Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Indriði G. Bergijót
Þorsteinsson Arnalds
Hreiðar Hjörtur E.
Stefánsson Þórarinsson
Minningar
og mána-
dísir
SKJALDBORG gefur út nokkrar
ævisögur og endurminningabækur
fyrir jólin. Æviminningar Hjartar
E. Þórarinssonar á Tjörn í Svarfað-
ardal eru eftir Ingibjörgu Hjartar-
dóttur og Þórarin Hjartarson. Jón-
as Jónasson skráir Flugsögu Harð-
ar Guðmundssonar. Sjávarniður og
sunnanrok er viðtalsbók Jóns Kr.
Gunnarssonar við fimm sjósókn-
ara. Indriði G. Þorsteinsson er
höfundur Þátta um menn og mál-
efni.
Ein íslensk skáldsaga kemur út
I\já Skjaldborg, Nótt á mánaslóð,
eftir Birgittu H. Halldórsdóttur.
Mánadís í myrkri grafar er eftir
Mary Higgins Clark, Agatha
Christie er höfundur Morðs um
borð.
Bókin um bamið - meðganga,
fæðing og fyrstu sex ár bamsins
er handbók eftir Vibeke Manniche
þýdd og staðfærð af Jóhönnu G.
Erlingson. íslensk knattspyrna
1997 er eftir Víði Sigurðsson. Ey-
firskur fróðleikur og gamanmál,
annað bindi sem inniheldur kvæði
og stökur, er ísamantekt Eiríks
Bjömssonar. Útkall rauður - sorg
og sigrar í starfi björgunarsveita
er eftir Björgvin Richardsson.
Hafræna - sjávarljóð og siglinga.
verður endurútgefín. Guðmundur
Finnbogason safnaði þessum ljóð-
um á sínum tima en endurskoðaða
útgáfan er í höndum Finnboga
Guðmundssonar.
LISTIR
Tíminn og
baðstrandagellur
Bama- og unglingabækur
em að vanda margar frá
Skjaldborg. Tóta og tíminn er
eftir Bergljótu Amalds með
myndum eftir Ómar Öra
Hauksson. Leynifélagið er eft-
ir Kristján Jónsson. Sören Ols-
son og Anders Jacobsson em
höfundar bókanna Bert og
baðstrandagellumar, Gott hjá
þér, Svanur!, Skólataskan hans
Svans og Dúfa-Lísa og sonur
vindsins. Besti jólaleikur allra
tíma er eftir Barböm Robin-
son. Bróðir minn og bróðir
hans er eftir Hákon Lindquist.
5 mínútna kisusögur fyrir hátt-
inn em eftir ýmsa höfunda.
Franklín eignast nýjan vin er
eftir Paulette Bourgeois og
Brendu Clark, Kóngsdóttirin
og grísinn eftir Heather
Amery og Stephen Cart-
wright, Risar dýraríkisins eftir
Bent Jörgensen og Mannkyns-
saga bama og unglinga, Heim-
ur í mótun, eftir Nils Hartman
og Johannes Bojesen. Margar
harðspjaldabækur fyrir yngstu
börain koma út.
Meðal endurútgefínna bóka fyr-
ir böra og unglinga er saga Hreið-
ars Stefánssonar Grösin í glugg-
húsinu, Salómon svarti eftir Hjört
Gislason, Stafakarlarnir eftir
Bergljótu Arnalds auk Frank- og
Jóabóka, Nancy- og Kimbóka.
Guðlaug Sveinsdóttir
Guðlaug
sýnir í
Eden
GUÐLAUG Sveinsdóttir heldur
sýningu í Eden í Hveragerði
og stendur hún til 6. október.
Guðlaug Sveinsdóttir er
fædd 11. ágúst 1924 að
Hryggstekk í Skriðudal. Hún
hefur lengst af búið í Egils-
staðabæ og starfaði sem ljós-
móðir þar í mörg ár. Guðlaug
hefur sótt námskeið hjá ýmsum
listamönnum og stundaði nám
í Myndlistarskóla Reykjavíkur.
Guðlaug hefur tekið þátt í
mörgum samsýningum og
haldið eina einkasýningu.
Nýjar bækur
• Félagsfræði - einstaklingur
og samfélag er ný kennslubók í
féiagsfræði eftir Garðar Gíslason,
félagsfræðing og kennara við
Menntaskólann í Kópavogi.
Bókin er samin fyrir grunnáfanga
í félagsfræði í framhaldsskólum.
