur það eðlilegt og æskilegt að Reykjavíkurborg hafi danskennara í föstu starfi og fór hann ásamt Matthildi á fund fræðslustjóra Reykjavíkur í vor, með þá hugmynd að ráðinn yrði fastur kennari til að sinna dans- kennslu í grunnskólum borgarinn- SAMVINNA kynjanna verður nánari og betri í dansinum og öll samskipti eðlilegri. ar í allan vetur. Sá kennari myndi síðan fara í skólana til skiptis. Fjár- munir til þess voru ekki inni á fjár- hagsáætlun fyrir þetta ár en að sögn Matthildar hefst kennslan eftir áramót og verður á tímabilinu febrúar til apríl eins og áður. í álitsgrein danskennara segir m.a. að markmið danskennslu eigi að vera að efla hreyfiþroska með aðstoð fjölbreytilegrar tónlistar, efla félagsþroska í gegnum sam- vinnu og snertingu, stuðla að ftjálsari framkomu í umgengni við annað fólk og gera nemendur færa um að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Þá er vakin athygli á því að danskennsla styrki ýmsar aðrar námsgreinar, svo sem stærðfræði, tónmennt, íþróttir og samfélags- greinar. Sameining sex spítala í Reykjavík og nágrenni Áætlanir um kostnað ekki fyrirliggjandi EKKI er á þessu stigi hægt að segja hver kostnaður yrði af fram- kvæmd sameiningar á starfsemi --sex sjúkrahúsa í Reykjavík og ná- grenni í einn stóran háskólaspítala sem framtíðarsýn gerir ráð fyrir. Var hún unnin fyrir heilbrigðis- ráðuneytið, íjármálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Svanbjörn Thoroddsen hjá VSÓ ráðgjöf, einn þeirra sem unnið hef- ur að samantekt skipulagshug- myndanna, segir að þegar séð verði hver verður nánat'i útfærsla á framtíðarsýninni sé næsta skref að reikna út áætlaðan kostnað. Ekki hafi verið ætlunin að leggja fram slíkar áætlanir nú heldur í framhaldinu. Hann vildi ekki tjá sig um gagnrýnisraddir sem fram hafa komið urn að ekki hefði verið tekið á faglegri hlið sameiningar- hugmyndarinnar. A mánudaginn kemur er fyrir- Borgarleikhús • • Oryggis- vörður opnaði loka ÁSTÆÐA þess að úðarar í lofti Borgarleikhússins fóru í gang aðfaranótt þriðjudagsins var sú, að öryggisvörður opn- aði vatnsloka af misgáningi. Vatnslokinn veitti kælivatni á öryggistjald sem aðskilur stóra svið leikhússins og áhorf- endasal. í fréttatilkynningu frá Tómasi Zoéga, framkvæmda- stjóra Leikfélags Reykjavíkur, þar sem þetta kemur fram seg- ir einnig að varanlegar skemmdir hafi engar orðið, hvorki á mannvirki né munum. hugaður kynningarfundur um framtíðarsýnina á Eirbergi fyrir starfsfólk Landspítala og á fimmtu- dag verður hún kynnt í stjórnar- nefnd ríkisspítalanna. Munu ráð- gjafar frá VSÓ ráðgjöf vera á þess- um fundum. Á þriðjudag verður opinn kynningarfundur fyrir starfs- fólk Sjúkrahúss Reykjavíkur um sama mál. Útsala Enn meiri verðlækkun Opið laugardag kl. 10-16 \(#HI/I5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Prútt Prútt Prútt Við rýmum fyrir nýjum vörum og þií getur prúttað að vild! £>is&a t’ískuhús Mánudag frá M. 9-19 Hverfísgötu 52, sími 562 5110 Opið ídag frá M. 10-16 Ný peysusending frá Franco Ziche Man kvenfataverslun Hverfisgötu 108, á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar, sími 551-2509 Nýjar haustvörur tískuskemman Bankastræti 14 Ólafur Páll Jónsson Hef opnað tannlæknastofu í Faxafeni 5,2. hæð. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 8.30-16.30 í síma 588 1522. Hlutastarf í kvenfataverslun í boði 2—3 eftirmiðdaga í viku og alla laugardaga. Umsækjendur þurfa að vera snyrtilegir, kurteisir, hörkuduglegir, hafa fágaðan smekk og búa yfir óvenju mikilli þjónustulund. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 5. september merkt: ,y\. — 1926“. Dragtir með pilsum og buxum hjHQýSafithiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið mán.-fös. frá kl. 10.00-18.30, laugardaga frá kl. 10.00-15.00. Velkomin á kynningar í Jógastöðinni Heimsljósi í dag laugardaginn 30. ágúst. Næring fyrir líkama, hug og anda Kynning á Kripalujóga ki. 13.30. ■ Kynning á Ölduvinnu Wave Work“ kl. 15.00. ■ Kynning á Qi Gong/Tai Ji kl. 16.00. Allir hjartanlega vclkoninir. Upplvsingar í sínia 588 4200 kl. 13.00-19.00. Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15,2.h., 108 Reykjavík Itfiistoðiu Hcimsljðs cr múöurstöð Kripalujóga á hlandi. Allir jógakcnnarar okkar mi mcð kaimntrétíhndi frá Kripahmiiöstöðlniii í Massachusetts, USA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.