Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 30

Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 30
30 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÓGNIR EITURSINS IFYRRA komu 179 unglingar til meðferðar á Vog vegna fíkniefnaneyzlu og hafa ekki verið fleiri í annan tíma. Stór hluti þessa hóps notar ólögleg vímuefni. Sterkar líkur standa til þess að fjölmargir auðgunar- og ofbeldisglæpir tengist eiturlyfjaneyzlu og viðskipti með fíkniefni virðast einnig skipulagðari en áður. Reynsla umheimsins sýnir að skipulagður fíkniefnamarkaður leiðir til skipulagðrar glæpastarfsemi á mörgum öðrum sviðum. Eiturlyf eru eitt mesta samfélagsmein vestrænna ríkja. Orð Robin Cooks, utanríkisráðherra Breta, sem hann við- hafði í Kuala Lumpur, höfuðborg Malísíu, á dögunum, koma því engum á óvart. Cook sagði að brezku leyniþjónustunni (MI6) hefði verið falið að herða til muna baráttuna gegn eiturlyfjum. „Við ætlum að beina allri okkar orku í þennan farveg,“ sagði ráðherrann, „og gera þetta að forgangsatr- iði.“ Hann sagði það einnig ásetning Breta að fá önnur ríki heims til að snúa bökum saman í baráttunni gegn ógnum eitursins. Því ber að fagna ef ríki heims auka samstarf og herða baráttu á þessum vettvangi. Það er jafnframt ástæða til að hvetja til harðari baráttu gegn eiturlyfjum hér á landi. Það má ekki slæva árvekni okkar að svo virðist sem lítið eitt hafi dregið úr framboði einhverra eiturlyfjategunda hér á fyrri helmingi líðandi árs. íslenzkur fíkniefnamarkað- ur veltir eftir sem áður verulegum fjárhæðum. Á síðustu tíu árum hefur verið lagt hald á eiturlyf fyrir um 350 millj- ónir króna, en erlendis er sú viðmiðun gjarnan notuð að eiturlyf, sem hald er lagt á, séu 10% framboðsins. Fíkniefnin leiða oftlega til ótímabærs dauða neytenda og eyðileggja líf milljóna manna á Vesturlöndum. Til eiturs- ins má og rekja fjölda auðgunar- og ofbeldisglæpa. Skipu- lagður fíkniefnamarkaður leiðir að auki sem fyrr segir til skipulagðrar glæpastarfsemi á fjölmörgum öðrum sviðum. Það ber þess vegna að fagna því að brezkur ráðherra telur tímabært að gera baráttuna gegn fíkniefnum að forgangs- verkefni. Það þarf einnig að gera hér. Ekki er nóg að viður- kenna að fíkniefni séu af hinu illa. Það verður að stórefla samvirkra baráttu og forvarnir. Það er þegnskylda sér- hvers manns að leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu. ÖRYGGIÁ NORÐURSLÓÐUM ÞAÐ er til marks um breytta tíma að haldin skuli ráð- stefna um öryggismái í Norður-Evrópu undir merkjum Norðurlandaráðs. Ekki eru mörg ár síðan samkomulag var um að ræða ekki öryggismál á vettvangi ráðsins sökum þess hve ólíkar áherzlur og hagsmunir Norðurlandanna voru á þessu sviði. Skilin í öryggismálum hafa hins vegar verið að hverfa á undanförnum árum og sjónarmið NATO-ríkjanna í hópi Norðurlandanna íslands, Danmerkur og Noregs eru ekki lengur í beinni andstöðu við áherzlur þeirra ríkja er standa utan NATO, Svíþjóðar og Finnlands. Með aðild sinni að Evrópusambandinu taka Finnar og Svíar nú virkari þátt í sameiginlegri þróun öryggismála í álfunni og heraflar ríkjanna eru jafnvel farnir að samræma sig herafla Atlantshafsbandalagsins á ýmsum sviðum. Enn er þó áherzlumunur í málflutningi ríkjanna og leggja til dæmis íslendingar og Norðmenn mun meiri áherzlu á tengslin yfir Atlantshafið en Svíar og Finnar. Geir H. Haarde alþingismaður vakti hins vegar athygli á því í ræðu er hann flutti á ráðstefnunni að Rússland hefði formlega séð nánari tengsl við NATO en Finnland og Svíþjóð, vegna samstarfssamningsins sem Rússar hafa gert við bandalagið. Taldi Geir þetta koma einkennilega fyrir sjónir og bætti við: „Aðild myndi auðvelda Svíþjóð og