Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 29 Deyja 300 íslending- ar af völdum m&m súkkulaðis árlega? VARLA! Eða eru rauðar pylsur svo hættulegar að það þykir ástæða til að banna þær? Var blár opal risavaxið heil- bri'gðisvandamál? Þessar og margar aðrar líkar spurningar hafa vaknað hjá undir- rituðum undanfarin ár. Hvers vegna? Jú, það þykir sjálfsagt að banna neysluvörur sem eru skaðlegar heilsu manna. Svo það valdi engum misskilningi þá er ég sammála því að banna vörur sem vís- Þórarinn Guðjónsson indalega hefur verið sannað að valdi tjóni á heilsu fólks. Það sem ég er mjög ósáttur við, er að á sama tíma og ofangreindar vörur ásamt mörg- um öðrum eru bannaðar eru reyk- ingar leyfðar. Reykingar eru eins og allir vita orðið í dag, sá mesti heilsuspillir sem fyrir finnst á íslenskum neyslu- markaði og því finnst mér engin rök í því að banna vörur sem ég að ofan hef nefnt og ganga fram hjá reykingum sem bæði beint og óbeint drepa fólk. Sígarettureykur inniheldur í kringum 4.000 lífræn og ólífræn efnasambönd og þar af eru 43 sem sýnt hefur verið fram á að geti verið krabbameinsvaldandi og holl- ustu hinna 3.957 dreg ég stórlega í efa. Ekki veit ég um neinn sem hefur látist af m&m eitrun, fengið pylsukrabba eða veikst alvarlega af völdum blás opals. Ég hef hins vegar persónulega þekkt fólk sem látist hefur af völdum reykinga, og sem meira er, langflestir þeirra sem lesa þessa grein þekkja einn eða fleiri sem þurft hafa með einum eða öðrum sjúkdómi að lúta í lægra haldi fyrir tóbaki. Reykingar eru örsök allt að 90% af lungnakrabbameinum. Krabba- mein í munni, vélinda, brisi, nýrum, þvagblöðru og leghálsi eiga það sameiginlegt að reykingar eru tald- ar spila þar einn stærstan þátt. Reykingar auka stórlega hættuna á hjartasjúkdómum, og slagtilfell- um. Tölfræðilega hefur verið sýnt fram á tengsl reykinga á meðgöngu við fósturlát, andvana fæðingu og vöggudauða. Breska vísindatímarit- ið „British Journal of Caneer" hefur birt niðurstöður sem sýna fram á, að 15% af krabbameinum hjá börnum geti verið tengd reykingum feðra. Reykingar eru taldar geta valdið krabbameins-tengdum stökkbreytingum í erfðamengi sæð- isfruma sem seinna geti gert afkvæmin móttækilegri fyrir krabbameinsmyndun. Þetta allt saman er að sjálfsögðu ekkert í samanburði við skað- semi m&m súkkulaðis, eða er það? Það er talið að 30-40 íslending- ar deyi af völdum óbeinna (óftjálsra) reykinga á ári hveiju. Ég er þess fullviss að enginn hefur látist af óbeinu m&m áti. Sam- kvæmt skýrslu sem gefin hefur Reykingar drepa fólk beint og óbeint, segir Þórarinn Guðjónsson, og staðhæfir, að síga- rettur séu langmestur heilsuspillir á íslenzkum neyzlumarkaði. verið út í Bandaríkjunum deyja fleiri af völdum reykinga-tengdra sjúk- dóma á ári hveiju en deyja af eyðni, áfengisdrykkju, eiturlyijum, í bíl- slysum, eldsvoðum, morðum og sjálfsmorðum ti! samans. Þetta líka er að sjálfsögðu ekkert í saman- burði við þann fjölda fórnarlamba, sem hafa orðið fyrir barðinu á m&m súkkulaðinu. Annað sem mér hefur fundist fáránlegt er að á sama tíma og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) selur áfengi eingöngu í séi-verslunum sínum og til veitinga- húsa (gott og gilt) dreifir það tób- aki