Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 10

Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 10
10 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðið í tvær stöð- ur aðal- varðstjóra DÓMSMÁLARÁÐHERRA hef- ur ráðið þá Jðn S. Ólason og Ólaf Egilsson í stöður aðalvarð- stjóra hjá lög- reglunni í Reykjavík. Jón hefur verið kennari við Lögregluskól- ann og Ólafur hefur starfað hjá lögreglunni í Reykjavík. Sautján ura- sóknir bárust um stöðurnar og mælti Böð- var Bragason lögreglustjóri með fjórum umsækjend- anna sem hann taldi hæfasta í stöðurnar, en Jón S. Ólason Ólafur Egilsson Ólafur var ekki einn þeirra. Að sögn Símonar Sigvalda- sonar, skrifstofustjóra í dóms- málaráðuneytinu, fékk Bogi Nilsson, ríkislögreglustjóri, málið til umsagnar og skilaði hann dómsmálaráðherra sínum viðhorfum. „Hann bendir á það réttilega að það eru fleiri en þessir fjór- ir sem komi sterkiega til greina ef tekið er mið af þeim atriðum sem ættu að ráða við ráðningar í störf, t.d. starfsaldur, reynsla, menntun og annað slíkt. Það verður til þess að þegar dóms- málaráðherra tekur sína ákvörðun byggir hann á þess- um sjónarmiðum. Það er þá hans mat að út frá öllum þeim atriðum samanlögðum sem taka ber tillit til séu þeir Ólafur Egilsson og Jón S. Ólafsson fremstir af umsækjendunum um stöðumar," sagði Símon. Djáknavígsla í Skálholti SÉRA Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, vígir á morgun, sunnudag, Guðrúnu Eggertsdóttur sem djákna. Mun þetta í fyrsta sinn sem kona hlýtur kirkjulega vígslu í Skálholti. Guðrún hefur verið ráðin til djáknaþjónustu í Þor- lákshöfn og á heilbrigðisstofn- unum í héraðinu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna U 'fÁ ijf. AF INNLENDUM VETTVANGI F |RESTUR til að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins vegna borgar- stjórnarkosninganna í Reykjavík á vori komanda rennur út mánudaginn 29. september, en prófkjörið fer fram 24. og 25. októ- ber næstkomandi. Rétt til að taka þátt í prófkjörinu hafa allir flokksbundnir sjálfstæðis- menn sem kosningarétt hafa í borg- inni, sem og þeir sem undirritað hafa inntökubeiðni í eitthvert sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Þá geta sjálfstæðis- menn á Kjalarnesi einnig tekið þátt í prófkjörinu og gefið kost á sér í það, en búið er að samþykkja sam- einingu þessara sveitarfélaga í báð- um sveitarfélögunum eins og kunn- ugt er. Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi ef helmingur félaga í sjálf- stæðisfélögunum tekur þátt í því, en eingöngu varðandi þá frambjóð- endur sem fá 50% atkvæða eða meira. Prófkjörið fer þannig fram að kjósendur merkja við tiltekinn fjölda frambjóðenda í númeraröð. Óft hefur tala frambjóðenda sem merkt er við verið 10-12, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það enn hversu mörg nöfn ber að merkja við að þessu sinni, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt prófkjörsreglunum gefa frambjóðendur ekki kost á sér í tiltekin sæti heldur er hægt að kjósa sérhvern frambjóðanda í hvaða sæti sem er. Hins vegar hef- ur það tíðkast í undanförnum próf- kjörum að frambjóðendur tilkynni kjósendum á hvaða sæti þeir stefna. Sá sem fær flest atkvæði í tiltekið sæti, að viðbættum þeim atkvæðum sem hann hefur fengið í þau sæti sem ofar eru, hlýtur bindandi kosn- ingu í sætið, að því tilskildu eins og fyrr sagði að þátttakan í próf- kjörinu hafí náð 50% og atkvæða- tala viðkomandi í heild í prófkjörinu sé 50% eða hærri. Þannig er sá kjörinn í efsta sætið sem flest at- kvæði hlýtur í það sæti. í 2. sætið er sá réttkjörinn sem flest atkvæði hlýtur í 2. sætið að viðbættum þeim atkvæðum sem viðkomandi fékk í 1. sætið og þannig koll af kolli. Kjörnefnd hefur það verk með Til sýnis og sölu meðal annana eigna: Skammt frá Grandaskóla — skipti Glæsileg rishæð rúmir 140 fm næstum fulllgerð. Skipti æskileg á minni eign, t.d. í nágrenni. Einstakt tækifæri. Séríbúð — í nágrenni Háskólans Stór, sólrík 3ja—4ra herbergja kjíbúð tæpir 100 fm í þríbýli við Tóm- asarhaga. Hiti og inngangur sér. Töluvert endumýjuð. