Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 43 AÐALHEIÐUR GUÐRÚN ANDREASEN + Aðalheiður Guðrún Guðna- dóttir Andreasen fæddist í Kotmúla 9. mars 1914. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Ljós- heimum, Selfossi, 22. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðni Guð- mundsson, f. á Litlu-Hildisey í A- Landeyjahr. 9. ág- úst 1883, d. 29. apríl 1949, og Steinunn Halldórsdóttir, f. á Kotmúla í Fljótshlíð 18. maí 1884, d. 28. nóv. 1966. Systkini hennar eru: Guðmundur, f. 4. okt. 1909, býr á Hvolsvelli. Sveinn, f. 17. nóv. 1911, býr á Hvolsvelli. Margrét Sigríður, f. 25. júní 1916, býr á Sel- fossi. Skúli, f. 25. feb. 1920, býr á Selfossi, Dóra Ragnheið- ur, f. 28. júní 1924, býr í Reykjavík, og Arnþór, f. 13. feb. 1928, býr á Selfossi. Fyrri maður Aðalheiðar var Hildiþór Loftsson, f. 17. ágúst 1905, d. 3. júl. 1995. Þau slitu samvistum. Börn Aðalheiðar af fyrra hjónabandi eru: Fjóla Steindóra, f. 23. ágúst 1932, húsmóðir á Selfossi, maki: Sig- urður Kristinn Sighvatsson, f. 13. júlí 1926. Þau eiga 4 börn, 5 barnabörn og 2 barnabarna- börn. Anna Guðný, f. 20. jan. 1934, verslunarmaður _ í Reykjavík, maki: Sigurjón Osk- ar Sigurðsson, f. 8. maí 1927. Þau eiga 5 börn og 5 barna- börn. Aðalheiður giftist 16. feb. 1946 Helga Malling Andreasen, f. 1. jan. 1912, d. 31. des. 1977. Börn Aðalheiðar og Mallings upp hjá Kotmúla eru: Guðni Ckr. Bögebjerg, f. 18. mars 1950, bakara- meistari á Selfossi, maki: Björg Osk- arsdóttir, f. 3. júní 1950. Þau eiga 3 börn og 2 barna- börn. Steinunn Ásta, f. 10. sept. 1953, verslunar- stjóri á Selfossi, maki: Grétar Arn- þórsson, f. 2. apríl 1956 og eiga þau 3 syni. Aðalheiður ólst foreldrum sínum í Fljótshlíð í stórum systkinahópi. Á Akranesi bjó hún um tíma en eftir sambúð- arslit flutti hún aftur í for- eldrahús með dætur sínar. Að Selfossi fluttist hún 1945, og bjó fyrst á Fossmúla. Eftir að Aðalheiður og Malling giftu sig bjuggu þau í Bræðraborg á Selfossi en fluttu svo að Sunnu- vegi 14 í nýtt hús sem þau byggðu sér. Aðalheiður vann við ýmis störf ásamt heimilis- störfum á sínu heimili, þ. á m. í Selfossbíói og á sjúkrahúsinu þar sem hún vann við matseld. Þá leigðu þau út herbergi í mörg ár og seldu kost. Eftir að Aðalheiður varð ekkja bjó hún á nokkrum stöðum á Sel- fossi, þ. á m. hjá Ástu dóttur sinni og Grétari. En nú síðustu ár bjó Aðalheiður á Dvalar- heimilinu Sólvöllum á Eyrar- bakka. Aðalheiður átti við van- heilsu að stríða síðustu árin. Aðalheiður verður jarðsung- in frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Selfosskirkju- garði. Mig langar að minnast ömmu minnar með fáeinum orðum. Aðal- heiður amma mín var ein af þessum konum sem búa yfir mikilli reisn. Ævi hennar var ekki alltaf auð- veld, það þurfti hugrekki og kjark fyrir 50 árum til að brjóta ailar brýr að baki sér og byrja nýtt líf, einstæð móðir, með tvær hendur tómar, en þetta gat amma og með góðri hjálp fjölskyldu hennar og eigin dugnaði og krafti fór allt vel. Amma flutti á Selfoss og fljót- lega giftist hún Malling. Þá tóku góðir dagar við í lífi ömmu, Malling var einstakt góðmenni, besti afinn sem við áttum, barnabörnin. Ég man lítið eftir ömmu og Malling í Bræðraborg, þó man ég að alltaf var margt um manninn og vel tekið á móti gestum. Amma var afskaplega myndarleg í verk- um sínum, saumaði fyrir fólk, gerði hnappagöt og fleira. Öll matargerð og