Hún skiptist í 22 kafla og lýsir inn-
viðum þess samfélags sem við búum
í og helstu
áhrifavöldum við
mótun einstakl-
ingsins: menn-
ingu, trú, íjöl-
skyldu, atvinnu-
markað og
stjórnkerfi. Hér
er fræðigreinin
skilgreind, lýst er
þeim rannsókn-
araðferðum sem
notaðar eru inn-
an félagsfræðinnar og fjallað er um
helstu greinar sem teljast skyldar
henni. Einnig eru í bókinni fjölmarg-
ar myndir, kort og töflur þar sem
stuðst er við ný íslensk tölfræðirit
og í lok hvers kafla eru hugtaka-
listi, spurningar og verkefni. Við
bókarlok eru heimildaskrá, mynda-
skrá og nafna- og atriðisorðaskrá.
Útgefandi er Mál og menning.
Féiagsfræði - einstaklingur og sam-
félag er 303 bls., unnin íPrentsmiðj-
unni Odda hf. Kápuna gerði auglýs-
ingastofan XYZETA. Verð: 3.899
kr.
GUNNAR Öm útskýrir sýninguna og skilaboðin til jarðarinnar fyrir Bandaríkja- SKILABOÐ til jarðarinnar á festingum við rætur Heklu.
mönnunum ungu.
„SKILABOÐ"
MYNDLIST
Ileklurætur
HRAUNVERKSMIÐJAN
ÞJÓÐKIRKJAN
ÁSATRÚAR-
SÖFNUÐURINN
GUNNAR ÖRN
HELGA
SIGURÐARDÓTTIR
SPESSI
BUBBI
Opin allan sólarhringinn til
30. september.
SÉRSTÆÐUR gjömingur hefur
verið í gangi við rætur Heklu frá 26.
júlí og lýkur nú um helgina. Vissi
rýnirinn fullseint af honum, var í
Berlín er hann hófst, en hefur verið
á leiðinni á staðinn undanfarnar vik-
ur. Umgangspestir og veður hafa
hins vegar seinkað för og lá við að
ekkert yrði úr framkvæmdum vegna
rigningar og þoku um sl. helgi. Þó
var lagt í hann á sunnudagsmorgni
og ekið rakleiðis að Kambi, óðali
Gunnars Amars listmálara, skipt um
kerru og í rúmgóðum kraftmiklum
jeppa haldið áfram að Hellu, hvar
hugmyndasmiður framkvæmdarinn-
ar, Snorri Guðmundsson, beið í minni
jeppa. Í framhjáhlaupi var stefnan
tekin á Gunnarsholt, þar sem hraun-
verksmiðja Snorra er til húsa og hún
skoðuð. Auk eigin hugmyndavinnu,
leiðbeinir hann vistmönnum á staðn-
um við minjagripagerð við prýðilegar
aðstæður og má það í senn vera
mjög gefandi og uppörvandi iðja fyr-
ir þá.
Þamæst skyldi ekin Fjallabaksleið
syðri, heilir 58 kílómetrar, að stórum
hluta til á frumstæðum krókóttum
og grýttum vegi. Var þó eitthvað hik
á mönnum þar sem skyggni var
slæmt, þoka niður í fjallsrætur og
rigningarúði í lofti, en þar sem þetta
var eina tækifærið til að taka rýninn
með voru báðar kerrurnar ræstar
áður en nokkrum gæfist tími til að
snúast hugur.
Bugðóttu brúna til mánans mætti
nefna leiðina því í hinu takmarkaða
skyggni var flest sem yfírhöfuð
markaði fyrir ósjaldan líkast dular-
fullu landslagi á tunglinu, ósýnilegur
ókennilegur heimur jötunafla í ná-
grenninu æsti upp hugarflugið, allt
á suðumarki í heilakymunni.
Framkvæmdin, Skilaboð til jarð-
arinnar, er í tengslum við 70 ára
byggð á Hellu, einnig að 50 ár eru
liðin frá gosinu mikla 1947, og kost-
uð af Rangárvallahreppi. Hún er
öðru fremur hugmyndafræðilegs eðl-
is og stefnumörk hennar; að maður-
inn friðmælist við jörðina. Þótti þessi
magnaði staður við jaðar storknaðrar
hraunelfunnar 1991 kjörinn vett-
vangur, þar mætast tvö hraun, annað
nýtt og bert, en hitt mosagróið og
sýnu eldra, hið þriðja í nágrenninu.
Eldfjallið er á mörkum austurs og
vesturs, að vestan hinn landfræðilegi
Ameríkufleki, en að austan Evró-
Asíuflekinn. Snorri hefur þá trú, að
séð úr fjarska sé harla erfitt að að-
skilja manninn frá jörðinni, þannig
álítur hann jörðina lifandi veru, og
telur að kannski hafi hinar gömlu
hugmyndir um fordyri vítis átt við
rök að styðjast, á þann veg að um
Heklu sé bein leið til jarðarinnar.