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Rétt við Rauðagerði — allt sér Stór, sólrík 6 herbergja efri hæð um 150 fm. Þvottahús á hæð. Sól- svalir. Bílskúr 27,6 fm. Tilboð óskast. Lyftuhús — Skipti — Lækkað verð Mjög stór 4ra herbergja íbúð 116,2 fm á 4. hæð við Kaplaskjólsveg. 3 stór svefnherbergi. Skipti möguleg á minni eign, helst í nágrenninu. Tilboð óskast. Sérbýlj í borginni og á Nesinu Allmargir fjársterkir kaupendur hafa falið okkur að útvega einbýlis- eða raðhús á einni hæð 110—160 fm. Margt kemur til greina, allt frá eignaskiptum að í staðgreiðslu í peningum. Sporhamrar — nágrenni Leitum að góðri 4ra—5 herbergja íbúð. Skipti möguleg á eignum nærri miðborginni. Opið í dag kl. 10—14. Opið mánud.-föstud. kl. 10-12 og kl. 14-18. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Ýmsir að íhuga próf- kjörsbaráttu Flestir núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins munu gefa kost á sér í prófkjöri í Reykjavík vegna borgarst] órnarkosning- anna eftir því sem best er vitað, en nokkrir eru enn að hugsa málið samkvæmt upplýs- ingum Hjálmars Jónssonar. Þá er þess að vænta að ný andlit komi fram í prófkjörinu. höndum að stilla upp listanum og gera um hann tillögu til kjördæmis- ráðs. Hún gerir tillögu um fram- bjóðendur í þau sæti listans sem enginn hefur fengið bindandi kosn- ingu í og hefur frjálsar hendur með það hvort hún leitar út fyrir raðir þeirra sem buðu sig fram í prófkjör- inu, en náðu ekki bindandi kosn- ingu. 15 manns í kjörnefnd Kjörnefnd skipa 15 manns og eru sjö þeirra tilnefndir af stjórn flokks- félaganna og fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, en þeir átta sem á vantar eru kjörnir með almennri kosningu innan fulltrúa- ráðsins. í kjörnefnd eiga eftirtalin sæti samkvæmt tilnefningu: Sveinn H. Skúlason, Dagný Lárusdóttir, Mar- grét Sigurðardóttir, Hannes H. Garðarsson, Halldór Guðmundsson, Lilja Stefánsdóttir og Þorsteinn Davíðsson. Til viðbótar voru eftirtalin kjörin í nefndina: Ásgerður Flosadóttir Ásta Þórarinsdóttir, Benedikt Geirsson, Birgir Ármannsson, Er- lendur Kristjánsson, Guðbjörg Sig- urðardóttir, Helgi Steinar Karlsson og Kristinn Gylfí Jónsson. Kjör- nefnd hefur ekki skipt með sér verk- um ennþá. Kjörnefnd getur, eftir að fram- boðsfrestur rennur út, leitað til fleiri aðila um að gefa kost á sér í próf- kjörinu. Það gerðist til dæmis í síð- asta prófkjöri fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1994, þegar kjör- nefnd leitaði til Ingu Jónu Þórð- ardóttur um að hún gæfí kost á sér. Þannig fjölgaði þátttakendum í prófkjörinu þá í 25, en áður en framboðsfrestur rann út höfðu 24 gefið kost á sér. Niðurstaða prófkjörsins vegna borgarstjórnarkosninganna árið 1994 var sú að kjörið var bindandi 5 tíu efstu sætin. Markús Örn Ant- onsson varð í efsta sæti, en dró sig til baka þegar nær dró kosningum. Við það færðist listinn upp um eitt sæti og níu efstu á lista flokksins þá voru það samkvæmt niðurstöð- um prófkjörsins, en kjörnefnd til- nefndi fulltrúa { þau sæti sem neð- ar voru. Eftir því sem best er vitað stend- ur hugur flestra borgarfulltrúanna til þess að gefa kost á sér á nýjan leik, en nokkrir eru ennþá að íhuga málið. Árni Sigfússon, sem var í efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu kosningum, sagðist reiðubúinn að leiða borgarstjómarflokkinn til sigurs í næstu kosningum. Nú færi fram prófkjör og þá væri það borg- arbúa að velja um þá sem þar byðu sig fram. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem var í öðru sæti listans í síðustu kosningum, sagðist vera ákveðinn í að gefa kost á sér í prófkjörinu. Hann hefði hins vegar ekki ákveðið nákvæmlega hvernig hann myndi standa að málum í prófkjörsbarátt- unni sjálfri, þ.e.a.s. hvort hann myndi sækjast eftir efsta sæti list- ans eða ekki. Hann væri að vega það og meta í samráði við marga aðila og myndi gefa um það yfirlýs- ingu þegar hann tilkynnti framboð sitt formlega. Inga Jóna Þórðardóttir, sem var í þriðja sæti listans við síðustu borg- arstjórnarkosningar, sagðist myndu gefa kost á sér í prófkjörinu og hefði lýst því yfir að hún væri reiðu- búin til þess að taka kosningu í fyrsta sætið. Hún vildi að flokks- menn ættu eitthvert val í þeim efn- um, en myndi að sjálfsögðu taká þeirri niðurstöðu sem prófkjörið fæli í sér. Hilmar Guðlaugsson, sem var í 4. sæti listans var að koma til lands- ins erlendis frá í gærkveldi. Hann sagðist myndu gefa út yfírlýsingu varðandi prófkjörið á mánudaginn. Guðrún Zoéga, sem var í 6. sæti iistans við síðustu kosningar, sagð- ist vera að hugsa sinn gang og ekki vera búin að gera upp hug sinn varðandi prófkjör. Jóna Gróa Sigurðardóttir, sem var í 7. sæti listans í síðustu kosn- ingum, sagðist ekki vera búin að gera upp hug sinn varðandi það hvort hún gæfi kost á sér. Hugur hennar stæði til þess, en hún væri að kanna baklandið og myndi taka ákvörðun í þessum efnum í næstu viku. Ólafur F. Magnússon, læknir og varaborgarfulltrúi, sem var í 9. sæti á listanum síðast, kvaðst ákveðinn í að gefa kost á sér í próf- kjörinu og stefna á öruggt sæti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Kjartan Magnússon, varaborgar- fulltrúi, sem var í 13. sæti á listan- um við síðustu borgarstjórnarkosn- ingar, sagðist vera alvarlega að íhuga að gefa kost á sér en ekki vera búinn að gera upp hug sinn endanlega í þeim efnum. Ekki náðist í gær í Gunnar Jó- hann Birgisson, sem skipaði 5. sæti listans. Kjalnesingar íhuga málið Pétur Friðriksson, oddviti sjálf- stæðismanna á Kjalarnesi, sagði aðspurður hvort hann ætlaði að gefa kost á sér í prófkjörinu að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um það. Tillagan um að Kjalnesingar gætu tekið þátt í próf- kjörinu hefði verið samþykkt í fyrrakvöld og þeir þyrftu að átta sig á stöðunni í framhaldi af því. Hann sagði að talsverðu máli skipti að Kjalnesingur yrði á listanum til þess að sameiningin heppnaðist eins vel og best yrði á kosið. Þorbergur Aðalsteinsson var í áttunda sæti listans við síðustu kosningar. Hann sagðist ekki ætla að taka þátt í prófkjörinu nú. Að- stæður hans hefðu breyst og hann væri ekki tilbúinn að binda sig næstu fjögur árin. Kjörnefnd stillti Sigríði Snæ- björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra, í 10. sæti listans við síðustu kosning- ar og Guðmundi Gunnarssyni, for- manni Rafiðnaðarsambandsins, í það 11. Sigríður er flutt úr Reykja- vík í Kópavog og sagði af sér öllum trúnaðarstörfum vegna borgarmál- efna fyrir einu og hálfu ári. Guð- mundur Gunnarsson sagðist ekki ætla að gefa kost á sér í prófkjör. Hann hefði á sínum tíma komið fýrirvaralaust inn í borgarmálin og þau væru mun tímafrekari en hann hefði gert sér grein fyrir. Þess vegna treysti hann sér ekki til þess að gefa kost á sér þó svo hann hefði mikinn áhuga á málefnum borgarinnar. Þá hafa ýmsir verið nefndir sem mögulegir kandídatar í prófkjörinu, þeirra á meðal Páll Kr. Pálsson, Guðrún Pétursdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðrún sagðist ekki hafa hugsað sér að fara út í borgarpólitíkina í Reykjavík. Páll Kr. er staddur er- lendis, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun hann ekki vera að íhuga framboð í prófkjör- inu. Guðlaugur Þór sagði að fullt af fólki sem hann treysti væri búið að tala við hann um þetta og sér fyndist sér bera skylda til þess, þó ekki væri nema gagnvart þessu fólki, að íhuga málið. Þá hafa nöfn Katrínar Fjeldsted og Júlíusar Hafstein, sem voru borgarfulltrúar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn þar til á þessu kjörtíma- bili, einnig verið nefnt í sambandi við prófkjör. Katrín sagði að hugur hennar stæði ekki til þess að gefa kost á sér í prófkjöri. Júlíus sagðist ekki vera tilbúinn að ræða próf- kjörsmál Sjálfstæðisflokksins fyrr en í næstu viku, en hann myndi gera það þá. Ýmsir fleiri munu vera að íhuga framboð, en hafa ekki tekið ákvörð- un eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, enda skammur tími liðinn frá því formlega var tekin ákvörðun um prófkjör.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.