Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 11 FRETTIR Lj ósmy ndasafn Reykjavíkur, Nýráðinn forstöðu- maður af- salaði sér stöðunni MEIRIHLUTI Menningarmála- nefndar Reykjavíkur hefur samþykkt að mæla með því við borgarráð að Sigurjón Baldur Hafsteinsson verði ráðinn for- stöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Borgarráð hafði samþykkt að ráða Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur í stöðuna fyrr í sumar. Með bréfi til borg- arstjóra hefur hún hins vegar afsalað sér stöðunni. Guðný Gerður segist í bréfinu hafa ákveðið að þiggja frekar stöðu safnstjóra við Þjóðminjasafnið. Viðræðunefnd á vegum Menningarmálanefndar lagði á sínum tíma til að Guðný Gerður fengi stöðuna en taldi hana og Sigurjón Baldur jafnhæf. Helgi Pétursson, fulltrúi meirihlutans í nefndinni, lagði hins vegar fram tillögu um ráðningu Ein- ars Erlendssonar. Með atkvæð- um hans og fulltrúa minnihlut- ans var tillagan samþykkt og tekin fyrir á fundi borgarráðs fyrr í sumar. Borgarráð tók ákvörðun um að ráða fremur Guðnýju Gerði. Með bréfi til borgarstjóra þakkar Guðný Gerður traust borgarráðs. Um leið segist hún ekki sjá sér fært að þiggja starfið. Ástæðan sé sú að henni hafi verið boðin staða safn- stjóra við Þjóðminjasafn ís- lands. Sex sóttu um á Þjóðminjasafni Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, segir að sex hafi sótt um nýja stöðuna, Árni Björns- son, Guðný Gerður Gunnars- dóttir, Helgi Sigurðsson, Katrín Gunnarsdóttir, Kristín H. Sig- urðardóttir og Þóra Kristjáns- dóttir. Árni Björnsson, þjóð- háttafræðingur, hefur starfað á Þjóðminjasafninu frá 1968. Hann hefur lengi stýrt þjóð- háttadeildinni og hefur umsjón með ýmsum ritverkum á vegum safnsins. Þór sagði að ráðning Guðnýj- ar Gerðar væri á engan hátt vantraust á Árna eða hans starf. „Ég hugsaði ráðninguna út frá því hver hentaði best í starfið. Starfið er yfirgripsmik- ið, mjög alhliða, og mér sýndist hún hafa þá reynslu og grund- vallarþekkingu sem starfið út- heimti." Guðný Gerður tekur við stöð- unni 15. október nk. Afgreitt á þriðjudag Meirihluti Menningarmála- nefndar samþykkti að mæla með Sigurjóni Baldri Haf- steinssyni í starf forstöðu- manns Ljósmyndasafns Reykjavíkur á fundi sínum 27. ágúst. Borgarráð tekur erindið fyrir á þriðjudag. Nefndar- meirihlutinn var öðruvísi skip- aður nú en í júní, og sat Helgi Pétursson ekki fundinn. Sigurjón Baldur lauk BA- gráðu með mannfræði að að- alfagi frá Háskóla íslands 1991 og stundaði síðan nám við er- lenda háskóla. Hann hefur ver- ið sérfræðingur á myndadeild Þjóðminjasafnsins og við Sið- fræðistofnun Háskólana, stundakennari við Háskólann og Helsinki háskóla. Eftir Sig- urjón liggur töluvert ritað efni um ljósmyndir og kvikmyndir. Urskurður samkeppnisráðs um styrki sveitarfélaga til kaupa á greiðslumarki Getur torveldað nauðsynlega hagræðingu í búvöruframleiðslu SAMKEPPNISRAÐ telur að styrk- veitingar sveitarfélaga til kaupa á greiðslumarki geti torveldað nauð- synlega hagræðingu í búvörufram- leiðslu og unnið þar með gegn hag- kvæmri nýtingu á framleiðsluþáttum þjóðfélagsins. Jafnframt telur sam- keppnisráð ljóst að með því að styrkja bændur innan ákveðins sveit- arfélags til kaupa á greiðslumarki hafi það samkeppnishamlandi áhrif á markaðinn fyrir kaup og sölu á greiðslumarki. Sá markaður sé eðli málsins samkvæmt ekki bundinn við staðarmörk sveitarfélaga. Þetta kemur fram í úrskurði sam- keppnisráðs sem kveðinn var upp nýlega, en Samkeppnisstofnun barst í fyrrasumar erindi frá bónda í Torfalækjarhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu sem fór þess á leit að stofnunin kannaði hvort það kunni að brjóta í bága við samkeppnislög að sveitarfélög niðurgreiði kvóta- kaup einstakra bænda. Fram kom í erindinu að sveitar- stjórn Svínavatnshrepps í A-Húna- vatnssýslu hefði styrkt greiðslu- markskaup einstakra bænda innan hreppsins í verulegum mæli með beinum fjárframlögum, en þó einung- is þá bændur-sem ættu sauðfé fyrir. Taldi viðkomandi