Þetta var sem ferðalag á annarri
plánetu og hvergi neitt kvikt á ferli,
en þó var það einhvem veginn ekki
óraunhæft, komnir langleiðina, að
sást í tvær mannverur framundan.
Héldum í fyrstu þetta gangandi
hreystimenni, en þeir veifuðu í gríð
og erg er við nálguðumst og voru
himinlifandi er við staðnæmdumst og
tókum þá tali. Um var að ræða unga
ameríkumenn af vellinum, sem fest
höfðu bíl sinn í nágrenni sýningar-
svæðisins. Og voru það glaðklakka-
legir halir er settust blautir og kaldir
í aftursætið eftir að hafa verið í fjóra
tíma á gangi, og löngu famir að ör-
vænta um hjálp. Rétt áður en við
birtumst þurfti annar að bregða sér
frá að þjóna kalli náttúrunnar, en á
meðan beið hinn á vegarslóðanum og
bað til almættisins um hjálp. Hvort
sem það hefur verið Guð eða Hekla
sem heyrðu bæn hans greindu þeir
einmitt ljós í þokunni í þann mund
er þeir heldu af stað aftur, sem voru
frá jeppa Gunnars Amars og hjörtu
þeirra hoppuðu upp í háls. Þótt ótrú-
legt sé voru þeir ekki með farsíma,
ekki með skóflu og ekki með línu.
Komið á áfangastað hélt Gunnar Öm
áfram með þeim til að freista þess
að losa bílinn, sem gekk fljótt fyrir
sig enda Gunnar með öll þessi tæki
og fleiri til. Komu því von bráðar
aftur og upplýstist þá að náungamir
voru í sömu erindum og við. Höfðu
séð auglýsingu um sýninguna á Sel-
fossi tveim vikum áður og forvitnin
vaknað. Nú fengu þeir hina fullkomn-
ustu þjónustu á staðnum, því Gunnar
gekk með þeim um svæðið og út-
skýrði inntak og tilgang sýningarinn-
ar. Það voru svo glaðir menn er hurfu
á braut í rennilegum svörtum skutbíl
og vonandi verður þetta þeim og fé-
lögum þeirra á vellinum nokkur lær-
dómur, að ferðast aldrei um óbyggðir
landsins án lágmarksbúnaðar. I ljósi
allra aðstæðna var augljóst að þeir
hefðu lent í miklum raunum hefðum
við ekki verið á réttum stað á réttum
tíma og það aðeins vegna margend-
urtekinna seinkana. En hvort heldur
tilviljanir eða yfirnáttúruleg öfl voru
að verki, voru hinir ungu menn ekki
feigir í það skiptið.
Undarleg tilfinning að standa
þarna við rætur Heklu, skynja fjallið
og ofurmátt þess með hverri taug,
en greina einungis hraunjaðrana. I
sýningarskrá er reitur fyrir skilaboð
gesta til jarðarinnar og var áður
frumsamin bæn Gunnars Amars við
Heklu rætur: „Almáttugur drottinn,
viltu biessa jörðina,/ viltu blessa
manninn og hjálpa honum að hugsa
rétt./ Hjálpa honum að vernda og
varðveita jörðina,/ heimili okkar
allra.“
Bænin greinir inntak sýningarinn-
ar og eru orð í tíma töluð, þá maður-
inn er víðast hættur að skilja þá
miklu gjöf sem lífið er og að náttúr-
an þarfnast andrýmis ekki síður en
maðurinn. Tökum aðeins eitt atriði
fyrir; „Súrefni er undirstaða lífs á
jörðu, plöntur og dýr þurfa súrefni
til öndunar. Súrefni hefur ekki alltaf
verið til staðar í andrúmsloftinu í
þeim mæli sem við nú þekkjum. Fyr-
ir tilverknað ljóstillífunnar plantna
tók súrefni að safnast fyrir í and-
rúmsloftinu fyrir mörg hundruð millj-
ónum ára. Þessi ljóstillífun átti sér
stað í lofthjúpi sem meðal annars
myndast við eldvirkni jarðarinnar.
Eldvirkni átti dijúgan þátt í að
mynda hinn foma lofthjúp."
Það eru þannig samverkandi þætt-
ir reginafla sem eru forsenda lífs á
jörðu og afkvæmi þeirra; manninum,
hollast að umgangast náttúruna með
ást og umhyggju. Má hér minnast
orða skáldanna; aðgát skal höfð í
nærveru sálar, og ennfremur, hið
smáa er jafn lítið smátt og hið stóra
er stórt.
Bragi Ásgeirsson