kökubakstur lék í höndunum á henni og allt bragðaðist jafn vel hjá ömmu. Minnisstæð eru öll matarboðin og þá sér í lagi á nýársdag heima á Sunnuvegi, margréttaður mat- seðill að dönskum sið. Okkur fannst þetta óskaplega hátíðlegt, barnabörnunum, en amma átti nú alltaf eitthvað annað inni í eldhúsi handa þeim sem ekki vildu puru- steik. I minningunni fannst mér þú, amma, geta allt: saumað, eld- að, bakað, sagt stórkostleg ævin- týri og sungið falleg lög sem við lærðum. Oft var vinnudagurinn langur hjá þér, allir þessir kost- gangarar sem komu við á Sunnu- veginum. Það var alltaf eitthvað um að vera og gaman að koma í heimsókn til þín hvar sem þú varst. En nú er kallið komið og við vitum að þú varst tilbúin amma, búin að velja sálmana og ganga frá öllum þínum málum, eins og alltaf. Ég kveð þig með söknuði, elsku amma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðbjörg. Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 I HOTEL LOFTLEIÐIk S t C E L A N PA 1 «_H O T « t « Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingr. Thorst. þýddi.) Með örfáum orðum langar mig að minnast vinkonu minnar, Aðal- heiðar G. Andreasen. Hún var Rangæingur að ætt og uppruna, ólst upp í Fljótshlíðinni fögru í stór- um systkinahóp. Þegar ég kynntist henni fyrir 23 árum bjó hún á Sunnuvegi 14, Selfossi, ásamt manni sínum, Malling Andreasen. Hann kom frá Danmörku, mjólkur- fræðingur að mennt, kom til vinnu í Mjólkurbúi Flóamanna, þar sem hann vann til æviloka. Að koma á heimiii þeirra var ógleymanlegt, þar ríkti hin sanna gestrisni. Hjá þeim áttu margir góðar stundir og allra götu vildu þau greiða. Mann sinn missti Aðalheiður fyrir tæpum 20 árum. Mér fannst Aðalheiður falleg kona sem bar mikla persónu, og hélt andlegri heilsu 0g reisn til æviloka þrátt 'fyrir þverrandi krafta. Hún átti alltaf fallegt heim- ili hvort sem hún bjó í stóru húsi eða smáíbúð. Sonur minn varð fyr- ir því láni að verða tengdasonur Aðalheiðar. Honum var hún alltaf sem besta móðir. Fyrir það vil ég þakka og allar góðar stundir sem við höfum átt saman. Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjónin öllum aðstandendum og biðjum Guð að blessa minningu Aðalheiðar. Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir í eilífan aldingarð því öllu sem Drottinn gaf. (Matth. Jochumsson.) Hvíl þú í friði. Guðríður Bjarnadóttir. Mér brá óþægilega, þegar mér var sagt, að hún amma mín væri dáin. Þó hafði hún kvatt mig síð- ast með þeim orðum, að sennilega sæjumst við ekki framar, því að hennar tími væri senn kominn. í þeirri trú sinni var hún með full- kominni hugarró, en hitt var henni meira áhyggjuefni, að ég kynni ef til vill ekki að hitta neina aðra ættingja mína í heimsókn minni á Selfoss þennan dag. Þetta lýsir henni ömmu vel, því að hún bar ávallt hag fjölskyldu sinnar, ættingja og vina fyrir Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ODDNÝJAR JÓNASDÓTTUR, Laufrima 14a, Reykjavík. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á kvennadeild Landsþítalans (21A) og heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir vin- semd og nærgætna umönnun. Ólafur Örn Ingimundarson, Unnur Lóa Þorsteinsdóttir, Hlías Vairaktaridis, Jónas Þór Gunnhallsson, Camilla Gunnhallsson, Júlíana Guðrún Gunnhallsdóttir, Jimmy Anderson, Þorgils Jónasson, Vilborg Bjarnadóttir og barnabörn. bijósti, en dró jafnan úr umræðum um eigið heilsufar og líðan. Hún fylgdist alla tíð mjög vel með okk- ur barnabörnunum sínum og vildi veg okkar sem mestan. Amma bjó nær tíu ár á Akra- nesi með fyrri eiginmanni sínum, Hildiþóri Loftssyni, afa mínum, og eignuðust þau saman tvær dætur. Þau skildu sumarið 1941. Amma kynntist seinni eigin- manni sínum, Helge Malling Andreasen mjólkurfræðingi, nokkrum árum síðar. Ekki er unnt að minnast hennar ömmu minnar öðruvísi en að nefna Malling í sömu andránni. Svo nátengd voru þau í hugum okkar barnabarnanna. Amma og Malling eignuðust saman tvö börn og bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Bræðraborg (Kirkjuvegi 8) á Selfossi. En þar fæddist ég á heimili þeirra. Amma og Malling byggðu ‘ sér hús á Sunnuvegi 14 á Selfossi og fluttu þangað 1957. Við það hús og heim- ili eru bundnar bernskuminningar mínar um ömmu. Þarna dvaldi ég sem barn oft tímabundið og er þessi tími mér enn í fersku minni. Hjá ömmu og Malling leið mér vel. Ekki síst vegna þess að yngri móðursystkini mín á mínu reki voru ágætir leikfélagar. Malling andaðist á gamlársdag 1977. Hann var einstakt góðmenni og allra hugljúfi sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast hon- um. Eftir fráfall Mallings seldi amma húsið á Sunnuvegi, þar sem henni var ofviða að annast svo stórt hús og mikinn garð. Amma var þannig gerð að hún vildi ekki vera neinum byrði og því réðst dvalarstaður hennar eftir þetta af heilsufari hennar. Lengst af dvaldist hún á neðri hæðinni hjá yngstu dóttur sinni, Steinunni Ástu Andreasen, og Grétari Arnþórssyni, tengda- syni sínum. Hjá þeim naut hún bestu umhyggju og aðstoðar, sem varði allt til dauðadags. „Hvað boðar nýárs- blessuð sól?“ Nýárs- blessuð sól 1978 boðaði ömmu minni söknuð og trega. En þó ljómaði hún heit af Drottins náð í huga hennar. Amma mín var far- in að þrá að sjá nýárssól hinna nýju heimkynna, þar sem líkami hennar var mikið til búinn að vera og hún orðin algerlega upp á aðra komin, hvað hreyfingar snerti. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín! Lifðu sífellt við sólar- ljós í landi eilífðarmnar í Guðs friði. Sigurður Ármann Sigurjónsson. Elsku Alla okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Alla amma. Núna ertu komin á góðan stað, þar sem þér líður vel. Við vitum öll hver tók á móti þér hinum meg- in. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Missir okkar er mikill 0g þín er sárt saknað, en minningarnar um þig og afa á Sunnuveginum, stundirnar með þér og sögurnar þínar munu lifa með okkur. Þér munum við aldrei gleyma. Andrés Óskar, Svanlaug og Auður Inga, Gunnar og Kristján. + Elskulegur bróðir okkar, ÞORSTEINN EIRÍKSSON Teigaseli 1, lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 25. ágúst. Sigríður Eiríksdóttir, Friðgeir Eiríksson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við frá- fall og útför INGÓLFS S. ÁGÚSTSSONAR verkfræðings, Rauðalæk 44, Reykjavík. Ásdís Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, PÉTURS KRISTJÁNS ÁRNASONAR múrarameistara, Bugðulæk 7, Reykjavík. Úlfhildur Þorsteinsdóttir, Ómar Pétursson, Hlini Pétursson, Guðmundur Pétursson, Hólmsteinn Pétursson, Árni Pétursson, Logi Pétursson, Lýður Pétursson, Anna Lísa Blomsterberg, Kristfn Kristjánsdóttir, Hallfriður Bára Einarsdóttir, Aðalheiður Þóra Sigurðard., Guðveig Einarsdóttir, Kristín Jóhanna Hirst, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.