bóndi að niður- greiðslur sveitarstjórnar skekktu samkeppnisstöðu þeirra bænda sem ekki hefðu aðgáng að slíkri fyrirgre- iðslu, og jafnframt héldu styrkveit- ingarnar uppi háu verði á greiðslu- marki og leiddu til hækkunar á jarð- arverði sem væri í engu samræmi við horfur í búvöruframleiðslu og búvörusölu. Allt þetta bitnaði að lok- um á neytendum í háu verði á búvör- um og kaupendum á jörðum og jarðahlutum. Varðar á engan hátt við lög Kvörtunin var m.a. send til um- sagnar landbúnaðarráðuneytisins sem sagði hugsanlega þátttöku sveitarfélaga í viðskiptum bænda með greiðslumark á engan hátt varða við lög eða stjórnvaldsfyrir- mæli sem heyrðu undir ráðupeytið. í umsögn Bændasamtaka íslands kemur fram að ljóst sé að styrkur sveitarfélaga og fleiri aðila til kaupa á greiðslumarki hafi átt sér stað í nokkrum mæli, og að mati samtak- anna sé ljóst að slík inngrip hafi haft áhrif til hækkunar á verði greiðslumarks í viðskiptum og hafi jafnframt haft áhrif á möguleika manna til kaupa á greiðslumarki. Framhaldsskólarnir eru aðhefja starfsemi sína á ný eftir sumarfrí „MÉR sýnist menn nokkuð hressir enda alltaf tilbreyting í því að byrja að hausti," sagði Bogi. Morgunblaðið/Arnaldur VINIR bera gjarnan saman bækur sínar í skólabyrjun. Kennsla hafín í nokkrum framhaldsskólum SUMIR bíða ekki boðanna og hefja lesturinn strax á fyrsta degi. NOKKRIR framhaldsskólar hefja kennslu óvenju snemma í ár samkvæmt heimild í kjara- samningi ríkis og Hins íslenska kennarafélags og Kennara- sambands íslands fyrir fram- haldsskóla frá því í júní í sum- ar. Einn framhaldsskólanna er Fjölbrautaskólinn við Ármúla og hófst kennsla þar miðvik- daginn 27. ágúst. Bogi Ingimarsson, aðstoðar- skólameistari, sagði að breyt- ingin ætti hvorki að hafa kom- ið kennurum né nemendum á óvart. Skólayf irvöld hefðu í samráði við kennara snemma í vor ákveðið að nýta heimild um að flýta skólaárinu ef heim- ildin yrði veitt í samningum. Nemendum hefði verið gerð grein fyrir ákvörðuninni skrif- lega. Hins vegar hef ðu nemendur ekki vitað uppá dag hvenær skólinn myndi hefjast þegar þeir réðu sig í vinnu í vor. Nokkrir nemendur hefðu hringt og látið vita að þeir gætu ekki komið í skólann fyrr en eftir helgi. Að sjálfsögðu yrði tekið tillit til þess. Alls eru um 850 nemendur í skólanum og er um töluverða fjölgun að ræða frá fyrra ári. Flestir byrja í næstu viku Kennsla er ekki aðeins hafin í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla því hafin er kennsla í Menntaskólanum við Sund og Borgarholtsskóla. Flestir aðrir framhaldsskólar hefja kennslu eftir helgina. Grunnskólanem- endur byrja í skólanum í næstu viku. 5521150-5521370 LARUS t>. MMARSSON, FRAIWÆMDASTJÖRI JÓHANN ÞDRÐARSOW, HRl. LQGGILTOR FASl DGNASALl. Nýkomnar á söluskrá meðal annarra eigna: Eins og ný — gjafverð Sólrík 3ja herb. íbúð, ekki stór en vel skipulögð á 2. hæð við Jörfa- bakka. Parket Verðlaunablokk. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Séríbúð — þríbýli — Tómasarhagi Vistleg og björt 3ja herb. mjög stór íbúð 95,1 fm nettó í kjallara. Sér- inngangur. Sérhiti. Stór skáli með nýjum gólfefnum. Trjágarður. Vin- sæll staður. Tilboð óskast. Skammt frá Kennaraháskólanum Góð suðuríbúð 2ja herb. á 2. hæð um 50 fm við Bólstaðahlíð. Gott bað. Solsvalir. Vinsæll staður. Tilboð óskast. „Stúdíó"-íbúð skammt frá Hlemmi Ný viðarklædd 3ja herb. íbúð á jarðhæð 86,4 fm. Parket. Inngangur og hiti sér. Nánar á skrifst. Fyrir smið eða laghentan Við Austurgerði í Reykjavík stórt steinhús, hæð og kj. með innb. bílsk. samtals 360 fm. Margskonar nýtingarmöguleikar. Ræktuð lóð 914 fm — trjágarður. Skipti möguleg. Fjársterkir kaupendur óska eftir: Þjónustuíbúð 2ja—3ja herb. í borginni. Einbýlishúsi eða raðhúsi, helst í vesturborginni eða á Nesinu. Rúmgóðu verslunarhúsnæði í miðborginni eða nágrenni. Má þarfnast endurbóta eða endurbyggina. Opið í dag kl. 10-14. Opið: Mánud.-föstud. kl. 10-12 og kl. 14.-18. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.