til allra verslana og þykir það sjálfsagt. Þetta er í hróplegu ósam- ræmi við stefnu stjórnvalda í fyrir- byggjandi aðgerðum. Þó ég ætli ekki að mæla áfenginu bót þá veit ég um mun fleiri sem hafa ánetjast reykingum en áfengi og því ætti að vera enn brýnna að íjarlægja tóbakið úr búðum. Nú vaknar ör- ugglega sú spurning! Hvaða vánda leysir það að flarlægja tóbak úr verslunum? Kannski engan, en hvers vegna að gera reykingafólki og unglingum auðveldara fyrir með því að selja tóbakið í verslunum. Það er merkilegt að hugsa út í að stór hluti þeirra sem reykja hafa ánetjast tóbaki fyrir 18 ára aldur. Það stendur skýrt í tóbaksvarnalög- um að tóbak megi hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Sjálfur hef ég unnið í félags- miðstöð og horft á hversu aðgengi unglinga að sígarettum er auðvelt. Þegar maður fer að rabba við ungl- ingana í sambandi við reykingar heyrir maður oft viðkvæðið „ég dey hvort sem er einhvern tírnann." Þetta er kannski eðlilegur hugsana- háttur hjá ungu fólki, sem ekki hefur kynnst sjúkdómum af völdum reykinga og afleiðingum þeirra. Ég er sannfærður um að fólk sem feng- ið hefur lungnakrabbamein eða aðra lífshættulega sjúkdóma af völdum reykinga, vildi gjarnan fá tækifæri til að spóla til baka og lifa reyklausu lífi. Ég tæki því hattinn ofan fyrir þeim kaupmanni sem tæki frumkvæðið og hætti að selja tóbak í verslun sinni. Það kæmi mér heldur ekki óvart, að sú ákvörð- un hefði jákvætt frekar en nei- kvætt auglýsingagildi fyrir viðkom- andi kaupmann. Þróunin er í þá átt (og verður ekki stöðvuð) að réttur reykinga- fólks verður skertur meir og meir og er ég þess fullviss að reykingar verða bannaðar víða þegar fram í sækir. Hvort það verður eftir 10, 20, eða 30 ár hef ég enga hugmynd um, en eitt er víst að það gerist. Það væri því ekki leiðinlegt ef ís- lendingar yrðu frumkvöðlar í út- rýmingu reykinga. Ég er sammála (þó mín reynsla sé engin) að tóbak sé vanabindandi og að erfitt sé að banna það á ein- um degi. Byijum á að Ijarlægja tóbakið úr búðum og seljum það i ÁTVR. Næsta skref gæti orðið að fjarlægja tóbakið úr ÁTVR (sem myndi þá vonandi breytast i ÁVR) og selja það gegn iTamvísun lyfseð- ils í apótekum. Ég ætla ekki að hafa þetta fjas mikið lengra en enda á .því í lokin að biðja ykkur sem ekki reykið að vera góð við reykingafólkið því það á svo stutt eftir. Heimildir American Cancer Society http://www.canc- er.org/frames.html Oncolink http://www.oncolink.upenn.edu/causepre- vent/smoking/ British Journal of Cancer. (Janúar 1997) Höfundur er frumulíffræðingur og stundar framhaldsnám í krabbameinsrannsóknum við læknadeild Kaupmannahafnarháskóla. S var til Margrétar Sigurðardóttur ÞAÐ virðist vera sem sumir hafi ekki fengið nóg af niðurlægingu R-listans. Það sannast á orðum Margrétar Sigurðardóttur í Morg- unblaðinu. Hún segir að það sé betur hlustað á borgarana af þeim sem ráða borginni í dag. Spyija má: Var hlustað á þá sem mót- mæltu leikskólabygg- ingu í Teigunum? Var hlustað á þá sem mót- mæltu byggingu leik- skóla við Hæðargarð? Var hlustað á þá sem mótmæltu menguninni við Miklubraut? Hefur verið hlustað á Mið- borgarsamtökin varð- andi lokun Hafnar- strætis til austurs? Var hlustað á listamennina sem kastað