Finnlandi að taka þátt í ákvarðanatöku og taka víðtæk- ari ábyrgð á öryggi hér í norðri. Annað mikilvægt atriði er að gangi Svíþjóð og Finnland í NATO verður auðveldara að verja landamæri Eystrasaltsríkjanna." Þrátt fyrir að umræður séu nú hafnar um hugsanlega NATO-aðild í báðum þessum ríkjum, umræður sem óhugs- andi var að hefðu getað farið fram fyrir nokkrum árum, er vart við því að búast að Svíar og Finnar gangi í NATO á allra næstu árum. Það er hins vegar ekki lengur útilokað og líkt og Geir bendir á myndi það skjóta skökku við ef Eystrasaltsríkin gengju í bandalagið á næstu árum en ekki öll Norðurlöndin. Bjarni Tryggvason lýsir geimferð sinni í í ÞYNGDARLEYSINU. Kanadísk-íslenski geimfarinn, Bjarni Tryggvason. Bjarni Tryggvason geimfari segir að það hafi verið eins og yfirskil- vitleg reynsia að dveljast um borð í Discovery geimskutlunni í rými sem er 2 metrar á breidd og Sólarupprá lag á 45 mír 4 metrar á lengd í 11 daga með 5 öðrum geim- förum. í samtali við Guð- jón Guðmundsson í Lyndon B. Johnson geim- ferðamiðstöðinni í Houst- on sl. fimmtudag lýsti Bjarni reynslu sinni. BJARNI hefur búið sig undir starf sem geimfari í fjöl- mörg ár, fyrst með því að mennta sig í vísindum og síðan með þjálfun fyrir sjálfa geim- ferðina sem stóð yfir í 8 mánuði. „Það var líkast því að við værum enn einu sinni að ræða ferlið þann 7. ágúst. Nokkrum vikum fyrr höfðum við einmitt rætt geimskot af skot- palli. Það sem var frábrugðið í þetta sinn var það að stjórnstöðin ræsti hreyfla flaugarinnar. Þegar það gerð- ist var eins og risi vaknaði til lífsins. Hálfri mínútu áður en flauginni var skotið á loft tóku tölvurnar í stjórn- stöðinni hér í Houston Space Center við sér. Þegar aðalvélarríar voru ræstar nötraði flaugin og tilfinningin var eins og að fá þungt högg í bakið. Þrýstingurinn var stöðugur í 2 mínútur og 10 sek. Gnýrinn var mik- ill en þó ekki jafnyfirgengilegur og ég hafði búist við. Síðan féllu eld- flaugarnar frá geimflauginni og þá dró úr þrýstingnum. Þótt þrýstingur- inn væri ennþá mikill var eins og maður flyti í loftinu miðað við þung- ann fyrstu 2 mínúturnar. Þrýstingur- inn jókst svo aftur og ég varð að einbeita mér að því að draga and- ann. Um 2 mín. síðar stöðvuðust vélarnar skyndilega og það var eins og maður þeyttist fram á við í þögninni, reyrður nið- ur í sætisólarnar, þá vorum við komnir út í geiminn. Allt gerðist þetta svo óskaplega hratt. Frá jörðu upp í geiminn á 8 og hálfri mínútu og mesti hraðinn BJARNI Tryggvason um borð í Discovery. í augnhæð, við kanadíska 1 til hægri er tekin úr stjórnklefa geimferjunnar, Kanadatók mig að séren ræturnar eru á Íslandí var 25.000 km á klst. Ég fann ekk- ert fyrir hraðanum, aðeins stöðugan þrýstinginn í bakið. Við hlustuðum allan tímann á fjar- skiptin frá jörðu. Á nokkrum sekúnd- um fórum við í gegnum hljóðmúrinn, á innan við 1 mín. vorum við 15.000 fetum ofar jörðu 80.000 fetum, 100.000, síðan 64 km, 80 km, 96 km, og tölurnar þeyttust áfram á mælunum eins og við,“ sagði Bjarni og hló við endurminningunni. Aldrei kvíðinn Bjarni eftir að segir að fyrstu 2 hann hafi beðið mínúturnar liðu. Færi eitthvað úrskeiðis þann tíma hefði ekkert verið við því að gera. Þegar eldflaugarnar féllu frá geim- flauginni hefðu geimfararnir getað tekið yfir stjórnina og flogið henni til lendingar. „Ef þú spyrð mig hvort ég hafi verið kvíðinn verð ég að neita því, aldrei nokkurn tímann. Sjáðu til, ég tók þátt í gífurlegum undirbún- ingi og þjálfun sem miðaði að þvi að ég gerði allt eins vel sem i mínu valdi stóð og sama á við um alla aðra sem að geimskotinu stóðu. Ég var þjálfaður í því að bregðast við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.