var út úr Hafnarhúsinu? Var hlustað á þá sem mótmæltu háhýsunum við Kirkjusand? Var hlustað á það fólk sem mótmælti aðalskipulaginu? Var hlustað á kröfur sjúkraliða (kvenna- vinnukraftinn) sem gagnrýna R- listann harðlega? Var hlustað á starfsstúlkurnar sem ræsta skólana og kúga á til að ganga úr sínu eig- in stéttarfélagi? Og þannig mætti lengi spyija. Ekki vil ég vega að eldri borgur- um. Þeir, sem lesið hafa greinar mínar, vita, að ég skil aðstöðu þeirra. Það er þjóðarskömm ef eldri borgarar fá ekki að njóta efri ára sinna með reisn. Eldri borgarar og öryrkjar eiga ekki að mínu mati að greiða skatta. Þeir hafa þegar greitt skatta af öllu sínu aflafé. Það getur á hinn bóginn verið að leiðrétta þurfi hlut þeirra í áföngum. En það er bjargföst skoðun mín að öryrkjar og aldraðir eigi ekki að greiða fyrir afnot af síma eða útvarpi og að þeir eigi að fá lyf á sérkjörum. Sennilega verður ekki komist hjá því að þeir greiði fasteignagjöld. Sumir eldri borgarar eiga stórar en skuldlitlar eignir - en það verður að tekjutengja þær greiðslur sem heimtar eru af þessum eignum. Og það tekjumark þarf að vera rúmt. Sumir eldri borgarar hafa ekki tekj- ur til að standa undir stórum eign- um. Það þarf að hjálpa þeim til að halda eign- um sínum, eða losna við þær, kjósi þeir þann kost. Annaðhvort með skattaívilnunum eða á annan hátt. En þetta fólk á að hafa örorku- og ellilífeyri óskertan til framfærslu sinnar. Það á að gera eldri borgurum kleift að búa í eigin húsnæði meðan þeir hafa heilsu og vilja til. Gegn því vinna á hinn bóginn dráps- klyfjar R-listans, s.s. 30% skolpræsagjald og hækkanir á verði hita, raforku og neyzluvatns. Það verður sanngjarnt fólk að við- urkenna. Og þegar Margrét talar R-listinn hefur hækkað nær öll þjónustugjöld borgarinnar, segir Karl Ormsson, svo sem hitaveitu, neysluvatn, rafmagn, aðgang að sundlaugum, far með strætisvögnum, barna- heimilisgjöld o.s.frv. um gæluverkefni fyrri stjórnenda borgarinnar má hún huga að gervi- gosbrunni R-listans, upp á tugi milljóna króna, sem á að koma í Öskjuhlíð. En mergurinn málsins er að við, sem yngri erum, eigum að gera öldruðum lífið eins bærilegt og kostur er. Höfundur er deildarfulltrúi. Karl Ormsson 4 BrÚðhjÓtl Allur borðbúnaður - Glæsileg gjafavara Brúðarhjdna lislar \4, VERSLUNIN Lnttgnvegi 52, s. 562 4244. 2000 Chrysler Stratus 2.5 LE Frá 2.420.000 kr. Tveir bílar á einu númeri! Sjálfskipting er þægileg við flestar aðstæður. Stundum getur þó beinskipting hentað betur — í mikilli hálku, bröttum brekkum eða þegar aukinnar snerpu er krafist. Chrysler Stratus sameinar þægindi og snerpu því sjálfskiptingunni má breyta í beinskiptingu með því einu að þrýsta á hnapp og án þess að stöðva bílinn. Því má segja að í Stratus sameinist tveir bílar í einum! Fyrir utan ríkulegan staðalbúnað fylgja nú einkanúmer að eigin vali með öllum nýjum amerískum bílum frá Jöfri. Þú merkir bílinn eftir eigin höíði, við greiðum kostnaðinn. Er ekki tími til kominn að fá sér 1KABIL í CRFLOKKI? Nýbýlavcgi 2 • sími 554 2600 Umboðsmenn um land allt: Akranes, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn, Selfoss, Reykjanesbær. Opið laugardaga frá 12-16 GSP/GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.